Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ EIN af grunnbreyt- ingunum með tilkomu einkaframkvæmdar er fjármögnunin á verk- efninu eða þjónust- unni. Með einkafram- kvæmd er einkaaðila falið að sjá um alla fjár- mögnun á verkinu. Það sem áður var alfarið greitt af hinu opinbera þarf nú að fjármagna á almennum markaði. Strax vekur þetta spurningu: Hvers vegna er ríkið að láta einkaaðila taka lang- tímalán, þegar að ljóst er að ríkið getur fengið sambærilegt lán á mun betri kjör- um? Hvernig getur þetta borgað sig? Fyrst skulum við átta okkur á einu: Hvers vegna fær ríkið lán á betri kjörum en nokkur annar? Vegna þess að ríkið borgar alltaf, sama hvemig fer. Ríkið fer ekki á hausinn. Ríkið stendui- við sitt. En ríkið ber líka áhættuna. Áhættuna á að verkefni eða stofnanir fari fram úr leyfilegum kostnaði. Ahættuna á taprekstri eða jafnvel gjaldþrotum hjá fyrirtækjum sem eru _ að hluta eðaí hreinni eign ríkisins. Áhættuna ber ríkið, þ.e.a.s. skattgi-eiðendur. Þær eru ófáar krónurnar sem skatt- greiðendur hafa þurft að sjá eftir vegna þess að áætlanir brugðust, fjárframlög voru of lág eða ríkis- ábyrgðir voru til staðar. Hugmynda- fræðin á bakvið einkaframkvæmd- ina byggist á því að færa áhættuna frá skattborgurum til sérfræðinga, þeirra einkaaðila sem taka að sér verkið. Með því að hætta sínum eig- in peningum og hafa nær alla ábyrgð á sínum herðum er búið að skapa einkaaðilanum eins líkt umhverfi og hægt er á frjálsum markaði. I þessu er hagræðingin fólgin. Að flytja ábyrgðina frá embættismönnum rík- isins til verkstjóra einkaaðilanna og áhættuna frá skatt- borgurum til eigenda. Eftir sem áður stendur sú staðreynd að hið op- inbera getur enn feng- ið lán á hagstæðari kjörum en einkaaðil- amir, enda eru lánin sem ríkið tekur með sj álfskuldarábyrgð allra landsmanna, ef svo má segja. En hverjir munu lána í einkafram- kvæmd? Ljóst er að innlendur fjár- magnsmarkaður starfar jafnt með innlent sem erlent fjármagn, jafn- framt því sem hann hefur styrkst og þróast á undanförnum árum. Því má ætla að íslenskir tilboðsgjafar í einkaframkvæmd ættu í engu að standa erlendum aðilum að baki. Einnig skal hafa í huga að þrátt fyrir minnkandi lánsfjárþörf ríkisins munu eignir lífeyi-risjóða vaxa um- talsvert á næstu árum og áratugum. Líklegt verður að telja að lífeyris- sjóðirnir sjái með einkaframkvæmd nýtt ávöxtunartækifæri. Ætla má að í heildina sé íslenskur fjármagnsm- arkaður í stakk búinn til þess að ráða við þau verkefni sem upp koma í einkaframkvæmd. Helsti ókosturinn sem fjármála- stofnanir í einkaframkvæmd glíma við er hinn mikli kostnaður og vinna sem lögð eru í verkefni, sem hugsan- lega verður ekki af. Það hefur t.d. komið fyrir erlendis að fjárhags- áætlanir hafa verið rangar og einka- aðilinn nær ekki að sannfæra fjár- mögnunaraðilann um ágæti verksins og fer þess vegna fram á ríkis- Lárus Sigurðsson Einkaframkvæmd, seg- ir Lárus Signrðsson, er ný tegund af samnings- gerð og flókin. ábyrgð. Þarna er komið upp ákveðið vandamál sem flokkast gæti sem byrjunarvandi. Einkaframkvæmd er ný tegund af samningsgerð og flókin, og því fylgir viss kostnaður fyrir aðila á markaði að kynna sér allar hliðar á framkvæmdinni. Ástæða er að benda á atriði sem snýr að áætlanagerð einkaaðilanna. Líklegt er að fjármögnunaraðila - sem ekki hefur kynnt sér forsendur og eðli samninga um einkafram- kvæmd snúist hugur þegar um end- anlegan samning er að ræða. Það getur því tekið einhvern tíma að setja fjármálastofnanir inn í hugs- anagang einkaframkvæmdar. Eftir að einkaframkvæmd verður algeng- ari ætti sú óvissa sem að fjármála- fyrirtækjum snýr að minnka. Al- mennt gildir um lánastofnanir hér á landi, sem flestar ættu að geta tekið þátt í einkaframkvæmd, að þær eiga enn eftir að auka þekkingu og þróa afstöðu sína til einkaframkvæmdar til að hámarks hagræðing náist. Fyrir okkur Islendinga er mikil- vægt að hafa augu og eyru opin því að stöðugt eru að bætast við fleiri upplýsingar um einkaframkvæmd og reynslu annarra ríkja af henni. Einkaframkvæmd er athyglisverð nýjung til lausnar á hagræðingu í opinberum rekstri, aukinni áherslu á kauphugsun ríkisins og þ.a.l. betri nýtingu á skattfé almennings. Þó skal hafa það í huga að einkafram- GARDAGA 1 0 18 SUNNUDAGA 13-17 hefjast í Janúc stöðum: Biblíuskúlinn vtð Holtaveg, S: 588-8899 Frelsíð kristiieg miðstöð, S: 533-1777 Friklritjan Vegurinn, S: 564-2355 Hafnarfjaiðaikiricja, S: 695-4490 Hvitasunnukiikjan Ffladelffa, S: 552-111 islenska Kristskiikjan, S: 567-8800 Kletturinn k.s. S: 565-3987 Keflavfkuikiikfa, S: 421-4337 KFUM og K Akranesi S: 431 1745 Leikmannaskúli Þjúðkiikjunnar S: 562 1525 Kynntu þér alfa námskeið I á heimasfðu okkar, á I LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 47, UMRÆÐAN ~ HMRM Fjármögnun einkaframkvæmdar kvæmd er ekki stóri sannleikur. Einkaframkvæmd er nýr hluti í einkavæðingarferlinu, en er ekki einkavæðing. Einkaframkvæmd er ný aðferð í rekstri hins opinbera sem nálgast markaðinn enn frekar. Á einfaldan hátt má segja að einka- framkvæmd sé í raun útboð á stór- verkefni þar sem áhættuþátturinn er nú kominn frá ríki til einkaaðil- ans. Akvörðun um einkaframkvæmd og eftirlit með henni lítur samt sem áður enn stjórn hins opinbera. Höfundur er stjdmmálafræðingur og starfar sem fjármögnunar- ráðgjafi hjá SP-Fjármögnun hf. l.is ALUTAF= erTTH\#\£? NÝTl Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tældfæri 8 II® blómaverkstæði i IJPINNA^I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090. Rekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.