Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 12. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR15. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússland Ný örygg- isstefna Moskva. AFP. RÚSSNESK stjórnvöld áskilja sér rétt til að neyta allra mögulegra ráða til að verja sig fyrir hugsan- legri vopnaðri árás, þar með talið að beita kjarnorkuvopnum. Þetta kemur fram í nýrri stefnuyfirlýs- ingu rússneskra stjórnvalda um öryggismál sem birt var í Moskvu í gær. Skýrslan felur að mati vest- rænna sérfræðinga í sér róttæka breytingu frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 1997. Þá sagði í hliðstæðri stefnuyfirlýsingu að Rússar mundu því aðeins beita kjarnorkuvopnum að árás ógnaði sjálfum tilverugrundvelli ríkisins. I nýju yfirlýsingunni er þess þó getið að því aðeins skuli gripið til kjarnorkuvopna að öll önnur vopn hafi brugðist. Einnig er að finna í yfirlýsing- unni ákvæði sem kveða á um rétt ríkisins til að verja sig fyrir hryðjuverkamönnum og skipuleg- um glæpasamtökum. Hitað upp með viði í Serbíu ELDRI maður ýtir á undan sér vagni fullum af eldiviði skiptabanns sem sett var á landið í kjölfar átakanna í á götu í Novi Sad, næststærstu borg Serbíu. Skortur er Kosovo síðastliðið vor. Hafa margir íbúar brugðið á á olíu og öðru eldsneyti í Júgóslavíu vegna við- það ráð að höggva við til upphitunar. Framleiðsla áfram skert? Vínarborg. AFP, Reuters. NEFND á vegum Samtaka olíu- framleiðsluríkja, OPEC, samþykkti á fundi sínum í Vínarborg í gær að leggja til að ríkin framlengdu gildis- tíma framleiðslutakmarkana á olíu. Takmarkanimar tóku gildi í mars á síðasta ári og var ætlað að gilda fram í mars á þessu ári en ekki er vitað hversu mikið nefndin leggur til að tímabilið verði lengt. Ónefndur heimildarmaður AFP-fréttastofunn- ar sagði í gær að næðu tillögur nefndarinnar fram að ganga mundi tímabilið lengjast um a.m.k. þrjá mánuði. Aðgerðir borið árangur OPEC-ríkin samþykktu að tak- marka framleiðslu sína á oliu til að halda aftur af lækkandi olíuverði sem verið hafði í sögulegu lágmarki. Aðgerðir ríkjanna hafa borið tilætl- aðan árangur. Ráðherrafundur OPEC, sem hald- inn verður í mars, mun ræða tillögur nefndarinnar og taka ákvörðun um hvort framleiðslutakmarkanir skuli vera áfram í gildi. Þrýstingur eykst á Wolfgang Schauble innan CDU N efnd skipuð um siðbót flokksins WOLFGANG Scháuble, formaður Kristilegra demóki'ata í Þýzkalandi (CDU), tilkynnti í gær að skipuð hefði verið sjálfstæð nefnd til að vinna tillögur um hvernig koma mætti í veg fýrir að fjármálamisferli af því tagi, sem flokksmenn urðu uppvísir að nýlega, endurtaki sig. Nefndinni verður stýrt af Roman Herzog, fyrrverandi forseta Þýska- lands, Hans Tietmeyer, fyrrverandi bankastjóra Þýska seðlabankans, og Paul Kirchhof, fyrrverandi dómara við stjómarskrárdómstólinn í Karslrhue. Henni er ætlað að leggja skýrslu fyrir næsta flokksþing CDU sem haldið verður í apríl. Tilkynning Schaubles frá því fyrr í vikunni um að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í embættið á flokks- þingi í apríl nk. hefur ekki megnað að stöðva umræðu um hvort það sé flokknum ekki fyrir beztu að við for- ystunni taki nýir menn sem hafnir séu yfir grun um að vera flæktir í fjármálahncykslið sem sífellt vindur upp á sig. Scháuble hefur viðurkennt að hafa árið 1994 tekið við 100.000 mörkum úr hendi vopnakaupmann- sins Karlheinz Scheiber, lykilmanns í fjármálahneykslinu sem annars snýr mest að Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara. Ole von Beust, einn héraðsleiðtoga CDU í Hamborg, sagði á fimmtudag að maður gæti alltaf komið í manns stað, þetta ætti líka við um Wolfgang Scháuble. Flokkurinn ætti í „foryst- uvanda“. Og Friedhelm Ost, þingmaður CDU sem á valdatíma Kohls var um skeið talsmaður ríkisstjórnarinnar, hvatti til þess í viðtali við Kölnische Rundschau að Scháuble viki sæti. Nefndi Ost Kurt Biedenkopf, forsæt- isráðherra Saxlands, sem mögulegan bráðabirgðaarftaka, síðan gæti vara- formaðurinn Annette Schavan tekið við. Um þessar vangaveltur vildi Biedenkopf sjálfur - sem er gamall innanflokksandstæðingur Kohls - ekki tjá sig. Margir áhrifamenn í CDU hafa mælzt til þess að flokksþinginu sem áformað er að halda í apríl verði flýtt svo að útkljá megi þessi mál þannig að þau skaði traust fólks á flokknum ekki frekar. Heiner Geissler, þingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri CDU, hvatti í útvarpsviðtali í gær til þess að endi yrði bundinn á umræðu um formannsskipti. Sagði hann hvers konar vangaveltur um Scháuble í tengslum við fjármálahneykslið geta reynzt flokknum dýrkeyptar. Júrgen Rúttgers, héraðsleiðtogi CDU í Nordrhein-Westfalen, sem nefndur hefur verið í vangaveltum um mögulega „hallarbyltingu" í flokknum, staðfesti að hann hygðist ekki bjóða sig fram gegn Scháuble. „Við eigum að mínu áliti ekki við neinn forystuvanda að stríða,“ hefur Siiddeutsche Zeitung eftir Rúttgers. Síðustu mörkin Reuters ERNST Welteke, aðalbankastjóri Þýska seðlabankans, og Willi Berchtold, framkvæmdastjóri þýsku myntsláttunnar Giesecke & Devrient, halda á milli sín hluta af síðasta upplagi 10 marka seðla sem prentaðir verða. Upplagið er 300 milljónir seðla og munu þeir verða í umferð þar til evru-seðlar og mynt koma í þeirra stað árið 2002. Jafnaðarmenn hlynntir aðild Svía að EMU Tímasetning aðildar óljós Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „Ég er sannfærður um að það er rétt að við gerumst aðilar," sagði Göran Persson, forsætisráðherra Svía, á blaðamannafundi í gær, eftir að framkvæmdanefnd Jafnaðarmanna- flokksins hafði samþykkt aðild Svía að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Sannfæringarkraft- ur Perssons var meiri en menn höfðu búist við, en hins vegar gaf hann engin tímamörk til kynna né heldur hvort aðild yrði borin undir þjóðaratkvæði. Persson efndi til blaðamannafund- ar í Stokkhólmi í gær, þar sem hann kynnti eigin afstöðu og nefndarinn- ar, sem er mikilvæg valdastofnun innan flokksins. Fyrirfram hafði ver- ið búist við að niðurstaða nefndar- innar yrði jákvæð, en að Persson myndi taka hóflega undir hana. Það gerði hann þó ekki, heldur sagðist heilshugar vera fylgjandi aðild. Persson sagði í upphafi að margir hefðu áhyggjur af þróun ESB í átt að sambands- ríki og einnig að ákvörð- unin um stofnun EMU hefði ekki verið lýðræð- islega tekin. Hann sagð- ist skilja hvort tveggja vel, en bætti við að þegar valið stæði milli þess að valdsvið þjóðríkisins minnkaði eða að það yrði leiksoppur gjaldeyris- braskara, eins og Svíar hefðu verið 1994, þá væri engin spuming í sínum huga að betra væri að vera með í traustu sam- Göran bandi. Persson heíúr áð- Persson ur sagt að EMU sé ótraust en hann heldur því ekki leng- ur fram. Reynslan hafi sýnt annað. Um hvenær heppilegasti tíminn yrði til inngöngu sagði Persson að það réðist af því hvenær sænsk hag- þróun og launamynd- un yrðu í samræmi við þróun innan EMU. Hann sagðist sem áð- ur álíta að þjóðar- atkvæðagreiðsla væri eðlilegasta leiðin til að leita samþykkis þjóð- arinnar. Áður hafa ýmsir bent á að ólíklegt sé að endanleg ákvörðun verði tekin fyrr en í fyrsta lagi seinni hluta 2001. Ekki komi til greina að Svíar standi í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir og á meðan þeir fara með formennskuna innan ESB, sem verð- ur fyrri hluta árs 2001. Formlega séð er Jafnaðarmanna- flokkurinn þó ekki búinn að afgreiða málið, því flokksþingið á enn eftir að afgreiða það. Næsta flokksþing verð- ur haldið í vor. Persson var í gær margorður um að sér hefði þótt nauðsynlegt fyrir flokkinn að taka sér langan tíma til að komast að niðurstöðu í málinu. Mörgum hefði þótt að ákvörðun um ESB-aðild hefði verið tekin í skyndi og aðeins af flokksforystunni. Flokk- urinn er enn sundraður í afstöðunni til ESB, þó minna fari fyrir andmæl- endum aðildar í flokksforystunni en áður. Úlfúðin ólgar þó og umræður gætu því orðið harðar á flokksþing- inu, þótt ekki sé búist við öðru en að það samþykki EMU-aðild. MORGUNBLAÐIB15. JANÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.