Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN ■j A 42 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Af útlitinu skal þekkj a þær Engin jurda erþó það þyki lítið eftir- sóknarvert fyrirheilan kynstofn að fá þann stimpil að þar fari góðir íþrótta- menn. Staðreyndin ersú, að á meðan einblínt erá einhvern líkamlegan eigin- leika fólks, hvortsem sá eiginleiki er goðsögn eða ekki, nýtur viðkomandi ekki sannmælis þegar kemur að and- legum samanburði við aðra. Eftir Hönnu Katrinu Frlðrlksen Frammámenn í rétt- indabaráttu svartra í Bandaríkjunum hafa lengi barist gegn þeirri nokkuð útbreiddu skoðun hins hvíta meirihluta að svartir menn standi öðrum kynstofnum framar þegar kemur að íþróttaafrekum, a.m.k. framar en sá hvíti. Við fyrstu sýn virðist harla einkennilegt að þetta skuli vera meðal þess sem svartir telja sig þurfa að beijast gegn til þess að öðlast fullkom- lega jafnan rétt á við hina hvítu, það er jú bara jákvætt að vera góður íþróttamaður. Þegar málið er skoðað nánar er þó hreint eng- in furða að það þyki lítið eftir- sóknarvert fyrir heilan kynstofn iflDlinpe aðfáþann V wnunr stimpil að þar fari góðir íþróttamenn. Staðreyndin er sú, að á meðan einblínt er á einhvern líkamlegan eiginleika fólks, hvort sem sá eiginleiki er goðsögn eða ekki, nýtur viðkomandi ekki sannmælis þegar kemur að and- legum samanburði við aðra. Annað nærtækt dæmi má taka af þessu tagi. Kvenfólki eru gjaman eignaðir jákvæðir líkam- legir eiginleikar (eða þá að vakin er athygli á skorti þeirra á slíkum eiginleikum), en karlmenn frekar metnir af andlegri getu. Þjóðfé- lagsstaða skiptir líka miklu í mati á körlum en konur ná sjaldan, nær aldrei, að hrista af sér at- hugasemdir um líkamlegt at- gervi, ekki einu sinni þær fáu sem klífa hátt upp í þjóðfélags- stigann. Það getur verið allrar athygli vert að fylgjast með því í hvaða farveg þessi vitleysa getur farið. Tvær bandarískar konur, sem fyrir um ári voru á allra vörum fyrir þátt sinn í skrípaleiknum í Hvíta húsinu í Washington, lær- lingurinn Monica Lewinsky, fyrr- verandi viðhald Clintons Banda- ríkjaforseta, og fyrrverandi vinkona hennar og trúnaðarvin- ur, Linda Tripp, eru nú aftur orðnar tíðir gestir í fjölmiðlum, vestan hafs að minnsta kosti. Að þessu sinni fyrir viðleitni sína til þess að bæta ímyndina - og ef marka má viðbrögð fjölmiðla virðist sú viðleitni hafa tekist nokkuð vel. Moniea Lewinsky fær heil- mörg prik fyrir að hafa farið í árangursríka megrun. Síðan fær hún enn fleiri prik fyrir hlutverk sitt sem opinber talsmaður Jenny Graig-megrunarátaksins, því hvemig sýnir maður ást og um- hyggju á meðsystrum sínum bet- ur en með því að vilja greiða íyrir þær leiðina upp á við með því að benda þeim á bestu leiðina til að missa nokkur kíló? Linda Tripp er líka komin svolítið í náðina. Hún hafði nefnilega vit á því að láta laga á sér andlitið, svo það félli almenningsálitinu betur í geð. Samkvæmt fréttum mun hún hafa látið krukka í nefið á sér, fjarlægja undirhöku og slappa húð á hálsinum og látið al- mennt flikka upp á húðina. Svo hefur hún líka misst 20 kíló, með- al annars með aðstoð fitusogs. Einn helsti hvati Lindu Tripp mun hafa verið sá að hún var staðráðin í að líta vel út fyrir réttarhöldin vegna segulbands- upptakanna frægu. Linda Tripp slapp ekki í gegnum þröngt nál- arauga almenningsálitsins í fyrra og virðist hafa lært af þeirri reynslu. Þeir sem eru áhugasam- ir um hvernig til hefur tekist geta skoðað mynd af hinni nýju Lindu Tripp á heimasíðu hennar (www.lindatrip.com). Þegar samband Clintons Bandaríkjaforseta og Monicu Lewinsky komst í hámæli voru Lewinsky og Tripp úthrópaðar fyrir útlitið ekki síður en fyrir uppljóstranir sínar. Það skal því engan undra að þær hafi gripið til framangreindra ráða til þess að friðmælast við almenning - og raunverulega þarf engan að undra að dæmið virðist ætla að ganga upp hjá þeim. Af útlitinu skulu konur dæmdar. Að sama skapi þarf enginn að vera sér- staklega undrandi á því að útlit karlleikaranna í skrípaleiknum hafi ekki þótt umtalsefni. Einu skiptin sem orðið útlit átti sam- leið með forsetanum voru þegar menn hneyksluðust á því að hann skyldi falla fyrir Lewinsky. Hún var ekki einu sinni mjó, maður! Barbara Thomas, pistlahöf- undur Los Angeles Times, hefur það eftir ónefndum sálfræðingi að með því að hæðast að útliti Lewinsky og Tripp hafi almenn- ingur verið að refsa þeim fyrir þátt þeirra í framhjáhaldi og svikum. Með því að bregðast við þessum árásum með jafn afger- andi hætti og raun ber vitni mynduðu konurnar tvær tengsl við almenning og fengu hjá hon- um stuðning á móti, svo vitnað sé aftur í hinn ónefnda sálfræðing. Nú á tímum, þegar konur hafa meiri völd og njóta meira jafn- ræðis á við karlmenn en á nokkr- um öðrum tímum, er það bókstaf- lega grátbroslegt að þær skuli enn frekar en áður þurfa að upp- fylla skilyrði viðurkenndrar feg- urðar til að þykja gjaldgengar. En hvaða önnur leið er svo sem betur til þess fallin að halda þess- um kellingum í skefjum? Áhersl- an á útlitið grefur undan áherslu á andlegt atgervi. Skítt veri með gáfurnar, ef fríðleikann vantar. Hvar er trúverð- ugleiki R-listans? NÚ eru liðin tæp sex ár síðan R-listinn náði meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur. í borgarstjórnarkosn- ingunum vorið 1998 fékk R-listinn endur- nýjað umboð til að stjórna málefnum borgarinnar. Fram- bjóðendur hans gáfu mörg og mikilvæg kosningaloforð, sem eflaust áttu þátt í að tryggja R-listanum meirihluta. Því er fróðlegt að rifja upp nokkur kosningaloforð og vinnubrögð R-list- ans þannig að kjósendur hans og aðrir borgarbúar geti betur áttað sig á orðum og efndum meirihlut- ans. Fjármál borgarinnar í valdatíð R-listans hafa skattar og gjöld hækkað verulega. Árið 1995 var sett á nýtt holræsagjald sem hækkaði fasteignagjöld um 26%. Sama ár voru arðgreiðslur fyrirtækja borgarinnar sem fara í borgarsjóð hækkaðar um 500-600 m.kr. Á síðasta ári var útsvars- prósentan hækkuð úr 11,24 í 11,99 eða um einn milljarð króna. Út- svarstekjur hafa einnig aukist und- anfarin ár vegna mikils hagvaxtar í þjóðfélaginu og á þessu ári hækka fasteignaskattur og holræsagjald um 17% vegna hækkandi fast- eignaverðs. Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hafa skuldir borgarinnar vaxið. R-listinn upp- lýsti ekki fyrir kosn- ingai' að skattar og gjöld myndu hækka en hann gaf hins veg- ar kosningaloforð um að skuldir borgarinn- ar yrðu lækkaðar. Við það hefur ekki verið staðið. Málefni aldraðra Á undanförnum árum hefur fjölgað á biðlistum eftir hjúkrunar- rými fyrir aldraða og í dag eru 217 manns á biðlista, þarf af 195 í mjög brýnni þörf. Framlög til byggingar stofnana í þágu aldraðra hafa minnkað stöðugt á síðustu árum og eru í algjöru lágmarki á þessu ári eða 25 m.kr. Á sama tíma er ákveðið að veita 65 m.kr. til við- gerða á gömlu húsi í Hafnarstræti. R-listinn lofaði að gera sérstakt átak í að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Við það hefur ekki verið staðið. Leiguíbúðir Verulega hefur fjölgað á biðlist- um eftir leiguhúsnæði og í dag eru Reykjavík Samstarfíð innan R-listans, segir Yil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, byggist ekki á sam- eiginlegum pólitískum markmiðum. rúmlega 400 manns á biðlista hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík. í kosningabaráttunni fyrir borgar- stjórnarkosningarnar vorið 1994 gagnrýndu frambjóðendur R-list- ans sjálfstæðismenn harkalega fyr- ir skort á leiguhúsnæði á vegum borgarinnar og gáfu jafnframt kosningaloforð um að R-listinn myndi stórauka framboð á leigu- húsnæði. í þessum málaflokki ákvað R-listinn á hinn bóginn að hlutafélagavæða leiguhúsnæði borgarinnar og stofnaði Félags- bústaði hf. Staðreyndin er sú að biðlistar hafa lengst og kosninga- loforð um að fjölga leiguíbúðum umtalsvert hafa ekki verið efnd. Skipulags- og lóðamál Á valdatíma R-listans hefur ríkt fyrirhyggju- og aðgerðarleysi í skipulags- og lóðamálum Reykvík- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóla- og nýársgjafír ríkisstj órnarinnar VERÐBÓLGAN reyndist ekki stundar- fyrirbrigði á árinu sem var að líða, það staðfesti ríkisstjórnin við afgreiðslu fjár- laga. Þá var ljóst að verðbólgan var vel yf- ir fimm prósent og verðbólguspá fyrir ár- ið 2000 var hærri en sérfræðingar höfðu áður spáð. Nú í ár- sbyrjun grípur Seðla- bankinn til sinna ráða og hækkar vexti í vörn gegn verðbólgu. Svona mikil viðvar- andi verðbólga og enn ein vaxtahækkun eiga eftir að hafa gífurleg áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja. Þessi uggvænlegu tíð- indi þurfa ekki að koma neinum á óvart því vandamálin að baki þeim hafa legið í pípunum frá þvi löngu fyrir kosningar en án þess að rík- isstjórnin brygðist við þeim. Ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar kaus að boða endalausa veislu svo fremi að fólk tryggði valdhöfum áframhald- andi stjórnarsetu. Blekkingar, óráðsia og glannaleg fjárlög eiga eftir að auka þann vanda sem blas- ir við landsmönnum í upphafi árs. Seðlabankinn - ekki ríkisstjórnin Það er Seðlabankinn sem reynir nú í örvæntingu að grípa til þeirra úrræða sem hann hefur tök á - ekki ríkisstjórnin. í stað þess að ríkisstjórnin brygðist við ábend- ingum um vaxandi þenslu sem fram komu fyrir ári lét hún skýrsl- ur OECD og Seðlabanka íslands eins og vind um eyru þjóta. Allt síðasta ár hefur Samfylkingin bent á að ef ekki yrði brugðist við væri hætta á kollsteypu sem myndi hitta fjölskyldur landsins illa fyrir. Það er ekki vinsælt að vera boðberi vondra tíðinda en miklu verra er að bregðast ekki við eins og stjórnar- flokkarnir. í stað þess að ríkisstjórnin tæki af festu og ábyrgð á stjórn efnahagsmála og gripi til ráðstafana í tíma lét hún sem allt léki í lyndi og hegðaði sér eins og sú fræga þrenning sem vildi ekki sjá, ekki segja, ekki heyra. Grafalvarlegt mál Seðlabankinn hefur ekki hækkað vexti jafn mikið - 0,8% - í mörg ár. Þar að auki er þetta fjórða vaxtahækkunin á inn- Vaxtahækkun Blekkingar, óráðsía og glannalegfjárlög, segir Rannveig Guðmunds- dóttir, eiga eftir að auka þann vanda sem blasir við landsmönnum í upphafí árs. an við ári. Miklar verðhækkanir, m.a. á vegum hins opinbera, hækka vísitöluna og nú á að reyna að slá á þenslu með vaxtahækkun- um. Bankavextir munu hækka og verða með því hæsta sem þekkist í nágrannalöndum. Vextir óverð- tryggðra lána hækka, vextir greiðslukortafyrirtækja hækka og það er alveg ljóst að til viðbótar við hækkanir liðinna mánaða munu aukin verðbólga og háir vextir hafa mikil áhrif á fjármál heimilanna. Viðskiptahallinn er nú 37 millj- arðar og við því búist að hann stór- aukist þegar gengi krónunnar hækkar. Langvarandi viðskipta- halli mun líka reyna á gengi krón- unnar. Af tvennu illu velur Seðla- bankinn þó að hækka vexti til að hamla gegn verðbólgunni sem er á dansandi uppleið. Veisla ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur hegðað sér afar óskynsamlega. Við í Samfylk- ingunni höfum gagnrýnt að hún seldi eignir og notaði andvirði í rekstur. Hún seldi nýtt viðbótar- hlutafé í bönkum og jók með þeirri ráðstöfun gífurlega á þensluna sem hún ræður engan veginn við. Allar stjórnvaldsákvarðanir virðast teknar undir þeim formerkjum að hér ríki sá stöðugleiki sem þegar er fyrir bí. Harkaleg viðbrögð heyrast frá Samtökum iðnaðarins sem segja að við blasi hrun í iðnaði vegna stór- aukinna rekstrarútgjalda ef þróun- inni verði ekki snúið til betri veg- ar. Það er því staðreynd að nú hallar undan fæti bæði hjá iðnað- ar- og sjávarútvegsfyrirtækjum. Menn kannast við þetta ferli frá verðbólguárunum. I gamla daga endaði það oft með gengisfellingu. Við skulum vona að hjá henni verði komist að þessu sinni. En það er ljóst að umhverfi komandi kjara- samninga er erfitt. Jólagjöf ríkis- stjórnarinnar var aukin verðbólga og nýársgjöfin vaxtahækkun. Vandinn sem við blasir er vegna þess að ríkisstjórnin hefst ekki að. Hún bregst í stærsta verkefni sínu. Ríkisstjórn sem bilar í stjórn efnahagsmála er vond ríkisstjórn. Höfundur er alþingismaður. Rannveig Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.