Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ 1 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 51^. MINNINGAR skepnur og unni sól og sumri. Á vorin lyftist hann upp með hækkandi sól og grænkandi gróðri. Honum búnaðist líka vel og þau byggðu upp sitt bú af miklum myndarskap og ráðdeild. Þegar sest er svona niður til að skrifa nokkur orð að Munda gengnum fara minningar að streyma um hugann, minningar sem við munum eiga alla ævi. Þó situr efst í huga góðvild í garð okkar ungu hjónanna á Fossi. Alla tíð var okkur tekið með kostum og kynj- um, hvort sem erindið var stórt eða smátt, eða alls ekki neitt. Það var nefnilega þannig að til þeirra var hægt að koma án þess að eiga erindi og það gerðum við oft. Og það get ég sagt með sanni; að eins og hann vil ég eldast. Halda heilsu fram undir hið síðasta, halda góðri lund og glettni alla ævi og bera velvilja í brjósti til allra, manna og dýra. Hann mætti vera öðrum mönnum fyrirmynd í mörgum efnum, þá væri heimurinn betri. Hermund kveðjum við hjónin með miklum söknuði. Kannski eigum við eftir að hittast hinum megin og jafn- vel taka í spil. Elsku Laufey og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur öll- um samúð okkar. Megi hann hvfla í Guðs friði. Einar og Lilja. Elsku afi, okkur langar í fáum orð- um að þakka þér fyrir allt. Við höfum verið svo heppin að fá að alast upp með þér og læra af þér. Það eru forréttindi að hafa afa og ömmu í næsta húsi og geta alltaf leitað skjóls hjá ykkur. Við munum þig þar sem þú situr við eldhúsgluggann þegar við komum inn til þín og þú heUsaðir með glettnissvip. Við eldri fylgdum þér þegar þú varst úti ýmislegt að snúast, þú hjálpaðir okkur og frædd- ir okkur á umhverfinu og kenndir okkur til verka. Laufey, sem er að- eins yngri, vai- meira fyrir að fara yfir til afa og ömmu og þú kenndir henni á spil og spjallaðir við hana og frædd- ir. Sveinn Orri var líka farinn að skreppa til ykkar og það kemur í okkar hlut að segja honum meira um þig og hvað þú varst okkur góður. Þú gafst okkur mikið, sem á eftir að nýt- ast okkur á lífsleiðinni. Þegar amma var á spítalanum í fyrravor og við skiptumst á að sofa úti hjá þér, þá last þú bænina ykkar ömmu með okkur áður en við fórum að sofa. Efst í minningunni eru jólin sem við áttum alltaf saman úti hjá ykkur. Þú samdir vísur til okkar sem við varðveitum og þótt söknuðurinn sé mikill eigum við eftir allar þessar minningar sem ylja okkur um hjartarætur. Elsku amma, guð styrki þig við missinn, og elsku afi, „góða nótt og guð geymi þig“. Guðbjörg Hulda, Þorsteinn Logi, Halla, Laufey og Sveinn Orri Einarsböm. í dag kveð ég góðan vin. Minningamar hrannast upp og margt kemur upp í hugann eftir hálfrai' aldar viðkynningu og það sér- staka viðkynningu. Hermundur bóndi í Egilsstaðakoti var slíkur öðlingur að hans líkar finn- ast ekki víða. Man ég fyrst eftir því ung að árum að farið var í heimsókn til Laufeyjar og Munda í Egilsstaðakot, alltaf var stutt í brosið og manngæskan skein úr augum hans sama á hverju gekk. Sannast það eflaust best ef litið er til baka og skoðaður sá gestagangur sem var á heimili þeirra hjóna alla tíð. Samgangurinn við Egilsstaðakot jókst til muna eftir andlát móður minnar, en hún lést 1977, og kom þá í ljós enn og aftur elska hans og þeirra hjóna en þau studdu mikið vel við bakið á mér svo ekki sé minnst á stuðninginn við bróður minn, sem var aðeins átta ára er móðir okkar lést, átti hann þar skjól hvenær sem var. Vil ég þakka þetta hér. Einnig vil ég þakka vináttu, vin- áttu er ég mat mikils og skilur efth' tómarúm í hjarta mínu. Elsku Lau- fey, símtölin okkar enda ekki aftur á „kysstu Munda frá mér“. Mínar inni- legustu samúðarkveðjur til þín og allra ykkar afkomenda. Megi góður guð styrkja ykkur og blessa um ókomna tíð. Guðríður Guðbjartsdóttir. GÍSLI GÍSLASON + Gísli Gíslason fæddist á Brunn- gili í Bitrufirði á Ströndum 11. sept- ember 1908. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hólmavík 10. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Gísli Jónsson, bóndi á Brunngili, f. 14. jan- úar 1866, d. 12. jan- úar 1954, og Helga Björg Þorsteinsdótt- ir, f. 4. september 1865, d. 19. desember 1955. Gísli var sonur Jóns Jónssonar, bónda á Brunngili, og konu hans Sigríðar Gísladóttur. Helga Björg var dóttir Þorsteins Þorleifssonar, bónda og hagleiks- manns á Kjörvogi í Ámeshreppi, og konu hans Herdísar Jónsdóttur. Systur Gísla voru: Herdís, ljósmóð- ir, síðast á Saurhóli í Saurbæ, f. 20. október 1895, d. 16. desember 1996; Mig langai' í fáum orðum að deila með öðrum nokkrum minningum sem ég á um hann tengdafóður minn, hann Gísla í Gröf. Eg kom fyrst inn í þessa fjöl- skyldu aðeins sautján ára gömul stúlka. Þá strax vildi ég auðvitað verða að liði á bænum við þau störf sem þar var verið að vinna. Eitt af því sem ég fékk að taka þátt í með þeim bræðrum, Stefáni mínum og Valda, var steypuvinna. Verið var að steypa votheysgryfju við annan end- ann á gryfjunum á bænum. Hann tengdapabbi átti þá eitt ár í sjötugt. Ég man vel hvað mér þótti skrýtið að sjá hann stökkva á milli planka í byggingunni. Eitt af aðaleinkennum hans var nefnilega léttleikinn. Þegar ég hugsa mig vel um þá minnti þetta mig á vel þjálfað skógardýr sem hafði lifað alla sína ævi í trjám. Já, það var svo margt skemmtilegt við hann Gísla. Það tók mig allnokkurn tíma að venjast því að skilja hvað hann var að segja, því hann var eins og margt af systkinum hans ákaflega fljótmælt- ur. Það var í þessari sömu steypuv- innu sem hann bað mig að sækja eitt- hvað. Ég hváði nokkrum sinnum, en fannst svo hálfdónalegt að halda því áfram, þannig að ég fór til Stefáns og spurði hann, hvort honum gæti dott- ið í hug hvað ég ætti að sækja. Við urðum ásátt um að ég sækti hamar. Ekki sýndi hann nein viðbrögð við því þegar ég kom til baka með hama- rinn, þannig að ég veit ekki ennþá hvort það var hann sem ég átti að fara eftir. En það var líka aðalsmerki Þorsteinsína, hús- freyja í Reykjavík, f. 5. maí 1897, d. 2. maí 1982; Sigríður, hús- freyja í Hvítarhlíð í Bitru, f. 4. ágúst 1898, d. 13. júlí 1990; Svan- borg, húsfreyja á Broddanesi í Kolla- firði, f. 30. júní 1904, d. 8. nóvember 1992, og Guðný, húsfreyja á Haugi í Miðfirði og víð- ar, f. 8. maí 1906, d. 4. apríl 1993. Uppeldis- bróðir Gísla er Sigurð- ur Ólafsson í Reykja- vík, lengst af bóndi á Kjallaksvöllum í Saurbæ, f. 6. mars 1913. Hálfsystir Gísla var Ketilríð- ur Gísladóttir, Ijósmóðir í Skógum í Þorskafirði, f. 1. október 1897, d. 12. desember 1932. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Birgitta Stefánsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði, f. 4. janúar 1915. Birgitta hans í mínum huga, að vera ávallt æðrulaus. Já, hann Gísli getur verið okkur öllum fyrirmynd. Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði í Gröf var að segja Gísla ein- hverjar skemmtisögur, sögur af venjulegu fólki sem var hnyttið í til- svörum - eða sögur af skemmtileg- um uppákomum hjá fólki sem við þekktum. Þá hló hann svo hátt. Og þá kom þessi dásamlegi glampi í augun á honum sem mér þótti svo vænt um að sjá. Já, mér þótti svo vænt um hann tengdapabba minn. Hann var fáorður maður hann Gísli í Gröf. Og maður sat ekki mikið og spjallaði við hann í seinni tíð, enda var hann farinn að tapa heyrn um það leyti sem ég kynntist honum. Hann vildi alls ekki að fólk væri að tala mikið um það, ef hann rétti því hjálparhönd með einhverjum hætti. Það var eiginlega bannað. Sú regla hans verður ekki brotin í þessum skrifum. En í minningu minni er hann mjög hlýr maður. Sú hlýja fólst ekki í mörgum orðum, heldur meira í athöfnum og því að búa í haginn fyrir sína nánustu. Það sýnir býlið, sem Valdi tekur nú við af föður sínum, mjög glögg- lega. Því Gísli byggði sjálfur öll hús- in á bænum og endurbyggði bæinn sjálfan. Ræktað land sem hann tók við var um það bil þrír hektarar en eru nú 30. Já, ég þekki ekki duglegri mann en hann Gísla í Gröf. Mér finnst Guð hafa verið ákaf- lega góður að leyfa tengdapabba að + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA EINARSDÓTTIR, síðast til heimilis í Bergstaðastræti 54, lést á Landspítalanum laugardaginn 1. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Una H. Pétursdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Garðar Pétursson. + Elskuleg móðir okkar, LYDIA PÁLSDÓTTIR, sem lést fimmtudaginn 6. janúar, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 17. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Börn hinnar látnu. er dóttir Stefáns Eyjólfssonar, bónda á Kleifum, f. 2. ágúst 1869, d. 12. febrúar 1944, og Önnu Eggerts- dóttur, f. 6. júlí 1874, d. 1. maí 1924. Böm Gísla og Birgittu em: 1) Björg, saumakona í Reykjavík, f. 3. desember 1945, gift Reyni Helga- syni, landslagsarkitekt, f. 13. nó- vember 1938. Dóttir þeirra er Berglind, f. 6. september 1980. 2) Hallgrímur, kerfisfræðingur á Ak- ureyri, f. 24. september 1948. 3) Rögnvaldur, bóndi í Gröf í Bitru, f. 17. mars 1953.4) Stefán, umhverfis- stjóraunarfræðingur í Borgamesi, f. 18. mars 1957, kvæntur Björk Jó- hannsdóttur, myndlistarkennara, f. 25. október 1960. Böm þeirra em: Þorkell, f. 9. maí 1985, Birgitta, f. 28. júlí 1987, og Jóhanna, f. 8. júní 1992. Gísli nam húsasmiði á Hólmavfk árin 1926-1930. Eftir það vann hann við húsasmíði á Ströndum og í nágrannahéruðum, auk þess sem hann var bóndi í Hvítarhlíð í Bitra til ársins 1956 og siðan í Gröf í sömu sveit til dánardags. Þá var hann um tíma oddviti Óspakseyrarhrepps. Útför Gísla fer fram frá Borgar- neskirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 14. ljúka göngunni núna. Hann var hættur að vinna og honum þótti það svo miður. Reyndar eru ekki margir sem eiga því láni að fagna að fá að vinna ævina út, eins og hann gerði, því hann hætti að fara í fjárhúsin þegar hann var um nírætt. En ég vissi vel að hann langaði alla daga, alltaf út, til að gera eitthvað. Guð hefur blessað hann með elju- semi, heiðarleika og mikilli hjálp- semi. Ég veit að það eru margir eins og ég sem blessa hann líka fyrir þessa eiginleika sína. Blessuninni fylgir minning um hlýjan og kátan mann, sem var svo léttur á fæti að maður efaðist um að hann kæmi við^ jörðina þegar maður horfði á eftir honum niður balann og niður í fjár- hús. Já, hann er margblessaður hann Gísli í Gröf. Björk Jóhannsdóttir. Um sauðburðinn árið 1995 fór ég í sveitina til afa og ömmu. Afi vaknaði alltaf eldsnemma til þess að fara nið- ur í fjárhús og gá að fénu. Ég vakn- aði alltaf við hraðsuðuketilinn niðri í eldhúsi og þegar ég kom niður var afi þar að hella upp á kaffi. ^ Hann hellti síðan afganginum af vatninu í litla könnu og bjó til kakó handa mér. Síðan sátum við þöglir við eldhús- borðið og dmkkum morgunkaffið. Svo fórum við í yfirhafnir og gengum af stað niður í fjárhús. Þegar við vor- um komnir niður brekkuna litum við hvor á annan og tókum á rás í átt að fjárhúsunum. Afi var fljótari en ég að hlaupa þótt hann væri orðinn 86 ára gamall. Þegar við vorum að verða komnir hægði afi á sér og ég hljóp fram úr honum. Þá heyrðist í afa: „Þú vannst." Amma sagði mér oft sögur af afa þegar hann var ungur, þá var hann í hópi fljótustu manna í sýsl- unni. fr ~ Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju hann hleypti mér fram úr sér. Mér datt þessi saga í hug núna þvf að mig langaði til að skrifa eitthvað í minningu afa míns. Ég er þakklátur fyrir stundirnar sem ég átti með honum. Þorkell Stefánsson. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, INGIBJÖRG STEINGRÍMSD. GÖHRING, lést í Þýskalandi sunnudaginn 2. janúar. Útförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Reinhold Göhring, Alexsander Róbert Göhring, Þór Pálsson, Dagmar Pálsson, Steingrímur Árni Pálsson, Gunnar Pálsson, Guðmundur Steingrímsson, Unnur Steingrímsdóttir, Aðalbjörn Steingrímsson. T. + Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, GUÐRÚN MAGNEA SÍMONSEN, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, fimmtudaginn 13. janúar. Jenný Jakobsdóttir, Guðmundur Agnarsson, Klara Tryggvason, Emilía Símonsen og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS F. KLEMENZSONAR frá Dýrastöðum. Þorsteinn Guðbergsson, Þuríður Ingimundardóttir, Sigurjón Gunnar Guðbergsson, Guðmundur Egilsson, Haukur Halldórsson, Ástríður Björk Steingrímsdóttir, Klemenz Halldórsson, Ragnheiður Steinunn Hjörleifsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.