Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 50
5Ö0 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hermundur Þor- steinsson frá Eg- ilsstaðakoti í Villinga- holtshreppi var fædd- ur í Beijanesi í Land- eyjum í Rangárvalla- sýslu 8. október 1913. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands hinn 31. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Einarsson, f. 24.12. 1884, d. 2.12. 1894 og Guðbjörg Þorsteinsdóttir, f. 29.3. 1894, d. 31.8. 1980. Hermann flutti 13 ára gamall að Hnausi í Villingaholtshreppi með móður sinni og stjúpföður, Guðmundi Hannessyni. f. 25.6. 1891, d. 10.8. 1982. Hermundur kvæntist 10. júlí 1943 eftirlifandi eiginkonu sinni Laufeyju Guðmun- dsdóttur húsmóður, f. 20. mars Elsku afi minn. Það er svo ótal ótal margt sem mig langar til að segja frá í sambandi við okkar samfylgd und- anfarið 31 ár. Minningarnar hrannast - jupp, en þú varst alltaf svo hófsamur og h'tillátur að ég ætla ekki að fara að telja neitt upp, heldur geymi ég það með sjálfri mér því þetta er hafsjór af fróðleik og góðum minningum sem ég veit að ég á eftir að leita í síðar. Eg fékk ljóð frá ykkur ömmu þeg- ar ég fermdist, það ljóð ortir þú. Eg lærði það og hef reynt að hafa það að leiðarljósi. Það er svo fallegt. Mig langar til að kenna bömunum mínum það, því betra veganesti er vart hægt að hugsa sér til að halda með út í lífið og það er svona: Á fermingardaginn, ég færa þér vil þá fegurstu ósk er mitt hjarta á tfl, um farsæld á framtíðar vegj. Gættu vel að, sum glaðheima mál geta oft truflað hálf mótaða sái þótt roði af rísandi degi. Veldu þér örugga vini í ferð, vísast þeir hafa misjafna gerð, á mannlífsins iðandi mótum. Hjálpa þeim brotnu að byggja á ný þá berghöll er stendur og nemur við ský. Hér Guðsríki betra ei hþótum. Fetaðu áfram, í fógnuði leið þitt fyrsta og jjúfasta minninga skeið, en siturðu á foreldra setri. Ogfyrirþérmyndinummanndómsinsár misstu ei kjartónn þó tindur sé hár. En gæfan er gullinu betri. (Herm. Þorst.) Á kveðjustund bið ég afgóðan Guð að blessa ömmu og veita henni styrk, því sorg hennar og söknuður er mik- m. Blessuð sé minning þín, elsku afí. Þín dótturdóttir Sigríður og fjölskylda. Elsku afi. Nú þegar þú ert farinn hlaðast minningarnar upp hjá okkur systkinunum. Við erum svo lánsöm að hafa fengið að alast upp í Egils- staðahverfinu með afa og ömmu í -»Koti og eigum við margar góðar minningar um afa. Alltaf var gott að koma í Kotið og spjalla við afa um heima og geima. Þá sat hann í hominu sínu við eldhús- borðið, horfði út um gluggann, fékk sér kaffisopa eða vatnsbland, fitlaði við baukinn, þurrkaði tóbaksdropa af nefinu og hlustaði af athygii eða sagði okkur frá einhverju merkilegu sem gerðist í gamla daga. Oft dró hann upp dós eða poka með rauðum kónga- brjóstsykri, sem var í sérstöku upp- áhaldi, og spurði sporskur á svip: v,Viltu ekki einn rauðan?" Það var líka hefðfyrir því í Vesturbænum að gefa afa rauðan kóng ásamt tóbaksdós og tóbaksklút í afmælisgjöf, en þegar amma var farin að býsnast yfir öllum þessum rauðu og bláu vasaklútum í skápnum minnkaði pakkinn svo eftir varð rauður og tóbaksdós. Afi var hæglátur maður, lét oft ijmmu eftir að tala en kom inn á milli með skemmtileg, hnyttin gullkom. Það var mjög stutt í brosið og stríðn- 1920, frá Egilsstöðum í sömu sveit. Hermun- dur og Laufey eign- uðust fjögur böra; 1) Helga Elín, f. 22.10. 1944, maki Halldór G. Sigurþósson og eiga þau tvo syni. 2) Sigur- björg f. 6.6. 1947, maki Árni Guðmun- dsson og eiga þau tvö böm. 3) Guðsteinn Frosti f. 25.8. 1953, maki Kristín Tómas- dóttir og eiga þau ijögur börn. 4) Einar f. 23.11. 1955, maki Bjarnveig Ehn Sveinsdóttir og eiga þau fimm börn. Hermundur og Laufey bjuggu allan sinn búskap í Egijsstaðakoti. Utför Hermundar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Jarðsett verður í Villingaholtskirkjugarði. ina hjá honum og hafði hann gaman af því að gantast í ömmu, sérstaklega í spilum. Þegar við vomm að spila vist við afa og ömmu beið hann oft með ás til að geta drepið kóng frá ömmu og ef hann sá fram á að tapa, tók hann stundum upp á því með stríðnis- glampa í augum að svíkja lit en gætti þess þó alltaf að amma tæki eftir því. Hjá afa kynntumst við vinnubrögð- um sem hann ólst upp við. Hann sló iðulega garðinn með orfi og ljá og á haustin kom hann daglega á hlaðið hjá okkur í Vesturbænum til að kveikja upp í reykkofanum. Einnig var afi fróður og víðlesinn og var oft hægt að leita tíl hans ef mann vantaði vitneskju fyrir skólaverkefni. Hann var alltaf tilbúinn að fræða mann um hitt og þetta svo sem ættfræði og kveðskap. Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaóar. (Halldór Laxness: Atómstöðin.) Elsku afi. Við vitum að þú munt áfram líta eftir okkur. Við þökkum þér fyrir allt, það er ógleymanlegt að hafa fengið að alast upp í návist þinni. Guð geymi þig. Margrét Harpa, Hermundur, Benna Laufey og Tómas Karl. Elsku afi í Sveit. Við söknum þín svo mikið, en við trúum því að Guð hafi vantað svona góðan, fallegan engil eins og þig til að vaka yfir okkur og passa í framtíðinni. Elsku amma, við biðjum Guð að styðja þig á þessum erfiðu tímamót- um. Við vitum að afi hefði viljað að við héldum ótrauð áfram, því hann mun verða með okkur í anda. Við sem eftir lifum munum styðja við bakið hvert á öðm og hjálpa hvert öðra í sorginni sem við eigum öll við að glíma. Þín langafaböm Árni Felix og Sigurbjörg Agla. Kæri vinur, þegar þú kveður þetta líf á síðasta degi ársins og ný öld er að byrja hrannast upp minningar. Þú varst 20. aldar barn sem lifðir þær miklar umbreytingar sem þar áttu sér stað, þegar öll sveitastörf vora unnin með hörðum höndum og hey- inu snúið og rakað með hrífum. Þetta vora oft langir vinnudagar. Fyrstu kynni mín af Hermundi vora þau að hann kom til móður minnar og falað- ist eftir dreng til snúninga. Fyrir val- inu varð Gunnar bróðir minn sem nú er látinn. Hann var þar nokkur sum- ur og talaði hann oft um það hvað sér hefði liðið vel þar. Seinna kom svo Erla systir mín. Ég var aldrei sumar- bam í Egilsstaðakoti en Laufey og Hermundur buðu mér oft að koma sem ég þáði með þökkum. Þó að húsa- kynnin væru ekki stór á þeim tíma vorum við alltaf velkomnar. Það var um jól þegar ég kom íyrst í Egilsst- aðakot. Þeim jólum gleymi ég aldrei þegar Hermundur sótti okkur syst- umar á hestakerra frá kaupfélaginu á Selfossi og við keyrðum að Egilsst- aðakoti. Þessi ferð var eins og í ævin- týri. Það var að byija að snjóa, jólin vora að koma og eplalyktin angað úr kerranni. Ég man að ég grét af heim- þrá fyrsta kvöldið en Laufey var fljót að þurrka þau tár enda áttu þau hjón- in stórt hjarta til að miðla af til ann- arra, ekki síst til bama. Þetta vora yndisleg ár enda þau hjónin samhent við að byggja upp bú og ala upp börn sem þau geta verið stolt af. Þessi fyrstu kynni hafa varað í mörg ár og hef ég og mín fjölskylda allaf verið velkomin í EgÚsstaðakot. Það er margs að minnast af yndislegum manni og góðum vini. Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum. Það yrði margt, ef teþa skyldi það. í lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Eg fann í þínu heita stóra hjarta, þá helgu tryggð og vináttunnar (jós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lifsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Stella Guðvarðardóttir. Mig langar að minnast góðs vinar sem ég hef þekkt allt frá árinu 1956. Þá var ég svo heppinn að ráða mig í sveit í Egilsstaðakot, sem kaupamað- ur í tvö sumur, og hélst vinátta okkar óslitin alla tíð síðan. Mundi var ákaflega hlýr og góður maður sem gott var að tala við, hann var „drengur góður“, en það er æðsta hrósyrði sem til er, segir í gömlum fræðum. Það er erfitt að fjalla um æviferil Munda án þess að minnast á hans góðu konu, Laufeyju Guðmundsdóttir, en svo vora æviveg- ir þeirra samofnir. Þeirra mesta gifta á lífsleiðinni era böm þeirra fjögur, Helga, Sigurbjörg, Guðsteinn og Ein- ar, ásamt bama, bamabamabömum og tengdabömum. Ailtaf þegar maður kom í Kotið vora fagnaðarfundir og alltaf var tek- ið jafnvel á móti mér og síðar konu minni, börnum og barnabörnum. Ósjaldan vora gestir í Kotinu enda kunnu þau hjón svo sannarlega að taka á móti gestum og veita þeim góð- ar veitingar. Ég veit ekki til þess að nokkur manneskja hafi yfirgefið Kot- ið án þess að fá hlýjar kveðjur, en flestir fengu faðmlag, kossa og óskir um að koma sem fyrst aftur í Kotið. Það hefur verið ákaflega gaman að fylgjast með þróun landbúnaðarins með því að koma af og til í Kotið, en þar hefur ávallt verið fylgst með nýj- ungum. Fyrst af Guðmundi Hannes- syni, en hann lést 10. ágúst 1982, og Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, móður Hermundar, sem lést 31. ágúst 1980. Síðan af Hermundi og Laufeyju en þau hófu búskap 1943 með Guðmundi og Guðbjörgu en tóku að fullu við jörðinni 1968. Eftir það tók Einar sonur þeirra við ásamt Elínu Bjam- veigu Sveinsdóttir 1979. Þegar ég kom fyrst í Kotið var eina vélknúna tækið Farmall traktor með sláttuvél, en gamall og góður vagn- hestur, sem Gulltoppur hét sá um að draga snúningsvél og rakstrarvél, en Farmallinn notaður til að slá og draga heyvagninn að hlöðunni og Willisinn hans Steina dró síðan heyið af honum og inn í hlöðu með köðlum og kraftblökk og var þetta sú mesta tækni, sem þá þekktist. Eftir að Her- mundur og Laufey tóku við 1968 byggðu þau af miklum myndarskap ný gripahús og hlöðu og gerðu ýmsar jarðarbætur. Það þarf vart að taka það fram að ég á ákaflega góðar minningar frá vera minni í Kotinu og áttum við Mundi margar góðar stundir saman. Ég man t.d. hvað ég var glaður þegar Mundi treysti mér til að keyra Farmallinn en það var stuttu eftir að ég kom fyrst í Kotið. Ég og fjölskylda mín sendum Laufeyju, bömum og öllum öðram aðstandendum okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Ég er þess fullviss að almættið tekur vel á móti Hermundi Þorsteinssyni. Sigurður V. Magnússon. Ég vil í örfáum orðum minnast frænda míns og vinar, Hermundar í Egilsstaðakoti. Það era viss forréttindi í lífsgöng- unni að hafa fengið að vera í góðu vin- fengi við þau hjónin. Þegar kom að því að velja sér kvonfang fór Her- mundur svo sannarlega ekki yfir læk- inn að sækja vatnið. Heimasætan á næsta bæ, hún Laufey Guðmunds- dóttir frá Egilsstöðum, varð fyrir val- inu. Og samhentari og elskulegri hjón er vart hægt að hugsa sér. í gagnkvæmum heimsóknum lið- inna ára eða þegar fundum okkar hef- ur á einhvern hátt borið saman hafa tískuorðin hæ og bæ verið einskonar bannorð. Þau Hermundur og Laufey hafa kunnað betur við að hafa annan hátt á. Fast handtak, fólk tekið í faðminn og heilsast innilega, tveir, þrír, jafn- vel fjórir kossar fljóta með, svona til öryggis, til að innsigla vináttuna. Rammíslenskur og góður sveitasiður, sem vonandi verður sem lengst til í samkennd fólksins. Hver kannast ekki við brosið, glaðlegt viðmót og hlýjuna sem frá þeim stafar. Gestrisni þeirra átti sér engin tak- mörk. Ég minnist þess ekki að hafa komið svo í heimsókn til þeirra, að ekki væri þar einhver gestkomandi fyrir eða kæmi á meðan við stoppuð- um þar. Enda bera gestabækurnar í Egilsstaðakoti því glöggt vitni. Hermundar minnist ég fyrst og fremst sem góðs bónda, sem naut þess að rækta jörðina. Láta alla um- gengni bera vott um snyrtimennsku og keppikeflið var alltaf, að búpen- ingurinn væri í sæld. Aðdáunarvert hefur verið að fylgj- ast með dugnaði þeirra að sækja hvers konar mannamót, enda bæði félagslynd. I heimsóknum til þeirra sumarið ’95 veitti ég athygli stórum bikar sem prýddi stofu þeirra. Hér var um að ræða farandgrip, sem Búnaðarfélag Villingaholtshrepps fékk að gjöf á 100 ára afmælinu frá Búnaðarsambandi Suðurlands og búið var að afhenda í fyrsta sinn. Á fylgiskjali stóð: Fyrir langan og farsælan búskap, og að taka ávallt virkan þátt í félagslífi í sveitinni. Hermundur var skýr, og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Hann gat auðveldlega sett fram hugsanir sínar í bundnu máli ef hann vildi hafa þann háttinn á. Hann var oft glettinn í tali, og hafði gaman af meinlausri stríðni. Ég minnist Hermundar í Egils- staðakoti með virðingu og þökk. Elsku Laufey, böm ykkar, tengda- böm, bamabörn og aðrir ástvinir. Við hjónin sendum ykkur okkar bestu samúðarkveðjur. Þráinn Þorvaldsson. Síðastliðinn gamlársdag kvaddi Hermundur Þorsteinssonn, bóndi í Egilsstaðakoti, þennan heim. Þrátt fyrir háan aldur kom brottför hans á óvart. Hann var hress og glaður fram til hins síðasta. Eina viku varði undir- búningur fyrir ferðina miklu. Við hjónin kveðjum hann með miklum trega, þennan öðling sem bæði fræddi og gladdi þá sem hann um- gekkst. Hann var sérlega ljúfur og varkár í framkomu, án feimni og brosið og handtakið náði manni í hjartastað. Hann var einn þessara fá- gætu manna, sem afla sér víðtækrar menntunnar og fróðleiks án þess að fara af bæ. „Spurðu Hermund um þetta eða hitt“ og hann átti svör við flestu sem um var spurt frá liðinni öld og þó lengra væri leitað. Hann hafði áhuga á öllum fróðleik, fylgdist með fólki og atburðum af ólíklegasta tagi. Hann var vel hagmæltur og áreiðan- lega er til töluvert af ljóðum og lausa- vísum eftir hann. Hann var töluvert kostbær á að láta slíkt heyrast. Hann átti feikna mikið og gott bókasafn, þar á meðal Ijóð allra gömlu snilling- anna og kunni mörg þeirra. Hann naut að grúska í þeim og velta fyrir sér orðsnilld þeirra. Greiðasemi og grannavinátta var rík í fari Hermun- dar og má með einsdæmum telja hvað hann og Laufey kona hans vora gjafmild og hjálpfús við samferðafólk sitt. Heimili þeirra var alltaf mann- margt, jafnvel eftir að börnin þeirra fjögur vora flogin úr hreiðrinu. Allir sem bágt áttu og þau hjónin fréttu af áttu hjá þeim griðarstað og mörg eru „sumarbörnin" frá Egilsstaðakoti, sem reyndar era nú flest rígfullorðið fólk, sem alla tíð halda tryggð við sína gömlu húsbændur og hafa við þá reglulegt samband í gleði og sorg í áranna rás. Við hjónin tengdumst þessu sóma- HERMUNDUR ' ÞORS TEINSSON fólki þegar sonur okkar giftist dóttur þeirra. Þau tengsl hafa svo sannar- lega orðið gæfurík og leitt til órjúf- andi vináttu af beggja hálfu. Alla þá samfylgd viljum við nú þakka Her- mundi að leiðarlokum og óskum hon- um góðrar ferðar til fegri heims. Heimkoman hlýtur að verða ljúf, því svo uppsker maðurinn sem hann sáir. Fjölskyldu hans og öðram syrgj- endum sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hermundar Þorsteinssonar. Auður og Guðmundur. Einn kemur þá annar fer. Svona er víst lífsins gangur. Ekki reiknaði ég með því 11. nóvember þegar yngri sonur minn fæddist að þú afi minn Hermundur yrðir dáinn áður en hann yrði skírður. En sú varð nú raunin. Það vora mikil forréttiridi hjá sonum mínum að eiga fimm sett af „orginal" ömmum og öfum. Hópurinn stór og því hlaut að koma að því að höggvið yrði skarð í hann. Það var gert á gamlársdag þegar þú, afi minn, varst kallaður til starfa á æðra tilverastigi. Þá hefur vantað einn rólegan og traustan sem seiglaðist hægt en ör- ugglega þama hinum megin. Kannski þá hafi vantað alvöra framsóknar- mann í efra? Við andlát þitt, afi minn, missti ég ekki bara „afa í sveitinni" heldur missti ég góðan vin. Þú varst númer eitt vinur minn, félagi, jafningi og mikill viskubrunnur. Enda undr- aðist þú oft á skólakerfi landsins þeg- ar þú sem gekkst í lítinn sem engan skóla og rakst samt okkur afkomend- ur þína og aðra á gat aftur og aftur. Mig langa, afi minn, að þakka þér fyrir mig. Það hefur verið dýrmætt að fá að kynnast þér. Ég á oft eftir að minnast þín á minni ævi. Guð geymi þig- Elsku amma Laufey og öll þið hin. Við stöndum saman og hjálpumst að nú sem áður. Ég ætla að enda þetta á vinalaginu sem hann Ami minn syng- ur svo oft. Guð styrki okkur öll Allir þurfá að eiga vin allir þurfá að eiga vin. Leggjum núna hönd í hönd og hnýtum okkarvinarbönd. Þegar bjátar eitthvað á alltþaðsegjavinimá, ýtasorgumöllumfrá ogafturgleðisinniná. Vináttan hún færir frið friður bætir mannkynið. Oðrum sínum ást og trú ogeflumvináttunanú. Guðmundur Árnason. Heiðursmaður er fallinn, Hermundur í Egilsstaðakoti er allur. Þetta er svolítið undarlegt, Mundi hefur alla mína ævi verið einn af jarð- föstu mönnunum í lífi okkar á Fossi. Alla mína tíð hefur hann verið eins í mínum augum, gamli gráhærði, góð- legi öðlingurinn á næsta bæ. Mér fannst að hann hlyti að vera alltaf til staðar. Mundi sagði eitt sinn við mig að hann myndi ekki vilja liggja rúmf- astur lengi og vera upp á aðra kominn og fékk þá bón uppfyllta. Hress og kátur var hann fram að þeim degi er hann veiktist skyndilega, skömmu fyrir jól. Og nú er víst komið að óum- flýjanlegri kveðjustund. Kynni við Munda og Laufeyjar í Koti stóðu frá því fyrir 1950. Þau kynni leiddu af sér einstaka sam- vinnu utanhúss sem innan. Kleinu- dagar og flatkökubakstur móður minnar og Laufeyjar og allir snún- ingamir hans Munda og ómetanleg hjálp á alla lund. Og spilavistin kring- um hver áramót var eftirminnileg, spilað af hörku og sigurvilja. Góðlegt sigurbros og síðan hlátur Munda þeg- ar heil eða hálf var staðin á tóma hunda eða ásinn sleginn með smelli. Upp úr þessu og fleira spratt einlæg og djúp vinátta sem aldrei bar skugga á. Og það var okkur hjónun- um mikils virði hve vel þau reyndust okkur allt frá þvi Lilja kom til sög- unnar. Þá skipti sko ekki máli þó að aldursmunurinn væri kringum 50 ár. Hermundur var gæfumaður og sannur bóndi. Hann bjó yfir ham- ingju hins hógværa íslenska bónda sem brýtur land og býr í hag fyrir komandi kynslóðir, fór vel með allar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.