Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ KA keppir við landsliðið ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik leikur æfingaleik við KA- liðið í handbolta á morgun, sunnu- daginn 16. janúar, og hefst leikur- inn kl. 17. Flugfélag íslands bauðst til að styrkja framtakið og gerði kleift að af þessum leik getur orðið. Hugmyndin að leiknum er sú að bæði lið fái góða æfingu, en lands- liðið býr sig nú undir úrslitakeppni í Króatíu. Gamlir KA-menn eru væntan- legir með landsliðinu norður, m.a. Róbert Julian Duranona, Patrekur Jóhannesson og Valdimar Gríms- son, þannig að KA-menn vænta þess að Akureyringar fjölmenni í KA-heimilið á morgun og hvetji liðin til dáða. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta í kirkjunni kl. 14. á morgun, sunnudag. Bogi Péturs- son predikar og kynnir starf Gíd- eonsfélagsins. Tekið á móti fram- lögum til félagsins. Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Biblíu- lestur í Safnaðarheimilinu kl. 20 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guð- mundar Guðmundssonar. Morg- unsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðju- dag, 18. janúar. Morgunsöngur í Safnaðarheim- ili kl. 10 til 12. Allir verðandi og núverandi foreldrar velkomnir. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón- usta verður kl. 11 á morgun, sunnudag. Sr. Guðmundur Guð- mundsson héraðsprestur þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, bænastund kl. 16.30, almenn sam- koma kl. 17 og unglingasamkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6- 10 ára kl. 17.30 á fimmtudag og 11 plús fyrir 11-12 ára kl. 17.30 á föstudag. Flóamarkaður á föstudögum kl. 10 til 18. Umsóknir um stvrki Auglýst er eftir umsóknum um styrki hjá nefndum innan Félagssviðs Akureyrarbæjar. Um er að ræða styrki á vegum félagsmálaráðs, fþrótta- og tómstundaráðs, skólanefndar og úr menningarsjóði Félagsmálaráð veitir m.a. styrki til félagasamtaka, sem starfa á sviði félags- og mannúðarmála. íþrótta- og tómstundaráð veitir rekstrarstyrki til íþrótta- og æskulýðsfélaga. Skólanefnd veitir styrki til starfsmanna skóla vegna námskeiða, ferðakostnaðar vegna kynnisferða og framhaldsnáms. Upphæð styrkja til þessara þátta er ákveðin í hverju tilviki fyrir sig og ræðst fjöldi úthlutana af fjárhagsramma hvers árs. Þróunarsjóður veitir styrki til nýbreytni og þróunarstarfs í leik- og grunnskólum Akureyrar og er auglýst eftir umsóknum sérstaklega. Umbunar- og gjafasjóður hefur það hlutverk að verðlauna einstaka skóla fyrir sérstakt framtak eða atburð og koma til móts við gjafir til skólanna frá frjálsum félagasamtökum. Hægt er að sækja um framlög hvenær sem er. Skólanefnd veitir árlega námsstyrki til tveggja nemenda, sem hefja nám í kennaradeild Háskólans á Akureyri og er auglýst sérstaklega eftir umsóknum fyrir 15. mars ár hvert. Ur menningarsjóði eru veittir styrkir til verkefna á menningarsviði á vegum félaga, stofnana, listamanna og fræðimanna. úr húsfriðunarsjóði eru veittir styrkir vegna framkvæmda við friðuð hús og hús með varðveislugildi. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í Upplýsingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og hjá viðkomandi deildum í Glerárgötu 26. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á vefsíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is. Á eyðublöðunum kemur fram hvaða upplýsingar er beðið um að fylgi styrkbeiðnum. Styrkjum er að mestu leyti úthlutað einu sinni á ári hjá hverri nefnd. Úr menningarsjóði .er þó úthlutað þrisvar á hverju ári, þ.e.a.s. í febrúar, júní og september og þar er umsóknarfrestur til næstu mánaðamóta á undan. Umsóknarfrestur er til loka janúar nk„ nema umsóknarfrestur um framlög úr Húsfriðunarsjóði er til loka febrúar. Umsóknum skal skila til Upplýsingaanddyris, Geislagötu 9, eða til skrifstofu viðkomandi deilda í Glerárgötu 26. Sviðsstjóri Félagssviðs Hált á svellinu GÍFURLEG hálka hefur verið á Ak- ureyri undanfarna daga í kjölfar hlýindanna að undanförnu. Bæði ökumenn og gangandi vegfarandur hafa þurft að fara um bæinn með mikilli gát og sérstaklega hefur ástandið verið slæmt í úthverfun- um. Ekki hafa orðið nein teljandi óhöpp vegna þessa en þó eitthvað verið um að ökumenn hafi nuddað ökutækjum sínum saman. Systum- ar Gunnur Lilja og Berglind áttu erfitt með að fóta sig á svellinu á leið sinni heim úr Glerárskóla í gær en þær sluppu þó nokkuð vel þótt Berglind hafa runnið á rassinn er ljósmyndari Morgunblaðisins var að mynda þær systur. Ný verslunarmiðstöð opnuð á Gleráreyrum næsta haust Rúmfatalager- inn, Nettó og Elko stærst JÁKUB Jacobsen, aðaleigandi Rúm- fatalagersins, sagði enn að því stefnt að opna nýja og fullbúna verslunar- miðstöð á Gleráreyrum á Akureyri hinn 1. nóvember í haust en þó er ráðgert að hún verði enn stærri en rætt hefur verið um. Það eru KEA og Rúmfatalagerinn sem að fram- kvæmdinni standa og er hönnunar- vinna í fullum gangi og næsta skref að bjóða verkið út, að sögn Jákubs. Hann taldi líklegt að verkið yrði boð- ið út í heilu lagi. Verslunarmiðstöðin verður um 9.000 femetrar að stærð og er þegar frágengið að stærstu aðilarnir þar inni verða Rúmfatalagerinn, KEA með Nettó-verslun og Byko með El- ko-verslun og verður hver verslun í um 2.000 fermetra rými. Einnig verður verslunin Sportver með minna rými í húsnæðinu og þá verð- ur apótek í Nettó-versluninni. „Við hefðum viljað hafa verslunarmið- stöðina stærri, eða 12-13.000 fer- metra en því miður er það ekki hægt,“ sagði Jákub. Auk áðurnefndra verslana er gert ráð fyrir að um 20 sérverslanir og veitingasala verði í verslunarmið- stöðinni og eins og áður hefur komið fram er gífurlegur áhugi fyrir því á meðal ýmissa aðila hérlendis og er- lendis að komast þar inn með rekst- ur sinn. Jákub sagði stefnt að því að ákveða hvaða aðrar verslanir verði í verslunarmiðstöðinni í lok næsta mánaðar en að þar yrði um fjöl- breyttan rekstur að ræða. Rúmfatalagerinn og KEA hafa keypt hluta af húseignum Skinnaiðn- aðar og fá þær afhentar í lok mars. Skinnaiðnaður er þessa dagana að flytja starfsemi sína yfir í húsnæði Foldu, sem fyrirtækið hefur tekið á leigu. Félögin hafa jafnframt keypt húseignir á samliggjandi lóð Skinna- iðnaðar til niðurrifs, fyrir um 100 milljónir króna en þar af leggur Ak- ureyrarbær fram 30 milljónir króna. Þá verður aðalverksmiðjuhús Skinnaiðnaðar nánast byggt upp frá grunni og breikkað nokkuð. „Við ætlum að vanda vel til verks- ins en það er ljóst að það á mikið eftir að gerast á þessum tíma fram til 1. nóvember." Heildarkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 500-600 milljónir króna en eftir að uppbygg- ingunni er lokið er ráðgert að versl- unarmiðstöðin verði alfarið í eigu Rúmfatalagersins. Aglow- fundur AGLOW, kristileg samtök kvenna, halda fund mánudags- kvöldið 17. janúar, kl. 20 í Fé- lagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri. Stella Sverrisdóttir leikskólastjóri flytur hugvekju, söngur, lofgjörð og fyrirbæna- þjónusta auk þess sem boðið verður upp á kaffihlaðborð. Aðgangseyrir er 350 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.