Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðvesturhlið barnaspítalans, séð frá gatnamótum Hringbrautar og Laufásvegar. Kennaraskólinn er til vinstri og hluti kvennadeildar er til hægri. Fyrsta áfanga barnaspítala lokið árið 2001 Aukin áhersla á göngu- og dag deildar- þjónustu Hér sést suðausturhlið bamaspítalans en til hægri er hluti kvennadeildarinnar. Biðstofa, dagdeild og göngudeild eru á íyrstu hæð en á annarri hæð eru skrifstofur, leikstofa og skóli. Á þriðju hæð eru legudeild, handlæknisdeild og dagstofa foreldra og á fjórðu hæð eru ungbamadeild ásamt vökudeild. TILBOÐI í uppsteypu nýs barna- spitala á lóð Landspftaians, frá- gang hússins að utan og lóð, verða opnuð 9. mars nk. en út- boðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Að sögn Ásgeirs Haraldssonar, prófessors og forstöðulæknis Barnaspítala Hringsins, er gert ráð fyrir að lokið verði við áfang- ann vorið 2001 og að lokaáfangi, sem er frágangur innanhúss, verði boðinn út í byrjun sama árs. Milli 70-80 rúm verða á spítal- anum en það er nokkur fjölgun miðað við deildina í dag og sagði Ásgeir að það væri vegna stækk- unar á vökudeild og á dagdeild. „Aðstaða fyrir veik börn og Norðurhlið nýja bamaspítalans. Til vinstri sést í kvennadeild Lanspítalans. foreldra þeirra verður mun betri en áður,“ sagði hann. „Mikil áhersla verður lögð á það í nýjum spítala að meðhöndla börn án innlagnar ef þess er nokkur kostur. Þess vegna verður aukin áhersla lögð á göngudeildar- og dagdeildarþjónustu svo að með- höndla megi börn og rannsaka án næturinnlagnar ef þess er kost- ur.“ Á nýja spítalanum verða eitt eða tvö rúm á hverri sjúkrastofu auk aðstöðu fyrir foreldra. Á hverju ári koma 7-8000 börn á Barnaspítala Hringsins og af þeim leggjast tæplega 3000 inn á spítalann en um 5000 börn eru meðhöndluð án innlagnar. Hækkun verðbólgu að stórum hluta afleiðing hagstj órnarmistaka að mati ASI Óvissa um stefnu hins opinbera grefur undan friði á vinnumarkaði „ALÞÝÐIJSAM BAND íslands ætl- ast til þess að stjómvöld axli ábyrgð og skýri almenningi írá því hvemig þau hyggjast koma á stöðugleikan- um og lágri verðbólgu að nýju. Al- þýðusambandið hafnar því að stjóm- völd sitji hjá og kalli aðila vinnumarkaðarins eina til ábyrgð- ar,“ segir í samantekt sem hagdeild ASÍ hefur gefið út vegna nýbirtra upplýsinga um hækkun vísitölu neysluverðs en hún hefur hækkað um 5,8% síðastliðna 12 mánuði. Kaupmáttur launafólks á taxtakaupi rýrnaði um 2% Sérfræðingar ASÍ benda á að flestir liðir vísitölunnar hafi verið að hækka síðustu mánuði, þótt hækkun fasteigna- og bensínverðs standi þar upp úr og skýri um helming hækk- unar verðbólgunnar. I janúar í fyrra hafi laun hækkað um 3,65% slcv. kjarasamningum og því hafi kaup- máttur þess launafólks sem ekki njóti launaskriðs rýmað um 2% á einu ári. I samantektinni er þess krafist að stjómvöld leggi fram skýra launa- stefnu. Þau hafi í raun tekið allt framkvæði í launamálum og komist ekki hjá því að hækka laun ASÍ-fólks í samræmi við hækkanir annarra stétta sem starfa á sömu vinnustöð- um. „í framhaldi af því verða stjórn- völd að upplýsa aðila vinnumarkað- arins um stefnu sína í launamálum og hvort og þá hvernig þau hyggjast fylgja henni eftir. Óvissa um stefnu hins opinbera veldur væntingum um áframhaldandi framkvæði ríkisins í launamálum og grefur undan mögu- leikum á friði á almennum vinnumarkaði. Öll óvissa eykur á verðbólguvæntingar," segir í saman- tekt hagfræðinga ASÍ. Matar- og drykkjarvörur hækk- uðu um 5,4% en lækkuðu í ESB „Verðlag hér á landi hefur hækkað margfalt meira en verðlag í við- skiptalöndunum. Á síðustu 12 mán- uðum hafa matar- og drykkjarvörar t.d. hækkað um 5,4% á Islandi en sömu liðir hafa lækkað um 0,1% í ríkjum Evrópusambandsins,“ segir í samantekt ASI. Meðal þeirra liða sem hækkuðu hvað mest á milli desember 1999 og janúar 2000 er tæplega 14% hækkun fasteignagjalda og tæplega 11% hækkun leikskólagjalda. ASI bendir á að gjaldskrá leikskóla hafi hækkað í flestum stærstu sveitarfélögunum og um allt að 20% þar sem hún er mest. Hækkað einingaverð sérfræðilækna Þá hækkuðu lyf að meðaltali um 3,8% á milli mánaða og bendir ASÍ á að bæði hafi hlutdeild sjúklinga í lyfjaverði verið aukin og lyf færð á milli gjaldflokka. Með þessu móti hyggist ríkissjóður spara 200 millj- ónir kr. Einnig hækkaði liðurinn „önnur heilsugæsla" um 11% og má rekja þá hækkun til hækkaðs einingarverðs til sérfræðilækna, að mati hagdeild- ar ASÍ. Mjólk og mjólkurvörur hækkuðu um 4,8% milli mánaða og heilsurækt um 5,5%. Hófsamir samningar tryggja ekki stöðugleika einir og sér „í máli fulltrúa atvinnurekenda, stjórnvalda og efnahagsráðgjafa þeirra er helsta úrræðið í núverandi stöðu litlar launahækkanir fyrir al- mennt verkafólk. Verkalýðshreyf- ingin hefur bent á að reynsla síðustu ára staðfestir að hófsamir kjara- samningar, einir og sér, tryggja ekki stöðugleika. Þeir hafa fyrst og fremst þau áhrif að kjör þeirra sem taka laun samkvæmt kjarasamning- um dragast aftur úr öðram og tekju- munur eykst í þjóðfélaginu. Tillögur þessara sömu aðila í pen- ingamálum gera ráð fyrir vaxta- hækkunum, en eru óljósari þegar kemur að ríkisfjármálunum. Sú verðbólga sem nú mælist er að stóram hluta afleiðing hagstjórnar- mistaka undanfarinna ára og það er ekki auðvelt að vinda ofan af þeim. I það verk verða stjórnvöld að ganga nú þegar,“ segir í samantekt hag- deildar ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.