Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 59 . FRETTIR Hárnyrtistofan Aþena flytur KIRKJUSTARF guðsþjónustur í Hallgrímskirkju fram á vor í samvinnu við Listvinafé- lag Hallgrímskirkju. Fyrsta kantat- an, kantata nr. 3, Ó, Drottinn, hvílík hjartans neyð, samin fyrir 2. sunnu- dag eftir þrettánda, verður flutt næstkomandi sunnudag, 16. janúar, kl. 17. Flytjendur eru Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjóm Harð- ar Askelssonar, kantors við undir- leik kammersveitar Hallgríms- kirkju. Einsöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sigríð- ur Jónsdóttir, alt, Finnur Bjarnason, tenór og Ólafur Kjartan Sigurðsson, bassi. Prestur er séra Sigurður Páls- son. Um morguninn kl. 11 er messa í umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjarts- sonar og barnastarf á sama tíma sem nú er hafið að nýju. Kvöldmessa í Laugarneskirkju NÚ blásum við á ný til kvöld- messuhalds í Laugarnesi sunnudag- inn 16.1. kl. 20:30. Tónlistarmenn verða sem fyrr þeir Tómas R. Ein- arsson, Matthías Hemstock, Sigurð- ur Flosason og Gunnar Gunnarsson, organisti, en prédikun og altaris- þjónusta er í höndum hjónanna sr. Jónu Hrannar Bolladóttur og sr. Bjarna Karlssonar. Kór Laugar- neskirkju leiðir söng. Djassinn hefst í húsinu kl. 20:00 og að messu lokinni er kaffi í safnaðar- heimilinu þar sem fólki gefst kostur á að skoða myndlistarsýninguna „Tíminn og trúin“ sem unnin er í til- efni af 50 ára vígsluafmæli kirkjunn- ar og 1000 ára kristni. Verið velkomin. Furðuleikhúsið við barnaguðs- þjónustu HVERNIG var tilveran á tímum víkinganna, séð með augum bams? Hvaða áhrif hefur kristnin haft á við- horf og lífsgildi í samfélaginu? Fjöl- skylduleikritið „Frá goðum til guðs“ er samið í tilefni af 1000 ára afinæli kristni á íslandi og verður sýnt við bama- og fjölskylduguðsþjónustu í Engjaskóla á morgun, sunnudag, kl. 11. í leikritinu er stefnt saman heið- inni og kristinni siðfræði og trúar- hugmyndum og farið í ferðalag aftur i tímann, til ársins 999, er heiðni var enn ríkjandi. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 13. Farið verður í skoðunarferð í Lambhaga í Reykjavík, sem er eitt tæknivæddasta gróðurhús landsins og fræðst um starfsemina. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagsskóli fyrir krakka. KEFAS. Samkoma kl. 14. Helga R. Armannsdóttir. Safnaðarheimilið, Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkjuskólinn kl. 13.30. Hvammstangakirkja. Sunnu- dagaskólikl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórn- andi Elín Jóhannsdóttir. Ungl- ingakórinn: Æfing í Safnaðarheimil- inu Vinaminni kl. 14. Stjórnandi Hannes Baldursson. Síminn opnar verslun á Netinu SÍMINN opnaði í gær nýja vefversl- un með símabúnað á Netinu; Vef- verslun.is. í íréttatilkynningu frá Símanum segir að markmiðið með versluninni sé að gera kaup á síma- búnaði á Netinu auðveldari og ein- faldari en verið hefur. í Vefverslun Símans er hægt að skoða vörur og fá um þær allar helstu upplýsingar, t.d. ábendingar um gagnlegan aukabúnað og notk- unarmöguleika. Fyrst um sinn verð- ur boðið upp á fría heimsendingu á þeim vörum sem pantaðar eru. Við- skiptahættir í Vefversluninni eru þannig að kaupandi pantar í gegnum verslunina og greiðir fyrir vöruna með greiðslukorti. Vörur eru af- greiddar frá þjónustumiðstöð Sím- ans í Ármúla og sér íslandspóstur um að koma vörunni til kaupandans. Greiðslukortaupplýsingar fá hefð- bundna meðhöndlun hjá kortafyrir- tæki viðkomandi. Ólafur Þ. Stephensen, talsmaður Símans, segir að vefverslunin bjóði upp á öruggan greiðslumáta með kreditkortum og að vefverslunin hafi farið vel af stað og vakið mikla at- hygli. Seinnipart gærdagsins höfðu 4.000 manns heimsótt verslunina. Fólk var flest að skoða sig um, en margir voru búnir að skrá sig inn og talsverð sala hafði verið yfir daginn, að sögn Ólafs. Biblíunámskeið að hefjast Á VEGUM Biblíuskólans við Holta- veg eru að hefjast biblíunámskeið á vormisseri. Á námskeiðinu er leitast við að hjálpa fólki að lifa trúarlífi og einnig er lögð áhersla á að auka þekkingu á Biblíunni með lestri hennar. Námskeiðin byija þriðjudaginn 18. janúar og standa í 10 vikur. Byrj- að er með léttum kvöldverði kl. 19. Síðan verður fyrirlestur og loks um- ræður í hópum. Dagskrá kvöldsins lýkurkl.22. Skráning fer fram á skrifstofu SÍK, KFUM ogKFUK. Lýst eftir vitnum ÁREKSTUR varð miðvikudaginn 5. janúar milli kl. 18 og 19 á milli tveggja bifreiða, Skoda Oktavia sem er grár að lit og fólksbifreiðar dökk- litaðrar á Hringbraut við JL-húsið. Ökumaður dökku bifreiðarinnar mun hafa stansað og talað við öku- mann hinnar bifreiðarinnar. Hann talaði með erlendum hreim. Hann mun hafa farið af vettvangi á meðan hinn aðilinn fór til að hringja á lög- reglu. Ókumaður bifreiðarinnar sem olh tjóninu er beðinn að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík svo og þeir sem urðu vitni að óhappinu, s. 569- 9020. Lýst eftir vitnum ÁREKSTUR þriggja bifreiða varð fimmtudaginn 13. janúar um kl. 17.15 á Miklubraut skammt austan Háaleitisbrautar. Rákust þar saman rauð Plymouth- bifreið, blár Suzuki Swift og rauð Toyota Corolla Wagon. Talið er að dökkleit jeppabifreið á stórum dekkjum hafi ekið aftan á Plymouth- bifreiðina, sem við það kastaðist á næstu bifreið, sem aftur kastaðist á fremstu bifreiðina. Ökumaður jeppabifreiðarinnar, svo og vitni, eru beðin að gefa sig fram við rannsóknardeild lög- reglunnar í Reykjavík. HÁRSNYRTISTOFAN Aþena hef- ur verið flutt í Mjóddina, Þöngla- bakka 10. Stofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-18 og laugardaga kl. 9-14 Eigandi stofunnar er Hrafnhildur NY hárgreiðslustofa, Korner, hefur verið opnuð í Bæjarlind 14-16 í Kópavogi. Opnunartími er á mánu- dögum 10-18, þriðjudögum, fimmtu- dögum og föstudögum 9-18, mið- Ný sólbaðsstofa í Kópavogi OPNUÐ hefur verið ný sólbaðstofa í Kópavogi, Classic Sun, Bæjarlind 6. Eigendur eru Guðbjörg Gunnars- dóttir, íris Hafsteinsdóttir og Jónína Gunnarsdóttir. Sólbaðstofan býður upp á 8 Ergo- line-ljósabekki, þar af tvo 10 mín- útna turbo. Stofan er opin frá kl. 9- 23 virka daga, 10-20 laugardaga og kl. 10-22 sunnudaga. Magnúsdóttir hársnyrtimeistari. Með henni á myndinni er starfsfólk stofúnnar, þær Ragnheiður Val- garðsdóttir hársnyrtimeistari, Þóra Hallgrímsdóttir hársnyrtisveinn og Sigríður Ellertsdóttir hársnyrtinemi. vikudögum 9-22 og laugardögum 10-16. Eigendur stofunnar eru Kristjana Jóna Bjarnadóttir og Fanney Freyja Sigurjónsdóttir. Pedromyndir styrkja barna- deild FSA UNDANFARIN ár hafa Pedro- myndir á Akureyri styrkt barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með hluta af ágóða vegna sölu jóla- korta í versluninni. Upphæðin sem barnadeildin fékk að þessu sinni nam 150 þúsundum króna og afhenti Guð- rún Hjaltadóttir í Pedromyndum Halldóri Jónssyni framkvæmda- stjóra FSA styrldnn. Verkefnanefnd um há- tíðina Halló Akureyri hefur lokið störfum Bjóða þarf upp á fjöl- breyttari og fjölskyldu- vænni afþrey- ingu SÉRSTÖK verkefnanefnd um hátíð- ina Halló Akureyri, sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgina undanfarin ár, hefur lokið störfúm og var niðurstaða nefndarinnar til um- fjöllunar á fundi bæjarráðs nýlega. Nefndin leggur til að hátíðin Halló Akureyri verði haldin næsta sumar en að sérstök markmið verði höfð að leiðarljósi. Þá telur verkefnanefnd að forsvari hátiðarinnar verði best komið hjá at- vinnumálanefnd Akureyrarbæjar. Verkefni atvinnumálanefndar verði fólgin í því að halda utan um hátíðina fjárhagslega, taka þátt í skipulagn- ingu, löggæslu og annarrar gæslu, skipulagi tjaldsvæða, fyrirkomulagi og staðsetningu dansleikjahalds og v sætaferða. Að öðru leyti er gert ráð fyrir að samið verði við verktaka um framkvæmd dagskráratriða, svo og helstu verkþætti vegna annarra framkvæmda. Halló Akureyri hefur verið með vinsælustu hátíðum síðustu verslun- armannahelgar en sitt sýnist þó hverjum um ágæti hátíðarinnar. Talið er að um 14 þúsund manns hafi komið á hátíðina sl. sumar og voru flestir sem að komu sammála um að hún hafi farið nokkuð vel fram. Skuggahlið-, arnar hafa þó fyrst og fremst tengst áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga. Um síðustu verslunaimannahelgi hafði lögreglan afskipti af tæplega 40 fíkniefnamálum í bænum, sem er svipaður fjöldi mála og upp kom allt árið áður. Frá orðum til athafna Verkefnanefnd leggur til að stefnt verði að því að breyta ímynd Halló Akureyri skipulega frá orðum til at- hafna. Jafnframt að lagt verði meira upp úr fj ölskyldusamveru, fjölbreytt- ari og fjölskylduvænni afþreyingu, aukið eftirlit og gæslu gagnvart um- ferð, tjaldsvæðum, dansleikjum og meðferð áfengis á almannafæri. Einn- ig að tjaldsvæði verði auglýst áfengis- “ laus, a.m.k. þar sem unglingar tjalda, lágmarksaldur á tjaldsvæði verði 16 ára, nema í fylgd með fullorðnum, breyta fyrirkomulagi dansleikja og samhæfa störf íþróttafélaga, hjálpar- sveita og frjálsra félagasamtaka. Loks telur verkefnanefnd nauðsyn- legt að Akureyrarbær leggi fram allt að einni milljón króna umfram fram- lög fyrri ára gegn sambærilegu fram- lagi frá hagsmunaaðilum, til þess að greiða fyrir frekari menningarlegri þátttöku i hátíðinni. Á síðasta fundi verkefiianefndar var lagt fram bréf Ferðamálafélags Eyjafjarðar, þar sem fram kemur fullur samhljómur með verkefna- nefnd og Ferðamálafélaginu. Athugasemd THORARENSENLYF hefúr sent Morgunblaðinu eftirfarandi athuga- semd við frétt í Morgunblaðinu um greiðsluþátttöku TR í sveppalyfjum: „Þrjár af fimm tegundum sveppa- ljíja sem fást án lyfseðils borgar Tryggingastofnun í ef læknir gefur út lyfseðil fyrir lyfinu og miðast greiðsluþátttaka lyfjanna við E- merkingu. Sú meðferð sem er í boði - án lyfseðils er eingöngu til notkunar útvortist. Lyfið lamisil (ekki lamasil) í töflum sem notað hefur verið við sveppasýkingum í nöglum kostar 10.038 kr. á mánuði en nota þarf lyfið í minnst 3 mánuði ef meðhöndla á sveppasýkingu í tánöglum. Kostnað- ur notanda lyfsins er þar af leiðandi 30.114 kr. en ekki 6.000 kr. eins og. segir í frétt í Morgunblaðinu." Starfsfólk og eigendur hárgreiðslustofunnar Korner, frá vinstri: Freyja Sigurjónsdáttir, Esther Elín Bjarnadóttir, Kristjana Jóna Bjarnadóttir, Guðrún Elva Sveinsdóttir, Hanna Ósk Helgadóttir og Fanney Guð- mundsdóttir. Ný hárgreiðslustofa í Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.