Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 29 LISTIR N^jar bækur • RÍKISÚTVARPIÐ-Sjónvarp hef- ur nýlega gefið út handbók fyrir þýð- endur um textagerð, þýðingar og málfar í sjónvarpi og öðrum mynd- miðlum. Málræktarsjóður styrkti rit- un bókarinnar. Höfundur er Ellert Sigurbjömsson en hann hefur starf- að við þýðingar hjá Sjónvarpinu í þrjátíu ár. Þetta hefti nefnist Mál og mynd og er um 60 blaðsíður. I því er einkum fjallað um texta við erlent sjónvarps- efni og vinnubrögð við slíkar þýðing- ar, svo sem uppsetningu texta, stytt- ingar og samhæfingu texta og myndar. í inngangi segir að þetta sé hvorid kennslubók í íslensku né þýð- ingum en „...leitast er við að leiðbeina þýðendum um að hagnýta sér kunn- áttu sína í íslensku og öðrum tungum til að koma erlendu talmáli til skila með íslenskum texta í myndmiðlum.“ Mál og mynd er fyrst og fremst handbók fyrir sjónvarpsþýðendur en getur einnig komið öðrum að gagni sem fást við svipuð verkefni, svo sem þýðingu texta við myndbönd og kvik- myndir. í inngangi segir einnig: „Það er von mín að þessar leiðbeiningar geti orðið byrjendum einhver stoð, ýmsum þeim sem fullsjóaðh- þykjast til umhugsunar og forvitnum lesend- um til nokkurs fróðleiks." Myndbandasala Sjónvarpsins sér um dreifíngu en auk þess erheftiðfá- anlegt hjá Bóksölu stúdenta og í nokkrum öðrum bókaverslunum. ------f-4-4------ Ný list af gömlum merg London. Morgunblaðið. ÞEGAR síðustu gestir dagsins í Nat- ional Gallery í London eru horfnir á braut koma listamenn og setjast við ákveðin verk með teikniblokkina, eða setja upp trönur sínar. Þeir eru að vinna fyrir sýningu í safninu í sumar og verða þá nýju verkin og þau sem listamennirnir sóttu inn- blástur í sýnd hlið við hlið. I frásögn The Independent segir, að 24 listamenn hafi þekkzt boð safnsins um að gera ný verk innblás- in af verkum gömlu meistaranna sem á safninu eru. Enginn þessara listamanna er undir 45 ára aldri og í frásögn blaðsins kemur fram, í máli Neil MacGregor, starfsmanns lista- safnsins, að þeir ungu listamenn sem leitað var til hafi ekki haft áhuga á að taka þátt í sýningu sem þessari. Bach-kantötur við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju Færðar Islendingum í réttu umhverfí KANTATAN Ach Gott, wie manch- es Herzeleid eftir Johann Sebasti- an Bach verður flutt við guðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Fjórir ungir ein- söngvarar flytja verkið ásamt Mót- ettukór og kammersveit Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar Askelssonar, kantors Hallgríms- kirkju. í ár eru liðin 250 ár frá andláti Bachs í Leipzig í Þýskalandi og að sögn Harðar Askelssonar mun tónlistarlíf í Hallgrímskirkju á næstunni taka mið af því. Auk Jó- hannesarpassíunnar, sem flutt verður í dymbilviku, verður nokkr- um af kantötum tónskáldsins fund- inn staður í síðdegisguðsþjónust- um. Um lífsskilyrði mannsins og samband hans við almættið Markmið verkefnisins er að færa Islendingum kantötur Bachs í réttu umhverfi og samhengi. Kantöturn- ar voru megintónsmíð aðalmessu sunnudagsins í þeim kirkjum sem Bach starfaði við og voru hluti af margslungnu helgihaldi, sem að jafnaði stóð yfir í fjóra tíma. Ekki er þó ætlunin að endurlífga slíkar messur lið fyrir lið, heldur verður kantötunum búinn staður í kirkju- athöfn, þar sem þær skipa öndvegi ásamt prédikun prestsins. Eftir Bach liggja tæplega tvö hundruð kirkjukantötur en í þeim sameinaði hann helstu stílbrigði og form barokk-tónlistar. Hann bræddi saman áhrif frá Ítalíu og Frakklandi, leit um öxl, en einnig fram á við, svo úr varð mögnuð og ótímabundin túlkun á trúarlegum textum, sem fjalla um lífsskilyrði mannsins og samband hans við al- mættið, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Mótettukórn- um. Fáar af kantötum Bachs hafa hljómað hér á landi til þessa. „Það hefur aldrei verið neinn vettvangur til þess. Aðalskýringin er sú að það er svo dýrt að kalla saman hljóm- sveit og einsöngvara til þess að flytja svona verk í guðsþjónustu, Mótettukór Hallgrímskirkju. þar sem engar eru tekjurnar af aðgangs- eyri á móti, eins og þegar verk eru flutt á stærri tónleikum. Það er ákveðinn þröskuldur sem hindrar að þessi verk geti hljómað á þeim stað sem þeim er upphaflega ætlaður, þ.e. sem hluti af guðs- þjónustu,“ segir Hörð- ur. Prýðisfallcgt og áhrifamikið verk Fyrsta kantötuguðs- þjónustan er sem fyrr segir á dagskrá kl. 17 á morgun, sunnudag. Fjórir ein- söngvarar taka þátt í flutningnum, þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir alt, Finnur Bjarnason tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson bassi. Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur og kammersveit kirkjunnar leikur með. Prestur í guðsþjónustunni er séra Sigurður Pálsson. „Kantatan sem við flytjum núna er alls ekki ein af þekktari kantötum Bachs. Ég hafði aldrei heyrt hana áður en ég valdi hana - og varð reyndar mjög glaður þegar ég fór að kynn- ast henni, því þetta er, eins og maður mátti svo sem reikna með, prýðisfallegt og áhrifa- mikið verk,“ segir Hörður. Næstu kantötuguðs- þjónustur í Hall- grímskirkju verða sunnudaginn 20. febr- úar, en þá verður Mar- grét Bóasdóttir í aðal- hlutverki í einsöngskantötunni Ich bin vergniigt in meinem Gliicke, og sunnudaginn 12. mars, þegar Scola Cantorum flytur Aus der Tiefen rufe ich, Herr, zu dir. Á uppstign- ingardag, 1. júní, mun Mótettukór- inn svo flytja Uppstigningaróratór- íuna. Að sögn Harðar standa vonir til að hægt verði að flytja fleiri af kantötum Bachs seinni hluta árs- ins. Johann Sebastian Bach Charlotte Church ræðir við Jóhannes Pál II páfa. Engla- röddin seldi mest London. Morgunblaðið ÞRETTÁN ára söngstjarna Breta, Charlotte Church, er sögð sú söngkona klassísk sem flestar plötur selur í heiminum. Charlotte Church sló í gegn með plötunni Voice of an Angel og önn- ur platan, Charlotte Church, bætti um betur. Brezk blöð segja, að stúlkan hafi haft um sex milljónir punda í tekjur á síðasta ári. Obb- inn af tekjum hennar rennur í sjóð, sem hún fær ekki aðgang að fyrr en hún verður 21, en sem stendur lætur hún sér nægja 50 pund í vasapeninga á mánuði. Charlotte Church hefur nú fetað í fótspor The Spice Girls og fleiri frægra tónlistarmanna og sagt upp umboðsmanni sínum, sem upp- götvaði hana og kom henni á framabrautina. Sagt er, að móðir hennar muni taka við umboðs- mennskunni. Afmælis- hátíð Stefn- is frestað AFMÆLISHÁTÍÐ Karlakórs- ins Stefnis, sem vera átti í Hlé- garði í kvöld, hefur verið frest- að um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum orsökum. Kór- inn er sextugur í dag. Veröld vonleysunnar Landsbankinn Sögusýning opnuð í aðalbanka í TILEFNI af því að Landsbanki ís- lands hf. er nú að færast yfir á nýtt árþúsund í starfsemi sinni hefur ver- ið sett upp sýning í aðalbankanum í Hafnarstræti sem spannar 100 ár af sögu bankans. Á sýningunni eru af- greiðslutæki sem notuð hafa verið í bankanum á þessu tímabili ásamt myndum, auglýsingaspjöldum, sparibaukum og fleiri munum tengd- um sögu bankans. Einnig er á sýn- ingunni veðskuldabréf vegna fyrsta veðdeildarlánsins sem var veitt í júlí 1900, en í ár eru 100 ár liðin frá stofn- un veðdeildar. Akveðið var að halda þessa sýn- ingu í aðalbanka þar sem 550 fer- metra húsnæði hefur verið rýmt Hafnarstrætismegin. Afgreiðslusal- ur bankans var endurskipulagður fyrir skömmu og fer nú öll afgreiðsla fram í þeim hluta hússins sem snýr að Austurstræti og Pósthússtræti. Munir á sýningunni eru fengnir víða að, en stærstur hluti þeirra kemur úr skjalasafni Landsbankans. Einnig eru munir frá Seðlabanka ís- lands og Landsbréfum, auk þess sem á sýningunni eru voldugir peninga- kassar sem Landsbankinn fékk í byrjun aldarinnar. Annar þeirra er upprunninn úr versluninni Sápuhús- inu, en hann kom til landsins 1907, hinn kom árið 1914 og var í Álna- vöruverslun Björns Kristjánssonar á Vesturgötu. Bankinn eignaðist þessa kassa 1970 þegar hann eignaðist vélasafn Ernst J.O. Westlund vél- fræðings. Til að varpa ljósi á þær miklu tækniframfarir sem nú eiga sér stað í bankaviðskiptum verður einnig kynntur á sýningunni netbanki Landsbankans, Einkabankinn og samskiptatæki framtíðarinnar, WAP-sími. Starfsfólk bankans mun verða gestum innan handar varðandi leiðsögn sé þess óskað. Landsbankinn hf. býður öllum þeim sem hafa ánægju af því að sjá hvernig tækni hefur fleygt fram á síðustu árum á sviði bankaviðskipta á sýninguna. Sýningin er opin á afgreiðslutíma bankans, frá kl. 9.15 til 16, alla virka daga. LEIKLIST Stcfanía Thors f Kaffileikhúsinu LAUFEY Höfundur skáldsögu: Elísabet Jök- ulsdóttir. Höfundur leikgerðar: Stefanía Thors. Leikstjóri: Jana Pilátevá. Ljós: María Reyndal. Leikari: Stefanía Thors. Fimmtudagur 13. janúar. ÞAÐ ER alltof sjaldan sem ís- lenskir áhugamenn um leiklist fá tækifæri til að sjá hér á landi sýn- ingar sem gætu flokkast undir til- raunaleikhús. Auðvitað er framsæk- ið leiklistarfólk hér á landi sífellt að gera margvíslegar tilraunir en sýn- ingar þar sem gerðar eru tilraunir jafnt með form, persónusköpun, hreyfingar og framsögn eru sjald- séðar, nema kannski í dansverkum. Samt er ekki hægt að segja leng- ur að leikur Stefaníu Thors sé óhefðbundinn þar sem hann rúmast innan sterkrar hefðar sem má rekja til sjötta áratugarins í Austur- Evrópu, þegar Pólverjinn Jerzy Grotowski fór að skilgreina hlut- verk leikarans og samband hans við áhorfendur upp á nýtt. Stefanía Thors hefur numið við tékkneskan leiklistarskóla sem er greinilega undir sterkum áhrifum frá hugmyndafræði Grotowskis. Hún byggir sýningu sína upp á grundvelli þessarar hefðar sem beinlínis býður upp á margskonar tilraunir í túlkun og framsetningu. Leiktúlkun sína byggir Stefanía á skáldsögunni Laufeyju eftir Elísa- betu Jökulsdóttur, sem kom út hér á landi fyrir jólin. Stefanía vann leik- gerðina fyrir tveimur árum út frá handriti að bókinni, sem var síðan aukið og endurbætt fyrir útgáfu. Leikgerðin hefur farið víða og verið sýnd á leiklistarhátíðum. Það er engin tilviljun að Elísabet Jökulsdóttir er vinsæll höfundur meðal leiklistarfólks sem vill skapa eitthvað nýtt. Hún er frumlegust ís- lenskra skálda og því eru verk hennar tilvalin sem útgangspunktur tilrauna í leiklist. Stefanía velur að leggja áhersluna á aðalpersónuna í skáldsögunni, stúlkuna Laufeyju, og samskipti hennar við Eygló Línu og konuna sem gefur þeim að borða. Tætingsleg framvindan, ef það orð á við, líkamsbeiting Stefaníu og ein- föld og blátt áfram framsögn falla vel að drungalegum heimi skáldsög- unnar og ná vel að túlka frásögn Laufeyjar. Stefaníu hefur tekist að draga út ákveðinn kjarna í sögunni - það sem er í raun áhrifamest og frumlegast í henni - heim þar sem ekkert öryggi er til, engin væntum- þykja, engin ást, og engin tilfinn- ingatengsl við nokkurn mann nema einangrun og kuldi. Það sem undir- strikar þessa upplifun er svo að Laufey er sér ekki einu sinni með- vitandi um möguleika á betra lífi. Hún hefur engar forsendur til að leggja mat á líf sit og dæma það gott eða slæmt því viðmiðið vantar. I leiksýningunni er heimurinn óum- breytanlegur; í bókinni gefur hlutur Þ., sem er ekki hluti af leikgerð Stefaníu, Laufeyju einhverja tilfinn- ingu fyrir undankomuleið og mögu- leika á breytingu á högum sínum, eitthvað sem mætti kalla ást eða von, ef lesendur væru ekki frá byrj- un fræddir á því að þessar vanga- veltur Laufeyjar eru alger vonleysa. Hér er ógreiningur að skilja á milli nýlesinnar, áhrifamikillar skáldsögu og leiksýningar sem byggist á handriti hennar. Ef til vill verður upplifun áhorfenda, sem ekki hafa lesið söguna, gerólík. Stef- anía Thors skapaði á sviðinu heim sögupersónunnar Laufeyjar, ekki með því að líkja eftir kækjum henn- ar og útliti, heldur með því að gefa okkur innsýn í hugarheim hennar. Henni tókst það ætlunarverk sitt fullkomlega. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.