Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ingólfur Ingólfsson, framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Geðheilbrigðis-
mál verði kynnt
almenningi
Geðhjálp hefur á stefnuskránni að snúa sér
að almennum geðheilbrigðismálum. Sigríð-
ur B. Tómasdóttir ræddi við Ingólf Ingólfs-
son framkvæmdastjóra sem telur að þrátt
fyrir að enn ríki fordómar gagnvart geð-
sjúkdómum, þunglyndi þar á meðal, sé fólk
tilbúið að taka við fræðslu um þessi málefni.
„ÞAÐ er á stefnuskrá
Geðhjálpar að snúa sér
meira að geðheilbrigðis-
málum almennt og hefja
átak til að kynna þau.
Fræðsla hefur alltaf
verið eitt af meginhlut-
verkum Geðhjálpar,
með fræðslu má vinna
gegn fordómum gagn-
vart geðsjúkdómum,“
segir Ingólfur Ingólfs-
son framkvæmdastjóri
Geðhjálpar. „Það er
hægt að gera ýmislegt
til að fyrirbyggja þung-
lyndi og eru upplýsingar
um þunglyndi því mikil-
vægar fyrir almenning. Við viljum í
væntanlegu átaki Geðhjálpar leggja
mikla áherslu á tilbrigði þunglyndis
og byrjum við væntanlega á því.“
Ingólfur segir mikilvægt að fólk
geri sér grein fyrir einkennum
þunglyndis, að það þekki hættu-
merkin og viti hvenær og hvemig á
að leita sér hjálpar. „Hættumerkin
eru t.d. neikvæðni, svartsýni, lítið
sjálfstraust og léleg sjálfsímynd.
Það þekkja allir þessi einkenni en
með því að byggja okkur upp and-
lega getum við fyrirbyggt að þau
verði alvarleg. Ef við venjum okkur
á að hugsa jákvætt og eflum sjálf-
straustið erum yið t.d. að hjálpa til
við að geta tekist á við áföll sem við
verðum fyrir á lífsleiðinni.“
Mikilvægt að kynna
þunglyndi í skólum
Ingólfur segir mikilvægan hluta
átaksins munu fara fram inni í skól-
um. Hann segir að Geðhjálp hafi þó
nokkra reynslu af fræðslu í fram-
haldsskólum og hafi hún ætíð tekist
mjög vel til. „Við höfum þá kynnt fé-
lagið og fjallað um geðsjúkdóma og
hafa krakkarnir verið sérlega
áhugasamir þegar kemur að því að
fjalla um þunglyndi. Þegar farið er
að tala um hæðir og lægðir í tilfinn-
ingalífi þá sperra þau eyrun vegna
þess að flestir kannast við þetta hjá
sjálfum sér. Auk þess þekkja flestir
þunglyndistilfelli af eigin raun.“
Ingólfur segir ýmsar hugmyndir í
gangi um hvernig nálgast megi
unglinga og kynna þeim þunglyndi.
Meðal hugmynda er að hægt verði
að nálgast upplýsingar um þung-
lyndi og hvert sé hægt að leita hjálp-
ar í gegnum GSM-síma. Einnig að
gefa út dagatal með almennum upp-
lýsingum um geðsjúkdóma og leiðir
til hjálpar. í því myndi einnig vera
lagt til að dögum yrði gefin einkunn
eftir líðan. „Þannig gætu þau skoðað
síðustu viku hjá sér. Ef t.d. þrír dag-
ar eru slæmir, þrír miðlungs og einn
góður þá er ástandið í lagi. Það er
hins vegar verra ef allir eru slæmir,
það er ekki eðlilegt og viðkomandi
ætti að leita sér hjálpar.“
Ekki er ýkja langt síðan farið var
að viðurkenna að
börn og unglingar
gætu þjáðst af þung-
lyndi og segir Ingólf-
ur það ekki síst hafa
gerst þegar farið var
að viðurkenna að
sjálfsvíg væru ekki
eingöngu vandi ful-
lorðins fólks heldur
einnig unglinga og
jafnvel bama.
Til að vekja athygli
á einkennum þung-
lyndis bama sendi
Geðhjálp bækling á
nær hvert heimili
landsins 10. október
síðastliðinn. Foreldrar era einnig
hvattir í bæklingnum tilað hlúa að
geðheilsu barna sinna rétt eins og
líkamlegri heilsu auk þess sem bent
er á hvaða hjálparleiðir standa til
boða ef barn sýnir hættumerki
þunglyndis.
Flóknara að lifa í dag en áður
Ingólfur segir að ekki sé furða að
þunglyndi verði æ meira áberandi
meðal barna og unglinga í dag sem
og fullorðinna. „Það er orðið miklu
flóknara að lifa í dag en það var fyrir
tíu, tuttugu áram. Krakkar þurfa í
raun að læra allt sem þarf til að
komast af. Unglingar í dag geta ekki
byggt á reynsluheimi foreldra sinna
vegna þess hve hratt samfélagið
breytist. Þar má nefna að leiðir að
námi og atvinnutækifærum hafa
breyst það mikið að það sem for-
eldramir lærðu virðist hálf fom-
eskjulegt.
Fjölskyldan er heldur ekki það
skjól sem hún var. Einkalíf er nán-
ast ekki til, það er hægt að nálgast
upplýsingar um alla, þannig að þær
era nánast komnar á hvers manns
borð. Því má segja að maður hafi
ekki mikið annað en sjálfan sig og
svo einhver tæki eða tól til að kom-
ast af í lífinu. Eitt af þeim tækjum er
að kunna aðskilja tilfinningar sínar,
finna hvað er að gerast og hvemig á
að líta bjartari augum á veraleik-
ann.“
Ingólfur segir það skipta veru-
legu máli að þrátt fyrir að enn séu
fordómar miklir gagnvart geðsjúk-
dómum, þar á meðal þunglyndi,
finni hann að menn séu tilbúnari en
áður að ræða málin. „Það hafa verið
miklir fordómar í gangi. Það er mik-
ið til komið vegna þess að menn
horfa á geðheilbrigðismál í ljósi al-
varlegustu tilfellanna. Menn sjá fyr-
ir sér grimmd og spennitreyju og
lækningaaðferðir sem þekktust áð-
ur en læknar vissu betur. Samt
tengja menn þetta tvennt enn í dag
en tengja e.t.v. ekki eigin vanlíðan
við eitthvað sem snertir geðið. Þó tel
ég að kjarkurinn sé að vaxa í dag.
Fólk er farið að átta sig á að geð-
sjúkdómar spanna fjölbreyttara svið
Ingólfur Ingólfsson
en fólk hefur haldið og snertir nán-
ast alla einhvem tíma á lífsleiðinni.“
Ingólfur segir að vegna þess
hversu algengt þunglyndi er, sé enn
mikilvægara að gera sjúkdóminn að
almenningseign þannig að fólk sé
búið undir að geta lent í þunglyndi
og sé tilbúið að viðurkenna það. Á
meðan fordómar séu við lýði sé það
ennþá feimnismál. Ingólfur segir al-
gengt að fólk skýri vanlíðan og
þunglyndi með því að um líkamlega
kvilla sé að ræða. Því sé oft erfitt
fyrir lækna að greina alvarlegt
þunglyndi vegna þess að menn sendi
röng skilaboð.
Ingólfur segir kynningu á geð-
heilbrigði mikilvægt mál fyrir al-
mannaheill, það skipti máli íyrir
menntakerfið að andlegt atgervi sé í
lagi og ekki síður fyrir atvinnulífið.
„Menn era farnir að sjá þetta alls
staðar. Alþjóðabankinn hefur t.a.m.
gert kannanir og spár fyrir Alþjóða
heilbrigðisstofnunina um útbreiðslu
geðsjúkdóma. í þeim kemur í Ijós að
geðsjúkdómar verða algengari og
dýrari á 21. öldinni og trónir þung-
lyndi þar á toppnum. Þetta skiptir
hagkerfið vitaskuld máli.“
Góðir stjórnendur vita að
geðheilbrigði skiptir máli
Ingólfur bætir við að stjórnunar-
fræðingar og bestu stjórnendur fyr-
irtækja séu farnir að gera sér grein
fyrir þessu. Þeir viti að að geðheil-
brigði skiptir máli og um þá hættu
sem starfsfólki stafar af streitu.
„Góðir stjórnendur vita einnig að
það skiptir máli að einkalíf starfs-
manna þeirra sé gott. í því felst t.d.
að frítími sé nægur og að fólk geti
lifað af launum sínum. Þetta er
ákveðin breyting frá því sem áður
var. Eftir að samfélagið tæknivædd-
ist má segja að eingöngu hafi verið
hugsað um vinnuframlagið sjálft og
að sumu leyti má segja að þettta sé
afturhvarf til þeirra aðstæðna er
stóreignamenn áttu allt og fylgdust
náið með sínu starfsfólki. Þá hlupu
þeir undir bagga ef eitthvað bar út
af ef þeir vora góðir stjórnendur en
létu sig vitaskuld málin ekki varða
ef svo var ekki.“
Kynning og fræðsla um geðheil-
brigði er nýr þáttur í starfsemi Geð-
hjálpar sem hefur starfað frá árinu
1979. Geðhjálp, sem er félag sjúkl-
inga og aðstandenda þeirra, hefur til
þessa aðallega sinnt alvarlega veik-
um geðsjúklingum. Allan þennan
tíma hefur verið rekin félagsmiðstöð
og félagið hefur sinnt fræðslu fyrir
aðstandendur geðsjúkra. í dag er
auk félagsmiðstöðvarinnar vísir að
listasmiðju, föndurstofu og tölvuveri
í húsnæði Geðhjálpar auk þess sem
þar er rekið mötuneyti.
Talsverð aukning varð á starfsemi
félagsins fyrir nokkram áram þegar
Geðhjálp gerði þjónustusamning við
ríkið og tók að sér utanspítalaþjón-
ustu við málefni geðfatlaðra sem
gerir alvarlega sjúku fólki kleyft að
lifa utan sjúkrastofnana. Þessi þjón-
usta er greidd af ríkinu en annað fé
Geðhjálpar er sjálfsaflafé. Ingólfur
segir að til standi að leita til hags-
munaaðila eftir fjármögnun þegar
farið verður af stað með fræðsluáta-
kið. „Hagmunaaðilar era margir,
heilbrigðiskerfið, menntakerfið og
ekki síst atvinnulífið, eins og áður
sagði. Eg held að tíminn sé okkur
hagstæður og að fólk sé tilbúið að
taka við tillögum og fræðslu. Með
fræðslu er hægt að koma í veg fyrir
hræðslu."
Morgunblaðið/Garðar Páll
Bæjarstjórinn í Grindavík, Einar Njálsson, var mættur á bryggjuna með
köku handa áhöfninni á Oddeyrinni og var ekki annað að sjá að Eggerti
Þorleifssyni, skipstjóra litist vel á sendinguna
Fyrsta loðnan
til Grindavíkur
Grindavík - Það var Oddeyrin EA
210 sem kom með fyrstu loðnuna til
Grindavíkur, alls um 700 tonn.
„Þetta fer í bræðslu, það er svo lítið
af loðnu en við eram ekki búnir að
fara mikið um. Það er mikill munur
að geta siglt þetta núna á fjöru hér
inn sem ekki var möguleiki fyrir
nokkrum mánuðum," sagði skip-
stjórinn Eggert Þorleifsson.
Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri
hjá Samherja í Grindavík, var á
sama máli og sagði: „Fyrir nokkram
mánuðum hefðum við þurft að bíða
fram á kvöld, við getum tekið á móti
öllum skipum núna. Það era þrjú
skip til viðbótar á leiðinni inn, Sveinn
Ben., Sunnutindur og Þorsteinn."
Forsala Flugleiða á tilboðsfargjöldum
Tölvukerfíð annaði
ekki eftirspurn
FORSALA Flugleiða, á tilboðsfar-
gjöldum í næturflug til Kaupmanna-
hafnar og kvöldflug til Lundúna,
hófst upp úr hádegi á fimmtudag og
var eftirspurnin slík að tölvukerfið
annaði henni ekki.
Tilboði þessu var beint til meðlima
Netklúbbs Flugleiða og þeim boðið
að bóka farmiða beint á Netinu, en
taka þurfti beina Netbókun úr sam-
bandi seinni partinn í gær vegna
álags. Þó var áfram hægt að bóka
farmiða með því að senda tölvupóst
eða hafa samband við söluskrifstofur
Flugleiða.
„Salan hefur gengið framar von-
um. Við settum þetta tilboð á Netið
um hádegi og fljótlega vora komnar
á annað þúsund bókanir og bárast
þær svo ört inn að það reyndi á allan
tæknibúnað hér,“ segir Einar Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri hjá
Flugleiðum.
Einar segir þetta svipað og þegar
seldar voru ódýrai- ferðir til verka-
lýðsfélaga og fólk beið úti í biðröðum
tímunum saman, nú sé útilegan bai’a
komin á Netið.
„Islendingar era orðnir ótrúlega
netvæddir. Við seldum ferðir á til-
boðsverði á Netinu allt síðasta ár og
gekk það afar vel. Þetta era samt
ábyggilega snörpustu viðbrögðin
hingað til,“ segir Einar.
Dalabyggð
Einar Mathiesen
ráðinn sveitarstjóri
HREPPSNEFND
Dalabyggðar ákvað í
gær að ráða Einar
Mathiesen, fyrrver-
andi bæjarstjóra í
Hveragerði, í starf
sveitarstjóra. Hann
tekur til starfa í næstu
viku.
Starf sveitarstjóra í
Búðardal var auglýst
laust til umsóknar eftir
að Stefán Jónsson, sem
ráðinn var sveitarstjóri
eftir síðustu hrepp-
snefndarkosningar,
sagði upp starfi. Átta
sóttu um: Bjarni Kri-
stjánsson, Björn Baldursson, Einar
Mathiesen, Friðgeir Guðjónsson,
Gísli Karlsson, Guðbergur Þor-
valdsson, Magnea Kristjana Guð-
mundsdóttir og Skjöldur Orri
Skjaldarson. Hreppsnefnd ákvað
samhljóða á fundi sínum í gær að
ráða Einar Mathiesen
og tekur hann til starfa
í næstu viku.
Spennandiverkefni
„Það era mörg
spennandi verkefni
framundan hjá sveitar- ||
félaginu og ég ákv:
að slá til,“ segir Einar p
Mathiesen um ástæðu “
þess að hann sótti um
starfið í Búðardal. Ein-
ar var sveitarstjóri á
Bíldudal frá 1990 og
síðan bæjarstjóri í
Hveragerði frá 1994 og
fram til síðasta hausts.
Hann nefnir framkvæmdir við hita-
veitu í Búðardal og fleiri byggða- k
verkefni og undirbúning hátíðahali 1-
anna á Eiríksstöðum næsta sumar í É
tilefni af landafundaafmælinu þegar w
hann er spurður um helstu verkefni
á næstunni.