Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM Hin grínlausa fátækt í SÍÐUSTU viku hófst framhalds- þáttur í sjónvarpi, sem var dálítið ótnilegur, en átti samt rætur í am- erískri sögu, þ.e.a.s. biluðu hliðinni á henni; þessari hjátrúarlegu og hindurvitnakenndu hlið hennar. Til marks um fáfengileikann var milljarðamæringurinn Howard Hughes heitinn látinn koma þar við sögu í baráttusögu við komm- únista, sem var öll út úr kú. Til er mikil saga af Howard Hughes, sem um margt var hinn holdi klæddi ameríski draumur. Faðir hans var verkfærasmiður og efnaður nokk- uð. Þetta erfði Hughes og á verksmiðjunni byggði hann umsvif sín og auðæfi í fyrstu. Undir lokin var fátt eitt í iðnaði landsins, sem honum kom ekki við, og nefndi hann það allt Hughes Ind- ustries. Hann varð óskaplega sótt- hræddur með tímanum; leigði sér efstu hæðir hótela fyrir sig og starfsfólk sitt og lifði þar í sótt- hreinsuðu andrúmslofti. Hann snerti aldrei á neinu nema með hönskum og færi hann út fyrir dyr var hann dúðaður næstum eins og múmía. Hann vann það afrek að fljúga í kringum hnöttinn á tveggja hreyfla vél (Douglas Dakota?) árið 1937 og kól þá illa á öðrum vangan- um yfir Síberíu á austurleið. Hann keypti filmufyrirtækið ROKO Pictures og framleiddi nokkrar þekktar myndir. I mestri glímu lenti hann við gerð myndar með Jane Russell og fann þá upp nýja gerð af brjóstahöldurum, sem hafa verið í notkun síðan. Verið var að taka myndir af Russell í hlöðu heldur fáklæddri og honum féll ekki hvemig brjóst hennar mynd- uðust. Annaðhvort sást of mikið af þeim eða þau voru of innilokuð með þeim brjóstahöldurum, sem þá voru notaðir. Hughes braut heilann um þetta í nokkra daga, en kom svo með teikningu af hálfum höldurum þannig að brjóst Russell eins og teygðu sig í átt að mynda- vélinni. Þetta varð fræg kvikmynd og sagan af brjóstahöldurum Russel fylgdi henni. Þeir urðu síð- an til almennra nota. Hughes var gerður voldugur og skrítinn í senn í sj ónvarpsþættin- um. Ameríski kvik- myndaiðnaðurinn hefur fyrir sið að kenna mest af framleiðslu sinni við skemmtun. Margt af þessari skemmtun þeirra er þó grjótfúlt. Það virðist hins vegar ekkert gera til. Jafnvel það fúlasta í pró- grömmum þeirra er apað eftir hér uppi á skerinu. Ég hef séð svona þáttum bregða fyrir á Sýn, þar sem ungir menn liggja afvelta uppi í sófum við að segja brandara, sem þeir hlæja að sjálfir en eflaust eng- inn annar. Tveir amerískir þættir, sem vekja eiga hlátur, annars væru þeir ekki framleiddir, eru Trufluð tilvera (sögð fyrir full- orðna) og Hunt-fjölskyldan, svolít- ið meiri fjölskyldulýsing upp á am- erísku og passar engan veginn hér nema fyrir foreldra sem geta ekki alið upp bömin sín, en þeim fer fækkandi eins og afbrotin sýna. Síðasti þáttur af Truflaðri tilveru gekk út á sífelldan vindgang í ein- um krakkanum, þannig að það mynduðust jafnvel sprengjubloss- ar við afturendann á honum (voða- lega fyndið fyrir fullorðna). Hunt er skárri, en hann er svolítið ein- mana á hinni miklu kvenfrelsisöld af því það hlustar enginn á kai’l- rembuna í honum og félögum hans. Þriðjudagskvöldið 4. janúar var sýndur merkifegur þáttur í ríkis- kassanum. Hann var um störf flug- umferðarstjóra við stóra og fjöl- sótta flugvelli. Þama sást örtröð af flugvélum að koma og fara. Þær sem vom að fara á þeim flugvallar- hluta sem flugumferðarstjórinn, sem sýndur var, stjómaði urðu að keyra yfir lendingarbrautina í flugtaki (Tenerife). Jafnframt komu vélar til lendingar jafnt og þétt og hafði verið afmörkuð fjar- lægð þeirra við vélina á eftir. Inn- an um þetta kraðak véla með hundmð manna innanborðs sveim- uðu svo litlar rellur án teljandi skipulags. Ef þetta er ástandið í dag, hvert skyldi það verða að þrjátíu ámm liðnum? í mörgum er beygur við að fljúga og víst er að flugslys verða mörg og stór öðm hverju. Þau em borin saman við eitthvað annað og þykja „hag- stæð“. En kerfi stærri flugvalla í núverandi mynd er komið að fótum fram. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Beittur fjárkúgun Ástralska lögreglan hefur komið upp um samsæri til að fjárkúga ástralska leikarann Russell Crowe, en tveir óprúttnir menn áttu myndbandsupptöku af honum í slagsmálum á bar í Sydney. Glæpamenn- irnir vildu fá um átta milljónir króna fyrir að sýna upptökuna ekki. Reuters Russell Crowe (t.h.) með A1 Pacino í myndinni „The Insider“. Reuters Branagh fær Gielgud verðlaunin Breska leikstjóranum og leikaran- um Kenneth Branagh verða veitt Gielgud-verðlaunin í dag fyrir störf sín íþágu Shakespeare-hefðarinn- ar. Branagh, sem er 39 ára, er yngsti maðurinn sem fær verðlaun- in sem eru nefnd eftir leikaranum Sir John Gielgud. Branagh hefur gert margar kvik- myndir eftir verkum Shakespeare og tekið þátt í leikhúsuppfærslum á^ verkum hans bæði sem leikari og leiksljóri frá þvf hann var tvítugur og má m.a. nefna kvikmyndaút- færslur hans á Hinriki V, Hamlet, Ys og þys út af engu og Óþelló. Stuðhljómsveltln Hálft í hvoru með Eyjólf Kristjánsson í fararbroddi skemmtir í kvöld MIFI R FY K1AVIK _____________ ...STAÐURINN ÞAR SEM STUÐIÐ ER! Sprengju AUKA-AFSLATTU AF LÆKKUÐU VERSLUN LOKAR - FLYTUR Hvað er OUTLET 10? OUTLET er ný verstun sem selur fatnað frá tískuvöruverslununum í Reykjavík og erlendis á 30- Fatnaðurinn er merkjavara frá þekktum framleiðendum sem seldur var í tískuvöruverslunum 0UTLET10 verður í Kringlunni fram í febrúar og verður opnað aftur í haust í Faxa NYJAR VORUR DAGLEGA en upprunalega. ári síðan. DKNY - DIESEL - IMITS - NICE GIRL - CAT - ŒVi'S - 4 YOU - GUESS - C.K. JEANS - SHELLY’S - STICKY FINGERS - TARK - POLO JEANS - BEN SHERMAN - HUDSON - ALL SAINTS - KOOKAI - MORGAN - ANGE - BILL TORNADE - STUSSY - CHARLY'S COMPANY - HELENA HART - G-STAR - FIIA ■ NIKE - ADIDAS - FRESH JIVE - INWEAR - UIRMANI - FRENCH Merki fyrir minna = Labels Fo CONNECTION - NICOLE FAHRI - GERALD DAREL - FIUPPA K - PAUL SMITH - GAP f (Kringlunni, sími 581 1308) OPIÐ SUNNUDAG KL. 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.