Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ ♦ PlayStation Wipeout 3 Besti kapp- akstursleikur allra tíma snýr aftur: Ótrúleg graf- ík og hljóð ásamt bestu tónlist sem heyrst hefur í tölvuleik, öll sérsam- in fyrir leikinn. Ape Escape Frábær leikur með framúskar- andi grafík og söguþræði, hug- myndin gæti ekki verið betri, hell- ingur af öpum sleppur út af rannsóknarstofu og gerir allt brjál- að með tímavél. Leikur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Tony Hawk Pro Skater Hrein snilld, ótrúlega vel gerðar hreyfíngar í risastórum borðum, frábær hljóðrás og mjög góð grafík, eina ástæðan fyrir því að hann nær ekki fyrsta sætinu er sú að hann á það til að vera of hraður og of ýktur á köflum. Final Fantasy 8 Leikur sem hefurverið gerður af legum metn- aði; mjög góð- ur söguþráður (oftast), ótrúleg- grafík og mikill spilanleiki. Eina sem spillir fyrir endalaust fortíð- arvæl og grátleg hljóðrás. heiminum og þróun leikja hraðari en > nokkru sinni. Ingvi Matthías Arnason spáir í bestu leiki ársins fyrir PC, PSX og N64 og segir að hönnuðir viti nú nákvæm- lega hvernig þeir eiga að fá hámarks frammistöðu úr tölvunum. Medal of Honor Mjög svalur skotleikur frá Dreamworks Interactive. Leikur sem kom flestum að óvörum og er afar vanmetinn af flestum gagn- rýnendum. Afbragðs grafík og flott hljóð ásamt afar góðri stjórn gera þennan leik að besta skotleik fyrir Playstation til þessa. Silent Hill Sá allra mest ógnvekjandi hroll- vekjuleikur sem hefur verið gefínn út fyrir leikjatölvur til þessa. Graf- íkin skemmir að vísu rétt aðeins fyrir honum en hljóð leiksins og hvernig hann nýtir ímyndunarafl fólks er nóg tO að gera hann að ein- um af bestu leikjum arsins. Spyro The Dragon 2 Einn snjallasti leikur sem sést hefur. Lítill fjólublár dreki verður að bjarga heilu landi frá hjörð af reiðum eðlum. Hugmyndin gæti ekki verið betri og grafíkin á sér fáa jafnoka. Super Smash Bros Fyrir N64. Leikur sem kom fá- um meira á óvart en greinarhöf- undi, stanslaus keyrsla út í gegn þó meiri fjölijreytni hefði komið hon- um ofar á listann. Góð grafík og skemmtilegt hljóð. Crash Team Racing Nýjasti leikurinn í Crash-ser- íunni, mjög skemmtilegur leik- ur sem þó er beint að aðeins of ungum aldurshóp. Mætti vera mun hraðari en grafíkin og fjöl- breytnin bæta það upp. Syphon Filter Flottur hátækn- iskotleikur sem virtist ætla allt um koll að keyra á sín- um tíma. Frábær grafík og hljóð en fremur dræm stjóm. Bestu leik- ir ársins / Arið 1999 var afar viðburðaríkt í leikja- NETIÐ líkist æ meir risafjölmiðli þar sem hægt er að fínna flest upp- lýsinga- og skemmtiefni í heimi hér. Nokkur ár eru síðan hægt var að hlusta á útvarpsrásir á Netinu og síðan kom sjónvarpið. MP3 er að valda byltingu í dreifingu á tón- list og á vefsetri vestan hafs er hægt að horfa á tónlistarmyndbönd með öllum helstu stjömum popps- ins. Bandaríska fyrirtækið Launch hefur haslað sér völl á Netinu með því að miðla tónlistarmyndböndum með helstu poppstjörnum. Til að tryggja að það hafí ævinlega úr nógu að moða hefur fyrirtækið samið við helstu tónlistarútgáfufyr- irtæki Bandaríkjanna, samdi við Mynd- bönd á Netinu EMI og Sony á síðasta ári og í vik- unni náði það síðan samningum við Warner-útgáfuna. Einnig hefur það náð samkomulagi við Universal og BMG. Samkvæmt því sem fram kemur á vefsetri Launch er þar að fínna um 1.200 myndbönd, en í kjölfar Wamer-samningsins getur það valið úr 10.000 myndböndum til viðbótar. Undanfarin misseri hafa útgáf- urnar stóru dregið lappirnar í dreifinu á tónlist yfir Netið, en þar sem gæði myndbanda á Netinu era svo miklu minni en í sjónvarpi virð- ast þau tilleiðanlegri að samþykkja að þau séu send út þar. Einnig eiga EMI, Sony og Wamer hlut í Launch og fá hluta af auglýsinga- tekjum. Framkvæmdastjóri Launch seg- ir að útgáfurnar leggi fyrirtækinu lið ekki síst til að koma í veg fyrir að MTV-sjónvarpsstöðin nái ann- arri eins yfirburðastöðu á Netinu og í mannheimum. Leikur fyrir nýian miðil Talnapúkinn, leikur byggður á samnefndri bók eftir Bergljótu Arnalds. Bergljót er einnig höfund- ur leiksins. Gerð hreyfimynda ann- aðist Eydís Marinósdóttir. Myndirn- ar teiknaði Ómar Örn Hauksson. Leikraddir eru Bergs Þórs Ingólfs- sonar og Bergljótar en tónlistina samdi Baldur Jóhann Baldursson. Dímon hugbúnaðarhús sá um for- ritun og samsetningu en Bergljót um listræna stjórnun. Virago sf. gefur diskinn út en Japis dreifir. MARGIR muna eflaust eftir Stafakörlunum, tölvuleik íyrir börn sem Bergljót Ai'nalds sendi frá sér fyrir tveimur árum. Sá leikur þótti vel heppnaður og hefur verið ofar- lega á leikjasölulista síðan hann kom út. Fyrir jól sendi Bergljót frá sér annan leik sem er, líkt og sá fyrri, byggður á bók eftir hana. Að þessu sinn var það Talnapúkinn sem lifnaði við í meðförum hennar. Rétt er að flokka þá bræður Stafakarlana og Talnapúkann sem fræðsluleiki, því þó þeir séu skemmtilegir leikir og lif- andi sögur, þá er þeim ætlað að kenna stafina annars vegar og töl- umar hins vegar og tekst hlutverk sitt býsna vel. Talnapúkinn er vera sem býr í helli í miðju jarðar og frá hellinum liggja göng, ein að hverju landi. Eins og nafnið gefur til kynna fínnst talnapúkanum fátt skemmtilegra en að telja, en þar sem hann getur ekki talið nema upp að níu þá málar hann aðra stórutána á sér svarta svo hún sjáist ekki, sem er bráðgóð lausn á hugtakinu 0 sem hefur vafist fyrir mörgum. í sögunni leggur Talna- púkinn út í heim að læra að þekkja fleiri tölur. Leikandinn fylgir honum á ferðalagi hans og lærir því ekki að- eins um tölurnar heldur einnig sitthvað um önnur lönd í leiðinni. Uppsetning á leiknum ætti ekki að vefjast fyrir nein- um, en reyndar vekja at- hygli notkunarskilmálar sem birtast í upphafi, þar sem höfundar- réttarlegar skorður virðast meiri en sam- kvæmt íslenskum lögum. Líkast til er þessi texti stældur eftir banda- rískri fyrirmynd, eins og sjá má af því að hugbúnaðurinn sé ekki ætlað- ur til notkunar við „stjórnun á kjarn- orkuverum, flugvéla- eða flugum- ferðarstjórnurí1. Vel er fyrh’ því hugsað að notend- ur era margir hverjir að stíga sín fyrstu skref fyrir framan tölvu og með góðum hjálpartexta eru yngstu leikendurnir leiddir sársaukalaust í gegnum söguna/leikinn og vel til fundið að hafa ánamaðk sem leið- sögumann i leikjunum. Styrkstilling er líka skemmtileg hugmynd, þó ekki sé gott að segja hvort allir átti sig á henni. Meðal helstu kosta Talnapúkans er að hægt er að una sér við að skoða hann, ekki síður en að bregða sér í einhverja leikina í honum. Með því móti spannar hann ansi vítt aldurssvið, ekki síst sé litið til þess að á erfiðasta stigi era sumir reiknileikirnir býsna erfiðir. Teikningarnar era almennt ein- faldar, en duga vel til síns bráks. Sumstaðar era þær þó heldur hráar og á stöku stað hefði mátt leggja meiri alúð við fyllta fleti og bak- grann til að draga úr tölvuteikniá- ferðinni. Svörun í leiknum er góð, bendillinn hæfilega stór og gagn- virkni er einnig til fyrirmyndar. Raddsetning á leiknum er skemmtileg og sérstaklega er sagan skemmtilega saman sett, þar sem lestri Bergljótar er fléttað saman við innskot púkans. Það er og aðal sög- unnar hversu vel er hugsað fyrir gagnvirkninni, sem skiptir mun meira máli en öll smáatriði í teikn- ingu og skrauti þegar allt kemur til alls. Það er ekki hlaupið að því að setja saman leiki sem henta fyrir yngstu tölvunotendurna, en Bergljót Arnalds hefur sýnt að henni er það lagið ekki síður en að semja lær- dómsríkar barnabækur. Stafakarlarnir var vel heppnaður leikur, en Talnapúkinn sýnu betri, ekki síst fyrir það að hann er ekki eins línulegur, brýtur af sér viðjar bókarinnar mun betui- en fyrri leikurinn og nýtir íyrir vikið nýjan miðil mun betur. Árni Matthíasson LEIKIR I I >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.