Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 54
^4 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR + BJÖRGVINSSON + Guðmundur Björgvinsson fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1956. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristín Jósteinsdótt- ir, f. 21.12. 1932, og Björgvin Guðmunds- son, f. 15.11. 1932, d. 30.8. 1992. Systur Guðmundar eru: 1) Ingibjörg, f. 11.10. 1955, maki Hörður Ingi Jóhannsson, f. 10.3. 1958, börn þeirra: Alda, Björgvin og Hafþór. 2) Brynja, f. 19.5. 1962, maki Vilbergur Magni Óskarsson, f. 14.11. 1959, börn þeirra: Óskar Örn, Björgvin og Kristín. 3) Svandís Björg, f. 5.1. 1971, maki Þórir Gunnars- son, f. 14.8. 1972, barn þeirra: Aron Ingi. Guðmundur ólst upp á Stokkseyri og bjó þar þangað til fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur vorið 1981. Hann hóf þá störf hjá Samband- inu, sem síðar varð Samskip, og vann þar í 18 ár, eða þar til hann varð að hætta á miðju síðasta ári vegna veikinda sinna. Útför Guðmundar fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú er þessu erfiða stríði lokið hjá elsku bróður okkar og með fátækleg- um orðum langar okkur systurnar að minnast hans Gumma og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með honum. Gummi var hvers manns hugljúfi, hann vildi allt fyrir 'i»Iia gera og átti það ekki síst við okk- ur og fjölskyldur okkar. Hann var af- skaplega barngóður og vissi fátt skemmtilegra en að umgangast litlu frændsystkini sín, sem kunnu vel að meta þá athygli sem hann veitti þeim. Móður okkar var hann ómet- anleg stoð og stytta, sérstaklega eft- ir fráfall föður okkar, og oft kom hann okkur á óvart með því hversu úrræðagóður hann reyndist. Þótt Gummi hafi flust frá Stokkseyri fyrir tæpum 19 árum var hann tengdur j^jaðnum órjúfandi böndum og þang- 4 að fór hann við hvert tækifæri, enda átti hann þar marga góða vini. Þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur hóf Gummi strax störf hjá Samskipum, þar sem hann vann lengst af undir verkstjórn frænda síns, Einars Jó- steinssonar, sem ætíð reyndist hon- um afar vel. Einnig eignaðist hann þai- góða vini sem hann ætíð mat mikils. Lífið var Gumma ekki alltaf auð- velt en það var eins og hann yxi við hverja raun. Hann sýndi ótrúlega seiglu, ekki síst í sínum erfiðu veik- indum, og þótti okkur oft á tíðum sem hann bæri sig allt of vel miðað við aðstæður. Við fjölskyldan viljum færa hjúkr- '“Ífriarþjónustunni Karitas sérstakar þakkir fyrir hennar góðu störf sem Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ gerðu Gumma kleift að vera heima eins lengi og mögulegt var. Einnig þökkum við vinnufélögum hans hjá Samskipum vinsemd og hlýhug. Far þúí friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþúmeð Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Blessuð sé minning elskulegs bróður, mágs og frænda. Inga, Brynja, Svandís og fjölskyldur. Hann er mislangur tíminn sem okkur er ætlaður hér í heimi. Á miðj- um aldri, aðeins 43 ára, hverfur frændi minn og vinur, Guðmundur Björgvinsson, af okkar sjónarsviði og heldur í þá ferð sem allra bíður. Eg minnist Gumma þegar hann var lítill hnokki og tók ljúflega á móti frænda sínum þegar komið var í heimsókn til foreldra hans á Stokks- eyri. Eftir að fjölskylda hans fluttist til Reykjavíkur árið 1981 átti ég eftir að kynnast frænda mínum náið. Um áraraðir unnum við á sama vinnustað. Það var hjá Skipadeild Sambandsins sem nú er „Samskip", en þar starfaði Guðmundur í um það bil 18 ár. Hann var góður starfsmað- ur. Ég dáðist oft að honum. Raun- verulega gekk hann aldrei heill til skógar. Fljótlega eftir fæðingu lenti hann í mjög erfiðum veikindum. Bata fékk hann nokkurn en þetta háði honum alla tíð. Hann var harður við sjálfan sig og skilaði sínu vel. Traustur var hann og áreiðanlegur. Guðmundur vann mest sem bílstjóri en einnig á öðrum tækjum því hann var laginn og mjög skyldurækinn. Maður var alltaf ör- uggur með að Guðmundur mætti á réttum tíma og sjaldan var hann for- fallaður. Þó vissum við, sem þekkt- um hann best, að honum leið ekki alltaf vel. En Guðmundur var líka að mörgu leyti lánsamur. Hann gerði allt vel sem honum var trúað fyrir, hann var óáreitinn og tranaði sér lítt. Hann átti góða og samhenta fjölskyldu, þar sem hver stóð vörð um annan ef eitthvað bjátaði á. Þegar faðir hans lést, langt um aldur fram, treystust enn bönd hans við móður sína og systurnar. Þá sýndi hann í mörgu hver öðlingur hann var. Guðmundur átti jafnan góða bíla. Um þá hugsaði hann vel og fór oft á heimaslóðir þar sem hann átti vini og kunningja. Greiðamaður var hann og nutum við þess, frændur hans og vin- ir. Það stóð ekki á honum að bjóða Sérmerktar GESTABÆKUR fljót afgreiðsla fslenski póstlistinn s. 5571960 www.postlistinn.is öðrum með sér í smáferðir á bílnum. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir og sárir fyrir Guðmund og hans nán- ustu, eftir að hann greindist með banvænan sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Það var honum þungbært þegar hann gat ekki lengur ekið bílnum sínum og skotist til Stokkseyrar á sínar bernskuslóðir, en þangað leit- aði hugurinn oft. Einnig var mikili áhugi hjá honum að geta farið í vinn- una í lengstu lög. Starfsfélagar hans hjá Samskipum reyndust honum þá vel því hann mátti koma til vinnu ef hann mögulega treysti sér. Fyrir það skal þakkað. Það er mikil og erfið reynsla að horfa upp á þá, sem manni eru kærir, berjast vonlausri baráttu við ólækn- andi sjúkdóm. Systir mín, móðir Guðmundar hefur orðið að reyna mikið undanfarið. Hún ásamt dætr- um sínum og hjúkrunarþjónustunni Karitas veitti honum allan þann stuðning sem hægt var og heima var hann nær því til hinstu stundar. Söknuðurinn er mikill hjá móður hans og systrum og fjölskyldum þeirra. En minningarnar góðu um traustan og vammlausan son og bróður sem aldrei brást, milda sorg- ina. Ég kveð frænda minn með þakk- læti og söknuði. Aðstandendum hans og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Þrautum Guðmundar er nú lokið og hann heldur á braut þess sem við köllum „hið óþekkta". Þar ætla ég að vinir bíði í varpa og taki fagnandi á móti góðum dreng. Guð blessi minningu Guðmundar Björgvinssonar. Einar Jósteinsson. Hún var sár fréttin um að Gummi frændi væri dáinn. Það hefur verið sorglegt að fylgjast með þeirri bar- áttu sem hann háði við hinn illvíga sjúkdóm sem lagði hann að velli. Gummi ólst upp hér á Stokkseyri fram á unglingsár þegar fjölskylda hans fluttist til Reykjavíkur. Eftir skólagöngu hér á Stokkseyri hóf hann störf hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar við almenn fiskvinnslu- störf. Fljótlega kom í ljós að hann Gummi var traustur og áreiðanlegur starfskraftur og fljótlega var farið að fela honum ábyrgðarmeiri störf í vinnunni. Hann varð lyftaramaður í frystihúsinu og reyndist mjög athug- ull og gætinn í því starfi, því oft var mikið um að vera og mikið lá oft á að koma fiskinum tO og frá og ökuleiðir ekki alltaf greiðar. Oft var mikill galsi í mannskapnum þegar mikið var að gera, en Gummi lét það ekki trufla sig þegar hann var á lyftaran- um. Eftir að fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur kom i ljós tryggð Gumma við heimahagana. Það má segja að nánast um hverja helgi í mörg ár hafi hann komið austur á Stokkseyri að hitta kunningjana, en þeir voru margir, og fylgjast með at- vinnulífinu og mannlífinu á staðnum. Hann gisti margar næturnar hjá kunningjunum og var alls staðar au- fúsugestur. Tryggðaböndin við heimahagana voru svo sterk að það skipti Gumma ekki máli hvernig færð eða veður var, alltaf kom hann austur. Nú seinni árin hafði þó dregið úr þessum heimsóknum, en alltaf kom hann af og til í heimsókn austur og alltaf var hann jafn velkominn. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur starfaði hann hjá Samskipum hf., fyrst á lyftara en síðan á vöruflutningabifreið. Stóð hann sig þar mjög vel, var mjög traustur og athugull. Gummi var alltaf svolítill bíla- dellukall. Hann átti alltaf góða bíla, var traustur bílstjóri og hugsaði mjög vel um þá. Hluti af kunningja- hópnum var mikið hestafólk, en Gummi var ekki mikill hestamaður. Þrátt fyrir það fór hann með kunningjunum í hestaferðir á sumr- in. Hann fór að vísu ekki ríðandi en keyrði á eftir hópnum á jeppa með vistir og annan búnað sem fylgir slík- um ferðum. Þessar ferðir veittu hon- um mikla ánægju og féll hann vel inn í hópinn þótt ekki væri hann hesta- maður. Hann Gummi var staðfastur og lét ekki hræra í sér. Hann hafði ákveðn- ar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær óspart í ljós ef honum þótti ástæða til. Eftir að barátta Gumma við erfiðan sjúkdóm hófst hélt hann þó ró sinni og staðfestu. Stutt var í léttleikann. Eitt sinn er ég heimsótti hann í vetur sagði hann mér að hann og mamma hans hefðu ákveðið að selja annan bílinn því þau hefðu ekkert við tvo bíla að gera þar sem hann gæti ekki orðið keyrt. Sagði svo, svo að mamma hans heyrði, að það væri algild regla að sá sem keyrði bílinn ætti líka að sjá um að þrífa hann - og hló. Gummi hefur búið í foreldrahús- um alla tíð og haldið heimili með móður sinni eftir að faðir hans dó fyrir átta árum. Það er alltaf sorg- legt þegar ungt fólk fellur frá, en Gummi var ekki nema 43 ára. Við vonum að honum líði nú betur og Guð hafi létt af honum fjötrum erfið- rar sjúkdómslegu. Það verður ákveðið tóm þegar Gummi hættir að koma í heimsókn. Dídí, Inga, Brynja, Svandís og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og von- um að Guð gefi ykkur styrk til að umbera hinn mikla missi. Gummi hvíli í friði. Einar Sveinbjörnsson og fjölskylda. Mig langar að minnast í nokkrum orðum frænda míns Guðmundar Björgvinssonar, sem látinn er eftir erfið veikindi. Minningarnar um Gumma frænda tengjast gjarnan Stokkseyri, æsku- stöðvunum, þar sem hann ólst upp. I huganum verða myndirnar til; fjar- an, sjórinn, bryggjan, bátarnir að koma í land. Sniglast í kringum sjó- mennina, sníkja fisk, spjalla við vörubílstjórana og fá að sitja í. í göt- unni hans var jafnan mikið af krökk- um, systumar, frændsystkin og vin- ir. Það var hjólað, farið í fallin spýtan og dælurnar voru uppspretta spenn- andi leikja. Á veturna var skautað á dælunum og ferðast um á hlaupa- sleðum. Ömmurnar og afamir vora í næsta nágrenni og allir frændurnir og heimsóknir tíðar. Mamma var heima, leiðbeindi og huggaði, og pabbi kom heim í hádeginu og málin voru rædd við matarborðið. í þessu umhverfi ólst Gummi upp og það mótaði hann sem traustan mann, tryggan fjölskyldu sinni, vin- um og átthögum. En nú er Gummi dáinn, laus úr þeim viðjum sem veikindin lögðu á hann og fær nú að hvíla í friði á æskuslóðum. Þar sem ársól í austrinu ljómar, þar sem öldumar leika við sand, þar sem brimhljómur úthafsins ómar þar er æskunnar minningarland. Það er bjart yfír bemskunnar slóðum þar sem bæimir hvíldu í ró, þar sem amma mín eldaði á hlóðum, þar sem afi minn lifði og dó. Þama á ströndinni stóðum við forðum, störðum hugfangin út yfir sæ. Varla tekst mér að tjá þá með orðum, þessa töfra í sumarsins blæ. Það var ljúft þama í logninu heima, loftið angaði og himinninn tær, þessar minningar munum við geyma meðan hjartað í brjóstinu slær. (Einar Jósteinsson) Elsku Dídí, Inga, Brynja og Svan- dís, við mamma, Rúna, Þórarinn, Birna og fjölskyldur okkar vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að styrkja ykkur í sorginni. Guð blessi minningu Guðmundar Björgvinssonar. Hafdís Ásgeirsdóttir. Það verður tómlegt þegar Gummi kemur ekki oftar í heimsókn eða hringir. Síðustu mánuði komst hann ekki. En við höfðum þá símasam- band því við voram ekki jafndugleg að heimsækja hann. I mörg ár kom hann næstum um hverja helgi austur fyrir fjall, sérstaklega síðustu árin. Þótt hann hafi flutt til Reykjavíkur fyrir um 15 áram var hann alltaf Stokkseyringur og kom mjög oft hingað til að heimsækja ættingja og vini. Hann lét sig heldur ekki vanta á þorrablót og ýmsa aðra mannfagn- aði, hann meira að segja kom á fót- boltamót þegar peyjarnir vora að keppa. Honum þótti mjög gaman að ferðast og þvældist ýmislegt með okkur. Þegar hann átti jeppann fór hann með okkur í Þórsmörk og einu sinni í vetrarferð, þetta vora rosa- lega skemmtilegar ferðir og var oft talað um þær. Eftir að hann seldi jeppann sat hann bara í með okkur og fór m.a. með okkur á Langjökul o.fl. Honum þóttu þessar ferðir rosa- lega skemmtilegar. Svo var það nú líka oft þegar hann kom í heimsókn að við voram að gera eitthvað, frekar en að fara og koma aftur seinna, þá bara tók hann þátt í því, lenti einu sinni í skógarhöggi í garðinum hér. Oft kom hann og fékk að þrífa bílinn sinn í bílskúrnum, gat dundað sér við það lengi. Það fór ekki mikið fyrir Gumma, hann var rólegur en ákveðinn, hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum. Hann var sannarlega vinur vina sinna og við munum sakna hans sárt. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Kveðja. Pétur og Sigrún. Ég undirritaður ætla að minnast hér með nokkram orðum Guðmund- ar Björgvinssonar, vinnufélaga míns, sem látinn er eftir langvarandi veikindi. Guðmundur var 43 ára þeg- ar hann yfirgaf þennan heim og því ekki gamall maður, en illvígur sjúk- dómur gerði vart við sig sem vann að lokum. Guðmundur hóf störf hjá Skipa- deild Sambandsins sumarið 1981 í vörageymslum þess á Grandavegi, sem lyftaramaður, þá 25 ára gamall, hjá Einari Jósteinssyni verkstjóra. Ég hóf líka mín störf hjá fyrirtækinu hjá þeim sómamanni og má því segja að við Guðmundur höfum fengið sömu skólun í byrjun. Eftir nokkur ár á Grandavegi fluttist starfsemin á Holtabakka og Guðmundur með. Það má með sanni segja að Guð- mundur hafi verið tækjamaður af lífi og sál og vann hann sig upp sem slík- ur frá því að byrja á minni lyfturam upp í þá stóra og var hann lengi á SK 11, sem var á sínum tima annar stærsti lyftari á Holtabakka. Guð- mundur lét ekki þar við sitja heldur skellti sér í meirapróf sem hann lauk með sóma og gerðist meiraprófsbíl- stjóri hjá Samskipum í kringum 1990 og vann á hinum ýmsu bílum allt frá Nalla upp í Volvo. Hann sinnti bfl- stjórahlutverkinu af mikilli sam- viskusemi og sá ætíð um að bfllinn væri vel lestaður og farmurinn bund- inn niður áður en ferð hófst, því ör- yggið var ætíð á oddinum hjá honum blessuðum sem kom sér ávallt vel að lokum fyrir alla. Guðmundur gerði ávallt sitt besta fyrir þá sem hann starfaði fyrir og ég veit að flestir gerðu sér grein fyrir þeim góða vilja sem bjó að baki. Mér er Guðmundur afar minnis- stæður margra hluta vegna. Hann var sérstakur persónuleiki eins og allir vita sem með honum unnu, stór, stæðilegur og svipmikill með líka- mshreyfingar sem pössuðu afar vel með vindlareyk sem frá honum lagði. Guðmundur var vinur vina sinna, af- ar greiðvikinn þegar þeir þurftu á að halda. Ég upplifði það oft sjálfur þegar ég var bfllaus og þurfti að komast í og úr vinnu, þá var Guð- mundur ávallt tilbúinn. Ég vil að lokum þakka þessum væna dreng fyrir samstarfið í þau 18 ár sem hann starfaði meðal okkar og ég veit að ég get talað fyrir munn allra sem með honum störfuðu, að hans verður sárt saknað á vinnu- staðnum. Hans verður minnst að góðu og skemmtilegu af þeim sem kunnu að meta það góða sem Guð- mundur hafði upp á að bjóða, en þeir era margir. Margir létu sér annt um líðan Guðmundar í veikindum hans og má þar helst nefna Ingdísi sem fylgdist náið með honum allt til enda og hafi hún þökk fyrir. Fjölskyldu Guðmundar færi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur því þar er söknuðurinn mestur. I. Finnbogi Gunnlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.