Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Nýtt fyrirtæki, Stáltak, verður til úr Slippstöðinni og Stálsmiðjunni Stærsta málm- iðnaðarfyrir- tæki landsins Þjónustudeild Kælismiðjunnar Frosts sameinast nýja félaginu innan skamms STÁLTAK er nafnið á hinu nýja fyr- irtæki sem til varð við sameiningu Slippstöðvarinnar á Akureyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík. Jafn- framt hefur verið gengið frá samein- ingu Kælismiðjunnar Frosts við Stál- tak á næstu dögum að fengnu samþykki stjómar. Starfsmenn verða tæplega 300 talsins og veltan er áætl- uð um tveir milljarðar króna á árinu. Valgeir Hallvarðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stáltaks og Ingi Bjömsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Valgeir starfar í Reykjavík en Ingi á Akureyri. Sam- kvæmt nýju skipuriti sem tekur gildi á næstu vikum verður starfseminni skipt í fimm svið og verða tvö þeirra, framleiðslusvið og fjármálasvið, starfrækt á Akureyri en þijú, mark- aðs-, tæknisvið og kælisvið auk Stál- verktaks verða í Reykjavík. Slippfélagið hf. er stærsti hluthaf- inn í hinum sameinaða félagi með 31% hlutafjár, en í hópi fimm stærstu hluthafa eru einnig Málning hf., Mar- el hf., Burðarás, sem á 9,8% og Olíu- verslun íslands með 5,8%. Stjóm félagsins skipa Láms Ás- geirsson, formaður, Hilmir Hilmis- son, varaformaður, Hjörleifur Ja- kobsson, Ásgeir Pálsson og Jón Kristjánsson. Rekstur starfsstöðvanna tveggja á Akureyri verður sjálfstæður, en veigamikil atriði í áætlanagerð, skrif- stofu- og reikningshaldi, sölu- og markaðsmálum verður sameiginleg- ur, svo og tækni- og þróunarsvið starfseminnar. Lögð verður áhersla á að þróa sameiginlegt tölvukerfi sem tryggir öfluga og virka stýringu á tíma- og verktökubókhaldi og eftirlit með því. Getur tekist á við stærri og fjölbreyttari verkeftii „Stáltak verður öflugasta málmiðn- aðarfyrirtæki á íslandi og það gerir okkur kleift að takast á við stærri og fjölbreyttari verkefni en áður, bæði hér á Islandi og eins vonandi síðar á öðmm stöðum við Norður-Atlants- hafið, sagði Ingi Bjömsson. Á svæð- inu kringum Murmansk væra til að mynda geysimildl verkefni framund- an varðandi endurbætur á togumm. Hann sagði það ekki hafa verið spurningu um hvort heldur hvenær fyrirtækin tvö myndu sameinast. Forsvarsmenn þeirra hefðu horft upp á helstu viðskiptavini sína, útgerðar- félögin, sameinast og stækka en í kjölfarið hefði skipulagt viðhald skipa aukist og verkefni orðið stærri. „Þessu urðum við að mæta,“ sagði Ingi. Aætluð velta hins nýja félags á þessu ári er um tveir milljarðar króna og sagði Ingi fyrirtæki af þeirri stærðargráðu ráða við stærri verk- efni, samkeppnisstaða þess gagnvart útlendum keppinautum yrði sterkari og fyrirtækið myndi ráða við verkefni sem annars yrðu flutt úr landi. Þá nefndi Ingi að á síðustu tveimur ámm hefðu orðið kostnaðarhækkanir inn- anlands sem leitt hefðu til versnandi samkeppnisstöðu og væri sameining- in einnig svar við því. Sameinað stendur félagið einnig sterkar að vígi en fyrirtækin þrjú að- skilin því áhættudreifing er meiri í verkefnum og áhrif einstakra stórra verkefna minnka. Sveiflur í verkefna- stöðu hafa einkennt skipasmíðaiðnað, málmiðnað, stóriðju- og virkjana- framkvæmdir og getur Stáltak nýtt Morgunblaðið/Kristján Lárus Ásgeirsson stjómarformaður Stáltaks, stærsta málmiðnaðarfyrirtækis landsins kynnti hið nýja félaga sem varð til með sameiningu Slippstöðvarinnar á Akureyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík á blaðamannafundi á Akureyri í gær. Honum á hægri hönd er Valgeir Hallvarðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og til vinstri er Ingi Björasson aðstoðarframkvæmdastjóri. STALTAK Skipurit STJÓRN Framkvæmdastjóri Valgeir Hallvarðsson Bjarni Thoroddsen Stjórn Aðstoðar framkv.stjóri =m Ingi Björnsson Stálverktaki Gæðamál og Þjónustudeild Rvk. Þjónustudeild Ak. /erkefnastjórn Rvk Verkefnastjórn Ak. VERKEFNI Markaðs- og tæknisvið Steinar Viggóson Kælisvið Magnús Valdimarss. Framleiðslusvið Ólafur Sverrisson Fjármálasvið Aðalheiður Eiríksd. Verkefnastjórar Rvk. Flokkstjórar Ráðstöfun mannafla Skrifstofa Rvk. Tölvu- og uppl. mál Innkaup og lagerstj. Verkefnastjórar Rvk. Flokkstjórar Ráðstöfun mannafla MANNAFLI MANNAFLI MANNAFLI starfsmenn og aðstöðu betur í álags- sveiflum en félögin gerðu áður. Veruleg hagræðing næst við það að verktöku- og þjónustudeildir Kæli- smiðjunnar Frosts verða sameinaðar Stáltaki, en verkefni og vinnustaðir falla í mörgum tilfellum saman. Alls bætast 34 starfsmenn frá Kælismiðj- unni Frosti við þann hóp 230 starfs- manna sem nú starfar hjá Stáltaki, þannig að starfsmenn verða tæplega 300 talsins, en Ingi benti á að þetta væri sá árstími þegar starfsmenn em fæstir, fleiri bætist í hópinn yfir sum- armánuðina. Valgeir Hallvarðsson sagði, að þrátt fyrir að oft fækki starfsfólki fyrirtækja í kjölfar sam- einingar væri sú staða ekki upp á ten- ingnum varðandi Stáltak. Fyrirtækið vildi þvert á mót fjölga starfsfólki og hægt væri að bæta við iðnaðarmönn- um. Verkefnastaða Stáltaks er góð nú í upphafi árs og er afkastagetan fullnýtt í janúar sem er nokkuð óvenjulegt á þessum árstíma. Skipaþjónusta, málm-, tré-, og vélsmíði, stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir verða áfram fyrirferðar- mestu þættimir á verkefnasviðinu. RYMINGARSALA W Úlpa og buxur barna ...........verð áður 4HÍ9Ö,-...................NU 6.995,- Úlpa og buxur fullorðins.verð áður 12*090,- .NÚ 8.995,- MANCHESTER ÚLPA barna og fullorðins ....verð áburJk&tf-VMW.NÚ 6.995,- Barna 0LANTEX kuldaskór 25-35 .verð áður J^903*..NÚ 2.990 Duníilpur barna ...............verð áður ....NÚ 4.990 Dúnúlpur fullorðins..........verð áður ......NÚ 3.990 Etli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.