Morgunblaðið - 15.01.2000, Side 20

Morgunblaðið - 15.01.2000, Side 20
20 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Nýtt fyrirtæki, Stáltak, verður til úr Slippstöðinni og Stálsmiðjunni Stærsta málm- iðnaðarfyrir- tæki landsins Þjónustudeild Kælismiðjunnar Frosts sameinast nýja félaginu innan skamms STÁLTAK er nafnið á hinu nýja fyr- irtæki sem til varð við sameiningu Slippstöðvarinnar á Akureyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík. Jafn- framt hefur verið gengið frá samein- ingu Kælismiðjunnar Frosts við Stál- tak á næstu dögum að fengnu samþykki stjómar. Starfsmenn verða tæplega 300 talsins og veltan er áætl- uð um tveir milljarðar króna á árinu. Valgeir Hallvarðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Stáltaks og Ingi Bjömsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Valgeir starfar í Reykjavík en Ingi á Akureyri. Sam- kvæmt nýju skipuriti sem tekur gildi á næstu vikum verður starfseminni skipt í fimm svið og verða tvö þeirra, framleiðslusvið og fjármálasvið, starfrækt á Akureyri en þijú, mark- aðs-, tæknisvið og kælisvið auk Stál- verktaks verða í Reykjavík. Slippfélagið hf. er stærsti hluthaf- inn í hinum sameinaða félagi með 31% hlutafjár, en í hópi fimm stærstu hluthafa eru einnig Málning hf., Mar- el hf., Burðarás, sem á 9,8% og Olíu- verslun íslands með 5,8%. Stjóm félagsins skipa Láms Ás- geirsson, formaður, Hilmir Hilmis- son, varaformaður, Hjörleifur Ja- kobsson, Ásgeir Pálsson og Jón Kristjánsson. Rekstur starfsstöðvanna tveggja á Akureyri verður sjálfstæður, en veigamikil atriði í áætlanagerð, skrif- stofu- og reikningshaldi, sölu- og markaðsmálum verður sameiginleg- ur, svo og tækni- og þróunarsvið starfseminnar. Lögð verður áhersla á að þróa sameiginlegt tölvukerfi sem tryggir öfluga og virka stýringu á tíma- og verktökubókhaldi og eftirlit með því. Getur tekist á við stærri og fjölbreyttari verkeftii „Stáltak verður öflugasta málmiðn- aðarfyrirtæki á íslandi og það gerir okkur kleift að takast á við stærri og fjölbreyttari verkefni en áður, bæði hér á Islandi og eins vonandi síðar á öðmm stöðum við Norður-Atlants- hafið, sagði Ingi Bjömsson. Á svæð- inu kringum Murmansk væra til að mynda geysimildl verkefni framund- an varðandi endurbætur á togumm. Hann sagði það ekki hafa verið spurningu um hvort heldur hvenær fyrirtækin tvö myndu sameinast. Forsvarsmenn þeirra hefðu horft upp á helstu viðskiptavini sína, útgerðar- félögin, sameinast og stækka en í kjölfarið hefði skipulagt viðhald skipa aukist og verkefni orðið stærri. „Þessu urðum við að mæta,“ sagði Ingi. Aætluð velta hins nýja félags á þessu ári er um tveir milljarðar króna og sagði Ingi fyrirtæki af þeirri stærðargráðu ráða við stærri verk- efni, samkeppnisstaða þess gagnvart útlendum keppinautum yrði sterkari og fyrirtækið myndi ráða við verkefni sem annars yrðu flutt úr landi. Þá nefndi Ingi að á síðustu tveimur ámm hefðu orðið kostnaðarhækkanir inn- anlands sem leitt hefðu til versnandi samkeppnisstöðu og væri sameining- in einnig svar við því. Sameinað stendur félagið einnig sterkar að vígi en fyrirtækin þrjú að- skilin því áhættudreifing er meiri í verkefnum og áhrif einstakra stórra verkefna minnka. Sveiflur í verkefna- stöðu hafa einkennt skipasmíðaiðnað, málmiðnað, stóriðju- og virkjana- framkvæmdir og getur Stáltak nýtt Morgunblaðið/Kristján Lárus Ásgeirsson stjómarformaður Stáltaks, stærsta málmiðnaðarfyrirtækis landsins kynnti hið nýja félaga sem varð til með sameiningu Slippstöðvarinnar á Akureyri og Stálsmiðjunnar í Reykjavík á blaðamannafundi á Akureyri í gær. Honum á hægri hönd er Valgeir Hallvarðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og til vinstri er Ingi Björasson aðstoðarframkvæmdastjóri. STALTAK Skipurit STJÓRN Framkvæmdastjóri Valgeir Hallvarðsson Bjarni Thoroddsen Stjórn Aðstoðar framkv.stjóri =m Ingi Björnsson Stálverktaki Gæðamál og Þjónustudeild Rvk. Þjónustudeild Ak. /erkefnastjórn Rvk Verkefnastjórn Ak. VERKEFNI Markaðs- og tæknisvið Steinar Viggóson Kælisvið Magnús Valdimarss. Framleiðslusvið Ólafur Sverrisson Fjármálasvið Aðalheiður Eiríksd. Verkefnastjórar Rvk. Flokkstjórar Ráðstöfun mannafla Skrifstofa Rvk. Tölvu- og uppl. mál Innkaup og lagerstj. Verkefnastjórar Rvk. Flokkstjórar Ráðstöfun mannafla MANNAFLI MANNAFLI MANNAFLI starfsmenn og aðstöðu betur í álags- sveiflum en félögin gerðu áður. Veruleg hagræðing næst við það að verktöku- og þjónustudeildir Kæli- smiðjunnar Frosts verða sameinaðar Stáltaki, en verkefni og vinnustaðir falla í mörgum tilfellum saman. Alls bætast 34 starfsmenn frá Kælismiðj- unni Frosti við þann hóp 230 starfs- manna sem nú starfar hjá Stáltaki, þannig að starfsmenn verða tæplega 300 talsins, en Ingi benti á að þetta væri sá árstími þegar starfsmenn em fæstir, fleiri bætist í hópinn yfir sum- armánuðina. Valgeir Hallvarðsson sagði, að þrátt fyrir að oft fækki starfsfólki fyrirtækja í kjölfar sam- einingar væri sú staða ekki upp á ten- ingnum varðandi Stáltak. Fyrirtækið vildi þvert á mót fjölga starfsfólki og hægt væri að bæta við iðnaðarmönn- um. Verkefnastaða Stáltaks er góð nú í upphafi árs og er afkastagetan fullnýtt í janúar sem er nokkuð óvenjulegt á þessum árstíma. Skipaþjónusta, málm-, tré-, og vélsmíði, stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir verða áfram fyrirferðar- mestu þættimir á verkefnasviðinu. RYMINGARSALA W Úlpa og buxur barna ...........verð áður 4HÍ9Ö,-...................NU 6.995,- Úlpa og buxur fullorðins.verð áður 12*090,- .NÚ 8.995,- MANCHESTER ÚLPA barna og fullorðins ....verð áburJk&tf-VMW.NÚ 6.995,- Barna 0LANTEX kuldaskór 25-35 .verð áður J^903*..NÚ 2.990 Duníilpur barna ...............verð áður ....NÚ 4.990 Dúnúlpur fullorðins..........verð áður ......NÚ 3.990 Etli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.