Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nafni Viðskiptaháskólans breytt í Háskólinn í Reykjavik Nafnaruglingur blasir við, segir háskólarekt- GuðHnna S. Bjarnadóttir rektor afhjúpar nafn Háskólans í Reykjavík. Morbunblaðið/Ásdís Tilkynnt var um nafnabreytingu á Viðskiptaháskólan- um í Reykjavík í gær o g hefur hann fengið nafnið Háskólinn í Reykjavík. Háskóli Islands mótmælir þessari ákvörðun harðlega vegna fyrir- sjáanlegs nafnarugl- ings. Háskólarektor segir að brotinn sé hefðarréttur skólans og útilokar ekki málssókn. GUÐFINNA S. Bjarnadóttir rektor tilkynnti um nafnabreytinguna á fundi með nemendum í gærmorgun. Guðfinna sagði í ávarpi sínu á fundinum þrjár ástæður vera fyrir nafnabreytingunni. í fyrsta lagi væru um 70% nemenda í námi í tölv- unarfræðum og gamla nafnið segði því ekki alla söguna. I öðru lagi væru ástæður er tengdust erlendri sam- vinnu en enska heitið Reykjavík’s Sehool of Business ruglaði erlenda aðila í ríminu, sem teldu það vera deild í háskóla, það nafn yrði hins vegar i framtíðinni notað erlendis fyrir viðskiptadeild háskólans. í þriðja lagi, og á það lagði rektor mesta áherslu, væri um að ræða ástæður er tengdust framtíðar- möguleikum skólans. Til stæði að stækka skólánn og auka námsúrval í framtíðinni,” Ékki sagði rektor að lægi fyrir hvaða námsleiðum yrði bætt við en áð þær myndu tengjast hlutverki skólans sem væri að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs. Guðfinna og Finnur Geirsson, for- maður háskólaráðs Háskólans í Reykjavík, sögðust í samtali við Morgunblaðið ekki h'ta svo á að sér- staklega væri verið að hefja sam- keppni við Háskóla íslands. „Að vissu leyti má segja að við séum að fara inn á starfssvið Háskóla ís- lands, við erum vissulega að opna fyrir fleiri möguleika með þessari breytingu. En það má benda á að Háskóli Islands er að kenna þessi svið sem við erum að kenna í dag og við lítum ekki sérstaklega á hann sem samkeppnisaðila,“ sagði Finnur. Guðfinna sagðist telja að sam- keppnin kæmi fyrst og fremst frá út- löndum. „Ég myndi miklu frekar vilja líta á Háskóla íslands og aðra háskóla sem vini okkar og ég myndi vilja sjá alla gera miklu meira en hef- ur verið gert. Við þurfum að fjár- festa í þekkingariðnaði og þekking- arhagkerfi hér á landi og tel að við verðum öll að efla okkur. Það verður stöðugt meiri alþjóðavæðing og við verðum að búa okkur undir það. Við kennum nemendum okkar hér að búa sig undir það með því t.d. að hugsa um markað á alþjóðavísu og skynja sig sem hluta af alheiminum en ekki eingöngu íslandi." Aðspurð um viðbrögð við nafna- breytingunni sagði Guðfinna að búast mætti við því að ekki yrðu allir jafn jákvæðir. „En ég held að fólk hljóti að skilja að við erum að horfa til framtíðar. Við gerðum óformlega könnun meðal fólks og komumst að því að almennt vissi það ekki að það væri kennt annað en viðskiptafræði hér. Það er engan veginn í takt við það sem við gerum eða stefnum á að gera.“ Skorað á Viðskiptaháskólann að endurskoða nafnabreytingu Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, boðaði til blaðamannafundar í tilefni af nafnabreytingunni þar sem henni var mótmælt harðlega. Páll skoraði á stjórn Viðskiptaháskólans að endurskoða þessa ákvörðun sína. Rektor las á fundinum yfir frétta- tilkynningu sem borin hafði verið undir Háskólaráð en fulltrúar þess sátu fundinn auk formanns Stúdentaráðs og fulltrúa þess. í tilkynningunni kemur fram að ástæða mótmælanna sé sá nafna- rughngur sem blasir við, við nafna- breytingu Viðskiptaháskólans. Sá ruglingur muni verða af tveimur or- sökum. I fyrsta lagi sé Háskóli ís- lands staðsettur í Reykjavík og hafi oft verið nefndur Háskóli íslands í Reykjavík eða einfaldlega Háskólinn í Reykjavík, m.a. til aðgreiningar frá Háskólanum á Akureyri. I öðru lagi hafi Háskóli Islands um áratuga skeið iðulega verið kallaður Uni- versity in Reykjavík eða University of Reykjavík erlendis sem stytting á University of Iceland in Reykjavík. Rektor bætti því við að hann hefði af þessu persónulega reynslu erlend- is þar sem menn kenndu Háskóla ís- lands iðulega við Reykjavík. „Það er óviðunandi fyrir Háskóla Islands að önnur stofnun taki sér nafn sem hann hefur notað eða hefur öllu heldur verið tengt við hann um áratuga skeið. Það er hefð fyrir því erlendis að háskólar séu kenndir við borgir, eini háskólinn erlendis sem ég veit að er kenndur við land er há- skólinn í Lettlandi en hann er líka kenndur við borgina Riga og því ekki skrítið að þetta gerist." Páll sagði að með nafnabreyting- unni væri brotinn hefðarréttur sá sem Háskóli Islands hefði á nafninu Háskólinn í Reykjavík og tók Stefán Ólafsson, prófessor og fulltrúi í há- skólaráði, undir það. „Ef þetta gerð- ist í fyrirtækjaheiminum færi það mjög nálægt því að vera stuldur á heiti eða vörumerki. Þó þetta sé ekki hið formlega nafn Háskóla íslands er hefðin fyrir hendi.“ Rektor harmaði það mjög að ekki hefði verið haft samráð við Háskóla íslands, málin rædd og hugsanlega komist að samkomulagi um eitthvert annað nafn. Viðskiptaháskólinn hefði líka getað komist undir verndar- væng Háskóla Islands á einhvern annan hátt en nánast að taka nafn hans. Páll sagði röksemd þá að nafn Viðskiptaháskólans hentaði ekki vegna fyrirætlana um að auka náms- úrval ekki standast. „Það eru fjöl- margir erlendir háskólar sem kenna sig við viðskipti án þess að einskorða sig við viðskipti í kennslu og rann- sóknum, t.a.m. London School of Economics." Háskólinn mun leita réttar síns Aðspurður hvað yrði gert í fram- haldi mótmælanna sagði Páll að Há- skólinn myndi leita allra tiltæki-a ráða til að leita réttar síns og úti- lokaði ekki að dómstólaleiðin yrði farin. „Það er verið að skoða þessi mál á þessari stundu. Fyrstu við- brögð okkar eru að það sé hefðar- réttur okkar að nota þetta nafn, bæði siðferðislega sem og lagalega." Finnur Beck, formaður Stúdenta- ráðs, sagði nýja nafnið misvísandi og segði ekkert um þá starfsemi sem þar væri. Hann benti á að sú hefð hefði skapast að minni háskólar kenndu sig við starfssvið sitt. Auk þess væri rangt að Viðskiptaháskól- inn í Reykjavík kallaði sig Háskól- ann í Reykjavík, þar störfuðu fjöl- margir aðrir háskólar. Páll tók undir að það væri óneitan- lega erlenda heitið sem ylli mestu áhyggjum. „Háskólar eru í alþjóð- legri samkeppni, eru í tengslum við alþjóðlega háskóla og samkeppni við þá miklu frekar en háskóla hér inn- anlands." Prófmál höfð- að vegna höf- undarréttar á ljósmyndum HRAFN GUNNLAUGSSON, kvik- myndaleikstjóri, hefur höfðað mál á hendur Birni Blöndal, ljósmyndara, þar sem hann krefst höfundarréttar á ljósmyndum sem Bjöm tók en Hrafn vann við sem stílisti. Ljósmyndir þessar voru teknar fyrir um tveimur árum og var þeim ætlað að vera tískuþáttur í tímaritinu Mannlífi. Þáverandi ritstjórar Mann- lífs, þau Hrafn Jökulsson og Guðrún Kristjánsdóttir, tóku hins vegar ákvörðun um að birta ekki myndim- ar í kjölfar ósættis sem upp kom um hvernig setja skyldi tískuþáttinn upp. Björn Blöndal segir í samtali við Morgunblaðið að fyrh- um ári hafi Hrafn beðið sig um filmumar með umræddum ljósmyndum. „Ég, sem ljósmyndari, tel mig eiga filmurnar og neitaði því að láta hann fá þær, en ljósmyndarar era almennt sammála um að þeir eigi filmur sín- ar,“ segii- Björn. Mál af þessu tagi ekki höfðað áður Bjöm segir að Hrafn hafi í fram- haldi af þessu lagt fram kæra þar sem hann krefst höfundarréttar á ljósmyndunum. Hann segist ekki vita til þess að mál af þessu tagi hafi verið höfðað áður og þetta verði því próf- mál varðandi höfundarrétt á ljós- myndum. „Ljósmyndari hefur hingað til ver- ið talinn eiga höfundarrétt á þeim myndum sem hann tekur og nú mun reyna á það. Fyrir ljósmyndara er þetta mjög áhugavert mál og snýst um það hver eigi myndirnar," segir Bjöm. ---------------- Rannsdknir stdru fíkniefnamálanna Beiðnum um rannsóknar- úrskurði stórfjölgar í YFIRLITI Héraðsdóms Reykja- víkur kemur fram að beiðnum um rannsóknarúrskurði hafi fjölgað um 85% milli áranna 1998 og 1999. í fyrra var fjöldi þeirra 465 en árið á undan voru þær 251. Aukningin stafar aðallega af beiðnum um það að lögregla megi fylgjast með hringingum úr og í til- tekna GSM síma, m.a. vegna rann- sóknar lögi’eglunnar á stóru fíkni- efnamálunum tveimur sem komu upp á síðasta ári. Annars vegar er um að ræða hið svokallaða stóra fíkniefnamál, sem gert var opinbert snemma í sept- ember sl. og níu menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna, og hins veg- ar hið svokallaða stóra hassmál, sem varðaði tilraun til innflutnings á 30 kg af hassi frá Spáni síðastlið- ið haust. Hæstiréttur úrskurðar um yfírheyrslur í kynferðisbrotamáli Saksóknari o g verjandi ekki við yfírheyrslur HÆSTIRÉTTUR hefur fallist á að saksóknari og veijandi manns, sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum, skuli ekki vera við- staddir yfirheyrslur, þar sem það gæti orðið sérstaklega íþyngjandi iyr- ir stúlkumar ef fleiri væra viðstaddir yfirheyrslur yfir þeim en brýna nauð- syn bæri til. Þáféllst Hæstiréttur á að kvaddur yrði til kunnáttumaður með sérfræðiþekkingu á sálarfræði og að dómsformanni væri rétt að ákveða að meðdómendur hans yrðu ekki við- staddir skýrslutökuna. í málinu er karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart 6 stúlk- um, en réttargæslumaður tveggja þeirra, 15 og 16 ára stúlkna, krafðist þess að ákærandi og veijandi manns- ins yrðu ekki viðstaddir í dómsal á meðan á skýrslutöku stæði. Fór rétt- argæslumaðurinn fram á að sérstök yfirheyrsluaðstaða yrði nýtt við þess- ar skýrslutökur, þannig að sem fæstir yrðu í sama herbergi og þær færa fram í og þær yrðu stúlkunum þar með síst til íþyngingar. Farið var fram á að kunnáttumaður yrði kvadd- ur til aðstoðar við yfirheyrslumar. Héraðsdómur Iteykjavíkur féllst ekki á að saksóknari og veijandi skyldu ekki vera viðstaddir, þar sem það fælist í lágmarkskröfum réttar- farsins að þeir gætu spurt eða látið dómara spyrja vitni teldu þeir ástæðu til. Þá hafnaði héraðsdómur einnig þeirri kröfu að dómarar yrðu ekki við- staddir eða að sérhæfður kunnáttu- maður Bamahúss yrði kvaddur til að- stoðar og látinn vera einn með stúlkunum þegar þær gæfu skýrslu. Hæstiréttur tekur annan pól í hæð- ina. Hann segir ákvæði laga um með- ferð opinberra mála, þar sem kveðið er á um að ákærandi, ákærði og verj- andi hans eigi ekki rétt á að vera í dómsal ef nærvera þeirra geti orðið brotaþola tO íþyngingar, hvorki and- stætt stjómarskrá né mannréttinda- sáttmála Evrópu. Þá féllst Hæstirétt- ur á að yfirheyrslumar færa fram í sérútbúnu húsnæði ef þess væri nokkur kostur. Hins vegar væri það dómara að meta hvort dómþing til að taka skýrslumar yrði háð utan reglu- legs þingstaðar. Hæstiréttur sagði að gögn málsins gæfu eindi-egið til kynna að aðstoð sérfróðs kunnáttumanns væri nauð- synleg svo framburður stúlknanna yrði eins glöggur og ótvíræður og kostur væri en slík aðstoð væri einnig til þess fallin að skýrslutakan yrði síð- ur íþyngjandi. Hins vegar hafnaði rétturinn því að Héraðsdómi Reykja- víkur yrði gert að kalla tiltekinn, nafngreindan sálfræðing tO aðstoðar. Að þessari niðurstöðu fenginni er ljóst að meðdómendur, saksóknari og verjandi þurfa að fylgjast með yfir- heyrslum yfir stúlkunum úr öðru her- bergi. Líkt og í öðram málum af sama toga verður ákærði hvergi nærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.