Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 45 —--------------------------a. Samanburður gagna- flutningsleiða Umferð tölvugagna til og frá fyrirtækjum vex stöðugt og þörf fyr- irtækja fyrir öfluga gagnaflutningsþjón- ustu verður æ meiri og flóknari. Með vaxandi samkeppni á fjar- skiptamarkaðnum fjölgar þeim kostum, sem fyrirtæki geta val- ið um. A.m.k. tvö fyrir- tæki bjóða nú t.d. ör- bylgjulausnir fyrir gagnaflutning á höfuð- borgarsvæðinu. Þær lausnir hafa verið born- ar saman við ISDN- þjónustu Landssímans, t.d. í frétt á viðskiptasíðum Morgun- blaðsins þriðjudaginn 11. janúar. Samanburðurinn er þó flóknari en svo, því Landssíminn býður nú marga aðra hagkvæma kosti, sem henta mismunandi þörfum fyrir- tækja. ISDN er aðeins einn kostur, sem hentar ákveðnum þörfum. Stóraukið framboð Fyrir nokkrum árum var aðallega um tvær leiðir til gagnaflutnings að ræða, annaðhvort mótaldstengingar á almennum símalínum eða leigulín- ur. Árið 1996 setti Landssíminn ISDN-þjónustu sína á markað og buðust þá í fyrsta skipti tengingar á almennum símalínum sem fóru upp í 128 kb/s. Markaðurinn tók ISDN fegins hendi og nú, tæpum fjórum árum síðar, eru ISDN-grunnteng- ingar orðnar um 12.000 talsins. ISDN er þó alls ekki eingöngu gagnaflutningsþjónusta, þar sem símaþjónustan er mun fjölhæfari en í almenna símakerfinu og sífellt bætast við nýir möguleikar. Á nýliðnu ári setti Síminn á mark- að fjórar nýjar gagnaflutningsleiðir, eða ÁTM-netið, Frame Relay, Létt- Internet og ADSL. Jafnframt bætt- ust við Loftnet Skýrr og örbylgju- net Gagnaveitunnar. Hér á eftir fer, lesend- um til upplýsingar, samanburður á helstu gagnaflutningsleiðum Símans og þessum tveimur örbylgju- lausnum. Samanburð- urinn gildir eingöngu fyrir höfuðborgar- svæðið. Ekki er tekið tillit til gjalds Inter- netþjónustuaðila. Samanburðurinn er unninn úr verðskrám af heimasíðum Símans, Skýrr og Gagnaveit- unnar frá 7. desember sl. Samanburður fyrir lægri hraða I töflu 1 er samanburður fyrir gagnahraða frá 64 kb/s að 256 kb/s. Þar sem ISDN er tímamæld þjón- usta er reiknað með fjölda klukku- stunda á mánuði sem tengingin er notuð. í samanburðinum er ekki tek- ið tillit til stofngjalda. Forsendur út- reikninga fyrir ISDN eru að um sé að ræða fjölda klukkustunda í mán- uði, þar sem 50% notkunar sé á dag- taxta og 50% á kvöld-, nætur- og helgartaxta. I töflunni kemur fram að ISDN er mjög hagkvæmt ef notkunin er inn- an við 40 klst. á mánuði. Leigulína innan símstöðvarsvæðis er hins veg- ar alltaf hagstæðust en hún á ekki við í öllum tilfellum. Þegar notkun á ISDN er orðin meiri en sem nemur 40 klst. á mánuði og ef um er að ræða tengingu sem krefst þess að farið sé á milli símstöðvasvæða á leigulínu er ADSL 256 tvímælalaust hagkvæm- asta leiðin. Samanburður fyrir hærri hraða Þegar farið er að skoða bandvíðari sambönd bætist Loftnet SkýiT við í samanburðinn ásamt Létt-Intemet- Ása Rún Björnsdóttir Klukkustundir á mánuði Öll verð í krónum 10 20 30 40 50 60 70 ISDN 64 kb/s 2.722 3.424 4.126 4.828 5.530 6.232 6.934 ISDN 128 kb/s 3.424 4.828 6.232 7.636 9.040 10.444 11.848 Leigulína 64 kb/s (milli sv.) *) 9.589 9.589 9.589 9.589 9.589 9.589 9.589 Leigulína 128 kb/s (innan sv.) 2.526 2.526 2.526 2.526 2.526 2.526 2.526 Leigulína 128 kb/s (milli sv.) 13.484 13.484 13.484 13.484 13.484 13.484 13.484 ADSL 256**) 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000 Gagnaveitan 64 kb/s 8.590 8.590 8.590 8.590 8.590 8.590 8.590 Gagnaveitan 128 kb/s 10.333 10.333 10.333 10.333 10.333 10.333 10.333 Frame Relay 64 kb/s 6.600 6.600 6.600 6.600 6.600 6.600 6.600 Frame Relay 128 kb/s 10.200 10.200 10.200 10.200 10.200 10.200 10.200 *) I leigulfnu á milli svæða er reiknað með 5 km stofnlínu. **) Við mánaðargjald ADSL bætist við afnotagjald af síma. Tafla 2 Öli verð í krónum Gagnaflutningsleið 2 Mb/s 1 Mb/s 512 kb/s Leigulinur (innan sv.) 7.486 7.086 6.362 ADSL1536 **) 15.000 15.000 9.000 Létt internet 17.000 10.500 Loftnet 31.125 26.145 21.165 Frame Relay 32.500 27.900 14.600 Gagnaveitan 37.225 24.775 16.060 Leigulínur (milli sv.) *) 44.147 21.837 *) I leigulínu á milli svæða er reiknað með 5 km stofnlínu. **) Við mánaðargjald ADSL bætist við afnotagjald af síma. Símaþjónusta Margir nýir kostir í gagnaflutningum hafa komið á markaðinn að sögn Ásu Rúnar Björnsddttur, sem hér leitast við að bera nokkra þeirra saman. þjónustu Símans, sbr. töflu 2. Hér kemur í Ijós að leigulínur inn- an sama símstöðvarsvæðis era ávallt hagkvæmasta leiðin. Þegar tenging- ar ná á milli símstöðvarsvæða er ADSL aftur orðið hagkvæmast. Þegar þessar leiðir til gagnaflutn- ings eru bornar saman verður að taka með í reikninginn að þær eru misjafnar að eiginleikum og gæðum. Jafnframt verður að taka tillit til þess að sé gagnaflutningsþjónustan notuð til tenginga inn á Intemetið bætist við kostnaður internetþjón- ustuaðila og getur hann verið æði misjafn fyrir hverja þjónustu fyrir sig. Helstu gagnaflutnings- leiðir Símans Fyrirtæki hafa lengi notað leigu- línur. Um er að ræða fastar tenging- ar með tryggri bandvídd alla leið, enda í enda. Þær eru t.d. mikið not- aðar til samtenginga símstöðva og/ eða staðarneta og til beintenginga við Internetið. í október síðastliðn- um varð veruleg verðlækkun á öllum bandbreiðari leigulínusamböndum hjá Símanum og er leigulínuverð- skrá fyrh'tækisins nú einhver sú lægsta í Evrópu. Frame Relay-þjónustan er einnig tilvalin til samtengingar staðarneta og einkasímstöðva og býður upp á flutning tals og gagna um sömu flutningsleið. Eftir mikla verðlækk- un í nóvember er Frame Relay enn hagkvæmari lausn en áður. Auk þess að vera úrvalssímaþjón- usta með margvíslegri sérþjónustu og sveigjanleika er ISDN tilvalið til tengingar inn á Internetið eða stað- arnet fyrirtækis þegar ekki er um mikla notkun að ræða. Létt-Internet er frekar nýleg þjónusta sem er eingöngu notuð til tengingar við Internetið. Boðið er upp á tvo þjónustuflokka, Létt-Int- ernet, sem er allt að 512 kb/s tenging við Netið og Létt-Internet plús, sem er allt að 2 Mb/s. ADSL er nýjasta gagnaflutnings- þjónusta Símans og byggist á band- breiðum flutningi um venjulegar símalínur. ADSL er tilvalið til teng- inga bæði inn á Internetið og inn á staðarnet fyrirtækja. Uppbygging ADSL-þjónustunnar er hafin á svæði Múlasímstöðvar, en í mars næstkomandi verður hægt að bjóða ADSL á öllum helstu símstöðva- svæðum höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Gagnalausnum Símans. Yilt þú fara vel með PENINGANA Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-16 ^^.^^^Eggjabakkadýnur Rafmagnsrúmbotnar Springdýnur Skútuvo^i 11» Sími 568 5588
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.