Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ISS Danmark kaupir 98% hlut í Ræstingu ehf. Danir hyggja á land- vinninga í ræstingum Meiðyrðamál Kjartans Gunnarssonar gegn Sigurði G. Guðjðnssyni Dómari telur sig ekki vanhæfan DANSKA ræstingafyrirtækið ISS Danmark hefur keypt 98% hlutafjár í Ræstingu ehf., fyrirtæki sem var stofnað 1. okt. sl. um ræstingaþjón- ustu Securitas. Sven Ipsen, fram- kvæmdastjóri ISS, segir að ISS hafi rannsakað markaðinn á Islandi í nokkur ár. „Nú höfum við ákveðið að hasla okkur völl á þeim markaði af krafti," sagði hann. ISS hyggst fjár- festa frekar í rekstrinum á Islandi og stefna á hlutdeild í ræstingum fisk- verkunarfyrirtækja og sjúkrahúsa. „Við viljum vera í forystuhlutverki á þessum markaði eins og á mark- aðnum í Danmörku og á Grænlandi," Hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að Ræsting ehf. hefði verið stofnað utan um ræstingaþjónustu þá, sem Securitas veitti, 1. október sl. Hann sagði að Securitas hefði um nokkurt skeið verið í samskiptum við ISS og sótt til fyrirtækisins sérþekkingu og kunn- áttu. „Þau kynni urðu til þess að þeir fengu áhuga á að kaupa hlut i fyrir- tækinu,“ sagði Hannes. Hvorki Ipsen né Hannes Guðmundsson vildu veita upplýsing- ar um kaupverð hlutabréfanna, en Ipsen sagði ISS hafa keypt um 98% hlutafjárins í fyrirtækinu. A heima- síðu ISS segir að Guðmundur Guð- mundsson muni áfram stýra Ræst- ingu en hann hafi 16 ára reynslu úr starfsgreininni. Þá muni 435 starfs- menn fyrirtækisins í Reykjavík og á Akureyri halda störfiim sínum. Ræsting muni breyta um nafn og ís- lenski hluti starfseminnar fái heitið ISS Iceland. Stefnt á um 640 milljón króna veltu A heimasíðunni segir að í ár sé stefnt að því að ISS Iceland velti um 64 milljónum danskra króna, um 640 m.kr., og skili meiri rekstrarhagnaði en sem nemur heildarmarkmiði ISS samsteypunnar um 6% rekstrar- hagnað. Þá sé búist við að starfsemin aukist umtalsvert á komandi árum. Ræstingamarkaðnum hér á landi er lýst þannig að Ræsting hafi 60% hlutdeild í þeim viðskiptum, sem séu á útboðsmarkaði, og um það bil 11% af heildarmarkaði. Næsti keppinaut- ur hafi 7-8% hlutdeild af viðskiptum á útboðsmarkaði. Þá segir að markaðurinn í tengsl- um við fiskiðnaðinn sé sérstaklega áhugaverður en stærð hans nemi 50- 70 milljónum danskra króna. Mat- vælaþjónustudeild ISS Danmark hafi mikla þekkingu á því sviði og þjónusti bæði rækjuverksmiðjur og fiskverkunarfyrirtæki í Grænlandi og Danmörku. Þá segir Sven Ipsen að efnahags- lega sé Island í hópi stöðugustu ríkja Evrópu með vaxandi tilhneigingu til að fela markaðnum að annast ýmsa þjónustu. „Islenska ríkisstjórnin hefur litið á útboð sem lykilinn að því að fá meiri gæði fyrir lægri kostnað. Því teljum við að sjúkrahúsmarkað- urinn á íslandi geti nýtt sérþekkingu okkar,“ segir hann. ISS Danmark hóf starfsemi sem ræstingafyrirtæki en sinnir einnig viðhaldi og umönnun. Fyrirtækið velti um 21 milljarði íslenskra króna á síðasta ári. HERVÖR Þorvaldsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem fer með meiðyrðamál Kjartans Gunnarssonar á hendur Sigurði G. Guðjónssyni, hefur hafnað kröfu stefnda um að hún víki sæti. Málið var tekið fyrir í hér- aðsdómi siðdegis í gær. Gestur Jónsson lögmaður stefnda tók sér kærufrest vegna úrskurðarins. Rök stefnda fyrir kröfunni voru þær að stefnandi Kjartan Gunn- arsson væri framkvæmdasijóri Sjálfstæðisflokksins og vinur for- manns flokksins Davíðs Oddssonar forsætisráðherra en Davíð og dómari málsins væru systkina- böm. I blaðagrein eftir Sigurð, sem Kjartan segir að höfundur hafi vegið að virðingu sinni með ósönnum aðdróttunum, sé Davíð Oddsson oftar nefndur á nafn en Kjartan og jafnframt gagnrýni Sigurður þar verk forsætis- ráðherra meira en gjörðir Kjart- ans. Sakarefnið óviðkomandi forsætisráðherra Dómari taldi að sakarefni máls- ins væri alls óviðkomandi störfum eða persónu Davíðs Oddssonar. Þó að Sigurður hefði, að eigin mati, í nefndri blaðagrein gagnrýnt for- sætisráðherra mun meira en Kjartan væru þau ummæli ekki til meðferðar í málinu. Yrði því ekki séð að niðurstaða eða meðferð málsins varðaði Davíð Oddsson með nokkmm hætti. Þá leiddi það ekki til vanhæfis dómara að fara með málið að Kjartan og Davíð væru vinir en engin tengsl væru á milli Kjartans og dómara málsins, þannig að stefndi hefði af þeim sökum rétt- mæta ástæðu til að draga óhlut- drægni dómarans í efa. Því taldi dómari að ekki væru lagaskilyrði til þess að hann hliðr- aði sér hjá því að fara með málið og hafnaði kröfu stefnda, Sigurð- ar G. Guðjónssonar. Tryggingastofnun rikisins Greiðir ekki kostn- að vegna skallalyfs TRYGGINGASTOFNUN ríkis- ins tekur ekki þátt í kostnaði vegna skallalyfsins propecia sem kom á markað hér á landi fyrir nokkrum mánuðum. Sagt var frá því í frétt í Morgunblað- inu á miðvikudag að heilbrigðis- yfirvöld í Bretlandi hefðu lagt til að opinber sjúkratrygging þar myndi ekki greiða fyrir umrætt lyf- Skallamyndun ekki talin heilbrigðisvandamál Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins er lyfið í flokki lyfja sem ekki eru niðurgreidd hér á landi því það að fá skalla mun ekki vera álitið heilbrigðisvandamál. Þó geta ýmsir sjúkdómar valdið hár- missi og er hægt að sækja um niðurgreiðslu á lyfinu í slíkum tilfellum. Þá þarf læknir að meta ástand viðkomandi og að því loknu er sótt um lyfjakort. Vegna þess hve stutt er síðan lyfið kom á markað hér á landi er ekki búið að útbúa skriflegar vinnureglur um hvenær skuli niðurgreiða lyfið en slíkar reglur munu vera í bígerð. Gestur Jónsson, lögmaður stefnda, og Jakob R. MöIIer, lögmaður stefnanda, í dómsal hjá Hervöru Þorvaldsdótt- ur héraðsdómara. Tryggvi Þór Aðalsteinsson rifjar upp samskipti verkalýðshreyfíngarinnar og austantjaldsríkja Tímabært að fjalla um tíðar boðsferðir til Austur-Evrópu TRYGGVI Þór Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri MFA í Svíþjóð og fyrrverandi framkvæmdastjóri MFA á íslandi, fjallar um boðsferðir fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar til ríkja Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins í grein sem birt er í nýjasta fréttabréfi Eflingar stéttar- félags undir fyrirsögninni „Ekki lengur boðsferðir austur fyrir tjald“. Tryggvi segir m.a. tímabært að einhver taki að sér sð skrifa, á sanngjaman hátt, um samskipti ís- lensku verkalýðshreyfingarinnar og ríkja Austur-Evrópu á þessum tíma. „Enn erum við mörg sem getum sagt frá“ I greininni segir Tryggvi m.a.: „Við, sem störfuðum í íslensku verkalýðshreyfingunni, áttum mörg hver kost á því að fara í boðsferðir „austur fyrir tjald“. Sérstaklega voru tíðar ferðir til Austur-Þýska- lands og oft fjölmennar. Sjálfur fór ég þangað þrisvar á áttunda ára- tugnum auk ferða til Sovétríkjanna og Júgóslavíu. ViSsulega var margt athyglisvert að sjá og heyra. En við vorum kurteisir gestir, gagnrýni og efasemdir áttu ekki við. Engu að síður fór ófrelsið ekki framhjá okk- ur. Ég man sérstaklega að ungt fólk sagði okkur frá því hvað það langaði mikið að geta ferðast til annarra landa eins og við gerðum. Þegar heim kom gagnrýndum við ekki stjómmálakerfið í Austur-Evrópu. Við rákum heldur ekki áróður í þágu þess. Við þögðum að mestu og hlökkuðum til næstu ferðar. Nú þegar tíu ár eru liðin frá falli Berlín- armúrsins, og nógu langur tími lið- inn til að geta séð hlutina í nokkurn veginn óhlutdrægu Ijósi, er tíma- bært að einhver taki að sér að skrifa, á sanngjaman hátt, um sam- skipti íslensku verkalýðshreyfingar- innar og ríkjanna í Austur-Evrópu. Sérstaklega um samskiptin við Austur-Þýskaland. Höfðu þessi samskipti áhrif á starf og stefnu ís- lensku verkalýðssamtakanna? Og ef svo var, á hvern hátt? Enn emm við mörg sem getum sagt frá,“ segir Tryggvi m.a. í grein sinni. Flestum yóst að ekki væru fijáls verkalýðsfélög í löndunum Tryggvi sagði í samtali við Morg- unblaðið að tilefni þesssara greina- skrifa væm þau að honum hefði ver- ið boðið að skrifa í blaðið og ákveðið að fjalla um þessar ferðir til Austur- Evrópu í tilefni af því að tíu ár væm liðin frá falli Berlínarmúrsins. „Verkalýðshreyfingin hafði sam- skipti við verkalýðssamtök í öðram löndum og Alþýðusamband Islands var aðili að Alþjóðasambandi frjálsra verkalýðsfélaga en engu að síður vora kurteisleg samskipti við til dæmis Alþýðusambandið í Sovét- ríkjunum og verkalýðssamtök í öðr- um austantjaldslöndum. Reglulegar ferðir á Eystra- saltsvikur Menn þáðu boðsferðir og ég geri fastlega ráð fyrir því að flestir hafi gert sér grein fyrir því að á þeim tíma var ekki um að ræða frjáls verkalýðsfélög í þessum löndum, en hvorki ég eða aðrir vöktum athygli á því eða tókum það upp þegar heim var komið,“ sagði Tryggvi. Aðspurður hvort hann væri þeirr- ar skoðunar að þessi samskipti hefðu haft áhrif á starf og stefnu ís- lensku verkalýðshreyfingarinnar sagðist Tryggvi ekki telja að þau hefðu haft mikil áhrif. „íslenska verkalýðshreyfingin er á allan hátt miklu líkari verkalýðssamtökum á Norðurlöndum og annars staðar í Vestur-Evrópu. En einn hluti þessara samskipta austur fyrir tjald, voru svokallaðar Eystrasaltsvikur, sem vora fastur liður í langan tíma. Austur-þýska verkalýðshreyfingin stóð fyrir þeim og bauð verkalýðssamtökum í lönd- unum í kringum Eystrasalt og frá íslandi og Noregi að taka þátt,“ sagði Tryggvi. Hann benti á að í hverju landi hefðu verið sérstakar nefndir eða tengiliðir sem sáu um þessi mál. Þannig hefði ASÍ átt fulltrúa á þess- um Eystrasaltsvikum og t.d. hefði Grétar Þorsteinsson, núverandi for- seti ASÍ, átt sæti í slíkri nefnd. „Það var farið reglulega í mörg ár og var þá annars vegar setið á ráð- stefnum, sem haldnar vora í Austur- Þýskalandi, og svo var gjaman farið í kynnisferðir um landið,“ sagði hann. Tryggvi sagði að greinilegt hefði verið að Austur-Þjóðverjar hefðu fyrst og fremst verið að berjast fyrir því að að Austur-Þýskaland yrði við- urkennt sem sjálfstætt ríki. Eftir að Austur-Þýskaland fékk þá viður- kenningu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og í öðra alþjóðlegu sem- hengi hefði heldur dregið úr þessum boðsferðum. Tryggvi var að lokum spurður hvort hann teldi þörf á að fram færi einhvers konar uppgjör innan verkalýðshreyfingarinnar um þessi samskipti líkt og mikið væri rætt um á vettvangi stjórnmálanna vegna samskipta sósíalista við fyrr- um kommúnistaríki. „Ég held að það sé tímabært að menn sem neit- uðu að sjá veraleikann á sínum tíma - og það getur átt við um mig líka - en hafa kannski gert sér grein fyrir því núna og gert það upp við sig, láti þá skoðun í ljós. Á sama hátt og menn hafa verið að skoða þetta á stjórnmálasviðinu getur verið ástæða til að skoða þetta á opinská- an og heiðarlegan hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.