Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 47, sykursýki í börnum undir fermingu er helmingi tíðari í Noregi en á Is- landi. Gi-unur hefur fallið á efna- samsetningu mjólkur. Ný rannsókn styrkir þessa tilgátu en frekari rannsóknar er þörf til fullkominnar sönnunar. Stefán hefur gert áætlun um það hvernig losna má alveg við þetta prótein úr íslenskri mjólk með markvissu úrvali á kúm. Hann telur að það megi gera á 6 árum. Ætti ekki að uppræta svo alvarlega óvissu strax? Þá gætum við e.t.v. framleitt mjólkurduft, sem minnk- ar hættu á sykursýki í börnum hér og flutt út þá heilsuvöru fyrir börn í öðrum löndum. Mun erfiðara er að hreinsa þennan grunaða erfða- vísi úr öðrum kúakynjum í Evrópu. Þrjár af hverjum fjórum norskum kúm og nautum eru með hann. Yf- irdýralæknir gerði kröfu um að eingöngu yrðu valdir sem foreldrar fósturvísa gripir, sem eru lausir við hann. En jafnframt þarf að velja fyrir öðrum heppilegum eiginleik- um. Þess vegna hafa innflutnings- aðilar beðist undan svo gressilegri takmörkun á vali sínu úr norska kyninu. Sýnt er hvert stefnir. Það má ekki gerast, að mjólk verði spillt með innflutningi á öðru kúa- kyni þannig að sykursýki aukist fyrir komandi kynslóðir. Við flytj- um inn mjólkurduft, sem e.t.v. stuðlar að sykursýki. Hvers vegna eru ekki nein viðbrögð opinberra aðila við þessum ábendingum ítrek- uðum? Hvar eru neytendasamtökin nú? Landlæknar, fyrrverandi og núverandi, hafa báðir tekið undir þessi sjónarmið. Ég legg til að tek- ið verði tillit til þessa við ræktun hér á landi og stefnan tekin strax á að uppræta úr íslensku kúakyni genið, sem grunað er um að valda sykursýki. Prófin eru til og fremur ódýr. Þau má nota á sæði ferskt og fryst. Fyrsta skrefið er að prófa allt nautasæði sem til er í geymslu á nautastöð Bændasamtakanna á Hvanneyri og öll ný naut áður en þau verða tekin í notkun. Er tími kominn til að endur- skoða ræktunarstefnuna? Þegar mjólk vantaði í landinu var eðlilegt að láta nythæð vega þyngst í kynbótastarfi. Það hefur skilað þeim árangri að offram- leiðsla hefur oft verið á mjólk og auðvelt er að auka að mun mjólkur- framleiðslu með íslenska kúastofn- inum. Hér vantar því ekki mjólk og ekki heldur nautakjöt. Varla þarf að búast við verulega aukinni neyslu mjólkurafurða. Leggja ætti áherslu á að bæta júgur og spena og láta gott heilsufar og endingu hafa meira vægi en verið hefur í ræktunarstefnu? Norskar kýr eru flestar hyrndar. Hér hefur verið lögð áhersla á kollóttar kýr og vel tekist til. Er skynsamlegt að stefna á hyrnt kúakyn þar sem afhorna þarf alla kálfa? Hvað skyldi það kosta og hvað með dýravernd í því sambandi? Breyttir búskaparhættir, byggðaröskun Það stefnir í það víða erlendis, allt undir merkjum samkeppni og hagkvæmni, að kýr standi sem lengst inni, jafnvel allt árið. Síðan er farið að gefa hormón til að auka afköstin, og næringarríkt skólp til að spara fóðurkostnað. Eftir amer- ískri forskrift mætti framleiða alla okkar mjólk á algjörri innistöðu í einu búi fyrir sunnan og öðru fyrir norðan. Er slík þróun æskileg hér- lendis? Eða verðum við að halda samkeppnisleiknum áfram, ef við hefjum hann? Eigum við að setja mörk um það hve langt má ganga í slíkum búskaparháttum eða búa enn um sinn við íslenskt kúakyn og markvissa þróun þess? Almenning- ur er sáttur við íslensku kúna, ekki við innflutningsmenn. Hánytja- kýrnar stóru og þungu í útlöndum þurfa hlutfallslega meira kjarnfóð- ur en íslenskar. Meira korn þyrfti fyrir sama magn mjólkur. Það yrði tekið frá fólki í hungruðum heimi. Stór skref yrðu tekin frá vistvæn- um búskap sem margir telja væn- legan hér á landi og lífrænum, frá graskúnni í kornkú. Eru líkur á því að þröngt verði í gömlum fjósum fyrir nýjar og stærri kýr? Fá menn fjármagn til að endurnýja og stækka fjósin sín? Hvar verða þeir peningar teknir? Er hætta á því að bændur sem tæpt standa, en það er víða á landinu, flæmist frá búskap löngu fyrr en þeir ætluðu vegna óviðráðanlegs kostnaðar? Hvað þá með byggðasjónarmið? Varla er tal stjórnmálamanna um það tómt hjóm og einskis virði. Hver er stefnan? Eru grannar okkar Iengra komnir í að fræða sína menn? Við vitum um menn í flestum sveitum hér á landi, sem búa við hámjólka kýr án umtalsverðra sjúkdóma og ná lágri frumutölu. Hærri frumutala í mjólk hér en í grannlöndunum er vegna þess að við erum að byrja nú en þeir hafa unnið að því að ná henni niður í meira en áratug. Há tala gefur til kynna bólgu í júgri. Getur verið að þá grundvallarfræðslu vanti að menn skemmi óvitandi júgiin með rangri stærð af spenagúmmíum? Urvalskúm má ekki gefa annað en úrvals heyfóður. Hvers vegna geta sumir bændur en ekki allir verkað slíkt hey hvernig sem viðrar? Mig grunar, að skilvirka fræðslu vanti um fóður og fóðrun á fullorðnum gripum og meðferð á ungviði, sem enn er hrakleg víða hér því miður. Þekkingin er til. Hún er undirstaða fyllstu afurða. Á meðan talsverður hópur manna nær afbragðs árangri með íslenskar kýr geta menn vonað að markvissar aðgerðir til að efla þekkingu og nýtingu hennar stækki verulega hóp úrvals kúabænda. Nú þegar eru 10 bú hér með meira er 6.000 lítra meðalnyt en því ná ekki nærri öll norsk bú. Einstaka bú hér ná ekki 3.000 lítrum úr sama kyni. Hvers vegna? Á námskeiði um fjöl- þátta sjúkdómagreiningu á kúabú- um, sem ég sótti á Hvanneyri í sumar, sýndist mér sem við gætum bætt ýmislegt til að auka hag- kvæmni kúabúa og miðað við það sem t.d. Danir hafa náð. Væri ráð að bera saman vinnubrögð skepnu- hirða og þjónustuaðila á norskum búum við það sem þekkist á ís- landi? Eru grannar okkar komnir lengra en við í því að fræða og þjóna kúabændum? Er fóðrið fjöl- breyttara og minni sveiflur í sam- setningu þess? Gæti það átt þátt í mun á afurðasemi kynjanna eða er kannske ekki umtalsverður munur þegar öllu er á botninn hvolft? Væri ekki rétt að láta reyna á það betur hvað íslenska kýrin dugar á réttum forsendum? Spyrja má hvers vegna fleiri og fleiri Norð- menn séu að verða fráhverfir sínu ágæta kúakyni og telja önnur kyn betri. Ég hef reynt að fylgjast vel með þvi hvað gerist í Noregi. Mér sýnist að innflutningsmenn vilji komast í rauða samnorræna erfða- pottinn, ekki stöðvast við norsku kýrnar, heldur stíga fyrsta skrefið af mörgum, ef lótið verður undan þrýstingi núna. Fordæmin sjást hjá svínabændum hér, sem fara úr einu landi í annað, fyrst er náð í svín til Noregs sem reynast fótfúin, svo er farið til Finnlands, kannske víðar? Svínaskarðið stendur opið. Hvenær verður slys þar? Ný vandamál - Meta þarf sjúkdómahættuna alla strax Þeir sem eiga erfitt með að búa við íslenskar kýr munu lenda í því sama og jafnvel enn meiri vanda með þær norsku. Þeirra vandi mun ekki leysast við innflutning. Eru menn viðbúnir því, sem fylgja mun hinu þunga kyni, að meðalaldur kúnna verði aðeins 4 ár, að tvö mjaltaskeið náist að jafnaði og að endurnýja þurfi 40% kúnna árlega? Berum það saman við Gullhúfu og Skjöldu, sína af hvoru horni ís- lands, sem heilsugóðar entust vel með hányt í 18 ár. Það eru sérstak- ar aðstæður núna meðan verið er að ná frumutölu í mjólkinni niður og kostar förgun á óvenjulega mörgum kúm. Það lækkar meðal- aldurinn meðan á því stendur en mun breytast aftur. Stærri og þyngri kýr og lægri meðalaldur í nýju kúakyni leiðir til meiri kjöt- framleiðslu. Það gæti aukið enn vandann við sölu á nautakjöti og rýrt hag holdanautabænda. Meta þarf sjúkdómaþáttinn allan strax. Ekki var ætlast til þess af dýra- læknanefndinni, sem yfirdýralækn- ir byggði á. Meta þarf sjúkdóma, sem gætu borist til landsins en ekki má gleyma framleiðslusjúk- dómum, sem munu aukast stórlega. Nýr og þyngri kúastofn færir okk- ur ný vandamál. Þegar slíkt kyn kæmi í íslensk fjós gæti það leitt til sjúkdóma, sem íslenskir bændur eru ekki búnir undir svo sem auk- ins súrdoða, snúnings á vinstur, vambarsúrnar, kvikubólgu eða klaufsperru, sólamars og vara- nlegra vöðvaskemmda í legukúm. Ófrjósemi er vandamál í Noregi og júgurbólga er ekki síðri vandi þar en hér á landi þrátt fyrir betra júg- ur og spena. Óvíst er hvort stór- kýrnar standast kalda sumarveð- ráttu okkar eins og þær sem aðlagast hafa aðstæðum í þúsund ár. Með nýju kyni yrði e.t.v. tekin stefna á algjöra innistöðu. Væri ástæða til að athuga nánar hvernig sú mikla tilraun hefur reynst Fær- eyingum, þegar skipt var yfir í norskar kýr. Þeir útrýmdu sinni kú og búa nú við norskan stofn á inni- stöðu. Norsku þungu kýmar spörk- uðu út og spilltu landi, þoldu ekki aðstæðurnar og voru ekki hafandi úti. Vitnað hefur verið í tilraun, sem gerð var í Færeyjum þar sem Sælu, bið ég, hljóttu hér, hryggðin niður falli í strá. Sjáðu miðann sem að þér sendiriðuljósaGná. Lengi má leita að jafnglæsi- legu upphafi bréfs á íslensku, svo sem á stóð. Hringhend gag- araljóðin spenna upp kurteisi, reiði og sorg hjartasærðrar konu. Hún ávarpar friðilinn sem hún hafði lagt allt í sölurn- ar fyrir, en síðan svíkur hana fyrr en varir. Lítum aðeins á bragarhátt- inn. Með gagaraljóðum nær hún miklu sterkari áhrifum en með venjulegri ferskeytlu. Ber- um saman: hryggðin niður falli í strá og hryggðin niður falli. Svikarinn skyldi ekki eiga eftir snefil af vanlíðan; hugsanlegu samviskubiti hans skyldi gjör- eytt. Allt ljóðabréfið, og það er langt, er markað reisn gagara- ljóðsins. Margar vísur Vatnsenda- Rósu hafa nú verið í tísku, en ljóðabréf hennar til Natans, eft- ir að hann sveik hana, er hennar langbesta verk í formi sem hún hafði fullkomið vald yfír. Það er hins vegar miklu miður þekkt en lausavísurnar margar hverj- ar. Rósa Guðmundsdóttir frá Ás- gerðarstöðum í Hörgárdal (1795-1855) er eitt besta skáld sinnar tíðar, og sniðu örlögin henni þó þröngan stakk. Því miður er mynd hennar ekki til, en við vitum að hún hreif með fegurð sinni og gáfum hvern þann karl sem hafði ein- hvern snefíl af smekk. Henni var hvaðeina gefið, einnig lækn- is- og Ijósmóðurhendur. Fyrsti nafnkenndi ástmaður hennar, kannski frumver, var Páll Þórðarson frá Völlum í Svarfaðardal, nefndist seinna af ættemi sínu Melsteð. En hann var skrifari amtmannsins á Möðruvöllum og barnaði ver- gjarna dóttur hans, og hvað þá um veraldarframann og ástina? Við vitum of lítið, en verðandi háembættismaður giftist ekki Rósu, heldur barnsmóður sinni. Rósu hefur fundist óþægilegt að mæta Páli síðar. bornar voru saman íslenskar kvíg- ur og norskar. Niðurstaðan hefur verið túlkuð í hag þeim norsku. Var samanburðurinn sanngjarn? Hóp- arnir voru ekki sambærilegir í upp- hafi. Á tilraunatímanum bættu þær íslensku á sig holdum en hinar lögðu af. Þetta var ekki metið. Þær íslensku eru seinni til en endast betur. Sverrir Patursson bóndi í Kirkjubæ varar við því að skipta um kúakyn. Hann segir færeyska bændur ekki hafa orðið feita og ríka á norsku kúnum en það hafi dýralæknar þeirra orðið. Kollegar mínir í Noregi munu einnig hafa góðar tekjur af þarlendum kúm. Það er athyglisvert, að ýmsir dýra- læknar íslenskir, sem hafa starfað í Noregi og þekkja norsku kýrnar, eru andvígir innflutningi vegna sjúkdóma þar. Við höfum skuldbundið okkur til að varðveita íslenska kúakynið með alþjóðlegum samningum. Það býr yfir kostum, sem einstæðir virðast og gætu kannske reynst okkur gullmoli fyrir framtíðina eins og ís- lenski hesturinn, ef við spilum ekki tækifærinu úr höndum okkar. Ekki verður aftur snúið, ef við afrækjum íslensku kúna. Hætt verður kyn- bótum og viðhaldi kynsins, ef inn- blöndun hefst. Þá þarf að gera sér- stakar dýrar ráðstafanir til að Umsjónarmaður Gísli Jónsson lOlO.þáttur Man ég okkar fyrri fund, fom þó ástin réni. En nú er eins og hundur hund hitti á tófúgreni. Rósa hafði hvergi frið fyrir karlmönnum, og konur virtu hana líka og þótti vænt um hana. Hún var eins og það tré reyrstafur sem getur bognað svipsinnis en ekki brotnað. Reisn, ásamt fegurð og greind, eru þó líklega þau orð sem klæða hana best. En þrautseigur, þolinn, um- burðarlyndur vinnumaður, vef- ari mikill og sauðamaður komst með hana í hjúskaparhvílu, en blæjubríminn sýnist ekki logað heitt. Og Ólafur vefari var óskyggn. Þegar þau Rósa voru flutt vestur í Húnaþing kvaddi hann sér til heimilismanns ævintýramanninn og kvenna- ljómann Natan Ketilsson. Hann var greindur maður, fjölhæfur, en furðu ófyrirleitinn, ekki lítið hviklyndur í kvennamálum. En hann gat ort eins og Rósa, m.a. þessa kaldraunsæju vísu. Hrekkja spara má ei mergð, manneskjanskalvera hver annarar hrís og sverð, hún er bara til þess gerð. Sannaði Natan þessa kenn- ingu með lífi sínu og lífláti. Hvorki lifandi né dauður gat Natan Ketilsson bugað Rósu Guðmundsdóttur. Og skopgáfu sinni gaf hún stundum lausan tauminn. Hún er á ferð og ríður í söðli sem kvenna var háttur. Við brottfór af bæ ætlar óhirð- mannlegur og klaufskur pilt- ungur að lyfta henni til söðuls. Það misheppnaðist. Þá brosti hin ástreynda heimskona og mælti fram þessa kátertnu og hispurslausu braghendu: Það sér á að þú ert ungur, því ólaginn; frjálsari tel ég fremri veginn, farðu ekki að mér þama megin! Hann hafði komið aftan undir hana. Þessa vísu heyrði ég gömlu konurnar fara með hljóð- lega, en barnið heyrði samt og nam. Rósa eignast nú ástmann sem Jón Jónsson hét, kenndur við Lækjamót. Samband þeirra koma í veg fyrir útrýmingu. Rétt er að taka þann kostnað með í hag- kvæmnismat við innflutning. Til- raunaáætlunin er ófullkomin. Mun- ur í hag norska kyninu > tilraunatíma vegna meiii bráð- þroska og blendingsþróttar ós- kyldra kynja hverfur, þegar frá líð- ur, en verður þó túlkaður sem réttlæting til að halda áfram með kynskiptin. Við vitum hvað við höf- um. Enn má bæta íslenska kúa- stofninn verulega og leiðbeina ís- lenskum kúabændum betur. Okkur má ekki liggja svo á að verk okkar verði óbætanlegt slys. Frestum ákvörðun um innflutning þar til ís- lensku kýrnar hafa verið rannsa- kaðar betur, sem nauðsynlegt erv Ég trúi, að þær muni standa sig vel ’ við samanburðinn, ef ekki er gleymt mikilvægum þáttum og dæmið reiknað af réttsýni. Búkolla mín baular nú og biður menn að hafa trú á litskrúðugri landnámskú, sem lífið þakka megum. Hennar mjólk er holl og góð heilsubrunnur vorri þjóð. Kynið hreina sýnir sjóð, sem við bestan eigum. Á jólaföstu 1999. varði ekki lengi, né heldur ævi Jóns sem varð úti og týndist. En nú er svo komið sambandi Rósu og hins umburðarlynda eiginmanns hennar, að þau fá leyfí til skilnaðar, og vildi þó Ól- ’r afur halda í hana í lengstu lög. Þau skildu að Jögum, er Rósa var 42 ára. Ólafur eignaðist unga og væna konu, og síðustu skipti hennar við Ólaf voru þau, að hún sat yfír Ingibjörgu konu hans og bjargaði lífi hennar og frumburðarins. Og svo var það síðasta opin- bera ástin. Gísh Gíslason hét maður Gíslasonar, bróðir hins þjóðfræga þjóðsagnasafnara Skúla Gíslasonar á Breiðaból- stað í Fljótshlíð. Móðh’ yngri Gísla Gíslasonar var maddama Ragnheiður Vigfúsdóttir, systir Bjarna Thorarensens skálds. ‘r1 ■ Þeir gömlu Thorarensenar voru miklir fyrir sér og litu ekki smá- um augum á ætt sína. Það segir kannski mest um Rósu Guð- mundsdóttur að dæmd hórkona giftist hún, með samþykki frænda, Gísla Gíslasyni sem vai' 19 árum yngri maður, hæfi- leikamaður mikill, en vildi ekki nota ættamafn móður sinnar, Thorarensen. Rósa Guðmundsdóttir var víst ekki mesta skáld síns tíma á landi hér, en kannski mesti maður meðal skálda sinnar tíð- ar. Og í íþrótt kveðskaparins var hún í úrvalsflokki. Bæði Bólu-Hjálmar og Sigurður Breiðfjörð reyndu að gera hana orðlausa með því að yrkja á hana grófar klámvísur, en hún svaraði þegar af list og kurteisi, en brá þó ekki af efninu. Hún varð hvorki í kveðskap né lífí sínu kveðin í kútinn. Mynd af henni er ekki til, en Sigríður dóttir hennar á að vera á teiknaðri mynd, mjög ásjáleg. Þó er ég viss um að reisn og yndisþokka hefur Rósa haft í ríkara mæli. ^ ★ Vilfríður vestan kvað: Loftur með löppina skakka laumaðist suður á Bakka; reyndist harður og laginn, oglokskomádaginn að lesbían eignaðist krakka. Höfundur er dýralæknir á Keldum. ÍSLEIVSKT MÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.