Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FBA kaupir enska einkabankann R. Raphael & Sons Emkabankaþjónusta fyr- ir fjársterka einstaklinga Morgunblaðið/RAX Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, og Svanbjörn Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri einkabankaþjónustu FBA, kynntu kaup FBA á enska einka- bankanum R. Raphael & Sons á fundi með fréttamönnum í gær. Gengi bréfa í Kögun hefur hækkað um 75% á rúmum mánuði Kögun kaupir Y erk- og kerf- isfræðistofuna GENGI bréfa í Kögun hf. sem er á Opna tilboðsmarkaðnum hafa hækkað um 75% undanfarið, eða úr 20 í 35 á rúmum mánuði. I gær var gengið frá kaupum Kögunar á 90% hlut í Verk- og kerflsfræði- stofunni ehf., sem er eitt elsta og rótgrónasta hugbúnaðarhúsið hér á landi og fer Kögun væntanlega á markað, samþykki aðalfundur í félaginu kaupin, en hann verður haldinn síðar í þessum mánuði. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun móðurfélagið Kögun í framhaldi af kaupunum einbeita sér að sölu hugbúnaðar til annarra landa, en VKS-hluti fé- lagsins mun sinna þörfum innan- landsmarkaðar. Seljendur hlutabréfanna í VKS eru þrír stofnéndur félagsins, þeir Ari Arnalds, Jón Ágúst Guðjóns- son og Daði Jónsson, auk Kaup- þings hf. reitt verður fyrir bréfln með hlutabréfum í Kögun og mun öðrum hluthöfum VKS boðin hlutabréf í Kögun í skiptum fyrir hluti sína í VKS. Starfsmenn VKS eru um 50 talsins og eftir kaupin verður heildarstarfsmannafjöldi Kögun- ar um 120 manns. Afkomuviðvörun frá SÍF hf. Lakari afkoma en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir FJARFESTINGARBANKI at- vinnuh'fsins hf. hefur keypt öll hluta- bréf enska einkabankans R. Raphael & Sons fyrir u.þ.b. einn milljarð króna. Kaup FBA á enska bankanum eru mikilvægur þáttur í aukinni þjónustu FBA við einstaklinga en nýju tekjusviði hefur verið bætt við skipurit FBA, svokallaðri einka- bankaþjónustu. Þjónustan felur í sér eignastýringu, fjármálaþjónustu á Netinu auk sérhæfðra bankavið- skipta fyrir fjársterka einstaklinga. Stjórn FBA hefur samþykkt til- lögur framkvæmdastjórnar fyrir- tækisins um útvíkkun á stefnu og hlutverki FBA í kjölfar einkavæð- ingar, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá bankanum. FBA hef- ur hingað til eingöngu þjónað stærri fyrirtækjum, stofnunum og fagfjár- festum en mun framvegis bjóða fjár- sterkum einstaklingum einkabanka- þjónustu. Bjami Armannsson, forstjóri FBA, segir engin ákveðin mörk dregin í sambandi við fjárhæð- ir. „Markmið FBA er að bjóða núver- andi og væntanlegum viðskiptavin- um Raphael víðtæka einkabanka- þjónustu og í því skyni verður þjónustusvið bankans breikkað og starfsemin efld,“ segir í tilkynningu. Bjami Armannsson segir kaup á enska bankanum efla starfsemi FBA á þrennan hátt. „í fyrsta lagi bætum við sjálfstæðu tekjusviði við rekstur FBA en það mun bæði auka tekjur bankans og minnka sveiflur í rekstr- artekjum bankans. I annan stað styður fjárfestingin við þann rekstur sem fyrir er hjá FBA þannig að við getum betur þjónað okkar viðskipta- vinum. I þriðja lagi er fjárfestingin arðbær að okkar mati og með henni eram við að nýta eigið fé okkar bet- ur,“ segir Bjami. Næstelsti banki Englands R. Raphael & Sons er næstelsti starfandi banki Englands, stofnaður árið 1787. Bankinn sérhæfir sig í þjónustu við fjársterka einstaklinga og mun áfram verða starfræktur sem sjálfstæður banki í Englandi sem er miðstöð einkabankaþjónustu í heim- inum, eins og fram kemur í fréttatil- kynningu. R. Raphael & Sons var í einkaeigu Raphael-ættarinnar allt til ársins 1983 en þá keyptu James Frost og fjölskylda hans bankann. Frost er núverandi stjórnai’formað- ur R. Raphael & Sons en hann er kunnur framkvöðull í bresku at- vinnulífi og meðal aðaleigenda í Save Group PLC. Frost-fjölskyldan hefur samþykkt kauptilboð FBÁ í bankann en endanleg kaup era með fyrirvara um samþykki enska fjármálaeftir- litsins. James Frost heflir samþykkt að sitja áfram í stjóm R. Raphael & Sons eftir að kaupin eru frágengin. Að sögn Bjarna Ármannssonar er eiginfjárhlutfall R. Raphael & Sons yfir 100% og hefur bankinn lagt mikla áherslu á fjárhagslegan styrk- leika. „Hér á landi er þetta hlutfall yfírleitt á bilinu 8-12%. Viðskiptavin- ir bankans era útvalinn hópur og bankinn stundar einfalda, sérhæfða og persónulega bankaþjónustu. Við ætlum að bæta eignastýringarþætt- inum og möguleika á aflandsþjón- ustu við. Einnig munum við veita skatta- og erfðafjárráðgjöf," segir Bjami og bætir við að hægt sé að bæta ýmislegt í rekstri Raphael og starfsemi bankans. Einstaklingsþj ónusta aukin í framtíðinni Svanbjöm Thoroddsen fram- kvæmdastjóri einkabankaþjónustu FBA en hann hefur verið fram- kvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans frá upphafi. „Kaup á þess- um banka era fyrsta ski-efið í þjón- ustu FBA við einstaklinga," segir Svanbjörn. „Þjónusta við einstakl- inga verður á mun breiðara sviði, en það á eftir að koma fram síðar með hvaða hætti aðrir þættir sem móta þjónustu við einstaklinga verða sett- ir fram.“ Aðspurður segir Svanbjörn engin áform um það nú að FBA bjóði almenna viðskiptabankaþjónustu. Einkabankaþjónustan er fyrst og fremst fyrir fjársterka aðila, að sögn Svanbjöms. Bjami Ármannsson kynnti nýtt hlutverk Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins á fundi með fréttamönn- um í gær. „FBA er nú alþjóðlegt þekkingarfyrirtæki á sviði fjármála," segir Bjami. „Hlutverk bankans er ekki lengur einskorðað við að þjóna íslensku atvinnulífi. Ef það á að vera alþjóðlega samkeppnishæft þannig að við getum talið okkur með þróaðri þjóðum, þarf bankaþjónusta að vera alþjóðlega samkeppnishæf. Þess vegna viljum við stíga þetta skref. Við teljum þörf fyrir þjónustu af þessu tagi og samkeppni á þessu sviði sem er frekar lítil í dag. Þetta er fyrsta skrefið í að færa út kvíamar á alþjóðavettvangi," segir Bjami. „Við höfum unnið með íslenskum fyrir- tækjum á alþjóðavettvangi og höfum séð þörf fyrir bankaþjónustu af því tagi sem FBA getur veitt fyrirtækj- um, sérstaklega tengda atvinnu- greinum sem við höfum sérþekkingu á. Við munum efla þann þátt í sam- ræmi við breytt hlutverk okkar sam- hliða því að við byggjum upp einka- bankaþjónustu." Mikil hækkun á gengi hlutabréfa í FB A Hlutabréf í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hafa hækkað um 46,4% frá útboðinu í nóvember sl. í fyrra- dag vora mikil viðskipti með bréf í bankanum og hækkaði gengið um 6,1% í 22 viðskiptum sem námu alls 55,2 milljónum að nafnverði. Svan- bjöm segir viðskiptin í fyrradag ekki hafa verið á vegum bankans eða inn- herja bankans. Lokað var fyrir við- skipti með FBA í gærmorgun, en opnað fyrir þau aftur eftir að tilkynnt var um fjárfestinguna á frétta- mannafundi sem haldinn var um há- degið. Svanbjöm segist ekki vita til þess að nokkur hafi búið yfir upp- lýsingum um kaup FBA á R. Rapha- el & Sons og nýtt þær í viðskiptaleg- um tilgangi áður en formlega var tilkynnt um kaupin í gær. SÍF hf. sendi í gær frá sér afkomu- viðvöran þar sem fram kemur að gert sé ráð íyrir að afkoma af reglu- legri starfsemi félagsins á árinu 1999 verði lakari en rekstraráætlanir árs- ins gerðu ráð fyrir. Hins vegar munu óreglulegar tekjur samstæðunnar verða hærri en áætlað var. Gengi bréfa SÍF hf. á Verðbréfa- þingi lækkaði um 4,7% í gær, eða úr 5,95 í 5,67. Samtals vora 16 viðskipti með bréf félagsins fyrir rúmlega 42,6 milljónir króna. í tilkynningu SÍF hf. til Verð- bréfaþings Islands segir að ástæðu BÓNUSVÍDEÓ hefur keypt myndbandaleigur Toppmynda sem era sex talsins og er þar með orðið langstærsta mydbandaleigan hér á landi með hátt í 20 útibú. fyrir lakari afkomu af reglulegri starfsemi sé fyrst og fremst að leita í slæmu rekstraramhverfi í fiskiðnaði í Noregi, óhagstæðri verðþróun ufsaafurða á seinni hluta ársins, erf- iðu efnahagsástandi í Brasilíu og hækkun hráefnisverðs á laxi seinni- hluta ársins. Jafnframt hafi gengis- þróun verið samstæðunni óhagstæð. Fram kemur að skýringarinnar á auknum óreglulegum tekjum sé fyrst og fremst að leita í sameiningu SÍF og ÍS, en rekstur félaganna er gerður upp sameiginlega á síðari hluta ársins. Að sögn Jóns Vals Smárasonar, seljanda Toppmynda, ætlar hann að snúa sér að byggingarframkvæmd- um, m.a. á lóð sem var í eigu Land- græðslusjóðs í Fossvogi. Bónusvídeó kaupir Toppmyndir Sölu á hlutabróf- um í Stoke lokið ALMENNU útboði á hlutabréf- um Stoke Holdings S.A. er lokið og seldust 450 þúsund hlutir fyr- ir tæplega 70 milljónir króna að markaðsvirði. Alls keyptu um 360 einstaklingar hlutabréf í fé- laginu og eru hluthafar Stoke Holdings S.A. því um 380 talsins að útboði þessu loknu, segir í fréttatilkynningu frá Kaupþing hf. sem annaðist útboðið. „Áhuginn á þessu útboði kom okkur á óvart, en við gerðum ekki ráð fyrir að þetta myndi seljast svona hratt. Þessi góða eftirspurn fer fram úr vænting- um okkar og það er greinilegt að töluverður áhugi er fyrir hendi á því sem er þama að gerast og margir sem taka þátt,“ segir Þorsteinn Víglundssson hjá Kaupþingi í samtali við Morgun- blaðið. Aðspurður hvers eðlis fjárfest- ing þeirra væri sem tóku þátt segir hann að þarna hafi fyrst og fremst verið á ferðinni aðilar sem keypt hafi smærri hluti til að vera með í þessu framtaki. „Með- alskammturinn miðað við þessa fjárhæð er tæpar tvö hundruð þúsund krónur, og þetta dreifðist nokkuð vel þannig." I tilkynningunni kemur fram að sala á hlutabréfunum hafi far- ið fram í gegnum heimasíðu Kaupþings á Netinu, og að fjöldi kaupenda hafi skráð sig fyrir hlut með þeim hætti. Þá segir einnig að sótt hafi verið um auðkenni fyrir Stoke Holdings S.A. á Opna tilboðs- markaðnum til að byrja með, en engin ákvörðun hafi verið tekin um skráningu félagsins á skipu- legum verðbréfamarkaði. Sögusýning opnuð í Lands- bankanum Morgunblaðið/Ásdís Iialldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, við opnun sögusýning- arinnar f bankanum. í TILEFNI af því að Landsbanki Islands hf. er nú að færast yfir á nýtt árþúsund í starfsemi sinni hef- ur verið sett upp sýning í aðal- bankanum í Hafnarstræti sem spannar 100 ár af sögu bankans. Á sýningunni eru afgreiðslutæki sem notuð hafa verið í bankanum á þessu tímabili ásamt myndum, auglýsingaspjöldum, sparibaukum og fleiri munum tengdum sögu bankans. Einnig er á sýningunni veðskuldabréf vegna fyrsta veð- deildarlánsins sem var veitt í júlí- mánuði 1900, en í ár eru 100 ár liðin frá stofnun veðdeildar. I tilkynningu frá Landsbankan- um segir að munir á sýningunni séu fengnir víða að, en stærstur hluti þeirra kemur úr skjalasafni Landsbankans. Einnig eru munir frá Seðlabanka íslands og Lands- bréfum, auk þess sem á sýningunni eru voldugir peningakassar sem Landsbankinn fékk í byijun ald- arinnar. Annar þeirra er upp- runninn úr versluninni Sápuhúsinu, en hann kom í bankann 1907, hinn kom árið 1914 og var áður í Álna- vöruverslun Björns Krisljánssonar á Vesturgötu. Til að varpa ljósi á þær miklu tækniframfarir sem eiga sér nú stað í bankaviðskiptum verður einnig kynntur á sýningunni net- banki Landsbankans, Einka- bankinn, og samskiptatæki framtíð- arinnar, WAP-sími. Starfsfólk bankans mun verða gestum innan handar varðandi leiðsögn sé þess óskað. Sýningin er opin á afgreiðslutíma bankans, frá kl. 9.15 til 16.00, alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.