Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 11 FRÉTTIR Launakostnaður í fískvinnslu lækkaði um milljarð 1991-1996 þrátt fyrir að ársverkum fækkaði ekki Þróun meðallauna á hvert ársverk í fiskvinnslu á landinu 1990-96 Árslaun f þús. kr. á verðlagi 1996 m.v. launavísitölu 1.640 -I———(——. ?t--r—~t-———--1--~t" 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Hráefnisverð og launakostnaður í fiskiðnaði sem hlutfall af rekstrargjöldum 1991-96 á verðlagi 1996 m.v. vísitölu neysluverðs 1991 1992 1993 1994 1995 1996 22% 20 18 16 14 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Laun í fiskvinnslu hafa ekki haldið í við almenna launaþróun LAUNAKOSTNAÐUR fiskvinnsl- unnar lækkaði á fostu verðlagi um einn milijarð frá árinu 1991 til 1996, en kostnaður við kaup á hráefni jókst hins vegar um 7,5 milljarða. Á þessu tímabili fjölgaði ársverkum í fisk- vinnslu um 88. Þetta kom fram í sam- antekt sem Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur kynnti á kjaramálaráð- stefnu fiskvinnsludeildar Verka- mannasambandsins. Haraldur segir að draga megi þá ályktun af þessum tölum að öll hagræðing sem orðið hafi í fiskvinnslu á íslandi hafi farið í að greiða hærra fiskverð, en hafi ekki skilað sér til fiskvinnslufólks. Haraldur var fenginn til að flytja erindi á ráðstefnu fiskvinnsludeildar- innar þar sem hann vann skýrslu fyrir Byggðastofnun um atvinnumál í Isa- fjarðarbæ og Hrísey, en þar lét hann í Ijós þá skoðun að vandi landsbyggð- arinnar væri ekki síst lág laun á landsbyggðinni. Hærra fiskverð en laun lækka Samkvæmt samantekt Haraldar fóru 20,8% útgjalda fiskvinnslunnar árið 1991 í að greiða laun. Þetta hlut- fall var 16,5% árið 1996, en nýrri tölur eru ekki tiltækar þar sem tafir hafa orðið á því að tölur úr skattskýrslum hafi skilað sér til Þjóðhagsstofnunar. Á þessu tímabili hækkaði hráefnis- kostnaður fiskvinnslunnar úr 57,8% af útgjöldum upp í 60,3%. Árið 1996 greiddi fiskvinnslan 11,9 milljarða í laun, en greiddi 12,9 millj- arða í laun árið 1991 miðað við sama verðlag. Heildarlaunakostnaður fiskvinnslumar hefur því lækkað um einn miHjarð á þessu tímabili. Hráefn- iskostnaður fiskvinnslunnar hækkaði hins vegar á þessu árabili úr 36 mil- Ijörðum í 43,5 milljarða. Haraldur sagði að lækkun á launa- kostnaði á þessu tímabili hefði ekki átt sér stað vegna þess að ársverkum í greininni hefði verið að fækka. Árs- verkum hefði á þessu árabili fjölgað um88. Haraldur bar einnig saman þróun meðallauna á hvert ársverk á landinu frá 1990 til 1996. Niðurstaða hans er að meðallaun í fiskvinnslu hækkuðu frá 1990-1992, en lækkuðu hins vegar ár frá ári frá 1993-1996. Samkvæmt tölunum voru meðallaun í fiskvinnslu 97,5% af meðallaunum á landinu öllu árið 1990, en þetta hlutfall var komið niður í 95,6% árið 1996. Úttekt Haral- dar sýnir einnig mikinn mun á af- komu sjómanna og fiskvinnslufólks. Meðalllaun sjómanna voru 193,4% af meðallaunum á öllu landinu árið 1996, en laun fiskvinnslufólks voru á því ári aðeins 95,6% af meðallaunum eins og áður segir. Haraldur segist draga þá ályktun af tölunum að fólk flytji af lands- byggðinni vegna þess að hún sé orðin láglaunasvæði. íbúamir sæki í hærri laun á höfuðborgarsvæðinu þar sem þenslan sé og laun hafi verið að hækka. Öll hagræðing sem átt hafi sér stað í fiskvinnslu í landi hafi hvorki skilað sér í betri afkomu vinnslunnar né í launaumslagi fisk- vinnslufólks í landi. Allur peningaleg- ur ávinningur hagræðingar í land- vinnslu hafi farið í að greiða hærra fiskverð. Fyrir þetta líði landsbyggð- in. Haraldur segist telja að þessi lágu laun skýri hvers vegna erfiðar og erf- iðar gengi að fá fá íslendinga til að vinna í fiskvinnslu í landi. Með öðrum orðum fáist Islendingar ekki til að vinna í fiskvinnslu í landi vegna lágra launa en ekki vegna þess að þeir vilji ekkivinnaviðfisk. Kallar á leiðréttingu í kjara- samningum Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasamb- andsins, segir að þær tölur sem Hara- ldur lagði fram á fundinum sýni að sú hagræðing sem orðið hafi í fiskvinnslu hafi ekki ratað í launaumslag fiskv- innslufólks. Fjármunimir hafi verið notaðir í að kaupa fisk á mörkuðum og í að kaupa kvóta. Fiskvinnslufólk telji að það eigi inni hjá fiskvinnslunni sanngjama leiðréttingu á kjömm og krafa verði gerð um það í komandi kjarasamningum. Það þurfi bæði að hækka laun fiskvinnslufólk og einnig að bæta réttindi þess. Ekki síst þurfi að gera verulegar breytingar á kaupt- ryggingarsamningi. Haraldur hafði ekki tiltækar tölur um þróun á því kjarasamningstíma- bili sem nú er að ijúka, en Aðalsteinn segist vera sannfærður um að þróun- in hafi verið svipuð og á árunum þar á undan, þ.e. að fiskvinnslufólk hafi set- ið eftir í launum í samanburði við aðra hópa. Samkeppnin um hráefni í fisk- vinnslu hafi aldrei verið harðari og þeir peningar sem hafi orðið til í fisk- vinnslunni hafi orðið eftir hjá útgerð- inni. Samtök fiskvinnslunnar gagnrýna hátt fískverð Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagðist hafa efasemdir um að tölur Haraldar um þróun ársverka í fiskvinnslu væm réttar. Mikil hagræðing hefði átt sér stað í fiskvinnslu á síðustu ámm, sem m.a. endurspeglaðist í fækkun starfs- fólks. Vinnuaðstaða hefði batnað og sjálfvirkni aukist samhliða fækkun starfsfólks. Afkastageta hefði aukist sem hefði leitt til hærri bónus- greiðslna. Hann sagðist hins vegar getað tekið undir það sjónarmið að of stór hluti af hagræðingu í fiskvinnslu hafi farið í að greiða hærra fiskverð. Amar sagðist hafa skilning á þeirri gagnrýni að ávinningur af hagræð- ingu í fiskvinnslu hefði í of miklum mæli verið varið í að greiða hærra fiskverð, enda hefði hann sjálfur hald- ið þessu fram. Fiskverð væri hins vegar frjálst og gífurlega hörð sam- keppni væri um hráefnið. TIUOMDfl . ' ái 1S. janúar Komið og gerið góð ka u p ! cpd 'SiSlk Otíð hefur tafið aðgerðir kvóta- lítilla skipa HILMAR Baldursson, lögmaður og framkvæmdastjóri Landssam- bands útgerðarmanna kvótalítilla skipa, segir mikla samstöðu ríkja meðal þeirra útgerða sem hyggj- ast róa til fiskjar án þess að hafa fyrir því aflaheimildir en ótíð að undanförnu hafi tafið aðgerðimar lítillega. Fiskistofustjóri segir ekki hafa borið á að landað hafi verið umfram aflaheimildir und- anfarna daga. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur á þriðja tug kvótalausra eða kvótalítilla skipa róið til fiskjar í vikunni án þess að á skipunum séu aflaheimildir sem líklegt er að dugi fyrir þeim afla sem skipin veiða. Með þessum að- gerðum vilja útgerðarmennirnir láta reyna til fulls á dóm Héraðs- dóms Vestfjarða í Vatneyrarmál- inu svokallaða. Hilmar bendir á að lög um stjórn fiskveiða kveði á um að menn megi ekki halda til veiða nema fyrir hendi sé á skipinu nægilegur kvóti sem líklegt er að fáist í veiðiferðinni. „Á mörgum þessara báta era eitt til tvö tonn en þeir hinsvegar era vanir á fá um og yfir fimm tonn í róðri í net- in á þessum árstíma. Aftur á móti hefur verið mikil ótíð undanfarna viku og bátarnir ekki getað róið mikið og þar fyrir utan fengið lít- inn afla, oft ekki nema nokkur hundrað kíló. Hinsvegar era menn að brjóta lögin með því að róa með kvóta sem ólíklegt er að dugi fyrir afla veiðiferðarinnar og gera þannig ráð fyrir að fara fram yfir aflaheimildir skipsins.“ Hilmar bendir einnig á að sumir þeirra báta sem nú taki þátt í að- gerðunum eigi þorskkvóta en eng- an eða lítinn kvóta í öðram teg- undum. „Þeir sem taka þátt í þessum aðgerðum ætla sér ekki að kaupa eða leigja kvóta þegar þeir fara fram yfir heimildir. Menn ætla sér auk þess að róa áfram þrátt fyrir að þeir verði sviptir veiðileyfi og þá má reikna með að Landhelgisgæslan komi að málinu." Vilja vera samstiga í aðgerð- um Hilmar staðfestir það sem fram hefur komið í fréttum Morgun- blaðsins um aðgerðir kvótalítilla skipa. Hann segir samstöðu ríkja um aðgerðimar og í einhverjum til- fellum hafi menn fært kvóta á bát- ana til þess eins að vera ekki sviptir veiðileyfi langt á undan öll- um öðram. Afli komi auk þess ekki fram á Lóðsinum, upplýs- ingakerfi Fiskistofu, samdægurs og jafnvel ekki fyrr en eftir marga daga, í sumum tilfellum geti liðið nærri vika. „Menn vilja þannig vera samstiga í aðgerðunum. Þá má nefna að menn hafa dálítið verið að bíða eftir því að félagar þeirra á Vestfjörðum byrji að róa en þar hefur ekki gefið á sjó ennþá vegna ótíðar. Á Vestfjörðum er mesti krafturinn og mesti kjark- urinn og þeir vilja gjarnan vera með fyrstu skipunum í þessum að- gerðum," segir Hilmar. Ekkert óeðlilegt Þórður Ásgeirsson, Fiskistofu- stjóri, segist ekki hafa orðið var við mikill fjöldi skipa hafi landað afla umfram heimildir undanfarna daga. Hann segir eftirlitsmenn Fiskistofu ekki hafa orðið vara við óeðlilegt ástand miðað við sem venja er. „Við höldum að aðeins hafi tveir til þrír bátar róið í þess- um ásetningi. Það er alltaf ein- hver bátur sem rær án þess að vera með nægar aflaheimildir. Venjulega er aflamarksstaðan þá löguð á landleið eða strax eftir löndun. Ég held að það taki engin þessa áhættu, enda verða menn sóttir til saka, missa veiðileyfið og dæmdir í lágmark 400 þúsund króna sekt,“ segir Þórður. Verkfæra 10-40% afsláttur af verkfæruni Hitachi hjólsög C7U • 1150W •180 mm blað Sterk og lipur 19.995 kr. HÚSASMIÐJAN Stmi 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.