Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 69 FÓLK í FRÉTTUM Stutt Slánarnir fá stelpurnar BRESKIR og pólskir vísindamenn hafa sýnt fram á að hávaxnir karl- menn eru meira aðlaðandi en þeir sem eru styttri í annan endann. Þeir eru einnig lfldegri til þess að eignast fleiri börn. Þróunarsálfræðingar í Liverpool og Wroclav skoðuðu læknaskýrslur 4.400 pólskra karlmanna á al- drinum 25 ára til sextugs og sáu að bamlausir menn í þessum flokki voru að meðaltali 3 cm minni en þeir sem áttu böm. Einnig sást að piparsveinar voru lágvaxnari en giftir menn. Hurð skall nærri hælum SPÆNSKUR karlmaður slapp vel þegar fjögurra kílóa ísklumpur - sem er talinn vera frosin úrgangur úr flugvél - féll á bíl hans og skemmdi mikið rétt fyrir utan Sevil- le. Maðurinn var á leið í bfl sinn en vinur hans stöðvaði hann og tóku þeir tal saman. ísklumpurinn féll á bflinn úr heiðskíru lofti og gjöreyði- lagði bflinn. Lögregluyfirvöld rann- saka nú málið. Gæti leikið knattspyrnu á ný ARGENTÍNSKIR læknar segja að Diego Maradona gæti Ieikið knatt- spymu á ný ef hann hætti neyslu á áfengi og kókaíni. Maradona var lagður inn á sjúkrahús á dögunum vegna of- neyslu á eiturlyfjum. Læknar segja að þegar hann var lagður inn hefðu einungis 38% af hjartaveljum hans verið starfandi. Hann hefur þó náð sér vel og nú er hjartað komið í ágætt ástand. Skeggjaðir mega stunda hnefaleika KANADÍSKIR dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé brot á mannréttindum að banna mönnum sem eru skeggjaðir að keppa í hnefaleikum, en hnefaleikar- eglur kveða á um að allir keppendur skulir vera skegglausir. Aðdragandi málsins er sá að kana- díska hnefaleikasambandið meinaði hnefaleikakappanum Pardeep Singh Nagra að keppa vegna skeggvaxtar hans. Nagra þessi, sem safnar skeggi af trúarlegum ástæðum, kærði hnefaleikasambandið fyrir dómstólum og vann málið. Nagri stefnir nú að því að vera fyrsti skeggjaði hnefaleikakappinn sem keppir á Ólympíuleikum. Verið velkomin heim TOIVLIST Bcllatrix og fálkar Hljómleikar Tónleikar Bellatrix í Iðnó, miðviku- daginn 12. janúar 2000. Um upp- hitun sá hljómsveitin Fálkar frá Keflavík. HLJÓMSVEITIN Bellatrix/Kol- rassa krókríðandi verður að teljast með helstu íslensku sveitum þessa áratugar og var hún í fremstu víglínu „vorsins“ í íslenskri tónlist sem gekk í garð árið 1991. Þá komu fram fjölmargar frumlegar og framsækn- ar sveitir sem líklega eru flestum gleymdar í dag (t.d. Púff, SS Span) og blésu nýju lífi í fremur staðnað ís- lenskt tónlistarlíf. Þetta „vor“ gat af sér fjöldann allan af ungum og hug- myndaríkum tónlistarmönnum og -konum og er sú kynslóð enn afar áberandi í íslensku tónlistarlífi (sem og erlendu í sumum tflvikum). Bellatrix hefur nú verið búsett í Bretlandi undanfarna sjö mánuði og hafa meðlimir verið iðnir við kolann og unnið markvisst að því að koma tónlist sinni á framfæri við stærri og breiðari áheyrendahóp. Árangur hefur verið talsverður, hljómsveitin hefur eignast harðan kjarna aðdá- enda og nú nýverið undirritaði sveit- in fjögurra platna samning við breska útgáfufyrirtækið Fierce Panda sem er á meðal þeiiTa virtari í óháða geiranum þar. Síðasta mið- vikudag heiðraði flokkurinn svo landann með nærveru sinni í Iðnó, en nokkuð er um liðið síðan sveitin hélt hér hljómleika. Hljómsveitin Fálkar frá Keflavík hóf leikinn og þeim tókst að kokka upp ágætis stuð og víbra í salnum. Þetta er svona „grúv“-band, ekki ósvipað Jagúar, en með aðrar áhersl- ur þó. Athyglisverðust þótti mér þó sjónræn frammistaða sveitarinnar sem var með afbrigðum góð og á tím- um kostuleg. Það var engu líkara en Nosferatu sjálfur væri hamrandi orgellyklana og gítarleikarinn bókstaflega engdist sundur og sam- an af innlifun. A heildina litið hin fín- asta frammistaða og fólk var létt í lundu er Bellatrix gengu á sviðið. Þegar Kolrössur hófu að feta sín fyrstu spor erlendis af alvöru breyttu þau nafni hljómsveitarinnar í Bellatrix, enda hið íslenska nafn sveitarinnar fremur óþjált. í nýlegu viðtali við Karl trommuleikara árétt- ar hann að núna sé um tvær mismun- andi sveitir að ræða. Bellatrix sé Bellatrix, ekki erlent heiti á hljómsveitinni Kolrassa Krókríðandi sem er þá þar af leið- andi öll. Stfll og hljómm- Bellatrix er enda mun fágaðri og poppaðri en sá sem einkenndi hina örendu sveit og einkennist af beinskeyttu nýbylgju- poppi, hröðu sem hægu. Bellatrix er greinilega orðin afar sjóuð sveit og hún er mjög örugg á sviði. Munar þar mest um leikræn tilþrif söngkonunnar Elízu en hún býr yfir miklum sjarma og getur haldið salnum hugföngnum með augnaráðinu einu saman. Öll sveitin er og lifandi á sviðinu og þau eru ein- beitt og einlæg í því sem þau eru að gera. Mestu flugi fannst mér sveitin ná í hraðari lögunum en einhvem botn fannst mér oft vanta í þau hæg- ari. Hljómsveitin virtist skemmta sér manna best í salnum enda eiga íslenskir áhorfendur það oft til að vera eins og freðýsur á hljómleikum og stóðu flestir þeirra eins og staur- ar og fylgdust grannt með í fjarlægð. Kolrassa Krókríðandi/Bellatrix er sveit sem mér þykir afar vænt um. Undirritaður hefur frá fyrstu tíð fylgst náið með ferli, þroska og þró- un sveitarinnar, elti þær meira að segja á tónleika til Njarðvíkur í eitt skiptið, var alvöru „grúppía“ eins og enskir orða það. Nú má deila um hvort það sé hægt að bera saman „nýju“ og „gömlu“ sveitina, svona fagurfræðilega séð. En þrátt fyrir það vandamál vil ég ekki draga dul á þá staðreynd að persónulega hugn- aðist mér betur sú þunga undiralda sem dreif Kolrössumar áfram en það sem ég varð vitni að á umrædd- um hljómleikum. Bellatrix er orðin afar fær í því sem hún er að gera og leiðina sem hún hefur kosið sér þræðfr hún vel og fagmannlega. Með áframhaldandi þrautseigju og elju er aldrei að vita hvað á daga þeirra mun drífa. Ég óska þeim velfamaðar og mun halda áfram að fylgjast spenntur með. Arnar Eggert Thoroddsen. Ljósmynd: Björg Sveinsdóttir Elíza í gúðum gír á túnleikunum í Iðnú. air terra humara kr. 9.990,- air immense mid eróbikk kr. 5.990,- air terra grande kr. 9.690,- Útsalan.................. Allt á útsölu - 25-90% afsláttur af geisladiskum, Ijókum og( tónlistarmynclljönclum. 10 diska sett með Sir Neville Mam'ner ó kr. 2.900. Minnum é stórkostlega tónlist Hilmars Amar Hilmarssonar úr kvikmyndinni Böm nóttúrunnar. Opið til kl. 16 í dag 12 Tónar ð horni Barónsstígs og Grettisgötu Sími 511 5656 12tonar@islandia.is SÍMI 533 1717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.