Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 37
s
VIIUJ
m
Ovenju
skæð
inflúensa
Inflúensa vetrarins virðist nú í hámarki
segir Lúðvrk Ólafsson héraðslæknir. Grein
þessa og frekari upplýsingar er unnt að
nálgast á vefsíðum samstarfsaðila Morgun-
blaðsins: netdoktor.is.
Ássociated Press
Flensan leggst sérlega þungt á aldraða og þá sem hafa skert mót-
stöðuafl vegna langvarandi sjúkdóma. Myndin var tekin f Glasgow en
sjúkrahús á Bretlandi hafa sum hver yfirfyllst vegna flensunnar.
Inflúensa er þekktur smitsjúkdóm-
ur, sem gengur í árvissum faröldr-
um og er sívinsælt umræðuefni
hvers vetrar. Af nafni hennar er
dregin styttingin „flensa", sem al-
menningur notar gjama jafnt um in-
flúensu sem og óskilgreindar pestir.
I vetur hefur gengið óvenju erfið-
ur faraldur og hafa fregnir m.a. bor-
ist frá Bretlandi, Hollandi og Noregi
um yfirfull sjúkrahús vegna fylgi-
kvilla sýkinnar.
I byrjun desember 1999 varð
fyrstu inflúensutilfella vetrarins
vart hér á landi og hefur veikin
breiðst hratt út og um jólin var hún
orðin mjög áberandi og virðist nú í
hámarki enda þótt engar tölur um
fjölda sýktra liggi fyi-ir.
Orsakir
Inflúensu veldur veirutegund
sem greinist í þrjá stofna A, B og C.
Stofn C veldur ekki fjöldasýkingum.
Hins vegar valda tegundir A og B
faröldrum og er A stofn einkum
skæður. Þekktasti inflúensufar-
aldur sögunnar er Spænska veikin
sem fór um heiminn 1918 og varð
um 20 milljón manns að bana.
Það sem einkum veldur erfiðleik-
um í viðureigninni við inflúensuveir-
una er sá eiginleiki hennar að breyta
ónæmismyndandi eiginleikum sín-
um eða hjúpgerð (ónæmismyndandi
eiginleikar veirunnar búa á yfir-
borði hennar) þannig að sá sem sýk-
ist af inflúensu öðlast ónæmi gegn
þeirri ákveðnu hjúpgerð en minna
eða ekkert ónæmi gegn öðrum hjúp-
gerðum. Vegna breytinga, sem eiga
sér stað í hjúpgerð veirunnar, getur
nýtt afbrigði hennar því sýkt sama
einstakling ári síðar í nýjum far-
aldri. Smávægilegar breytingar
eiga sér stað í hjúpgerð veirunnar
nánast árlega en stærri stökkbreyt-
ingar verða á 10-40 ára fresti. Þegar
slíkar breytingar verða má búast við
svæsnustu faröldrunum.
Talið er að nýir stofnar veirunnar
verði til í Suðaustur-Asíu og Kína og
eru uppi hugmyndir um að stökk-
breytingar A stofnsins eigi sér stað í
dýrum, t.d. fuglum. Er í því sam-
bandi skemmst að minnast fugla-
flensunnar í Hong Kong 1997, sem
tókst að kæfa í fæðingu en kostaði
samt sem áður nokkur mannslíf.
Talið er að helsta smitleið in-
flúensu sé með úðasmiti frá öndun-
arvegi en einnig er talið að veiran
geti borist með fatnaði og fleiri hlut-
um. Því er rétt að minna á mikilvægi
reglulegs handþvottar í smitvöm-
um.
Einkenni
Víðast hvar er inflúensa vetrar-
sjúkdómur. Misjafnt er hvenær
vetrar veikin gerii- vart við sig, hér á
landi allt frá nóvember fram í apríl.
Hún er bráðsmitandi og og er með-
göngutíminn frá því að smitun á sér
stað þar til sjúkdómseinkenni koma
fram 1-3 dagar. Inflúensa er fyrst
og fremst öndunarfærasjúkdómur
en með ýmsum almennum einkenn-
um sem ber hratt að. Hiti getur á
skömmum tíma farið yfir 40°C og
varir oftast í 3-5 daga, hósti, hæsi,
nefrennsli, slappleiki, höfuðverkur,
beinverkir (sem eru reyndar verkir
frá vöðvum), augnverkir, liðverkir,
ógleði og uppköst fylgja í mismikl-
um mæli. Hósti og slappleiki getur
varað allt að 2 vikum eftir sýkingu.
Sjúklingar era oftast smitandi í
3-5 daga og börn jafnvel nokkra
lengur.
Breytilegt er milli faraldra og ein-
staklinga hversu áberandi ein-
kennin era. Svipuð einkenni geta
einnig átt við ýmsa aðra sjúkdóma.
I inflúensufaraldri er hætt við að
mönnum sjáist yfir aðra sjúkdóma,
sem geta verið alvarlegir. T.d. er
rétt að benda á að hnakkastífleiki og
útbrot era ekki einkenni inflúensu.
Ef sjúklingur er mjög veikur og
vafi leikur á um sjúkdómsgreiningu
er rétt að hafa samband við lækni.
Inflúensa er alvarlegur sjúkdóm-
ur í tvennum skOningi. Annars veg-
ar hefur hún gífurleg áhrif á alla
Félagsfælni er algengur kvíðasjúkdómur
Meðferð kemur
oft að notum
„DUGLEGUR og
hæfur stærðfræðing-
ur bjó með köttum og
búrfuglum utan al-
faravegar þótt hann
langaði i rauninni að
giftast og eignast
börn, vini og fara í
ferðalög. Hann treysti
sér ekki til að svara í
símann og gat ekki
sótt ábyrgðarbréf á
pósthúsið því hann
hafði ekki haft upp-
burði í sér til að láta
taka af sér mynd fyrir
persónuskilríki. Hann
borðaði samlokur við
skrifborðið sitt í stað þess að snæða
með starfsfélögum sínum í hádeg-
inu.“
A þessa leið hljómar saga manns
sem þjáðist af félagsfælni. Líf hans
er langt frá því að vera einsdæmi.
Forðast athygli
En hvað er félagsfælni?
I nýlegum bæklingi um félags-
fælni, sem Thorarensen - Lyf ehf.
hefur gefið út, segir að hún sé var-
anlegur og áberandi ótti við að mað-
ur verði sér til skammar. Sá sem
þjáist af félagsfælni hugsar sí og æ
um ótta sinn og reynir að komast
hjá því að athygli bein-
ist að honum, oft með
þveröfugum árangri.
Ónnur einkenni fæln-
innar er að hann svitn-
ar, roðnar, fær aukinn
hjartslátt eða skjálfta
þegar óttinn nær sem
mestum tökum á hon-
um. Fælnin getur verið
mjög hamlandi og
komið í veg fyrir að
góðar gáfur og hæfi-
leikar fólks fái að njóta
sín. Afengi dregur úr
fælninni og þess vegna
leiðast þeir sem era
haldnir henni stundum
út í of mikla drykkju.
Félagsfælni er algengur kvíða-
sjúkdómur. Erfðir koma að ein-
hverju leyti við sögu en meðferð
kemur oft af veralegum notum.
Sagan af stærðfræðingnum fékk
t.d. farsælan endi:
„Eftir meðhöndlun fór hann að
búa í blokk, hefur f'arið á málara-
námskeið og utanlandsferðir og
hjálpar nú öðrum sem þjást af fé-
lagsfælni."
Feimni allt frá bernsku
„Læknar gerðu sér oft ekki grein
fyrir þessu kvíðaástandi fyrr en
fyrir nokkrum árum. Eðli málsins
samkvæmt leita þeir sem þjást af
félagsfælni sér sjaldnast hjálpar,"
segir Hannes Pétursson ,prófessor
í geðlækningum við Háskóla Is-
lands.
„Það vai’ ekki fyrr en með til-
komu atferlismeðferðar og síðar
sértækrar lyfjameðferðar, sem
hægt var að byrja að beita árang-
ursríkri meðferð og um leið fóru
menn að gera sér grein fyrir því
hvað þetta var útbreitt vandamál.
Einstaklingar sem leita meðferðar
lýsa því gjaman aðspurðfr, að þeir
hafi allt frá því í bernsku fundið fyr-
ir verulegri feimni þó að einkenni
fælninnar hafi fyrst farið að gæta á
unglingsárunum. Margir þessara
einstaklinga hafa verið þeirrar
skoðunar um lengri tíma að þetta
væri eðlislæg feimni og að litlar
raunhæfar væntingar væri hægt að
gera um að þetta myndi lagast. Með
tilkomu serótonín sértækra lyfja,
svo sem prosac-líkra lyfja, kom í
ljós að lyfjameðferð getur oft haft
talsverðan árangur í för með sér.
Þó er ástæða til að leggja áherslu á
að ýmiss konar viðtalsmeðferð,
einkanlega atferlis- og hugræn
meðferð, gegna einnig mjög þýð-
ingarmiklu hlutverki í meðferð-
inni,“ segir Hannes.
Hannes Pétursson
starfsemi samfélagsins og veldui'
miklu fjárhagslegu tjóni vegna veik-
indaforfalla. Hins vegar fylgja henni
alvarlegir kvillar með aukinni dán-
ai’tíðni, einkum meðal aldraðra og
þeirra sem haldnir era hjarta- og
lungnasjúkdómum og öðram lang-
vinnum sjúkdómum sem skerða
mótstöðuaflið.
Helstu fylgikvillar inflúensunnar
era lungnabólga af völdum veirunn-
ar og lungnabólga af völdum bakt-
ería sem koma í kjölfarið.
Meðferð og forvarnir
Hefðbundin meðferð við in-
flúensu án fylgikvilla er fyrst og
fremst hvíld svo og verkjastillandi
og hitalækkandi lyf þegar þörf kref-
ur t.d. parasetamól. Sjúklingum ber
að forðast kulda, vosbúð og áreynslu
meðan á veikindum stendur.
Bólusetning gegn inflúensu er vel
þekkt hér á landi og hefur verið mik-
ið beitt. Gefur hún um 70-80% vöm
gegn sýkingu. í næstu viku er reikn-
að með að á markaðinn hérlendis
komi lyf sem hefur reynst árangurs-
ríkt við að meðhöndla og einnig í að
fyrirbyggja veikindi af völdum A og
B stofna veirunnar. Lyfið, Relenza,
er innúðalyf, sem hemur fjölgun
veirannar í öndunarfæram. Hefur
það verið í notkun á sjúkrahúsum
hérlendis um skeið. Lyfið verður að
nota eins fljótt og auðið er eftir að
einkenna verður vart, helst innan
tveggja daga frá upphafi einkenna
til þess að ná sem bestum árangri.
Þrátt fyrir tilkomu lyfs við sýk-
ingunni verður bólusetning áfram
helsta vömin gegn inflúensunni
bæði vegna þess að það er ódýrara
og eins vegna þess að þegar miklir
faraldrar skella á ræður heilbrigðis-
kerfið ekki við að afgreiða nema
takmarkaðan fjölda sjúklinga sem
kjósa lyfjameðferð.
Öflug vörn
í vetrarkulda
éi.
náttúrulega!
eilsuhúsið
Skólavörðustíg, Krínglunni & Smáratorgi
Fréttir á
strikinu
Á strikinu færðu nýjustu
fréttir, innlendar og
erlendar, jafnóðum og þær
berast. Strik.is býður upp
á trausta fréttaþjónustu í
samvinnu við Morgunblaðið
á Netinu.
<%> mbl.is
-ALLTA/= GITTHVAÐ A/Ý7~7—