Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 NUMI ÞORBERGSSON + Númi Þorbergs- son fæddist 4. september 1911. Hann lést 19. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 28. desember. I nokkrum orðum langar mig að minnast Núma Þorbergssonar frá Tandraseli, sem er látinn 88 ára að aldri. Hann fæddist í Graf- arholti í Stafholtstung- um í Borgarfirði og voru foreldrar hans Ingiríður Guð- jónsdóttir og Þorbergur Guðmun- dsson, fátæk vinnuhjú í Tandraseli í Borgarhreppi. Hann var skíi'ður 30. september það sama ár og hlaut nafn af sögu- hetju nokkurri í franskri 18. aldar skáldsögu, Núma konungi Pompíls- syni, sem Sigurður Breiðfjörð gerði árið 1835 ódauðlegan í Númarímum, en þær eru jafnan taldar vera bestu rímur, sem ortar hafa verið á Islandi. Númi var frumburður þeirra Ingi- ríðar og Þorbergs og ekki eignuðust þau fleiri börn saman, heldur skildi leiðir með þeim nokkru eftir þetta. Því varð það úr, að hann ólst upp hjá ömmu sinni, Sigríði Stefánsdótt- ur í Tandraseli, til tíu ára aldurs, en fór þá í vinnumennsku og var á ýms- um bæjum í Stafholtstungum. Hann var t.d. vinnumaður í Stapaseli á ár- unum 1925-1928 og í Litla-Skarði í sömu sveit frá 1928-1929. Verka- maður á Álafossi í Mosfellssveit var hann á árunum 1929-1937. Númi kom til Reykjavíkur árið 1937, þá 26 ára að aldri, og átti þar heima síðan. Fyrstu árin starfaði hann við húsbyggingar en vann síðan við vikurverksmiðju Jóns Loftssonar í alls 17 ár, þar sem hann var verk- stjóri lengst af. Þá stundaði Númi verslunarstörf í fjölda ára, fyrst hjá Bílanausti, en síðan hjá Saab-um- boðinu, eða þar til hann hætti störf- um fyrir aldurs sakir árið 1981. Þá var Númi einnig mikill áhuga- maður um dans og var lengi dans- stjóri, m.a. í Mjólkurstöðinni, Breið- fii’ðingabúð og í Þórskaffi. Einnig starfaði hann í átthagafélagi Borg- firðinga í mörg ár og sat m.a. í stjórn félagsins um skeið. Það er ekki öllum gefið að ná, vegna einhverra hæfileika sinna, að marka spor í íslensku þjóðarsálina, spor, sem löngu eftir að maðurinn sjálfur er farinn burt af þessari jörð, sitja þar enn, djúp, óafmáanleg, ódauðleg. Nei, það er ekki öllum gef- ið, en Númi Þorbergsson var í hópi þeirra öfundsverðu manna er slíkt hafa getað. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég heyrði nafns hans fyrst getið á öld- um ljósvakans. Það var í foreldra- húsum á Siglufirði, þar sem ég er fæddur og uppalinn. Einhverra hluta vegna festist þetta nafn í huga mér, kannski og eflaust vegna sérstöðu þess í íslensku máli, en fyrsti nafn- beri sem vitað er um hérlendis var skráður í manntali árið 1855 og árið 1910, einu ári áður en Númi fæðist- ,voru einungis tveir íslendingar sem báru þetta nafn. Þeim átti svo eftir að fjölga aðeins voru árið 1950 orðnir átta talsins og 1. desember sl. voru þeir skráðir 32. Þó að nafnið hafi verið sérstak og gefið tilefni til að eftir væri tekið þá veit ég, að annað og meira kom líka til, þ.e.a.s. textamir sjálfir, andi þeirra, innihald og öll meðferð. Mörg laganna við texta Núma unnu líka til verðlauna, m.a. í dægurlagakeppn- um hér, og urðu í hópi þekktustu dægurlaga sjötta og sjöunda áratug- arins. Eða hver man ekki eftir Land- leguvalsinum eða Sigurði sjómanni eða henni Stínu, sem var lítil stúlka í sveit? Eða þá í land- helginni, eða Hlátur- polka eða þá laginu hans Jónatans Ólafs- sonar, Kvöldkyrrð? Sagan á bak við þann texta er til skráð á prenti. Það var um kvöld að þeir Númi og Jónatan vora á rölti saman í yndislegu veðri og settust svo undir kirkjuvegg í vestur- bænum. Jónatan, sem hafði nýverið misst eig- inkonu sína, hafði sam- ið nýtt lag og vantaði texta við það og bað Núma um að- stoð. Hann raulaði lagið í eyru Núma og textinn kom á augabragði. AIls eru þeir 46 talsins, textarnir, sem Númi hefur gert við söng- eða dægurlög, a.m.k. þeir, sem skráðir eru hjá STEFI, Samtökum tónlistar- manna og eigenda flutningsréttar. Þar er miðað við efni, sem upptökur eru til af, hvort sem eru útgefnar hljómplötur eða þá segulbandsupp- tökur í eigu og vörslu Ríkisút- varpsins. Auk þessa gerði Númi fjöldann allan af gamanvísnatextum, en mest- ur partur þess er nú því miður týnd- ur. Við fyi-stu útvarpskynni mín af Núma gerðist ég mikill aðdáandi hans og hef verið alla tíð síðan. Það var þó ekki fyrr en árið 1997 að ég varð svo ríkur að fá að kynnast hon- um persónulega. Það var í Furugerði 1, á heimili Margrétar Hjálmar- sdóttur, góðrar vinkonu hans, en hún er amma konu minnar. Þótt ekki hafi kynni okkar Núma verið löng í árum talið er ég ákaflega stoltur og þakk- látur fyrir að hafa þó náð að heilsa og skiptast á orðum við hann. Það eru augnablik, sem ekki gleymast. Ég sakna þessa góða manns. Um leið og ég votta ástvinum hans dýpstu samúð mína bið ég Guð um að leiða hann til hvfldar í eilífum friði. Minningin lifir. Sigurður Ægisson. Mig langar til að setja á blað nokk- ur orð um vin minn, Núma Þorbergs- son, en mig skortir þá eiginleika að koma hugsunum mínum í orð. Við komum hingað í Furugerði 1 um svipað leyti sumarið 1995 og hófst þá vinátta okkar. Mér fannst þessi mað- ur svo stórbrotinn en þó svo ljúfur, að ég laðaðist ósjálfrátt að honum og við hvort að öðru, höfðum bæði sömu áhugamál sem voru vísnagerð og annar skáldskapur og tónlist. Sung- um oft saman og oft flugu vísur á milli okkar. Við styttum hvort öðru stundir, bæði spiluðum við á spil og hann var svo músíkalskur og spilaði fyrir mig á orgel gömlu góðu lögin og var fundvís á þau fallegustu. Hann var sérlega minnisgóður, mundi allar vísur sem hann hafði gert, og sagði mér margt frá sinni ævi. Hann kunni þau ósköp af vísum og kvæðum, bæði eftir sig og aðra, og mikill er sá fróð- leikur sem nú fer forgörðum. Nú voru döpur jól og sakna ég vin- ar í stað. Það eru margar góðar minningar sem ég á frá þessum ár- um sem við áttum saman. Ég votta börnum hans mína inni- legustu samúð og bið góðan Guð að annast hann. Þínmmninglifir í mínu hjarta, þúmestayndi mérhefurveitt. Við áttum framtíð svofagraogbjarta en flestu örlögin getabreytt. Ogþegarkvöldiðer svo kyrrt og hljótt, égkveðjusendiþér- þigdreymirótt. Þínminnmglifir í mínu hjarta, égmunþvíbjóða þérgóðanótt. (Númi Þorbergsson.) Margrét Hjálmarsdóttir. MARGRJET GRÍMSDÓTTIR + Margrjet Gríms- dóttir fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri 19. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. desember. Með örfáum orðum langar mig að minnast ömmu minnar sem lést 19. desember síðastlið- inn. Amma var fædd við Laugaveginn og bjó þar þar til fyrir fjórum og hálfu ári er hún flutti á dvalarheimilið Eiri. Þar naut hún góðrar aðhlynningar starfsfólks og einnig dóttur sinnar Bryndísar og foreldraminna. Amma og afi bjuggu á Laugavegi 70 allan sinn búskap, en afi lést í janúar 1987. Alltaf var gott að koma á Laugaveginn til þeirra og gestrisnin mikil. Amma var létt í lund og hafði sérlega góð- an húmor sem hún hélt nánast fram á síðasta dag. Hún töfraði fram peysur og allt mögulegt sem hún gerði í höndunum og eftir hana liggur ómet- anlegur fjársjóður af hannyrðum. Hún var ekki víðförul kona en vel lesin og fróð um margt. Rúmur síðasti ára- tugurinn sem hún lifði varð henni ekki eins ánægjulegur og hefði getað orðið. En hún var staðföst og skyn- söm kona sem lét ekki neinn segja sér fyrir verkum um sín mál. Ég á ótal góðar minningar um heimsóknir til hennar og afa. Einn- ig eru eftirminnilegar heimsóknir ömmu til okkar í Vorsabæ 2 alla þriðjudaga í hartnær tvo áratugi. Ekki má gleyma frábærri elda- mennsku hennar, hvort sem um bakstur eða matseld var að ræða. Með þessum fáu orðum vil ég þakka henni allt. Vilma Jónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. + Hjartkær vinkona mín, SONJA B. DOREN, Einarsnesi 23, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 17. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Rannveig Höskuldsdóttir. + Útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BJARTMARS EYÞÓRSSONAR matsveins, Öldugötu 46, Hafnarfirði, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug. Lilja Gunnarsdóttir, Gunnar Bjartmarsson, Guðrún Guðnadóttir, Guðbjartur Smári Gunnarsson, Lilja Vilborg Gunnarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, STEFÁNS JÓNS ANANÍASSONAR vörubifreiðastjóra, Laugarbraut 23, Akranesi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Anna Magdalena Jónsdóttir, Friðrik Vignir Stefánsson, Brynja Guðnadóttir og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR GUÐNASONAR frá Kirkjulækjarkoti, Engihjalla 7, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Landakoti og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Hrefna Magnúsdóttir, Hildur Magnúsdóttir, Jóhann Birkir Steinsson, Hjálmar Magnússon, Sigrún Björg Ingþórsdóttir, Hans Guðni Magnússon, Auðbjörg Vordís Óskarsdóttir, Ingigerður Magnúsdóttir, Sigurhans Wíum, Daníel Magnússon, Benjamín Magnússon, Una Björg Gunnarsdóttir, Erling Magnússon, Erla Birgisdóttir, Hlynur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts unnusta míns, föður okkar, tengda- föður, afa og bróður, RÓBERTSJÓNSSONAR (Berislav Sindicic), Heiðarbrún 16, Stokkseyri. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Nada Geirlaug Róbertsdóttir, Guðrún Elka Róbertsdóttir, Magnús S. Ingibergsson, Angelia Róbertsdóttir, Sæmundur Gíslason, Guðmundur ívan Róbertsson, Dóróthea Róbertsdóttir, Selma Hrönn Róbertsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, HELGA S. EINARSSONAR bifreiðastjóra. Sérstakar þakkir tii þeirra, sem starfa á hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi, Stokkseyri, fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Magnús Viðar Helgason, Stella Hauksdóttir Dagný Helgadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.