Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 --------------------------- SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Innflutningur fósturvísa norskra kúa er ótímabær Inngangur STJÓRN Landssambands kúa- bænda hefur sótt um leyfi til inn- flutnings á fósturvísum af norsku - kúakyni (NRF) í tilraunaskyni. Undir þessa ósk tekur meiri hluti stjómar Bændasamtaka Islands og gerir að sinni, þrátt fyrir dræman stuðning íslenskra kúabænda svo ekki sé meira sagt og verulega and- stöðu þjóðarinnar, sem kom fram í skoðanakönnun á jólaföstu 1999. Það er samt þungur skriður á inn- flutningsmönnum enn einu sinni og hætt við því, að samþykki stjóm- valda verði þvingað fram. I lögum um dýralækna og heilbrigðisþjón- ustu við dýr nr. 66/1998 segir í 2. gr., að dýralæknar skuli leitast við að girða fyrir hættur m.a. af inn- flutningi og vera á verði gagnvart því að einstaklingar eða samfélagið v' heild bíði tjón af völdum dýra- sjúkdóma. Ég tek þetta til mín og bendi á smithættu, sem ekki er hægt að útiloka, og fyrirsjáanlega mikla aukningu á framleiðslusjúk- dómum og fótameinum með nýju kúakyni. Ég bendi á fleira, sem að mínum dómi mælir gegn innflutn- ingi fósturvísa, m.a. hugsanlega aukningu á sykursýki í bömum við kúaskiptin og hættu á útrýmingu íslenska kúakynsins, sem hefur ýmsa einstæða kosti eins og ís- lenski hesturinn, sauðféð og geitin. "r Ég legg þunga áherslu á að stjóm- völd hafni þessari umsókn. Lang- tíma áhrif af innflutningi fósturvísa fyrir íslenska búfjárrækt tel ég vera margþætt. Brotið yrði skarð í varnargarð, sem dugað hefur vel gegn því að hingað berist nýir smitsjúkdómar í nautgripi. Það skarð yrði tæpast fyllt aftur. Mikil- vægast er að standa gegn því með fullri einurð, að spillt verði þeim vömum landsins gegn smitsjúk- dómum, sem best hafa reynst. Fram undan em víðtækir samning- ar við Evrópusambandið og Heimsviðskiptastofnunina WTO. Samningsstaða okkar veikist, ef innflutningur verður þá hafinn frá Noregi, sem nú þegar hefur neyðst til þess að opna í hálfa gátt fyrir innflutningi og strax fengið smit- sjúkdóma nokkram sinnum af þeim sökum. Hins vegar mun einörð af- staða íslendinga gegn innflutningi njóta skilnings. Auðvelt er að rök- styðja þá afstöðu með sérstakri við- kvæmni íslenskra búfjárkynja eftir mjög langa einangran á eylandi og vísa til hinna miklu áfalla, sem dun- ið hafa hvað eftir annað yfir í kjölf- ar innflutnings og annarra óhappa, sem ekki verða öll skýrð. Nýjasta dæmi um það er smitandi hitasótt í hrossum, sem reið hér öllu á slig fyrir rúmu ári. Ekki er hægt með neinum ráðum að útiloka alla hættu i á þekktum smitsjúkdómum við inn- flutning á fósturvísum kúa. Það var niðurstaða 3ja manna dýralækna- nefndar, sem falið var að meta áhættuna. Yfirdýralæknir setti upp varúðarreglur í mörgum liðum til að fara eftir við innflutning, byggð- ar á mati nefndarinnar. Hann telur, ef reglum er fylgt, hverfandi líkur á þvl að smitsjúkdómar berist með fósturvísunum. Ég er ósammála þessu. Reglumar era flóknar og dýrar en þó myndi draga veralega úr smithættu, ef þeim yrði fylgt. Þár stendur hnífurinn í kúnni. ■Veynslan sýnir að ýmis góð áform um strangt eftirlit hafa runnið út í sandinn. Svo gæti enn farið og eng- inn verið ábyrgur, þegar óbætan- legur skaði er staðreynd. Eftirlit er erfitt og varúð sljóvgast, þegar frá líður. Verði reglurnar sniðgengnar er voðinn vís, en fleira kemur til. ,,Ekki er hægt að prófa fyrir sjúk- ‘ dómum sem era ennþá lítið þekktir eða óþekktir þótt þeir séu á staðnum. Loks vil ég geta þess að ég er mjög efins um ör- yggi einangrunar- stöðvarinnar í Hrísey fyrir uppeldi fóstur- vísa. Stöðin er allt annað en hún var. Ástæðan er stöðugur innflutningur lifandi dýra þangað af ýms- um öðram tegundum, sem gætu þó borið með sér smitefni, sem era varasöm fyrir nautgripi. Umferð manna er mikil þar. Faglegt eftirlit með stöðinni og starfseminni þar hefur verið skert veralega. Ekki sambærilegt við innflutning alifugla og svína Innflutningur á nýju kúakyni til íslands er alls ekki sambærilegur við innflutning á frjóvguðum hænu- eggjum eða lifandi svínum, sem framkvæmdur hefur verið. I þeim dýrategundum era flestir þeir smit- sjúkdómar hérlendis sem finnast í nágrannalöndunum. Það er ekki hvað kýmar varðar. Erlendis þekkjast smitsjúkdómar af ýmsum toga í kúm, sem ekki hafa borist hingað ennþá. Svín era lokuð inni á húsi alla sína ævi við stranga sjúk- dómavöm og sama gildir um fiður- féð, en kýmar hafa fengið og fá vonandi áfram að ganga frjálsar úti hluta ársins. Oft era þær í bland við aðrar dýrategundir, m.a. sauð- fé. Sauðfé gæti sýkst af innfluttum kúasjúkdómum og dreift þeim um landið. Það gæti orðið óbætanlegur skaði. Enn er í fersku minni, hvemig hrossapestin dreifðist um allt, þrátt fyrir vamarlínur. Inn- flutningur á dýrum og erfðaefni er bannaður. Landbúnaðarráðherra getur einn gefið undanþágu. Óma- klegt er að gagnrýna hann eins og gert hefur verið, þótt dregist hafi að afgreiða umsóknina. Hann hefur rétt og skyldu til að taka þann tíma sem þarf til að meta aðstæður og málsgögn. í lögum um innflutning dýra nr. 54 16. maí 1990 segir í 4. gr.: „Aður en leyfi til innflutnings á búfé eða erfðaefnis þess er veitt skal ráðherra leita álits búfjárrækt- arnefndar í viðkomandi búgrein og skal hún meta þörf eða hugsanleg- an ábata fyrir íslenska búfjárrækt af slíkum innflutningi. Fagráð í nautgriparækt segir í febrúar 1998, „að innflutningur erlends kúakyns kunni að vera hagkvæmur en úr því verði ekki skorið til fulls nema með tilraunainnflutningi". Hvorki hefur verið metin þörf né ábati. Svona umsögn er því ekki boðleg. Villandi er að segja tilraun nauð- synlega hér á landi til að geta áætl- að hugsanlegan ávinning. Flutning- ur fósturvísa til landsins áður en raunhæft hagkvæmnismat fer fram virðist vera brot á fyrrnefndum lögum og gæti kostað alvarlegar at- hugasemdir, ef til vill málaferli. Ef slík tilraun telst nauðsynleg á vit- anlega að gera hana í Noregi. Þá eru fyrmefndir vankantar úr sög- unni. Styðja þarf sterkum rökum afdrifaríka og dýra „tilraun", gerða á kostnað allra bænda, líka þeirra sem era á móti innflutningi. Ríkis- sjóður yrði að leggja veralegt fé í þessa svokölluðu tilraun, fjármuni almennings sem virðist mótfallinn innflutningi. Efalaust verður sótt í styrk frá Rannsóknarráði íslands líka og þá skert fé til annars. Málið er illa undirbúið, sannfærandi rök vantar fyrir þörfinni, hagkvæmnis- mat er ekkert raunhæft. Áhættan virðist veraleg. Margir af dýra- læknum landsins era sammála þessu, þótt fáir þeirra hafi látið til sín heyra, og vilja ekki að tekin sé slík áhætta, þar á meðal er Páll Á. Páls- son fyrrverandi yfir- dýralæknir. Ég tel skyldu mína sem eini sérfræðingur landsins í nautgripasjúkdómum á íslandi og í Noregi að vara við því enn einu sinni að þetta skref sé stigið. íslenskt búfé er viðkvæmt fyrir smiti Veirusjúkdóma þarf einkum að hafa í huga. Slíkir sjúk- dómar gera lítt vart við sig í lönd- um þar sem þeir hafa verið lengi og era landlægir en geta valdið usla í búfjárstofnum, sem lengi hafa verið einangraðir eins og íslensku búfjár- kynin. Þar með er talinn kúastofn- inn íslenski. Við höfum bitra reynslu af innflutningi. Þar era áföll af völdum sjúkdóma fyrr og síðar. Ég nefni aðeins mæðiveiki, gamaveiki og riðuveiki. Áður óþekktir kvillar og sjúkdómar geta komið fram. Fyrir þeim er ekki hægt að prófa. Menn átta sig kann- ske ekki á því, að annað kastið koma fram nýir sjúkdómar. Smit- hætta er fyrir hendi um nokkurt skeið áður en óþekktur sjúkdómur er greindur, einnig þótt fram komi þekktur sjúkdómur, sem menn áttu ekki von á. Þekktur sjúkdómur get- ur lýst sér öðra vísi en lesa má á bókum, komi hann fram á nýju svæði og í nýju búfjárkyni. Dæmi um þetta gæti verið smitandi hita- sótt í hrossum, sem upp kom í febr- úar 1998 og breiddist út um allt land án þess að við yrði ráðið og er sjálfsagt landlægur orðinn hér. Sumir telja þennan hrossasjúkdóm landlægan ytra, þótt hann sjáist ekki. Ekki hefur enn tekist að greina með vissu hver þessi sjúk- dómur var. Það er athyglisvert og gefur til kynna takmarkanir okkar við sjúkdómagreiningu og varnir. Dýrkeypt varð sú reynsla en þó voram við heppin að ekki drapst nema ríflega stórt hundrað hrossa, en tugir þúsunda hrossa munu hafa veikst. Állt eins hefði getað borist hingað mun alvarlegri drepsótt. Nóg er af þeim í öðram löndum og því miður er ennþá greið leið inn í landið fyrir nýja smitsjúkdóma í hrossum vegna agaleysis og kæra- leysis okkar sjálfra. Ég legg til að lögfestar verði hér, líkt og erlendis, reglur sem banna mönnum að koma í gripahús hér heima fyrr en liðnir era 2 sólarhringar frá því að þeir hafa verið í snertingu við skepnur ytra. Hægt væri að sækja ýmsa góða kosti í útlend hestakyn t.d. meiri stærð, meiri hraða, fal- legri liti, reisulegra byggingarlag, glæsilegar hreyfingar eða hver veit hvað? Væri ekki erfíðara að neita slíkum innflutningi t.d. frá Noregi, ef búið væri að leyfa innflutning á nýju kyni nautgripa þaðan? Væri slík beiðni verri en innflutningur á nýju kúakyni? Líklega myndu hestamenn sjálfir hafa vit fyrir um- sækjendum og afsegja slíkt? Það hafa 70% kúabænda gert á fundum. Skoðanir þess meiri hluta verða lít- ils metnar, ef innflutningur verður leyfður. Smithætta er stundum við lýði í nokkur ár áður en bera fer á nýjum sjúkdómi, einnig eftir að hans verður vart, meðan greining er enn óklár. Það er vegna óvissu, tregðu og jafnvel óvilja til að greina hann og skrá í viðkomandi landi. Varnarviðbrögð verða sein og fálmandi. Hvernig var með kúarið- una? Henni veldur örsmátt og ótrú- lega lífseigt prótein, talið komið frá riðufé. Hún var búin að malla í 4-8 ár í Englandi áður en hún var greind 1986. Ótrúlegur feluleikur og undanbrögð viðgengust lengi vel og jafnvel ennþá í Engandi m.a. af hálfu stjórnvalda til að reyna að forða þeim frá fjárhagstjóni, sjálf- sagt í þeirri von að allt myndi sleppa. Állt það tímabil og í nokkur ár á eftir var selt erfðaefni, lifandi gripir, smitmengað fóður og fleira frá Englandi í ýmsar áttir með al- varlegum afleiðingum fyrir viðkom- andi lönd eins og alkunnugt er orð- ið vegna mikillar umræðu. Árið 1988 var meira að segja seld kýr með kúariðusmit frá Englandi til Danmerkur. Nokkru síðar og áður en vitað var hvað yrði úr kúarið- usmitinu fluttum við fósturvísa af holdakyni nautgripa frá Danmörku Við höfum skuldbundið okkur til að varðveita ís- lenska kúakynið með al- þjóðlegum samningum, segir Sigurður Sigurð- arson. Það býr yfir kost- um sem einstæðir virð- ast og gætu kannske reynst okkur gullmoli fyrir framtíðina eins og íslenski hesturinn, ef við spilum ekki tækifærinu úr höndum okkar. til íslands. Þetta fór framhjá undir- rituðum, hann var ekki spurður. Dýralæknirinn danski, sem kom með fósturvísana, mun hafa undr- ast eftirlitsleysið með innflutning- num. Við megum víst þakka fyrir að ekki fór verr. Er ráðlegt fyrir okkur, sem miðar vel við útrým- ingu á riðuveiki úr sauðfé með ærn- um kostnaði, að fá fósturvísa úr nautgripum frá Noregi þar sem riðuveiki í sauðfé er mjög útbreidd og óvissa ríkjandi um það hvar hún er ekki? Þar eru ekki varnarhólf eins og á íslandi og mun síðar var gripið til aðgerða gegn riðunni þar en hér. Ég mótmæli slíkri ógætni. Smitandi slímhúðapest (BVD) Smitandi slímhúðapest í naut- gripum, Bovine viral diarrhoea, er pestarveirusjúkdómur, sem sýkir einnig sauðfé. Prófun, sem gerð var á tankmjólk frá 253 kúabúum og blóðsýnum úr einstökum gripum víðs vegar af íslandi, hefur gefið tærar og hreinar niðurstöður. Þótt próf þurfi alltaf að taka með fyrir- vara, styrkir það þessar niður- stöður, að engin einkenni sýkingar í nautgripum eða sauðfé af þeim toga hafa sést hérlendis. Veira þessi er í kúm og sauðfé í Noregi og hefur valdið miklu tjóni en hefur látið undan síga í nautgripum vegna kostnaðarsamra aðgerða um árabil (400 milljónir á ári). Aðgerð- ir hófust þar til að ná betri samn- ingsstöðu við Evrópusambandið. EES-samningurinn skuldbindur til sem frjálsastrar verslunar. Ef færð era gild rök fyrir því að land sé laust við ákveðna sjúkdóma eða skipulegar aðgerðir í gangi til að uppræta þá, gefur það færi á að neita innflutningi frá Evrópu á því sem felur í sér smithættu. Staða ís- lands hvað varðar þennan sjúkdóm er einstæð í Norður-Evrópu að dómi Stefans Alenius sérfræðings í veirasjúkdómum dýra í Svíþjóð, Sigurður Sigurðarson sem prófað hefur sýnin fyrir okkur, og óráðlegt er að hans dómi að taka nokkra áhættu fyrir svæði og lönd sem laus eru við sjúkdóminn. Við þurfum ekki að berjast fyrir þeirri stöðu okkar lands eða kosta neinu tO. Eigum við að leggja slíka stöðu í hættu? BVD-smit getur borist með fósturvísum Fyrr vora fósturvísaflutningar taldir hættulausir. Nú er vitað að það er rangt. Veiran getur borist með fósturvísum nautgripa. Áður en það vitnaðist vora fluttir fóstur- vísar holdanauta hingað frá Dan- mörku eins og áður segir. Við vor- um heppin að fá ekki veirana með þeim. Veiran berst einnig með sæði. Sagt var frá rannsókn á þess- ari veira nýlega í ensku dýralækna- riti. Hún fannst í eggjastokkum, eggjum og fósturvísum. Þetta er ný vitneskja. Veiran veldur bítlaveiki í sauðfé og geitum, Border disease, og er náskyld svínapest, Swine fever. Sauðfé smitar nautgripi og nautgripir sauðfé skv. nýrri dokt- orsritgerð sænskri um þennan sjúkdóm. Veiran finnst í norsku sauðfé og þótt menn nái smitinu niður í kúm þar í landi með ærnum kostnaði er sauðféð eftir sem áður smitað og getur e.t.v. sýkt naut- gripi á ný. Unnt er að prófa for- eldra fósturvísa og taka aðeins erfðaefni úr þeim gripum, sem eng- in mótefni era með, en öll slík próf era ónákvæm og skilja eftir óvissu. Þvo má og sótthreinsa erfðaefnið og minnka enn áhættuna. Þó er enn eftir óvissa. Sú óvissa og smit- hætta magnast við endurtekinn innflutning. Auk þess sljóvgast var- úð manna á löngum tíma, einkum ef vel gengur í fyrstu. Það sem unnt er að fyrirbyggja að mestu eða öllu leyti með mikilli varúð við innflutning í eitt skipti er erfiðara að girða fyrir svo tryggt sé, þegar mörgum sinnum þarf að flytja inn eins og óhjákvæmilegt verður, ef farið yrði af stað með tilraun þessa. Mikil þarf ávinningsvonin að vera til að réttlæta slíka áhættu. Smitandi hvítblæði (EBL) Smitandi hvítblæði (Enzootic bovine leucosis) er illskeytt og ólæknandi retroveirasýking í kúm og kindum í flokki með mæði og eyðni. Hún er þó ekki talin sýkja fólk. Hún barst til Noregs fyrir ekki löngu. Ég veit ekki til þess að henni hafi verið útrýmt þar. Sá sjúkdómur hefur aldrei borist til íslands. Erfitt er að útiloka að veiran berist með fósturvisum. Smitandi berkjulungnabólga (RSV) RS-veirusýking í öndunarfæram kálfa og kúa (Respiratory syncyti- al-viras) barst til Noregs með inn- flutningi fyrir 4-5 áram, olli þar talsverðu tjóni og uppnámi og er enn við lýði þar. Hún hefur heldur aldrei verið staðfest hér á landi. Smitandi barkabólga/fósturlát (IBR/IPV) Þetta er herpesveirasýking, sem aldrei hefur fundist hér. Granur vaknaði um þennan sjúkdóm í Nor- egi á síðasta ári, meira að segja inni á sæðingarstöð. Það olli miklu uppnámi en varð þó ekki staðfest. Erfitt er að losna við þennan sjúk- dóm ef hann birtist. Bólusetning dugar þó til að halda honum í skefj- um. Fleira verður ekki talið að sinni. Sykursýki í börnum Nýlega hefur Stefán Aðalsteins- son fv. framkvæmdastjóri Norræna genabankans fyrir búfé vakið at- hygli á því, að íslenskar kýr eru ólíkar kúakynjum í nágrannalönd- unum hvað varðar tvö mjólkurprót- ein. Hvort tveggja er hagstætt ís- lenskum kúm. Annað er heppilegt við ostagerð, kappa-kasein B, og finnst í miklum mæli í íslenskri mjólk en hitt, sem er varasamt, beta-kasein Al, finnst í mun meira mæli í norskri mjólk en íslenskri. Þetta prótein getur valdið syk- ursýki í músum og því telja menn að það geti í vissum tilfellum valdið sykursýki í börnum. Insúlínháð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.