Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Ásdís Að munnhöggva mann og annan UMRÆÐUÞATTURINN Silfur Egils á sjónvarps- stöðinni Skjá einum hefur vaMð mikla athygli í vet- ur. Þættinum er stýrt af Agli Helga- syni og nafn hans vísar í írumlegar hugmyndir Egils Skallagrímssonar um hvemig lífga mætti upp á urnræð- umar á alþingi hinu foma, en þrátt fyrir að þáttastjómandinn kasti ekki fram silfursjóðum í sjónvarpssal tekst honum að skapa líflegar og skemmtilegar umræður í þáttunum og sker hann sig því frá flestum sam- bærilegum þáttum sem sýndir hafa verið gegnum tíðina. Umræðan, sem flestir ,4ntellektúalar“ íslands hafa svo miklar áhyggjur af, á a.m.k. einn hauk í homi þar sem þáttur Egils er. Egill segir ástæðuna fyrir velgengni þáttanna vera að hann reyni eftir fremsta megni að velja skemmtilegt fólk í þáttinn sem hefur eitthvað að segja. „Ég nenni ekki að tala við fólk sem em fulltrúar einhverra hópa eða stofnana. Ég vil tala við fólk sem ein- staklinga en ekki einhveijar málpípur hagsmunaaðila. Það em margir al- þingismenn sem ég myndi aldei nenna að fá í þáttinn en sem betur fer em til nokkrir stjómmálamenn sem em skemmtilegir og klárir og hægt eraðspjallavið." Kunni aldrei vel við að vera í sjónvarpi Egill hóf störf á Skjá einum síðasta vor en þá sá hann um umfjöllun stöðv- arinnar um væntanlegar alþingis- kosningar. Egill segir að hann hafí aldrei kunnað vel við að vera í sjón- varpi. „Þegar ég vann sem fréttamað- ur í sjónvarpi var ég svo feiminn og óömggur að ég átti eriitt með mig. ÍJegar mér var boðið að vera með þennan þátt á Skjá einum hugsaði ég með sjáifum mér: Þetta get ég, ég verð ekkert taugaóstyrkur vegna þess að það er enginn að horfa. Ég er ennþá með þá tilfinningu að það sé enginn að horfa og það hentar mér ágætlega. Ég hef enga sérstaka þörf til þess að maðurinn sem afgreiðir í kaupfélaginu á Kópaskeri viti einhver deili á mér. Hinar sjónvarpsstöðvam- ar hafa verið að bjóða mér að koma yfir og stundum er reynt að höfða til Nœturqatinn í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Sími 587 6080. _ Egill Helgason hefur komið víða við í fjöl- miðlaheiminum. Örn Arnarson tók hann tali og komst að því að hann er, líkt og nafni hans Skallagrímsson, stríðinn með endem- um en þó öllu blíðari á manninn. sagt: Egill, langar þig nokkuð að vinna á Morgunblaðinu? Eftir stutta umhugsun svaraði ég neitandi. Ég er maður á útjaðrinum. Hef gaman af því að vera úti á kanti að stríða mönnum og af þeim sökum hefði ég ekki enst lengi á Mogganum." Þrátt fyrir að vera jaðarmaður, eins og hann orðar það, segir hann það vera einhvern leiðinlegan mis- skilning að hann sé vinstrisinnað- ur. „Ég veit ekki af hveiju fólk heldur þetta. Ef til vill vegna þess að ég var eitt sinn með sítt hár og gekk í svipuðum fötum og vinstri- menn. En í raun er ég mjög markaðs- sinnaður og mikill áhugamaður um einstaklingslrelsi. En ég hef aldrei verið í neinum stjórnmálaflokki, en það er eins og sumum finnist það vera til marks um eitthvert óeðli. Annars frétti ég af því um daginn að einhveij- ir háttsettir aðilar innan Sjálfstæðis- flokksins voru að ræða um þáttinn minn. Þeir komust að því að ég væri ekki með þeim, en væri samt í lagi vegna þess að ég væri ekki á móti þeim.“ Bændur kynntir fyrir Eliot, Beckett og Baader-Meinhof Egill hóf blaðamannaferil sinn rúmlega tvítugur á Tímanum. Hann segir að af einhverjum einkennileg- um ástæðum hafi hann og Illugi Jök- ulsson verið fengnir til þess að rit- stýra helgarútgáfu blaðsins. „Þetta var allt mjög einkennilegt. Við skrif- uðum aðallega um áhugamál okkar. Ég um T.S. Eliot og Illugi um Samuel Beckett. Einnig var umfjöllun um róttæka þýska hryðjuverkahópa fyr- irferðarmikil. Þetta var svo sent til bænda þessa lands og þótti þeim sumum þetta vera skrýtnar sending- ar. En síðan þá hefur mér alltaf þótt vænt um Framsóknarílokkinn íyrir þetta tækifæri. En annars ætlaði ég aldrei að verða blaðamaður." Fréttamennska í sjónvarpi ekki góður skóli Egill segir að blöðin á þessum tíma hafí verið einkennilegar útungunar- stöðvar fyrir blaðamenn. „Það er furðulega mikið af góðu fjölmiðlafólki sem hóf sinn feril á þessum blöðum. Það þurfti að læra fagið með því að vera stöðugt að reka sig á. Menn læra mín á þeim forsendum að þá nái ég til allrar þjóðarinnar. En ég held að því fylgi ekki eins mikið frelsi.“ Frelsið er afar mikilvægt fyrir Egil og hann segir að hann hafi fijálsar hendur með þáttinn. „Það er enginn á sjónvarpsstöðinni að skipta sér af hvemig ég haga þáttunum. Það eru engin pólitísk afskipti af þáttunum, ég er einráður um hverjir koma í þáttinn og ég má hafa þáttinn eins langan og ég vil. Ég braut til að mynda blað í íslenskri fjölmiðlun þeg- ar þátturinn endaði einungis vegna þess að annar gesturinn þurfti að fara á skákmót og hinn í afmæli. Ég hefði getað haldið áfram endalaust. Svona frelsi fengi maður aldrei á stóru stöðvunum. Þess vegna vona ég að ég geti verið sem lengst á Skjá einum.“ Vill vera á kantinum Egill á að baki langan feril í blaða- mennsku og hefur komið víða við. „Ég hef unnið nánast á öllum fjölmiðl- um landsins, nema Morgunblaðinu. Ég man að ég sótti eitt sinn um vinnu á blaðinu. Ég fór á fund hjá öðrum rit- stjóranum og spjallaði við hann. I lok spjallsins minnir mig að hann hafi mest á því. Ég held að fréttamennska í sjónvarpi sé ekki góður skóh fyrir blaðamenn. Ég var eitt sinn frétta- maður á sjónvarpsstöð og ég held að það sé einhver ómerkilegasta vinna sem ég hef unnið. Maður labbai- manna á milli með míkrófón og legg- ur enga vinnu í fréttina sjálfur. Þess vegna finnst mér leiðinlegt hversu ráðandi sjónvarpsmennska er í okkar samtíma. Það eru margir menn sem hafa orðið dugandi sjónvarpsmenn sem voru áður vonlausir blaðamenn." Fjölmiðlar eiga ekki að vera hlutlausir Þeir eru fáir sem sjá á eftir gömlu flokksblöðunum. Egill er ekki einn þeirra. Hann telur það vera hroðaleg- an misskilning hjá fólki að blöð eigi að vera hlutlaus. „Þetta er einhver pæl- ing sprottin upp úr félagsvísindunum, að það sé hægt að skoða heiminn hlut- laust. Ég held að það sé ekki rétt - ef það er hægt er slík blaðamennska ekki mjög áhugaverð. Það það þarf ekki annað en að líta til Bretlands, þar styðja blöðin flokkana og það litar fréttaflutning blaðanna og gerir þau betri fyrir vikið. Hinsvegar eru þau blöð sem reyna að finna einhvem skoðanalausan meðalveg ekki góð. Þess vegna sakna ég flokksblað- anna.“ Eftir langa útlistun á því hvemig góð blaðamennska eigi að vera upp- lýsir hann að hann eigi sér draum. „Mig langar að gefa út tímarit með vitsmunalegri umræðu, ekki ósvipað The Spectator, þar sem gáfaðir menn fá vettvang til þess að viðra skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Þannig að ég auglýsi eftir góðhjörtuðum kap- ítalistum sem vi]ja láta mig fá pening til að gefa út svona blað. Ég skal rit- stýra því og þeir geta borgað." Er ekki rannsóknarblaðamaður Egill er ólíkur flestum þeim sem hafa stjórnað umræðuþáttum í ís- lensku sjónvarpi gegnum tíðina. Hann setur fram sínar eigin skoðanir, sem em oft á skjön við það sem flokk- ast undir pólitískan rétttrúnað sam- tímans, til móts við það sem viðmæl- endur hans halda fram. Hann segist þrátt fyrir það ekki fá mikið af skömmum., ,Að vísu kvörtuðu vinstri- sinnaðir menn við mig eftir að Davíð Oddsson var í viðtali hjá mér um dag- inn um að ég hafi ekki verið nógu harður við hann - að ég hafi ekki ver- ið með nógu mikla rannsóknarblaða- mennsku. En þessi gagnrýni er byggð á misskilningi, ég er ekki rann- sóknarblaðamaður og er ekki að reyna það. Ég fer bara mínar leiðir og ég held að fólki líki það. Ef það á að fá einhvem til þess að hálshöggva stjómmálamenn í beinni er best að fá einhvem annan en mig til verksins, ég er nefnilega alltof vel innrættur til þess ama.“ Egill segist ekki mikið velta fyrir sér hvemig hann komi fyrir í sjón- varpinu. „Eg reyndi að vísu að horfa á mig í gær en sá bara einhvem hlæj- andi kall. Ég er annars ekkert að stúdera það hvernig ég á að hegða mér í sjónvarpinu. Ég reyni bara að hafa þetta einsog ég hafði í kosninga- sjónvarpinu. Ég hef að vísu sagt margt móðgandi gegnum tíðina en ég held að fólk taki almennt ekki mark á mér. Ég flyt þetta með þjósti og held- ur galgopalega og þess vegna held ég að fólk hafi ekkert fyrir því að móðg- ast af ummælum rnínurn." Hef ekki áhyggjur af umræðunni Egill er ekki einn af þeim íslend- ingum sem hefur áhyggjur af umræð- unni, eða umræðuleysinu, hér á landi. Hann segist ekki vera sammála þeim sem segja að pólitísk orðræða sam- tímans sé í skötulíki. „Þessi stóra mál sem hafa verið í brennidepli undan- farin misseri hafa sýnt fram á að það þarf ekki að hafa áhyggjur af umræð- unni hér á landi. Að vísu era öfgamar, eins og í Eyjabakkaumræðunni, vit- lausar. En það sem er á milli er ágætt og ber vott um ákveðna hugsun í stjómmálum hér á landi. Það er líka gaman að þvi að listamenn hafa mikl- ar áhyggjur af þessum málum. Þeir sækja margir sama kaffihús og ég geri og þar ræða þeir þessi mál. Þeir era að vísu með vondar og illa ígrand- aðar röksemdir en það er svo sem allt ílagi." MYNDBOND Minningar Zeffirellis Tedrykkja með Mússólíní (Tea With Mussolini) I) r a in a ★★★ Leikstjóri: Franco Zeffirelli. Hand- rit: John Mortimer og Franco Zeff- irelli (byggt, á sjálfsævisögu hans). Kvikmyndataka: David Watkin. Að- alhlutverk: Joan Plowright, Maggie Smith, Judi Dench og Cher. (116 mín.) Bretland/Ítalía. CIC- myndbönd, desember 1999. Bönnuð innan 12 ára. ÍTALSKI leikstjórinn Franco Zeffirelli er líklegast frægastur fyi-ir kvikmyndaútfærslur sínar á verkum meistara Shakespeares. Hér hverfur hann hins vegar aftur til æskuslóða sinna. Sögusviðið er hin fagra Flór- ens í árdaga fyrri heimsstyijaldar- innar. Þar segir af litlu samfélagi breskra og banda- rískra yfirstéttar- kvenna sem taka að sér uppeldi móður- leysingjans Luca, en sú persóna á samsvöran í Zeffir- elli sjálfum. Þegar fasistar herða tökin í landinu er rólyndislegri til- vera kvennanna ógnað en í stað þess að hrekjast á flótta halda þær kyrra fyrir í sinni heittelskuðu borg. Kvik- myndin nýtur Uðsinnis frábærra leikkvenna á borð við Judi Dench, Maggie Smith, Joan Plowi-ight og Cher, sem gæða kostulegar persón- ur sínar lífi. Umfjöllunai'efnið er áhugavert en atburðarásin nokkuð ójöfn og hlaupið er yfir löng tímabil. En þótt myndin sé af þeim sökum dálítið sérkennileg er hún bæði ljúf og skemmtileg, svo ekki sé minnst á glæsilega umgjörð hennai'. Heiða Jóhannsdóttir Rómantískt glæpaævintýri Gildran (Entrapment) Spennumynd ★★% Leikstjóri: Jon Amiel. Handrit: Ronald Bass og William Broyles Jr. Kvikmyndataka: Phil Meheux. Að- alhlutverk: Sean Connery, Cather- ine Zeta-Jones og Ving Rhames. (113 mín.) Bandaríkin. Skífan, des- ember 1999. Bönnuð innan 12 ára. HÉR leikur gamla kempan Sean Connery listaverkaþjófinn Mac á móti nýstirninu Catherine Zeta- Jones. Hún leikur unga konu sem starfar hjá rann- sóknardeild trygg- ingafyrirtækis. í von um að hafa hendur í hári þjófsins bregður hún sér í gervi innbrotsþjófs og leggur í mikil ránsáform með Mac. Persónu- sköpun og sögudýpt eru reyndar ekki meðal helstu áhersluatriða myndarinnar en fléttan er þeim mun flóknari og kemur á óvart allt til loka. Veruleikalögmál eru víða látin fjúka til að þjóna tilgangi myndarinnar, sem er að skapa rómantískt glæpaævintýri.Ymsar gloppur eru þó alvarlegri en svo að þær megi skrifa á reikning skemmtunar, einn gagnrýnandi benti til dæmis á alvarlega stærð- fræðivillu í tölvusvikum þjófanna, sem gerir ráð fyrir að klukku- stundin samanstandi af hundrað mínútum í stað sextíu. Þess utan á straumurinn það til að detta niður á köflum í myndinni, sem engu að síður er sæmilegasta skemmtun. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.