Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 43 UMRÆÐAN inga. Seint og illa hefur gengið að skipuleggja ný íbúðar- og atvinnu- hverfi og undanfarin ár hefur verið mikill lóðaskortur í borginni. Þeir sem vilja byggja og búa í Reykja- vík hafa því margir þurft að leita annað. Þessi lóðaskortur veldur því einnig að lóðaverð hækkar, söluverð íbúðar- og atvinnuhús- næðis hækkar, fasteignamat eigna hækkar og fasteignagjöld hækka eins og borgarbúar sjá þegar álagningarseðill fasteignagjalda berst þeim nú í janúar. R-listinn ákvað í desember sl. að bjóða upp nánast allar lóðir í nýju íbúðar- hverfi í Grafarholti. Niðurstaðan úr 1. áfanga þessa uppboðs er sú að lóðir hækka um hvorki meira né minna en 140% að meðaltali. Af- leiðingin er sú að íbúðaverð mun hækka enn frekar, fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar og fast- eignagjöld hækka. Þessi stefna R- listans getur vart talist vinsamleg gagnvart húsbyggjendum og íbúð- areigendum í Reykjavík. R-listinn Margt bendir til þess að sam- starfið innan R-listans sé nú með allt öðrum og verri hætti en á síð- asta kjörtímabili. Deilurnar milli Helga Hjörvar, forseta borgar- stjórnar, og Árna Þórs Sigurðs- sonar, formanns skipulagsnefndar og hafnarstjórnar, og úrsögn Arna Þórs úr Samfylkingunni sýna þetta meðal annars glögglega. Margt fleira mætti nefna sem bendir til þess að samstarfið innan R-listans byggist ekki á sameiginlegum póli- tískum markmiðum þessa hóps til að framfylgja ákveðnum stefnu- málum heldur miklu fremur ein- göngu á því að halda völdum í borgarstjórn Reykjavíkur vald- anna vegna. Algjörlega breytt umhverfi á vinstri væng stjórnmálanna og harkaleg átök milli Samfylkingar- innar og Vinstri-grænna hafa í raun gert út um framtíð R-listans og ólíklegt að Framsóknarflokkur- inn hafi áhuga á að taka þátt í þeim darraðardansi sem fylgdi því að líma þessa flokka saman til sameiginlegs framboðs og sam- starfs á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur. Það kæmi því ekki mörgum á óvart þótt R-listinn hyrfi heim til föðurhúsanna í lok þessa kjörtímabils eða jafnvel fyrr. Höfundur er borgarfulltrúí. Nú er öldin önnur „NÚ ER öldin önn- ur“ er yfirskrift bækl- ings sem Verzlunar- mannafélag Reykja- víkur dreifði til allra félagsmanna sinna skömmu fyrir áramót. Þar eru ekki einungis kynntar helstu áhersl- ur félagsins í komandi kjarasamningum, heldur einnig veiga- miklar breytingar á nokkrum grunnþátt- um í starfsemi VR. Örar breytingar Yfirskrift bæklings- ins vísar til þess að umhverfi vinnumarkaðarins hefur tekið stakkaskiptum á undanförn- um árum. Tækniframfarir hafa ásamt aukinni samkeppni aukið til muna innbyrðis fjölbreytileika fyr- irtækja. Nýjar starfsgreinar hafa bæst við eða jafnvel skákað þeim sem eldri eru. Störf sem áður voru sambærileg eða svipuð eiga jafnvel ekkert annað sameiginlegt en starfsheitið. Nýjar áherslur markaðslaunum sem kallar á nýjar og breyttar áherslur í starfsemi félagsins. Launaákvarðanir á jafnréttisgrunni Þessar nýju áhersl- ur taka mið af því að styrkja stöðu félags- manna VR á vinnu- markaðnum. Markaðs- laun verða að endur- spegla vinnuframlag, menntun, starfs- reynslu og ábyrgð. Jafnframt er það ekki viðunandi fyrir félags- menn VR að laun ráð- ist af einhliða ákvörðun vinnuveit- enda. Þetta þýðir að gera verður hina almennu launaþróun sýnilega, svo félagsmenn séu upplýstir um hvaða laun markaðurinn er almennt að greiða fyrir sömu eða sambæri- leg störf og þeir eru í. Ennfremur þurfa þeir að geta sótt beina ráð- gjöf og stuðning til félagsins þegar launasamningar eða viðræður um vinnustaðasamninga standa fyrir dyrum. Miklar vonir eru bundnar við að þetta nýja markaðslauna- Vinnumarkaðurinn Þessum nýju áherslum er fyrst og fremst ætlað, segir Magnús L. Sveinsson, að þétta möskvana í félagslegu öryggisneti VR. kerfi muni draga verulega úr launa- mun kynjanna. Ráðgjöf og beinn stuðningur Viðurkenndur réttur félags- manna á viðtali við yfirmann um laun og kjör, a.m.k. einu sinni á ári, er jafnframt mikilvægur liður í því að styrkja stöðu þeirra á vinnu- markaðnum. Laun og launakjör geta auðveldlega verið viðkvæmt umræðuefni. Það er því ekki nema sjálfsögð og eðlileg krafa að slíkum viðræðum verði fundinn reglubund- inn farvegur. VR mun standa þétt við bakið á sínum félagsmönnum í samningum þeirra um kaup og kjör, Magnús L. Sveinsson með m.a. einstaklingsráðgjöf og upplýsingum um launaþróun. Síðast en ekki síst verður að auka rétt félagsmanna á endurmenntun og símenntun. Kaupin gerast hratt, á eyri samtímans. Orar tæknifram- farir setja sterkan svip á nánasta starfsumhverfi flestra og þekking eða menntun ræður miklu um gjaldgengi okkar á vinnumarkaðn- um. Endurmenntun og símenntun er auk þess forsenda þess að tæki- færum félagsmanna til aukinnar ábyrgðar og starfsþróunar fjölgi. Mennta- og fræðslustofnanir hafa brugðist hratt við með stórauknu framboði á sviði endur- og símennt- unar. Það er mikilvægt hagsmuna- mál fyrir ekki aðeins VR heldur einnig vinnuveitendur að þekking félagsmanna og hæfni sé í takt við þarfir atvinnulífsins. Areiðanlegar launakannanir, skilvirk miðlun upplýsinga til fé- lagsmanna um launaþróun, fræðsla um gerð launasamninga, fyrir- tækja- og vinnustaðasamningar eru, ásamt beinum stuðningi og ráðgjöf, dæmi um nýjar áherslur í starfsemi VR. Þessum nýju áhersl- um er fyrst og fremst ætlað að þétta möskvana í félagslegu örygg- isneti VR, svo að það haldi utan um þarfir allra félagsmanna, óháð því hversu ólíkar þær eru. Höfundur er fornmöur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Þessi þróun hefur leitt af sér, að í stað hefðbundinna taxtalauna eru að koma markaðslaun; laun sem vinnuveitandi semur beint um við starfsmann. Umsamdir launataxtar þjóna af þessum sökum fyrst og fremst þeim tilgangi að vera eins konar viðmið eða „gólf' í beinum launasamningum. Mikill meirihluti, eða um 95% félagsmanna VR, er á Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette Sorgar og samúðarmerki Borið við minningaraihafoir ogjarðariarir. Allur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN <jír HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR MARAZZI $ AtFABORG f ■ KNARRARVOGI 4 • * 568 6755 air terra humara kr. 9.980 Vetrarhlaupaskór með max loftpúða í hæl og tábergi air multiphcity kr. 8.980 Sterkir og léttir alhliða skór með loftpúða í hæl og tábergi max. air immense mid kr. 5.990 Léttir eróbikk skór með loftpúða í tábergi air repeater mid kr. 8.990 Léttir eróbikkskór með loftpúða í hæl og tábergi UTILIF GLÆSIBÆ, SIMI 58 1 2922 Pakkamir koma! 19. janúar verður lífið einfaldara hjá íslendingum. |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.