Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nýtt deiliskipulag fyrir Umferðarmiðstöðvarsvæðið í undirbúningi Vilja reisa 12 til 15 þúsund fm verslunar- miðstöð Reykjavík VERIÐ er að undirbúa nýtt deiliskipulag fyrir svæðið við Umferðarmiðstöðina, en gert er ráð fyrir því að þar muni rísa ný 12 til 15 þúsund fer- metra verslunarmiðstöð, eða alhliðaþjónustumiðstöð, eins og Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Matbæjar hf., kýs að kalla það. Matbær er hlutafélag sem stofnað var um allar verslanir KE A. „Við gerum okkur vonir um að geta hafíð framkvæmdir strax á þessu ári, en okkar hugmynd er að fá eins mikinn byggingarrétt og mögulegt er á þessu svæði,“ sagði Sigmundur. „Við erum ekki famir að reikna út hvað þetta kemur til með að kosta, en það er alveg ljóst að munum leita til fag- fjárfesta við fjármögnunina." Að sögn Jóhannesar Kjar- vals, hverfísstjóra hjá Borgar- skipulagi, er svæðið, sem deili- skipulagið nær til, um 40.000 fermetrar, þar af er lóð Um- ferðarmiðstöðvarinnar um 20 til 25 þúsund fermetrar. Ekki er alveg ljóst hvað svæðið nær langt austur, en það afmark- ast af Njarðargötu vestan megin, nýrri Hrinbraut að sunnan og núverandi Hring- braut að norðan. Jóhannes sagði að borgar- yfirvöld væru nú að skoða þá skipulagsmöguleika, sem væru fyrir hendi á svæðinu. Hann sagði að unnið væri í samráði við eigendur Umferð- armiðstöðvarhússins, Vatns- mýrina hf., en Nettó á meiri- hlutann í því félagi. Jóhannes sagði að þar sem svæðið væri eitt af lykilsvæð- um miðborgarinnar væri það skoðað með tilliti til þróunar- áætlunar hennar. Hann sagði að skipulag svæðisins ylti mik- ið á því hvemig umferðin yrði skipulögð og héldist því í hendur við færslu Hring- brautar suður fyrir hús Um- ferðarmiðstöðvarinnar, en ráðgert er að þeim fram- kvæmdum verði lokið árið 2002. Áætlaður kostnaður við þær er rúmur hálfur millj- arður króna, en eftir færsluna mun Hringbraut tengjast Miklubraut undir brúnni á Bústaðavegi, sem nú tengir Vatnsmýararveg við Bústaða- veg. Miklabrautin verður einnig færð suður á þessu svæði og þá verður norður- suður flugbrautin stytt um 90 metra vegna framkvæmd- anna. Stefán Hermannsson, borg- arverkfræðingur, sagði að samhliða framkvæmdunum við færslu Hringbrautar væri áætlað að tengja Hlíðarfóts- veginn við hina nýju Hring- braut, en sú gata myndi liggja vestan megin við Valsvöllinn og niður á flugvallarsvæði. Hlíðarfóturinn kæmi því til með að tengja nýja flugstöð, sem yrði staðsett sunnan við byggingu flugumferðarstjórn- ar, við miðbæinn. Hann sagði að ekki væri búið að ákveða hvort Hlíðarfóturinn tengdist Kringlumýrarbraut í Foss- voginum, en að ýmsar hug- myndir væru í gangi varðandi þá tenginu, m.a. að grafa göng undir Fossvoginn. Líklega þarf að rífa Um- ferðarmiðstöðvarhúsið Sigmundur sagði að stærð og lega verslunarkjamans, sem ráðgert væri að byggja á svæðinu, færi alfarið eftir þeim umferðarmannvirkjum og umferðartengingum sem kæmu til með að liggja inn á svæðið. Jóhannes sagði að við gatnagerðina þyrfti að fjar- lægja þann jarðveg sem væri þar núna, þ.e. mýrina, og því myndi Hringbraut líklega liggja um 4 metrum neðar en núverandi landsvæði. Tengist sú lega einnig flugumferðar- öryggi inn á norður-suður flugbrautina. Hann sagði að ef þetta yrði staðreyndin þyrfti líklega að rífa Umferðarmið- stöðvarhúsið, en hann sagði mikla eftirsjá að því, þar sem það væri fyrir margra hluta sakir mjög merkilegt mann- virki. Sigmundur sagði það ætlun Nettó að reisa um 12 til 15 þúsund fermetra þjónustu- miðstöð á svæðinu og sagði hann að það yrði gert hvort sem Umferðarmiðstöðvarhús- ið yrði rifið eða ekki. Ef húsið yrði ekki rifið yrði einfaldlega byggtvið það. Sigmundur sagðist sjá þetta svæði fyrir sér sem framtíðar- svæði, enda væri það hluti af miðbæjarkjarnanum. Hann sagði að lóðin byði upp á mikia möguleika fyrir verslun, enda væri það ætlunin að hafa þarna Nettó matvöruverslun, sem og ýmislegt annað, t.d. lyfjaverslun og ýmsa þjón- ustu. Hann sagði að með því að hafa þarna áfram samgöngumiðstöð væri verið að tryggja ákveðið gegnum- streymi af fólki og sagðist hann hafa séð tölur um það að á hverju ári færu um 250.000 manns um Umferðarmiðstöð- ina. Þá sagði hann að mikil- vægi svæðisins, sem verslunar og þjónustusvæðis myndi enn aukast ef í framtíðinni yrði ákveðið að leggja flugvöllinn niður og reisa þar íbúðar- byggð. Haukur Harðarson arkitekt hefur unnið með forsvars- mönnum Nettó að hugmynd- um að skipulagi svæðisins. Haukur sagði að þeirra hug- myndir miðuðu að því tengja svæðið sem best við Hljóm- skálagarðinn, þannig að það yrði eins og hluti af miðbæn- um. Hann sagði afar mikil- vægt að öll hönnun á svæðinu yrði sem veglegust, þar sem um framtíðarmiðborgarsvæði Reykjavíkur væri að ræða. Haukur sagði að viðruð hefði verið sú hugmynd að hafa bílastæði, jafnvel á tveim- ur hæðum, undir öllu því svæði sem ætti að skipuleggja. Þá sagði hann að einnig hefði verið rætt um að reisa 3 til 4 hæða bílastæðahús á austur hluta lóðarinnar. Hann sagði að ef farið yrði út í þessar bíla- stæðaframkvæmdir yrði nauðsynlegt að hafa borgaryf- irvöld og Landspítalann með í ráðum og bætti hann því við, að með þessu væri hægt að leysa bílastæðavanda Land- spítalans á einu bretti. Jóhannes sagðist ekki vita hvenær deiliskipulag svæðis- ins yrði tUbúið, en sagði að nú færi vinnan að hefjast, enda borgarráð búið að samþykkja drög að forsögn Borgarskipu- lags vegna svæðisins. Hann sagði æskilegt að aUir hags- munaaðilar yrðu hafði með í ráðum. Auk lóðar Umferðar- miðstöðvarinnar eru þijár minni lóðir á svæðinu, þ.e. lóð Sportleigunnar, sem nú hefur verið sameinuð ÚtUífi og er því í eigu Baugs hf., lóð Avis bflaleigunnar og lítil lóð, sem stendur auð. I i : f Óska eftir frísvæði vegna áfengis- innflutnings Reykjavík MATKAUP ehf., dótturfélag Daníels Ólafssonar hf., hefur sótt um leyfi til rekstrar frí- svæðis í Skútuvogi 3. Liður í umsókninni er umsögn borg- aryfirvalda og hefur borgar- ráð samþykkt erindi Mat- kaupa fyrir sitt leyti. Frísvæðið yrði innan skipu- lagðs hafnarsvæðis og hefur hafnarstjóm nú erindið til umfjöllunar en endanlega er það fjármálaráðuneytið sem gefur út leyfið. Eitt af fyrirtælgum Daníels Ólafssonar hf. er Lind hf., sem er eitt af stærri fyrirtækjum landsins 1 innflutningi á áfengi. Fyrirtæki á þessu sviði starfa almennt þannig að þau taka ekki út úr tolli meira magn áfengis en sem nemur sölu á næstu vikum því um leið og áfengi er tollafgreitt þarf að greiða af því áfengisgjald ogönnurgjöld. Einar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Daníels Ólafs- sonar, segir að nú sé allt áf- engi fyrirtækisins flutt inn á frísvæði Tvg., Tollvöru- geymslunnar, sem er í meiri- hlutaeign Eimskipafélagsins. Einar segir að þjónusta Tvg. kosti fyrirtækið stórfé á hverju ári. Málið snúist því um hvort fyrirtækið fái heimfld fjármálaráðherra til að hafa innan vébanda sinna frísvæði sem geti sinnt þessari þjón- ustu og fyrirtækið tekið af ótollafgreiddum lager, eins og gert er í dag í Tvg. Hann segir að fyrirtækið geri sér vonir um að hægt sé að gera þetta fyrir lægra verð en Tvg. getur boðið. Auk Tvg. er frísvæði af þessu tagi hjá BM-flutning- um, sem er í eigu Samskipa. Morgunblaðið/Jim Smart Varanleg Errósýning verður í Listasafni Reykjayíkur í Hafnarhúsinu. Borgin styrkir Jeu de Paume Reykjavík BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að veita Jeu de Paume- listasafninu í París styrk að upphæð 2,5 milljónir kr. vegna Errósýningar víða um heim ásamt gerð kynningar- efnis um safn málverka eftir Erró sem Reykjavíkurborg hefur eignast. Jón Björnsson, framkvæmdastjóri þróunar- og fjölskyldusviðs Reykjavfk- ur, kveðst ekki vita hvort Reykjavfkurborg hafi áður styrkt erlent Iistasafn til sýn- ingarhalds. Hann kveðst ekki þekkja fjármál þessa lista- safns en gerir ekki ráð fyrir að það sé á nástrái. Hann seg- ir styrkveitingu af þessu tagi fremur undantekningu. Jeu de Paume setti upp í október Errósýningu f París. Reykjavíkurborg lánaði verk á sýninguna og rfkissijóm ís- lands styrkti sýninguna með fé. Sýningunni er nú lokið í París en fer nú til Marseille, Charleroi í Belgfu, Rio í Brasilíu, Mexíkóborgar og Monterrey í Mexíkó og Hels- inki í Finnlandi. Sýningin níun varatil júní eða júlí 2001. Jeu de Paume sneri sér til Reykjavíkurborgar með beiðni um Ijárstyrk vegna sýningarferðarinnar. Jón Bjömsson segir að bmgðist hafi verið við þessari beiðni. Hann bendir á að Erró hafi gefið Reykjavíkurborg mikið safn verka eftir sig og borgin bregðist við því með því að ætla honum varanlega sýn- ingu í Hafnarhúsinu þegar það verður opnað í apríl nk. Til þess að sýna Erró enn frekara þakklæti borgarinnar vildi hún styrkja þessa kynn- ingu á honum vfða um heim. Staðsetning skilta getur orkað tvímælis Reykjavík ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, segir að meirihluti borgar- stjórnar hafi talið heimilt á grundvelli skiltareglu- gerðar að gera samning þann við danska fyrirtækið AFAJCDeqau sem minni- hluti borgarstjórnar hefur gagnrýnt. Samningurinn felur í sér uppsetningu og viðhald danska fyrirtækis- ins á biðskýlum fyrir SVR og sjálfstætt standandi auglýsingaskiltum. Hann segir að það geti alltaf ork- að tvímælis hvaða stað- setningar komi til álita fyrir skiltin. Starfandi hafi verið sérstakur starfshóp- ur, sem í eiga sæti arki- tektar og tæknimenn frá borgarskipulagi, bygg- ingafulltrúa, SVR og gatnamálastjóra, sem hef- ur farið yfir allar umsóknir um staðsetningu skilta. Einnig hafi skipulags- og bygginganefnd gert at- hugasemdir við einstaka staðsetningar. Árni Þór segir að það hafi verið flókið að negla staðsetn- ingu skilta niður í aðdrag- anda samningsins og í raun ekki nauðsynlegt. Árni Þór segir að sú regla hafi verið viðhöfð að ekki sé nema í sérstökum tilfellum heimilt að setja upp auglýsingaskilti á borgarlandi. I 9. kafla skiltareglugerðar er sér- stakt heimildarákvæði þar sem segir að við tilteknar aðstæður sé hægt að víkja frá ákvæðum skiltareglu- gerðarinnar. Árni Þór seg- ir að það sé hártogun að stöðugt sé verið að setja niður skilti á grundvelli þessa ákvæðis, það eigi við samninginn allan. Hann segir að íslensk fyrirtæki fái ekki að setja upp skilti samkvæmt þessari undan- þágu enda hafi þau ekki gert sambærflegan samn- ing og danska fyrirtækið við Reykjavíkurborg. Aðspurður um fyrir- spurn Landssímans, sem lögð hefur verið fyrir borg- arráð, segir Árni Þór að meginröksemdin hafi verið sú að Landssíminn hafi sótt um að setja upp skilti utan sinnar lóðar. I fyrir- spurn Landssímans kemur hins vegar einnig fram að fyrirhugað skilti hafi verið talið draga úr umferðarör- yggi í Kirkjustræti. Árni Þór segir að eðlilegt sé að skoðað verði hvort sett hafi verið niður skilti á vegum Reykjavíkurborgar á nákvæmlega sama stað og Landssíminn fyrirhug- aði að setja sitt skilti en var meinað vegna umferð- aröryggissjónarmiða. 6 ! 6 f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.