Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR15.' JANÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hverju þarf að breyta varðandi ungt fólk og skilorð? Staða Studenta- ráðs tryggð AF OG til sjást fréttir um það í blöðum að þessi eða hinn hafi rofið ski- lorð og eigi þar af leið- andi að afplána eða ljúka afplánun tiltekins dóms. Því miður eru slíkar fréttir oftar en ekki í kjölfar einhverra afbrota sem upp komast. Og þá er yfirleitt skaði skeður. Spyrja má hvort ekki sé hægt að breyta þessu? í Foreldrahúsinu við Von- arstræti, sem Vímulaus æska og Foreldrahópur- inn standa að, hefur að undanförnu átt sér stað talsverð umræða um þessi mál. Þar geta borið saman Skilorð Enginn getur leyft sér, segir Anna Ólafsddttir Björnsson, að líta fram- hjá staðreyndum eins og afbrotum unglinga, vímuefnaneyslu og ör- væntingu hlutaðeigandi. bækur sínar foreldrar og aðrir sem láta sér annt um börn og unglinga í vímuefnavanda og reynsla allra sem til þekkja er sú sama: Skilorðseftirlit hér á landi er í lágmarki þar sem ekki er mannskapur til að sinna því mikilvæga hlutverki. Allmörg ungmenni sem ánetj- ast hafa vímuefnum eru nú á skilorði og hver eru skilaboðin sem samfélagið send- ir þeim? Því miður oft þau að skilorðið sé orðin tóm og eftirlitið nánast ekki neitt. Þau fara því sínu fram og vona að þau verði ekki gómuð. Ung- lingur sem er að fjármagna fíkni- efnaneyslu hefur litla dómgreind til að leggja mat á eigin gerðir og getur því verið hættulegur sjálfum sér og öðrum. Möguleg úrræði Þess vegna er ekki nóg að bíða eft- ir að „eitthvað" gerist til að taka í taumana. Við erum ekki eina þjóðin sem glímir við vímuefnavanda ung- menna. í Svíþjóð til dæmis hefur verið brugið á það ráð að láta úrræði bamaverndariaga um vistun á með- ferðarheimilum gilda til 21 árs ald- urs ef talið er að unglingur sé of illa farinn til að venjuleg meðferðarúr- ræði og lagaákvæði dugi til að stoppa hann af. Hér á landi hefur þessu máli einnig verið hreyft við rétta aðila. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort sú umræða leiðir til einhverra úrlausna. Efling skilorðseftirlits yrði tvímælalaust til bóta. Þá fengju unglingar á skilorði rétt skilaboð en ekki röng. Þeir fengju skilaboðin: Við ætlum að fylgjast með því að þið haldið loforð ykkar um að brjóta ekki af ykkur. Til þess þarf meðal annars að losa sig úr fjötmm vímunnar. Samfélagið má ekki leiða hjá sér hvað er að gerast, það jafngildir því að gefa grænt ljós á áframhaldandi ragl. Megum ekki loka á óþægileg mál Það er kannski auðvelt að leiða hjá sér frá degi til dags óþægilegar stað- reyndir eins og afbrot unglinga, vímuefnaneyslu og örvæntingu þá sem af slíkri ólukku hlýst. Enginn getur þó í raun leyft sér það. í fyrsta lagi er framtíð íslenskrar æsku sam- eiginleg ábyrgð okkar allra. í öðru lagi ber okkur að styðja alla baráttu gegn afbrotum og vímuefnaneyslu, ekki síst þegar ungmenni eiga í hlut. í þriðja lagi er nauðsynlegt að hlusta á raddir þeirra sem gerst þekkja til. Foreldrar vímuefnabarna hafa geng- ið fram fyrir skjöldu og hafíð baráttu fyrir bættu eftirliti og fleiri úrræð- um til að hindra meiri ógæfu. Þessa baráttu ættu allir að geta stutt. Höfundur er formaður Vímulausrar æsku. í DESEMBER var skrifað undir þjónustu- samninga milli Stúd- entaráðs og Háskóla Is- lands. Þjónustusamn- ingarnir era þrír og fjallar einn um húsnæð- ismiðlun, kennslumiðl- un og bamagæslumiðl- un, annar um þjónustu við nemendur, nem- endafélög og erlenda stúdenta og sá þriðji um réttindaskrifstofu stúdenta. Samningam- ir hafa mikla þýðingu fyrir stúdenta Háskóla Islands, enda er staða lýðræðislegs vettvangs þeirra allra tryggður. Ókeypis þjónusta tryggð A skrifstofu Stúdentaráðs er veitt ýmisleg þjónusta. Má þar nefna hús- næðismiðlun, kennslumiðlun, lána- sjóðsþjónustu, þjónustu við nem- endafélög auk þess sem þaðan era réttindamál stúdenta rekin. Með nýj- um sériögum fyrir Háskóla íslands í vor var rekstrargrandvöllur þessar- ar þjónustu settur í mikla óvissu. Með skipulegii og markvissri vinnu hefur Stúdentaráð hinsvegar náð góðum samningum sem taka til nokkurra grannþátta í þjónustu Stúdentaráðs. Röskva hefur því tryggt að stúdentar Háskólans geti áfram nýtt sér hina fjölbreyttu þjón- ustu Stúdentaráðs ókeypis. Sjálfstæði Stúd- entaráðs er tryggt Akveðnir aðilar hafa reynt að kasta rýrð á gildi samninganna undir formerkjum leið- inda og sandalaverk- smiðja, með því að gefa í skyn að Stúdentaráð sé algjöriega háð Há- skólanum, Háskólinn hafi rétt til beinnar íhlutunar um málefni stúdenta, hafi eftirlits- skyldu og þar fram eft- ir götunum. Enginn rökstuðningur íylgir þessum fullyrðingum, enda fást þær ekki staðist, eins og sést ef samning- amir era skoðaðir. Staðreyndin er sú að sjálfstæði Stúdentaráðs er tryggt. Það hefur ótvíræðar heimildir til að breyta og bæta þjónustu ráðsins og Röskva hefur því tryggt, segir Finnur Beck, að stúdentar Háskólans geti áfram nýtt sér hina fjölbreyttu þjónustu Stúdentaráðs ókeypis. Anna Ólafsdóttir Bjömsson Finnur Beck Mikið var MIKIÐ var ánægju- legt að heyra viðtal við Sigurð Guðmundsson landlækni í mogunút- varpi á rás I í morgun (Þorláksmessu). Þar kvað hann upp úr með hluti, sem löngu vora að vísu orðnir tíma- í» bærir - en koma þó vonum fyrr upp á yfir- borðið sem stefna opin- bers embættis. Hann gaf þá yfirlýs- ingu, að embættisstörf sín yrðu framvegis unnin fyrir opnum tjöldum, jafnvel um- fram það sem fyrirrennari hans, Ólafur Ólafsson, hefði tíðkað um sína embættisdaga, og þótti sumum þó nóg um sjálfstæði Ólafs og skoð- anagleði út á við. Þessi yfirlýsing Sigurðar gæti markað tímamót. Fullburða ákvæði um tjáningar- frelsi era mjög ung í grandvallar- löggjöf okkar. Þau komu fyrst inn með 10. gr. laga nr. 62/1994. Þar stendur: „Sérhver maður á rétt til tjáning- arfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yf- ir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýs- ingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda." Réttur einstaklings- ins til þess að tala og skrifa hug sinn er að sönnu mikils verður. En meir er þó verður réttur allra til að heyra og lesa, enda ríkari hagsmunir í veði. Rétt- ur þegnanna til að taka við og skila upplýs- ingum áfram er ekki einvörðungu ríkari hagsmunir vegna þess að hann snertir allan almenning. Hann er líka það sem gerir tjáningarfrelsi einstaklingsins að lýðræðislegri skyldu og þagnar- leyndina um málefni samfélagsins a.m.k. vítaverða, ef ekki refsiverða. Einkanlega stórbokkaþögn em- bættismanna. Stórbokkaþögn embættismanna á sér langa hefð í ráðuneytunum - hún er hluti af verklagi sem rekja má aftur til sérréttinda kanselí- starfsmanna konungsins í einveldis- kerfi nýlendutímans. Það er því al- veg tímabært að endurskoða þá leynd alla. Og spyrja má - m.a. í Tjáningarfrelsi Stórbokkaþögn em- bættismanna, segir Þorgeir Þorgeirson, á sér langa hefð í ráðuneytunum. ljósi 10. gr. laga nr. 62/1994 - hvort svona einhliða trúnaður opinberra starfsmanna við ríkisvaldið fari ekki í bága við stjórnskipun okkar að öðru leyti. Varla er það heldur tilviljun, að 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skyldi vera felld úr gildi ár- ið 1994 - sama árið og fullburða ákvæði um frelsi til tjáningar var leitt í lög. En 108. greinin sáluga verndaði opinbera starfsmenn alveg sérstaklega fyrir sannleikanum, eins og menn muna, með þeim orð- um, að neikvæð aðdróttun um opin- beran starfsmann varðaði sektum „þó sönnuð sé“. Þetta verndarákvæði hafði þá staðið í íslenskum lögum í 125 ár. Það var á sínum tíma umbun rík- isvaldsins til embættismanna, sem bundnir voru þagnarskyldutrúnaði við herra sína. En þjónaði engum tilgangi eftir að fullburða tjáningar- frelsi, sem leiddi til beinnar tjáning- arskyldu embættismanna ríkisins við starfsfólk sitt og allan almenn- ing, var leitt í lög. Nú þykir mér trúlegt að Sigurður Guðmundsson hafi einmitt þetta tvennt að lögfræðilegu baklandi yf- ir- lýsingar sinnar. Annaðhvort af eigin athugun eða ráðgjöf frá föður sínum ellegar systur, sem bæði era hinir mætustu lögmenn. Það er semsé rétt athugað hjá Sigurði Guðmundssyni, að svona tala embættismenn í lýðræðisríki. Ekki bara vegna þess að þeim leyf- ist að tala heldur vegna þess að þeim ber skylda til að tjá sig með þessum hætti. Annað væri beinlínis lögbrot. Von okkar er vitaskuld sú að með þessari yfirlýsingu hafi Sigurður landlæknir tekið forystu fyrir nýrri kynslóð embættismanna hérlendis. Að lýðræðisleg lög muni, þegar fram líða stundir, leiða til lögréttra stjórnvaldsaðgerða þar sem trúnað- ur æðri embættismanna er fremur við starfsfólk stofnananna og allan almenning en við ráðherra og ríkis- stjórn. Loksins, loksins. Höfundur er rithöfundur. BURNHAM INTERNATIONAL VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI SÍMI 510 1600 ÞÞ &co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100 Rutland þáttir, bætir og kætir þegar þakið fer að leka Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! hefur fullkomna heimild til að taka upp mál og vísa þeim til réttinda- skrifstofunnar. Einnig er skýrt tekið fram að Háskólinn hafi ekki aðgang að persónuupplýsingum um nemend- ur. I samningunum felst ótvíræð við- urkenning Háskólans á nauðsyn starfsemi Stúdentaráðs og því að þjónustan sé best komin í höndum hinna kjörnu fulltrúa stúdenta. Ef sú staða kemur upp að Stúdentaráð sjái sér ekki hag í þessum samningum þá sér það líka hver maður að samning- unum verður einfaldlega sagt upp. Stúdentaráð veitir aðhald Því hefur einnig verið haldið fram að óeðlilegt sé að starfsemi Stúd- entaráðs sé greidd af Háskólanum og því líkt við það að Neytendasam- tökin væra kostuð af Hofi. Hér er ekki um sambærilega hluti að ræða. Stúdentaráð er hluti af háskólasam- félaginu og Háskólinn í heild hefur frá upphafi séð sér hag í því að stúd- entar geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Háskólinn telur mikil- vægt að sér sé veitt aðhald af stúd- entum, enda hefur háskólaráð marg- sýnt fram á þennan vilja sinn. Þetta þekkist einnig hjá fyrirtækjum sem sjá hag í því að vita hvað betur má fara í þeirra rekstri. Staðreyndin er sú að hagsmunir Háskólans og stúd- enta geta vel farið saman og mikill hluti hagsmunamála stúdenta leysist í samvinnu við háskólayfirvöld, en ekki í stríði. Þegar Háskólinn hefur verið ósammála stúdentum hefur Stúdentaráð hinsvegar ávallt sýnt fulla hörku og náð fram mikilvægum breytingum. Svo mun vera áfram, enda bera hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar stúdenta ábyrgð gagnvart samnemum sínum og verða að standa skil gjörða sinna gagnvart þeim. Sterkar stoðir undir Stúdentaráð Röskva hefur með þessum samn- ingum tryggt fjárhagslegan grand- völl Stúdentaráðs til að veita nem- endum við HÍ góða þjónustu, reka sterka réttindaskrifstofu og öfluga hagsmunabaráttu fyrir alla stúdenta. Höfundur er formaður Stúdentaráðs HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.