Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MINNINGAR ÁSDÍS STEINADÓTTIR + Ásdís Steina- dóttir fæddist á Valdastöðum í Kjós, 28. júlí 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 7. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Elínar Frið- finnsdóttur og Steina Guðmunds- sonar á Valdastöð- um. Eina systur átti Ásdís, Kristínu, hús- freyju á Grímsstöð- um í Kjós. Hinn 11. október 1930 giftist Ásdís Ólafi Ágústi Ól- afssyni frá Fossá, f. 1. ágúst 1902, d. 7. jan. 1988. Þau bjuggu fyrst á Fossá, siðan á Valdastöðum. Þau eignuðust fjögur börn og eru þau í aldursröð: 1) Unnur Ólafsdóttir, maki Ásgeir Olsen, börn a) Ás- björn Ægir, maki Sjöfn Geirdal, börn þeirra, Pétur Óli, Ás- gerður _ og Ágúst. Maki Ásgerðar er Guðmundur Pálma- son og barn þeirra Freyja. b) Stefán, maki Kristjana Jóns- dóttir, börn Unnur Ósk, Hanna Jóna, maki Kristján P. Kristjánsson, barn þeirra Petrúnella. c) Ólafur, d. 1990, maki Ragnheiður Guðjóns- dóttir, börn þeirra Baldur og Guðjón, d) Elín Ásdís, maki Árni Sigurðsson, börn þeirra Sigurður Ásgeir, Ólafur Freyr og Guðrún Nanna. e) Guð- laugur Þór, maki Inga Mjöll Harð- ardóttir, börn Bryndís, Bjartur og Hlynur. 2) Ingi Steinar Ólafsson, Nú hefur kvatt mikil sómakona, sem allan sinn búskap hefur hlúð að fjölskyldu sinni og vakað yfir velferð hennar. Þau hjónin Ólafur og Ásdís voru samhent í að rækta jörðina og fegra umhverfi sitt og fengu viðurkenn- ingu fyrir. í frumbúskap þeirra á Fossá var á brattan að sækja, en með nýtni og dugnaði tókst þeim að koma bömum sínum upp og njóta áranna með þeim. Þau urðu fyrir þeim mikla skaða að hús þeirra á Valdastöðum brann til grunna. Þá var það lán að Ólafur Þór og Þórdís höfðu nýlega byggt sér hús. Þar gátu þau verið á meðan nýtt hús var í smíðum. Að geta búið í sveitinni sinni fram á efri ár er ómetanlegt og vil ég þakka þeim Óla Þór og Þórdísi sér- staklega fyrir þeirra þátt í því. Að leiðarlokum er gott að eiga Ijúfar minningar og þakklæti fyrir allt er efst í huga. Steinar. Við fjölskyldan í Bæjargilinu minnumst þess hve heppin við erum að hafa fengið að þekkja ömmu og afa, langömmu og langafa. Hve dýr- mætt það er að vita hvaðan við kom- um og hver við erum. Það er hluti af okkur sem við erum stolt af. Við söknum ömmu Ásu á Valda- stöðum, umhyggju hennar og atlæt- is. Blessuð sé minning hennar. Gráttu ei af því að ég er dáin ég er innra með þér alltaf þúhefurröddina húneríþér hana getur þú heyrt þegarþúvilt Þú hefur andlitið, líkamann égeríþér. Þú getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt. Alltsemereftir afmér erinnrameðþér þannigerumviðalltaf. (Þýð. Vilborg Dagbjartsdóttir.) Ágústa, Þórarinn, Jón Steinar, Ninna og Jóna. Ég kveð ömmu mína með þakk- læti og virðingu. Þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér í lífínu, og virð- ingu fyrir þeirri persónu sem hún var. Amma var mikil hannyrðakona og það var hennar yndi að sauma út, og við áttum margar stundir saman þar sem hún kenndi mér að telja út og sauma krosssaum og margt fleira, ég var t.d. ekki nema tíu ára þegar ég hafði saumað klukkustreng undir hennar leiðsögn. Meðan heilsa leyfði var hún alltaf með einhverja hand- avinnu sér til gamans, og flestir hennar afkomendur eiga eftir hana útsaumaða mynd, púða eða klukku- streng. Amma var mjög myndarleg hús- móðir og bar heimili hennai’ og fal- legi garðurinn hennar vott um sér- staka snyrtimennsku og alúð. Gestrisin var hún sérstakiega og enginn kom til hennar án þess að þiggja einhverjar veitingar, kaffí og pönnukökur, hveitikökur eða kleinur eða eitthvað annað sem hún hafði bakað. Alltaf átti hún malt í ísskápn- um og mola eða ís til að stinga upp í smáfólkið. Ég tel það mikla gæfu að hafa átt þau að í bernsku, ömmu og afa. Þau tóku manni alltaf opnum örmum hvort sem var til að spjalla eða spila, eða bara til að hlýja sér. Heilsu ömmu hafði hrakað síðustu ár og hún var ekki sátt við það. Nú hefur hún fengið hvíldina að lokinni langri ævi. Ég bið Guð að blessa minningu ömmu minnar á Valda- stöðum. Farþúífnði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ásdís. Margs er að minnast þegar hugs- að er til uppvaxtaráranna á Valda- stöðum í lýós. Það voru forréttindi að alast upp í sveit og sérstök for- réttindi að alast upp með afa og ömmu innan seilingar. Á ýmsu gekk og margt var brallað í gamla húsinu á Valdastöðum. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu foreldrar mínir með okkur krakkana þar ásamt afa, Ólafi Ágústi, og ömmu minni Ásdísi, sem við minnumst nú. Hjá þeim átti ég öruggt skjól ef mér leiddist og alltaf átti amma til betri mat ef mér þótti maturinn hennar mömmu minnar ekki vera boðlegur. Fjölskylda mín fluttist í nýtt hús á Valdastöðum árið 1973 og árið eftir varð gamla húsið eldi að bráð. Glöt- uðust þar mikil verðmæti en sem betur fer urðu þar engin slys á fólki. Afi og amma byggðu sér síðan nýtt hús spölkorn frá því gamla og fylgdi þeim hlýjan og notalegheitin þangað úr gamla húsinu. Man ég eftir að hafa dundað mér þar við spil, tafl og lestur eða hlustað á sérkennilegar sögur. Afi minn, Ólafur Ágúst, andaðist 1988. Var ég þá stödd í Asíulöndum og gat ekki fylgt honum. Var það eitt af mínum löngu ferðalögum sem þau, afi og amma, studdu mig til, en þau höfðu sérstaka ánægju af að fylgjast með barnabarninu ferðast um heim- inn. Sumarið 1989 fór ég í eina bestu ferð sem ég hef farið um ævina þeg- ar ég fór með ömmu í vikuferð til Austurríkis. Það var ógleymanlegur tími þegar við amma renndum í gegnum Alpana í glæsilegri svartri drossíu, sem hún kallaði ráðherrabíl- inn, gistum á fínum hótelum, borðuð- um dýrindis mat og sóttum skemmti- kvöld með Týrólamúsfk. Amma mín var alveg viss um að fólkið í þessu landi myndi ekki eldast. Elsku amma. Síðustu ár hafa verið þér erfið eftir að þú hættir að geta tekið garðinn þinn í gegn á vorin og vökvað plöntumar í gróðurhúsinu. Þér leið ekki vel og þú þráðir hvíld- kvæntur Ninnu B. Sigurðardóttur og eiga þau tvær dætur, a) Ágústu Kristínu, maki Þórarinn Ásgeirs- son og eiga þau þrjú böm: Jón Steinar, Ninnu og Jónu. b) Þuríði Elínu, gifta Ragnari Bjömssyni og eiga þau eina dóttur, Fann- eyju. 3) Ólafur Þór Ólafsson, bóndi Valdastöðum, maki Þórdís Ólafsdóttir, börn þeirra: a) Ólafur Helgi, sambýliskona Anna Björg Sveinsdóttir, þeirra börn Þórdís og Ólafur Geir, fyrir átti Ólafur Helgi eina dóttur, Sigrúnu. b) Ás- dís, maki Haukur Sveinbörnsson, þeirra böm Selma Hrönn og Ósk- ar Þór. c) Vigdís, sambýlismaður Ásgeir Þór Áraason, þeirra dóttir Heiða María. d) Valdís, unnusti Jóhann Snorrason. 4) Tómas Ól- afsson, kona hans Sigfríð Ólöf Sigurðardóttir, böm þeirra eru a) Steinunn, börn hennar Tómas og Sandra Dögg. b) Sigurður, kona hans Unnur Karlsdóttir, börn þeirra Kristján Ingi, Bjarki Freyr og Sigfríð Ólöf. Útför Ásdísar fer fram frá Reynivallakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ina og að hitta hann afa aftur. Elsku amma. Takk fyrir allt. Vigdís Olafsdóttir. Elsku amma mín. Mig langar til að minnast þín í fáeinum orðum. Minn- ingamar streyma fram þegar árin em rifjuð upp. Fasti punkturinn í til- vemnni vom alltaf amma og afi í sveitinni. Um leið og voraði var tími til kominn til að halda frá borginni upp í sveit. Mamma og pabbi komu sér fljótlega upp bústað til að vera á ættarslóðunum. Þar vomm við öll systkinin og við vomm líka nokkur sumur hjá ömmu og afa á bænum. Amma stóð í eldhúsinu og töfraði fram máltíðir handa heilum her því þar var ævinlega mannmargt og gestkvæmt. Búrhillurnar svignuðu undan krásunum. Svo vom það hveitikökurnar og pönnukökumar. Á jóladag lagði öll stórfjölskyldan af stað upp í sveit, öll börn og bama- börn. Álltaf var þá von á kjötrúllum og fromage á stóra langborðinu hennar ömmu. Um nóttina gistu æv- inlega allir hjá afa og ömmu. Amma var alla tíð vinnusöm kona og féll henni aldrei verk úr hendi. Þegar hún eltist fékk hún meiri tíma fyrir hugðarefni sín. Sat hún þá mik- ið við hannyrðir og saumaði myndir handa börnum og barnabömum. Einnig fór hún í nokkrar utanlands- ferðir. Hún hafði líka ánægju af að vinna í garðinum og gróðurhúsinu. Amma, ég þakka þér fyrir öll árin sem við nutum samvista. Megi algóð- ur Guð geyma þig og varðveita. Elín Ásdís Ásgeirsdóttir. Elsku amma. Núna ertu loksins búin að fá hvíld, þarft ekki lengur að vera veik og leið yfir að geta ekki verið í sveitinni. Þín er sárt saknað en góðar minningar á ég um þig og veit að þér líður vel núna, komin í sveitina. Guð veri með þér og vaki yfir þér, elsku amma í Kjós. Mig langar að hafa stöku eftir afa um sveitina: Mig traust við byggðir tengir band, tryggðirflöllingeyma, þetta kæra Kjósarland er kærleiks ríkið heima. (Ólafur Á. Ólafsson.) Steinunn Tómasdóttir. Að koma í sveitina til þín var alltaf gaman, þú tókst alltaf svo vel á móti mér. Þú tókst reyndar vel á móti öll- um sem komu til þín því þú varst svo ánægð ef einhver kom í heimsókn. Ein setning sem þú varst vön að segja gleymist mér ekki. „Ætlar þú að fá þér svona mikið?“ Þegar þér fannst gestimir fá sér lítið af tert- unni. Já, enginn mátti fara svangur frá þér. Állt sem þú tókst þér fýrir hendur gerðir þú af mikilli nákvæmni. Það gat maður séð á garðinum þínum sem þú hafðir mikið dálæti á, því sem þú saumaðir út og ekki má gleyma hveitikökunum sem voru ómissandi með kaffinu. Já, allt þurfti að vera sem best. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki heimsótt þig í sveitina. Sveitina þar sem þér leið best og vildir hvergi annars staðar vera. Ég er þakklátur fyrir hverja stund sem ég átti með þér; amma mín, og minningunum um þig mun ég aldrei gleyma. Vertu sæl, amma mín, og Guð varðveiti þig. Sigurður Tómasson. Ég hitti Ásu fyrir þrettán árum þegar ég kynntist Sigga sonarsyni hennar. Alltaf var hún brosmild og ánægð þegar við hittumst, faðmaði mig og kyssti á kinn. Þegar ég gerði eitthvað fyrir hana var hún ætíð þakklát og sagði ávallt: „Þakka þér íyrir allt sem þú hefur gert fyrii’ mig.“ KRISTJÁN ARNÓR KRISTJÁNSSON + Kristján Arnór Kristjánsson fæddist á Suðureyri, þar sem hann ólst upp, 25. ágúst 1912. Hann lést 26. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Albert Kristjánsson og Sig- ríður Híramína Jó- hannesdóttir. Arnór var næstelstur sjö systkina. Áður eru látnir bræðurnir Jó- hannes, Jón og Þórður. Þau sem eftir Iifa eru Guðrún, Þórdís og Óskar, einnig systurdóttir Sig- ríðar, Jósiana, sem ólst upp með þeim systkinum á heimili Sigríðar og Kristjáns á Suður- eyri. Arnór fór ungur að heiman til Reykjavíkur og lærði húsgagna- smiði, sem varð síð- an ævistarf hans. Eiginkona Arnórs var Hulda Jónsdótt- ir sem er látin fyrir nokkrum árum. Þau áttu þrú börn, Svandísi, sem nú er Iátin, Kristján Al- bert og Sólborgu Margréti. títför Arnórs fór fram frá Bústaðakirkju 6. janúar. Þegar ég kom til Reykjavíkur og kynntist Arnóri frænda þjó hann á Skólavörðustíg 10 (Bergshúsi), sem hann átti. Þar á bakvið var hann með smíðaverkstæði sitt. Verk- stæðið á Skólavörðustíg var fastur viðkomustaður hjá mörgum ætt- ingjum þegar farið var í bæinn. Þar hittust frændur og vinir og var oft glatt á hjalla. Þar kom einnig fólk úr öllum þjóðfélagsstiganum; bólstrarar, rakarar, gullsmiðir, lög- fræðingar, verkamenn, kaupmenn, forstjórar, blaðasalar o.fl. Umræð- ur voru oft fjörlegar og flest þjóðfé- lagsvandamál krufin til mergjar og leyst. Ai-nór lét það ekki trufla vinnu sína og tók þátt í umræðum eftir því sem ástæða þótti til. Það var gaman að fylgjast með Arnóri þegar hann var við vinnu, vandvirkur og nákvæmur, blandaði bæsinn af mikilli snilld, fann rétta litinn á ótrúlegan hátt og breytti ónýtum húsgögnum í ný og eftir- sóknarverð. Margur maðurinn kom þar heldur vonlítill með illa fai’in húsgögn en fór glaður til baka með Bömunum okkar fannst gaman að koma til langömmu í Kjósinni því þá var alltaf heitt kakó og hveitikökur. Stundum laumaði hún að þeim ís-^ pinna eða konfekti. Ása var dugleg að sauma út og á ég mynd og púða eftir hana sem mér þykir mjög vænt um. Vertu sæl, Ása mín, og Guð varð- veiti þig og geymi, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Kveðja Unnur Karlsdóttir. Elsku amma mín. Þá er komið að þeirri stund sem ég hef kviðið svo mikið fyrir, kveðju- stundinni. Mikið óskaplega sakna ég stund- anna sem ég átti hjá ykkur afa úti í húsi. Afa, sem kenndi mér að lesa, skrifa og reikna löngu áður en ég byrjaði í skólanum. Hjá ykkur lærði ég líka að spila og mikið þótti okkur öllum gaman að eyða heilu dögunum í kasjón, spilið sem þú varst nær ósigrandi í og kenndir svo Þórdísi litlu seinna. „Ussum bara og suss- um,“ sagðirðu alltaf ef spilin voru lé- leg á þinni hendi. Þú sagðir mér oft stolt söguna af því þegar ég var fimm ára gömul og mamma bað mig að gefa afa mynd af mér og ég spurði: „Á amma ekki að eiga hana líka?“ Auðvitað vildi ég .;. gefa ykkur báðum myndina. Á fimmtudögum þegar pabbi og mamma voru í bænum beið mín ætíð heit súkkulaðisúpa hjá þér þegar ég kom heim úr skólanum. Það er sko besta súpa sem ég hef nokkurn tím- ann fengið. Ég man líka eftir því þegar þú kenndir mér að sauma út og við saumuðum saman út mynd af fugli. Því miður fékk ég ekki handavinnu- hæfileikann frá þér sem saumaðir út ótrúlegustu myndir og klukkust- rengi. Ég lét mér nægja að dást aðý verkum þínum þegar ég kom í heim- sókn. Þegar ég varð fimm ára gömul orti afi þessa fallegu vísu handa mér í til- efni dagsins: Bænir góðar berist þér, bestarallragjafa. Valdís meyjan var og er vinaömmuogafa. Elsku amma. Guð varðveiti ykkur afa, sem hafið nú hist aftur eftir tólf ár. Ég veit að ykkur líður vel þar sem þið eruð núna saman. Þín vina, Valdís. muninn sem nýjan. Ekki kunni frændi minn að verðleggja vinnu sína og var þar ekki beitt aðferðum framboðs og eftirspurnar. Oft fékk ég aðstöðu á verkstæðinu til að lag- færa eða smíða smáhluti og gaf Arnór mér þá góð ráð varðandi þá vinnu. Stutt var í glettni og gamansemi hjá Arnóri og þegar gott lag kom í útvarpinu gat hann átt það til að taka nokkur dansspor meðfram hefilbekknum, viðstöddum til óblandinnar skemmtunar. Arnór hafði gaman af laxveiðum og stundaði þær af miklum áhuga þar til fyi’ir nokkrum árum. Þá sagði hann mér (með dálítilli glettni þó) að hann skildi ekki hversu lengi hann hefði enst við þetta áhugamál sitt. Það væri fáránlegt að standa tímunum saman og bíða eftir að einhverjum fiski þóknaðist að bíta á. Arnór velti því mikið fyrir sér hvað tæki við að jarðlífi loknu, hvort um framhaldslíf væri að ræða og hafði gaman af að ræða þau mál. Margar spurningar vöknuðu og fær frændi minn væntanlega svör við þeim nú. Á námsárum mínum var ég svo> heppinn að fá að dvelja hjá Arnóri og Huldu tvo vetur og verð ég æv- inlega þakklátur þeim fyrir ánægjuleg kynni og hversu vel þau reyndust mér. Ég og fjölskylda mín sendum aðstandendum öllum samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu frænda míns. ^ Magnús S. Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.