Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.01.2000, Blaðsíða 48
■éfi LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Anna María Héð- insdóttir fæddist á Húsavfk 13. maí 1977. Hún lést á heimili sínu 31. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Húsavíkur- kirkju 8. janúar. Aðfaranótt nýárs- dags bárust mér miklar sorgarfréttir þegar ég frétti að Anna María væri látin. Hvemig gat mér nokkum tímann komið það til hugar á annan í jólum er hún heimsótti mig að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn. Það er erfitt að sætta sig við það að hún Anna sé dáin. Eg man þegar við vomm á yngri áram að hún var alltaf til í allt og hafði framkvæði að svo mörgu sniðugu sem hægt var að dunda sér við í æsku. Hún var alltaf áberandi andlit í vinahópinum alveg frá æsku til dags- ins í dag. Hún hafði mjög eftirminnilegt bros og smitandi hlátur. Söngur hennar var frábær svo og allt er hún tók sér fyrir hendur. Við voram nokkrar vinkonumar saman í hljómsveit fyrir nokkram ár- um og ég man hversu mikið hún lifði sig inn í það, hún var kjaminn í eplinu sem hélt okkur saman. Heimurinn er fátækari án þín, elsku Anna, og ég kveð þig nú með sárum söknuði. Elsku Lilja Björg, Héðinn, Sirrí, Helgi, Bibbi, Nonni og aðrir aðstan- dendur, megi guð styrkja ykkur í (wissari miklu sorg. Aðalbjörg. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún ílytur líf og Iíknarráð, hún Ijómar heit af Drottins náð. Sem Guðs son forðum gekk um kring, hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. (M.J.) Mig langar að minnast minnar kæra vinkonu Önnu Maríu Héðins- dóttur. :Hve sárt var að frétta um andlát þitt, kæra vinkona. Um hugann streyma minningar um margar ánægjulegar samverastundir í þá rúmu tvo áratugi sem við höfum verið vinkonur. Við voram ekki háar í loftinu þegar við kynnumst, þú bjóst á Álfhólfsvegi og ég hjá ömmu og afa á Uppsalavegi, því foreldrar mínir vora að byggja í Brúnagerði. Það leið ekki langur tími áður en þú fluttir í Brúnagerði við hliðinna ámér. Krakkamir í Brúna- gerði vora stór og þétt- ur hópur, þar var mikið brallað í gamla daga, í Brúnagerðishópinn er komið stórt skarð. Það vora margar úti- legumar sem við fórum í upp í móa, kaffiboðin í kofann þinn, flotta búið okkar þar sem við jörð- uðum alla páfagaukana og andarang- ana með öllu tilheyrandi, nestisferð- irnar í sprænugil en aðalsportið var þegar heiti potturinn kom hjá Öbbu, þar var sko buslað. Eg man að alltaf á jólunum þegar ég var búin að opna pakkana mína þá hljóp ég alltaf upp í herbergi til að líta inn í stofugluggann þinn til að athuga hvort þú værir búin að opna þína, því þá mátti ég hlaupa yfir. Þú öfundaðir mig svo þegar ég eignaðist lítinn bróður, það var þinn heitasti draumur að eignast systkini. Það liðu ekki nema tvö ár, þá rættist draumurinn, þú eignaðist lítinn bróð- ur sem þér þótti svo vænt um. Aldrei slettist upp á vinskapinn hjá okkur og ef eitthvað kom uppá þá liðu ekki nema tvær mínútur áður en önn- ur hvor okkar bankaði aftur uppá. Eg flutti alfarið suður á fimmtánda ári en við hittumst alltaf reglulega og skrifuðum bréf um hvað hefði drifið á daga okkar. Aldrei gleymi ég bréfinu sem þú sendir mér þegar ég var í skóla í Danmörku þess efnis að segja mér að þú ættir von á þér í maí, þér fæddist gullfalleg stelpa með rauða hárið þitt daginn eftir 19 ára afmæhs- daginn þinn. Lilja Björg mun ætíð fá að heyra hve yndislega móður hún átti. Elsku Anna, minningarnar um þig eiga stóran sess í hjarta mínu sem ég mun ætíð varðveita. Eg sakna vinkonu og óska henni góðrar ferðar.Vonandi mun himbrim- inn heilsa henni með kvaki sínu. Ég bið Guð að gefa Lilju Björgu, Sirrý, Héðni, Helga, Bibba og öðram aðstandendum styrk og vera þeim nálægur. Mundu mig, ég man þig. Þín Kristfn. Elsku Anna María okkar. Það geta engin orð því lýst hve bragðið okkur var að heyra þær sorg- arfréttir sem okkur bárast snemma á nýársmorgun. Strax á þeirri stundu varð okkur Ijóst að nú hafði verið höggvið stórt skarð í vinarhóp okkar. Okkur langar að minnast þín með nokkram orðum kæra vinkona. Við kynntumst þér fyrst þegar við byij- uðum í bamaskóla. Strax þá komu í ljós leik-,söng- og tónlistarhæfileikar þínir. Það var sama hvað var um að vera, þú varst alltaf fremst í flokki. A unglingsáram okkar hafði áhugi þinn á söng og tónlist ekkert dvínað. Þú varst í hinum ýmsu hljómsveitum ýmist sem gítarleikari eða söngvari og verður sá tími sem við, Abba og þú spiluðum saman ógleymanlegur. Þegar við hugsum til baka er okkur minnisstæðast brosið þitt og hve smitandi hlátur þú hafðir. Svo var það í maí árið 1996 að htli sólargeislinn þinn kom í heiminn. Þú varst svo stolt og ánægð af þessum litla einstaklingi, henni Lilju Björgu. Fyrir tveimur áram þegar leiðir okkar skildi fækkaði óneitanlega samverastundum okkar, en þegar við hittumst aftur eftir langan aðskilnað var alltaf jafn gaman. Það er okkur ómögulegt að skilja, elsku Anna Mar- ía, að næst þegar við vinkonumar komum saman verður þú ekki á með- al okkar. Nú kveðjum við þig með sáram söknuði og biðjum Guð að umvefja þig örmum sínum og varðveita sálu þína. Elsku Lilja Björg, Héðinn, Sirrý, Helgi, Bibbi, Nonni og aðrir aðstand- endur, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Við þðkkum samfylgd á lífsins leið það lýsandi stjömur skína. Og birtan himneska björt og heið húnboðarnáðunsína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þina. (Höf. ókunnur.) Þínar vinkonur, Harpa og Erla Dögg. Mig langar að kveðja Önnu Maríu, vinkonu mína og skólasystur, með nokkram orðum. Ég trúi því varla að þú sért farin og ég hitti þig ekld aftur, ég harma að þú hafir ekki séð ljósið í myrkrinu. Ég sakna þín og vona að þér líði vel þar sem þú ert. Þar sem við gerðum rannsókn á Ásatrúarfé- laginu í haust sem endaði með því að þú skráðir þig úr þjóðkirkjunni og í ásatrúarfélagið finnst mér við hæfi að kveðja þig með einum af þeim kvæð- um úr Hávamálum sem þú valdir í niðurstöður okkar. Ungurvaregforðum, fóregeinnsaman, þávarðegvillurvega; auðigurþóttumk, eregannanfann, maður er manns gaman., (Úr Hávamálum.) , Elsku Lilja Björg, Bibbi og aðrir aðstandendur, megi hinn algóði guð styrkja ykkur á þessum erfiðum tím- um. Guðrún. ANNA MARÍA HÉÐINSDÓTTIR INGVAR BENEDIKTSSON + Ingvar Benediktsson fyrr- verandi bóndi fæddist í Rekavík bak Höfn 30. júlí 1909. Hann lést á Sjúkraskýli Bolung- arvíkur 7. janúar sfðastliðinn. Foreldrar hans voru hjðnin Sig- urrós Bjarnadóttir, f. 25.9. 1877, d. 2.10. 1937, og Benedikt Árna- son, f. 22.7. 1877, d. 30.5. 1938. Kona Ingvars er María Guð- mundsdóttir, f. 7.3. 1903. Þau gengu í hjónaband 1947. Kjör- Okkur systkinin, böm Sigurlaugar og Hermanns frá Látram í Aðalvík, langar að minnast Ingvars með ‘Sfokkram orðum. Hann var sveitungi okkar og vinur foreldra okkar. Fyrst þegar við eldri systkinin munum hann bjó hann í Stakkadal í Aðalvík ásamt konu sinni Maríu Guðmun- dsdóttur frá Rekavík bak Látur. María var frænka móður okkar og vinkona. Foreldrar okkar og María létust árið 1989. ^Árið 1942 flytja þau til Iðavalla að Látram og búa þar til vors 1948. 16. sonur þeirra er Ingi Karl, f. 16.9. 1944. Ingi karl var kvænt- ur Ragnheiði Jónsdóttur. Þau skildu. Þau eiga tvö börn: Inga Karl og Maríu Sigurrós. Á yngri árum var Ingvar sjó- maður og bóndi, fyrst í Aðalvík og síðar í Önundarfirði. Útför Ingvars fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. júní það ár flytja þau vestur yfir Djúp ásamt foreldrum okkar og fleira fólki. Um þetta leyti var byggð í Aðalvík að eyðast. Það vora þung spor hjá þessu fólki, sem var að yfirgefa æskusveit- ina sína og skilja þar eftir unnin störf og minningar. Þegar þetta var vora þau hjón á miðjum aldri og þurftu að byija búskap á nýjan leik. Áfanga- staður þeirra var Önundarfjörður. Fyrst bjuggu þau í sveitinni, en flutt- ust síðar til Flateyrar. Þar unnu hjónin við fiskverkun. Foreldrar okkar eignuðust tólf böm, sem öll komust til fullorðinsára og lifa enn. Á áranum sem Ingvar og María bjuggu að Látram var erfitt heimilishald hjá foreldram okkar. Það varð til þess að þau hjónin ætt- leiddu bróður okkar, Inga Karl, árið 1947. Ekki var mikill samgangur á milli fjölskyldnanna á meðan búið var í Önundaríirði. Úr þessu bættist mjög, er bróðir okkar flutti til Bol- ungarvíkur og foreldrar hans komu til hans. Þá var oft komið við á þessu heimili, er leiðin lá til Aðalvíkur. Þá vora rifjaðar upp minningar um æskuslóðir. Ingvar var mikið snyrtimenni í allri umgengni, rólyndur og heima- kær. Hann ferðaðist ekki mikið um ævina. Hann lét hverjum degi nægja sínar þjáningar. Síðara hluta ævinnar var heilsunni farið að hraka og í mörg ár hafði hann veralega skerta heym. Það háði honum mjög í allri sam- ræðu, sem hann hafði þó gaman af. Við vitum að foreldrar okkar bára hlýhug og kærleika til kjörforeldra Inga Karls, sem við systkinin geram einnig. Ingvari er þökkuð samfylgdin. Bróður okkar og fjölskyldu hans vottum við samúð okkar. Fyrir hönd systkinanna, Þórunn og Friðrik. STEFÁN ÓSKAR STEFÁNSSON + Stefán Óskar Ste- fánsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1955. Hann lést í Reykjavík 23. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seltjarnarnesk- irkju 4. janúar. 4. janúar var borinn til grafar góður félagi okkar úr Round Table 1. Stefán Óskar Stef- ánsson var einn af kröft- ugustu og virkustu fé- lögum í RT-1 síðustu tvo áratugi og er okkur sem og hreyfing- unni allri mikill missir. Á svona stund kemur upp í hugann hvað orðin eru í eðli sínu fátæk í svona raun, og minningar liðinna stunda renna gegnum hugann. Margs er að minnast en einna helst stendur upp úr brosið og lífsgleðin sem alltaf eink- enndi Stefán og smitaði alla þá sem hann þekktu og umgengust. Ef eitt- hvað stóð til í félagsskapnum, svo sem skemmtikvöld, útilega, eða jafnvel ferð til annarra landa á mót með RT félögum var Stefán jafnan fyrstur manna að skrá sig. Ákafi og lífsgleði hans varð til að aðrir smituðust og komu með og var hann jafnan hrókur alls fagnaðar þegar á staðinn var komið. Eitt verður okkur félögum í RT-1 sérstaklega minnisstætt, en þannig var að Stefáni hafði verið falið að skipuleggja svokallað konukvöld, með félögum og eiginkonum þeirra í RT-1. Jú, það var lítið mál, hann skipulagði einstaka kvöldstund með konunum okkar og sjálfum sér, því hann gleymdi að boða okkur hina eig- inmennina, (eða svo sagði hann). Þetta lýsir hversu skemmtilegar upp- ákomur Stefán gat látið koma sér til hugar. Eftir á þótti okkur félögunum þetta hið skemmtilegasta mál, því engum okkar hafði dottið í hug að halda svona „konukvöld" fyrr, því yf- irleitt fáum við hinir eiginmennimir að vera með líka. I maí síðastliðnum fóram við nokkrir til móts við aðra RT-l-fé- laga úr Evrópu á árlegt þing, sem að þessu sinni var haldið í Brux- elles og er óhætt að segja að Stefán hafi markað þann fagnað með nærvera sinni og einstakri sönggleði, sem hann leiddi okkur félagana áfram með í, við magnaðar viðtökur annarra Evrópufélaga. Lengi mætti telja upp atvik sem þessi sem okkur era í fersku minni um þann tíma sem við áttum með Stefáni í RT-1. Upp úr stendur alltaf minningin um góðan dreng og félaga sem allt vildi fyrir alla gera og jafnan iyi-stur að bjóða fram hjálpandi hönd ef einhvers var þörf. Kæra Magga og synir, sem og aðr- ir ástvinir. Okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Eldri og núverandi félagar í RT-1. Takk fyrir allt, Stefán. Okkur bræðranum varstu alltaf góð fyrir- mynd og verður áfram, harðduglegur og alltaf með góða skapið og léttleik- ann á hreinu. Það er sárt að horfa á eftir þér en við varðveitum vel minn- inguna um þig og hún veitir okkur yl. Elsku Magga, Stebbi, Amar og Brynjar, megi Guð vaka yftr ykkur á þessum erfiðu stundum. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (EinarBen.) Hallgrímur Daði og Indriði Freyr Indriðasynir. HERMINA SIGUR- GEIRSDÓTTIR KRISTJÁNSSON + Hermína Sigur- geirsdóttir Kristjánsson fæddist á Stóruvöllum í Bárðardal 16. mars 1904. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 26. desember síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Áskirkju 7. jan- úar. Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem ég gerði mér grein fyrir að þegar ég hóf nám hjá Hermínu var hún orðin sextíu og fimm ára gömul. Mér fannst hún aldrei vera gömul , ekki einu sinni miðaldra, hún tók alltaf á móti mér brosandi, í fallegum kjól með liðað hárið og elskulegt yfir- bragð. Hún leiddi mig í píanónáminu með ákveðinni reglusemi, sleppti aldrei tónstigum Herz né æfingum Czernys, og var óhrædd við að láta mig fást við verkefni sem kannski voru aðeins ofar getunni í hvert sinn. Metnaður hennar fyrir hönd nem- enda var mikill og smitandi. Ég bar ómælda virðingu íyrir henni og á þessum viðkvæmu unglingsáram hélt hún áhuga mínum gangandi og fyrir það verð ég henni eilíflega þakklát. Hermína stjórnaði ekki bara sínum eigin nemendum í tónlistar- skólanum í Reykjavík með festu en þó hlýju. Hún leiddi píanókenn- aradeild skólans og gaf þannig næstu kynslóð innsýn og hlutdeild í kennsluaðferðum sem menntun, reynsla og innsæi höfðu mótað. Margir munu eflaust minnast tónleika innan skólans þar sem Herm- ína var ævinlega mætt. Hún sá til þess að allt gengi snurðu- laust fyrir sig - og þá var eins gott að gleyma ekki að hneigja sig vel bæði fyrir og eftir flutning! Minnisstæðar era einnig heim- sóknir á Reynimelinn, í fínu stofuna þar sem flygillinn skipaði öndvegi, sveipaður svörtum silkidúk með kögri. Ymist vorum við nemendurnir að spila hver fyrir annan eða að sam- gleðjast Hermínu á tímamótum. Hún vakti yfir velferð fyrrverandi nemenda og fylgdist vel með hverj- um og einum í leik og starfi. Þannig var hún vinur ævilangt. Farsæll kennari og einstök kona er kvödd með djúpu þakklæti. Anna Guðný Guðmundsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.