Morgunblaðið - 15.01.2000, Page 45

Morgunblaðið - 15.01.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 45 —--------------------------a. Samanburður gagna- flutningsleiða Umferð tölvugagna til og frá fyrirtækjum vex stöðugt og þörf fyr- irtækja fyrir öfluga gagnaflutningsþjón- ustu verður æ meiri og flóknari. Með vaxandi samkeppni á fjar- skiptamarkaðnum fjölgar þeim kostum, sem fyrirtæki geta val- ið um. A.m.k. tvö fyrir- tæki bjóða nú t.d. ör- bylgjulausnir fyrir gagnaflutning á höfuð- borgarsvæðinu. Þær lausnir hafa verið born- ar saman við ISDN- þjónustu Landssímans, t.d. í frétt á viðskiptasíðum Morgun- blaðsins þriðjudaginn 11. janúar. Samanburðurinn er þó flóknari en svo, því Landssíminn býður nú marga aðra hagkvæma kosti, sem henta mismunandi þörfum fyrir- tækja. ISDN er aðeins einn kostur, sem hentar ákveðnum þörfum. Stóraukið framboð Fyrir nokkrum árum var aðallega um tvær leiðir til gagnaflutnings að ræða, annaðhvort mótaldstengingar á almennum símalínum eða leigulín- ur. Árið 1996 setti Landssíminn ISDN-þjónustu sína á markað og buðust þá í fyrsta skipti tengingar á almennum símalínum sem fóru upp í 128 kb/s. Markaðurinn tók ISDN fegins hendi og nú, tæpum fjórum árum síðar, eru ISDN-grunnteng- ingar orðnar um 12.000 talsins. ISDN er þó alls ekki eingöngu gagnaflutningsþjónusta, þar sem símaþjónustan er mun fjölhæfari en í almenna símakerfinu og sífellt bætast við nýir möguleikar. Á nýliðnu ári setti Síminn á mark- að fjórar nýjar gagnaflutningsleiðir, eða ÁTM-netið, Frame Relay, Létt- Internet og ADSL. Jafnframt bætt- ust við Loftnet Skýrr og örbylgju- net Gagnaveitunnar. Hér á eftir fer, lesend- um til upplýsingar, samanburður á helstu gagnaflutningsleiðum Símans og þessum tveimur örbylgju- lausnum. Samanburð- urinn gildir eingöngu fyrir höfuðborgar- svæðið. Ekki er tekið tillit til gjalds Inter- netþjónustuaðila. Samanburðurinn er unninn úr verðskrám af heimasíðum Símans, Skýrr og Gagnaveit- unnar frá 7. desember sl. Samanburður fyrir lægri hraða I töflu 1 er samanburður fyrir gagnahraða frá 64 kb/s að 256 kb/s. Þar sem ISDN er tímamæld þjón- usta er reiknað með fjölda klukku- stunda á mánuði sem tengingin er notuð. í samanburðinum er ekki tek- ið tillit til stofngjalda. Forsendur út- reikninga fyrir ISDN eru að um sé að ræða fjölda klukkustunda í mán- uði, þar sem 50% notkunar sé á dag- taxta og 50% á kvöld-, nætur- og helgartaxta. I töflunni kemur fram að ISDN er mjög hagkvæmt ef notkunin er inn- an við 40 klst. á mánuði. Leigulína innan símstöðvarsvæðis er hins veg- ar alltaf hagstæðust en hún á ekki við í öllum tilfellum. Þegar notkun á ISDN er orðin meiri en sem nemur 40 klst. á mánuði og ef um er að ræða tengingu sem krefst þess að farið sé á milli símstöðvasvæða á leigulínu er ADSL 256 tvímælalaust hagkvæm- asta leiðin. Samanburður fyrir hærri hraða Þegar farið er að skoða bandvíðari sambönd bætist Loftnet SkýiT við í samanburðinn ásamt Létt-Intemet- Ása Rún Björnsdóttir Klukkustundir á mánuði Öll verð í krónum 10 20 30 40 50 60 70 ISDN 64 kb/s 2.722 3.424 4.126 4.828 5.530 6.232 6.934 ISDN 128 kb/s 3.424 4.828 6.232 7.636 9.040 10.444 11.848 Leigulína 64 kb/s (milli sv.) *) 9.589 9.589 9.589 9.589 9.589 9.589 9.589 Leigulína 128 kb/s (innan sv.) 2.526 2.526 2.526 2.526 2.526 2.526 2.526 Leigulína 128 kb/s (milli sv.) 13.484 13.484 13.484 13.484 13.484 13.484 13.484 ADSL 256**) 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000 5.000 Gagnaveitan 64 kb/s 8.590 8.590 8.590 8.590 8.590 8.590 8.590 Gagnaveitan 128 kb/s 10.333 10.333 10.333 10.333 10.333 10.333 10.333 Frame Relay 64 kb/s 6.600 6.600 6.600 6.600 6.600 6.600 6.600 Frame Relay 128 kb/s 10.200 10.200 10.200 10.200 10.200 10.200 10.200 *) I leigulfnu á milli svæða er reiknað með 5 km stofnlínu. **) Við mánaðargjald ADSL bætist við afnotagjald af síma. Tafla 2 Öli verð í krónum Gagnaflutningsleið 2 Mb/s 1 Mb/s 512 kb/s Leigulinur (innan sv.) 7.486 7.086 6.362 ADSL1536 **) 15.000 15.000 9.000 Létt internet 17.000 10.500 Loftnet 31.125 26.145 21.165 Frame Relay 32.500 27.900 14.600 Gagnaveitan 37.225 24.775 16.060 Leigulínur (milli sv.) *) 44.147 21.837 *) I leigulínu á milli svæða er reiknað með 5 km stofnlínu. **) Við mánaðargjald ADSL bætist við afnotagjald af síma. Símaþjónusta Margir nýir kostir í gagnaflutningum hafa komið á markaðinn að sögn Ásu Rúnar Björnsddttur, sem hér leitast við að bera nokkra þeirra saman. þjónustu Símans, sbr. töflu 2. Hér kemur í Ijós að leigulínur inn- an sama símstöðvarsvæðis era ávallt hagkvæmasta leiðin. Þegar tenging- ar ná á milli símstöðvarsvæða er ADSL aftur orðið hagkvæmast. Þegar þessar leiðir til gagnaflutn- ings eru bornar saman verður að taka með í reikninginn að þær eru misjafnar að eiginleikum og gæðum. Jafnframt verður að taka tillit til þess að sé gagnaflutningsþjónustan notuð til tenginga inn á Intemetið bætist við kostnaður internetþjón- ustuaðila og getur hann verið æði misjafn fyrir hverja þjónustu fyrir sig. Helstu gagnaflutnings- leiðir Símans Fyrirtæki hafa lengi notað leigu- línur. Um er að ræða fastar tenging- ar með tryggri bandvídd alla leið, enda í enda. Þær eru t.d. mikið not- aðar til samtenginga símstöðva og/ eða staðarneta og til beintenginga við Internetið. í október síðastliðn- um varð veruleg verðlækkun á öllum bandbreiðari leigulínusamböndum hjá Símanum og er leigulínuverð- skrá fyrh'tækisins nú einhver sú lægsta í Evrópu. Frame Relay-þjónustan er einnig tilvalin til samtengingar staðarneta og einkasímstöðva og býður upp á flutning tals og gagna um sömu flutningsleið. Eftir mikla verðlækk- un í nóvember er Frame Relay enn hagkvæmari lausn en áður. Auk þess að vera úrvalssímaþjón- usta með margvíslegri sérþjónustu og sveigjanleika er ISDN tilvalið til tengingar inn á Internetið eða stað- arnet fyrirtækis þegar ekki er um mikla notkun að ræða. Létt-Internet er frekar nýleg þjónusta sem er eingöngu notuð til tengingar við Internetið. Boðið er upp á tvo þjónustuflokka, Létt-Int- ernet, sem er allt að 512 kb/s tenging við Netið og Létt-Internet plús, sem er allt að 2 Mb/s. ADSL er nýjasta gagnaflutnings- þjónusta Símans og byggist á band- breiðum flutningi um venjulegar símalínur. ADSL er tilvalið til teng- inga bæði inn á Internetið og inn á staðarnet fyrirtækja. Uppbygging ADSL-þjónustunnar er hafin á svæði Múlasímstöðvar, en í mars næstkomandi verður hægt að bjóða ADSL á öllum helstu símstöðva- svæðum höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Gagnalausnum Símans. Yilt þú fara vel með PENINGANA Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-16 ^^.^^^Eggjabakkadýnur Rafmagnsrúmbotnar Springdýnur Skútuvo^i 11» Sími 568 5588

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.