Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 15.01.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 29 LISTIR N^jar bækur • RÍKISÚTVARPIÐ-Sjónvarp hef- ur nýlega gefið út handbók fyrir þýð- endur um textagerð, þýðingar og málfar í sjónvarpi og öðrum mynd- miðlum. Málræktarsjóður styrkti rit- un bókarinnar. Höfundur er Ellert Sigurbjömsson en hann hefur starf- að við þýðingar hjá Sjónvarpinu í þrjátíu ár. Þetta hefti nefnist Mál og mynd og er um 60 blaðsíður. I því er einkum fjallað um texta við erlent sjónvarps- efni og vinnubrögð við slíkar þýðing- ar, svo sem uppsetningu texta, stytt- ingar og samhæfingu texta og myndar. í inngangi segir að þetta sé hvorid kennslubók í íslensku né þýð- ingum en „...leitast er við að leiðbeina þýðendum um að hagnýta sér kunn- áttu sína í íslensku og öðrum tungum til að koma erlendu talmáli til skila með íslenskum texta í myndmiðlum.“ Mál og mynd er fyrst og fremst handbók fyrir sjónvarpsþýðendur en getur einnig komið öðrum að gagni sem fást við svipuð verkefni, svo sem þýðingu texta við myndbönd og kvik- myndir. í inngangi segir einnig: „Það er von mín að þessar leiðbeiningar geti orðið byrjendum einhver stoð, ýmsum þeim sem fullsjóaðh- þykjast til umhugsunar og forvitnum lesend- um til nokkurs fróðleiks." Myndbandasala Sjónvarpsins sér um dreifíngu en auk þess erheftiðfá- anlegt hjá Bóksölu stúdenta og í nokkrum öðrum bókaverslunum. ------f-4-4------ Ný list af gömlum merg London. Morgunblaðið. ÞEGAR síðustu gestir dagsins í Nat- ional Gallery í London eru horfnir á braut koma listamenn og setjast við ákveðin verk með teikniblokkina, eða setja upp trönur sínar. Þeir eru að vinna fyrir sýningu í safninu í sumar og verða þá nýju verkin og þau sem listamennirnir sóttu inn- blástur í sýnd hlið við hlið. I frásögn The Independent segir, að 24 listamenn hafi þekkzt boð safnsins um að gera ný verk innblás- in af verkum gömlu meistaranna sem á safninu eru. Enginn þessara listamanna er undir 45 ára aldri og í frásögn blaðsins kemur fram, í máli Neil MacGregor, starfsmanns lista- safnsins, að þeir ungu listamenn sem leitað var til hafi ekki haft áhuga á að taka þátt í sýningu sem þessari. Bach-kantötur við guðsþjónustu í Hallgrímskirkju Færðar Islendingum í réttu umhverfí KANTATAN Ach Gott, wie manch- es Herzeleid eftir Johann Sebasti- an Bach verður flutt við guðsþjón- ustu í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Fjórir ungir ein- söngvarar flytja verkið ásamt Mót- ettukór og kammersveit Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar Askelssonar, kantors Hallgríms- kirkju. í ár eru liðin 250 ár frá andláti Bachs í Leipzig í Þýskalandi og að sögn Harðar Askelssonar mun tónlistarlíf í Hallgrímskirkju á næstunni taka mið af því. Auk Jó- hannesarpassíunnar, sem flutt verður í dymbilviku, verður nokkr- um af kantötum tónskáldsins fund- inn staður í síðdegisguðsþjónust- um. Um lífsskilyrði mannsins og samband hans við almættið Markmið verkefnisins er að færa Islendingum kantötur Bachs í réttu umhverfi og samhengi. Kantöturn- ar voru megintónsmíð aðalmessu sunnudagsins í þeim kirkjum sem Bach starfaði við og voru hluti af margslungnu helgihaldi, sem að jafnaði stóð yfir í fjóra tíma. Ekki er þó ætlunin að endurlífga slíkar messur lið fyrir lið, heldur verður kantötunum búinn staður í kirkju- athöfn, þar sem þær skipa öndvegi ásamt prédikun prestsins. Eftir Bach liggja tæplega tvö hundruð kirkjukantötur en í þeim sameinaði hann helstu stílbrigði og form barokk-tónlistar. Hann bræddi saman áhrif frá Ítalíu og Frakklandi, leit um öxl, en einnig fram á við, svo úr varð mögnuð og ótímabundin túlkun á trúarlegum textum, sem fjalla um lífsskilyrði mannsins og samband hans við al- mættið, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Mótettukórn- um. Fáar af kantötum Bachs hafa hljómað hér á landi til þessa. „Það hefur aldrei verið neinn vettvangur til þess. Aðalskýringin er sú að það er svo dýrt að kalla saman hljóm- sveit og einsöngvara til þess að flytja svona verk í guðsþjónustu, Mótettukór Hallgrímskirkju. þar sem engar eru tekjurnar af aðgangs- eyri á móti, eins og þegar verk eru flutt á stærri tónleikum. Það er ákveðinn þröskuldur sem hindrar að þessi verk geti hljómað á þeim stað sem þeim er upphaflega ætlaður, þ.e. sem hluti af guðs- þjónustu,“ segir Hörð- ur. Prýðisfallcgt og áhrifamikið verk Fyrsta kantötuguðs- þjónustan er sem fyrr segir á dagskrá kl. 17 á morgun, sunnudag. Fjórir ein- söngvarar taka þátt í flutningnum, þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sigríður Jónsdóttir alt, Finnur Bjarnason tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson bassi. Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur og kammersveit kirkjunnar leikur með. Prestur í guðsþjónustunni er séra Sigurður Pálsson. „Kantatan sem við flytjum núna er alls ekki ein af þekktari kantötum Bachs. Ég hafði aldrei heyrt hana áður en ég valdi hana - og varð reyndar mjög glaður þegar ég fór að kynn- ast henni, því þetta er, eins og maður mátti svo sem reikna með, prýðisfallegt og áhrifa- mikið verk,“ segir Hörður. Næstu kantötuguðs- þjónustur í Hall- grímskirkju verða sunnudaginn 20. febr- úar, en þá verður Mar- grét Bóasdóttir í aðal- hlutverki í einsöngskantötunni Ich bin vergniigt in meinem Gliicke, og sunnudaginn 12. mars, þegar Scola Cantorum flytur Aus der Tiefen rufe ich, Herr, zu dir. Á uppstign- ingardag, 1. júní, mun Mótettukór- inn svo flytja Uppstigningaróratór- íuna. Að sögn Harðar standa vonir til að hægt verði að flytja fleiri af kantötum Bachs seinni hluta árs- ins. Johann Sebastian Bach Charlotte Church ræðir við Jóhannes Pál II páfa. Engla- röddin seldi mest London. Morgunblaðið ÞRETTÁN ára söngstjarna Breta, Charlotte Church, er sögð sú söngkona klassísk sem flestar plötur selur í heiminum. Charlotte Church sló í gegn með plötunni Voice of an Angel og önn- ur platan, Charlotte Church, bætti um betur. Brezk blöð segja, að stúlkan hafi haft um sex milljónir punda í tekjur á síðasta ári. Obb- inn af tekjum hennar rennur í sjóð, sem hún fær ekki aðgang að fyrr en hún verður 21, en sem stendur lætur hún sér nægja 50 pund í vasapeninga á mánuði. Charlotte Church hefur nú fetað í fótspor The Spice Girls og fleiri frægra tónlistarmanna og sagt upp umboðsmanni sínum, sem upp- götvaði hana og kom henni á framabrautina. Sagt er, að móðir hennar muni taka við umboðs- mennskunni. Afmælis- hátíð Stefn- is frestað AFMÆLISHÁTÍÐ Karlakórs- ins Stefnis, sem vera átti í Hlé- garði í kvöld, hefur verið frest- að um óákveðinn tíma af óviðráðanlegum orsökum. Kór- inn er sextugur í dag. Veröld vonleysunnar Landsbankinn Sögusýning opnuð í aðalbanka í TILEFNI af því að Landsbanki ís- lands hf. er nú að færast yfir á nýtt árþúsund í starfsemi sinni hefur ver- ið sett upp sýning í aðalbankanum í Hafnarstræti sem spannar 100 ár af sögu bankans. Á sýningunni eru af- greiðslutæki sem notuð hafa verið í bankanum á þessu tímabili ásamt myndum, auglýsingaspjöldum, sparibaukum og fleiri munum tengd- um sögu bankans. Einnig er á sýn- ingunni veðskuldabréf vegna fyrsta veðdeildarlánsins sem var veitt í júlí 1900, en í ár eru 100 ár liðin frá stofn- un veðdeildar. Akveðið var að halda þessa sýn- ingu í aðalbanka þar sem 550 fer- metra húsnæði hefur verið rýmt Hafnarstrætismegin. Afgreiðslusal- ur bankans var endurskipulagður fyrir skömmu og fer nú öll afgreiðsla fram í þeim hluta hússins sem snýr að Austurstræti og Pósthússtræti. Munir á sýningunni eru fengnir víða að, en stærstur hluti þeirra kemur úr skjalasafni Landsbankans. Einnig eru munir frá Seðlabanka ís- lands og Landsbréfum, auk þess sem á sýningunni eru voldugir peninga- kassar sem Landsbankinn fékk í byrjun aldarinnar. Annar þeirra er upprunninn úr versluninni Sápuhús- inu, en hann kom til landsins 1907, hinn kom árið 1914 og var í Álna- vöruverslun Björns Kristjánssonar á Vesturgötu. Bankinn eignaðist þessa kassa 1970 þegar hann eignaðist vélasafn Ernst J.O. Westlund vél- fræðings. Til að varpa ljósi á þær miklu tækniframfarir sem nú eiga sér stað í bankaviðskiptum verður einnig kynntur á sýningunni netbanki Landsbankans, Einkabankinn og samskiptatæki framtíðarinnar, WAP-sími. Starfsfólk bankans mun verða gestum innan handar varðandi leiðsögn sé þess óskað. Landsbankinn hf. býður öllum þeim sem hafa ánægju af því að sjá hvernig tækni hefur fleygt fram á síðustu árum á sviði bankaviðskipta á sýninguna. Sýningin er opin á afgreiðslutíma bankans, frá kl. 9.15 til 16, alla virka daga. LEIKLIST Stcfanía Thors f Kaffileikhúsinu LAUFEY Höfundur skáldsögu: Elísabet Jök- ulsdóttir. Höfundur leikgerðar: Stefanía Thors. Leikstjóri: Jana Pilátevá. Ljós: María Reyndal. Leikari: Stefanía Thors. Fimmtudagur 13. janúar. ÞAÐ ER alltof sjaldan sem ís- lenskir áhugamenn um leiklist fá tækifæri til að sjá hér á landi sýn- ingar sem gætu flokkast undir til- raunaleikhús. Auðvitað er framsæk- ið leiklistarfólk hér á landi sífellt að gera margvíslegar tilraunir en sýn- ingar þar sem gerðar eru tilraunir jafnt með form, persónusköpun, hreyfingar og framsögn eru sjald- séðar, nema kannski í dansverkum. Samt er ekki hægt að segja leng- ur að leikur Stefaníu Thors sé óhefðbundinn þar sem hann rúmast innan sterkrar hefðar sem má rekja til sjötta áratugarins í Austur- Evrópu, þegar Pólverjinn Jerzy Grotowski fór að skilgreina hlut- verk leikarans og samband hans við áhorfendur upp á nýtt. Stefanía Thors hefur numið við tékkneskan leiklistarskóla sem er greinilega undir sterkum áhrifum frá hugmyndafræði Grotowskis. Hún byggir sýningu sína upp á grundvelli þessarar hefðar sem beinlínis býður upp á margskonar tilraunir í túlkun og framsetningu. Leiktúlkun sína byggir Stefanía á skáldsögunni Laufeyju eftir Elísa- betu Jökulsdóttur, sem kom út hér á landi fyrir jólin. Stefanía vann leik- gerðina fyrir tveimur árum út frá handriti að bókinni, sem var síðan aukið og endurbætt fyrir útgáfu. Leikgerðin hefur farið víða og verið sýnd á leiklistarhátíðum. Það er engin tilviljun að Elísabet Jökulsdóttir er vinsæll höfundur meðal leiklistarfólks sem vill skapa eitthvað nýtt. Hún er frumlegust ís- lenskra skálda og því eru verk hennar tilvalin sem útgangspunktur tilrauna í leiklist. Stefanía velur að leggja áhersluna á aðalpersónuna í skáldsögunni, stúlkuna Laufeyju, og samskipti hennar við Eygló Línu og konuna sem gefur þeim að borða. Tætingsleg framvindan, ef það orð á við, líkamsbeiting Stefaníu og ein- föld og blátt áfram framsögn falla vel að drungalegum heimi skáldsög- unnar og ná vel að túlka frásögn Laufeyjar. Stefaníu hefur tekist að draga út ákveðinn kjarna í sögunni - það sem er í raun áhrifamest og frumlegast í henni - heim þar sem ekkert öryggi er til, engin væntum- þykja, engin ást, og engin tilfinn- ingatengsl við nokkurn mann nema einangrun og kuldi. Það sem undir- strikar þessa upplifun er svo að Laufey er sér ekki einu sinni með- vitandi um möguleika á betra lífi. Hún hefur engar forsendur til að leggja mat á líf sit og dæma það gott eða slæmt því viðmiðið vantar. I leiksýningunni er heimurinn óum- breytanlegur; í bókinni gefur hlutur Þ., sem er ekki hluti af leikgerð Stefaníu, Laufeyju einhverja tilfinn- ingu fyrir undankomuleið og mögu- leika á breytingu á högum sínum, eitthvað sem mætti kalla ást eða von, ef lesendur væru ekki frá byrj- un fræddir á því að þessar vanga- veltur Laufeyjar eru alger vonleysa. Hér er ógreiningur að skilja á milli nýlesinnar, áhrifamikillar skáldsögu og leiksýningar sem byggist á handriti hennar. Ef til vill verður upplifun áhorfenda, sem ekki hafa lesið söguna, gerólík. Stef- anía Thors skapaði á sviðinu heim sögupersónunnar Laufeyjar, ekki með því að líkja eftir kækjum henn- ar og útliti, heldur með því að gefa okkur innsýn í hugarheim hennar. Henni tókst það ætlunarverk sitt fullkomlega. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.