Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 1
32. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Stipe Mesic (t.v.) fagnar sigri í forsetakosningunum í Króatíu. Mesic kjörinn forseti Króatíu Zagreb. AFP, Reuters. FORMAÐUR yfirkjörstjórnar Króatíu tilkynnti í gærkvöldi að miðjumaðurinn Stipe Mesic hefði verið kjörinn næsti forseti landsins í gær þegar Króatar völdu á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem fengu flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna 24. janúar. Þegar 99,36% atkvæðanna höfðu verið talin var Mesic með 56,21% kjöríylgi og Drazen Budisa með 43,79%. Kjörsóknin var 61,48%. Lítill munur þótti á stefnu og kosn- ingaloforðum frambjóðendanna. Þeir eru báðir í bandalagi sex flokka, sem vann stórsigur í þingkosningunum 3. janúar á flokki Franjos Tudjmans, er lést 10. desember eftir að hafa gegnt forsetaembættinu í tæp tíu ár. Mesic og Budisa eru báðir hlynntir því að Króatía gangi í Evrópusam- bandið og Atlantshafsbandalagið og lofuðu því að minnka völd forsetaem- bættisins. Þeir voru báðir handteknir á valdatíma kommúnista í Júgóslavíu fyrir stuðning við hreyfingu króat- ískra þjóðernissinna og voru jafnvel um tíma í sama fangelsinu. Átta gíslum sleppt úr afganskri þotu á flugvelli f London Flugræningjarnir halda enn 150 manns 1 sríslinaru ansted. AFP, AP. ^ ^ Breskur sérsveitarmaður gengur framhjá afganskri far- þegaþotu, sem var rænt yfír Afganistan og lent á Stansted- flugvelli í London í fyrrinótt. Minni myndin er af þremur farþegum þotunnar á blaðamannafundi í Moskvu eftir að þeim var hleypt úr þotunni á sunnudag. FLUGRÆNINGJAR, sem rændu afganskri farþegaþotu á sunnudag, slepptu átta gíslum í gær eftir að hafa hafið samningaviðræður við bresku lögregluna á Stansted-flugvelli í London. Um það bil 150 gíslar, þeirra á meðal 21 bam, voru enn í þotunni og lögregluyfirvöld sögðu að viðræð- umar við flugræningjana gætu staðið í nokkra daga. „Samningaviðræðurnar era á mjög tvísýnu stigi,“ sagði John Broughton, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Essex, eftir að flugræningjamir höfðu hleypt tveimur karlmönnum, konu og tveimur bömum úr þotunni. Skömmu síðar slepptu þeir tveimur konum og karlmanni. Að sögn Broughtons er ekki enn vitað hvað vakir fyrir flugræningjun- um. Þeir hafa aðeins óskað eftir mat- vælum, vatni og hreinlætisvöram. Allt að tíu menn rændu þotunni, sem er af gerðinni Boeing 727, yfir Afganistan á sunnudagsmorgun og henni var lent í Úsbekistan, Kas- akstan og Moskvu. 23 gíslum var sleppt fyrsta daginn. Broughton sagði að flugræningj- arnir hefðu síðan krafist heimildar til að lenda þotunni í London og hún hefði lent þar klukkan tvö í fyrrinótt. Hann bætti við að bresk yfirvöld myndu ekki heimila þotunni að fara af flugvellinum. Talebanar hafna samningaviðræðum Stjóm talebana í Afganistan sagði að flugræningjarair tengdust afg- anska stríðsherranum Ahmad Shah og ekki kæmi til greina að hefja samningaviðræður við þá eða verða við kröfum þeirra. Fregnir hermdu að flugræningj- arnh- kynnu að krefjast þess að afg- anski stjórnarandstöðuleiðtoginn Ismail Khan, sem er í fangelsi í Kab- úl, yrði leystur úr haldi. Helstu hreyf- ingar afgönsku stjórnarandstöðunn- ar sögðust hins vegar ekki vera viðriðnar flugránið, gagnrýndu taleb- ana fyrir að vemda hermdarverka- menn og sögðu að það væri „móðg- un“ við Khan að reyna að fá hann leystan úr haldi með flugránum. Að sögn yfirvalda í Kabúl vora allir farþegar þotunnar afganskir. Far- þegar, sem fengu að fara úr þotunni, sögðu að flugræningjarnir væra sjö til tíu og vopnaðir byssum, hand- sprengjum og rýtingum. Þotan var látin nema staðar á af- skekktu homi á flugvellinum og lög- reglu-, sjúkra- og slökkviliðsbflar vora til taks um hálfum kflómetra frá þotunni. Sérsveitarmenn úr breska hernum vora einnig á flugvellinum. Lögreglan sagði að hún hefði reynt að gera dvölina í þotunni eins þægi- lega og nokkur kostur væri. Rafall var fluttur að þotunni til að knýja loftræstikerfí hennai- og annan búnað og lögreglan sendi matvæli, hreinlætisvörar og lyf í þotuna. Enginn særðist í flugráninu en einn farþeganna þjáist af nýmasjúk- dómi sem krefst sérstakrar meðferð- ar. 21 barn var á meðal þeirra sem vora enn í þotunni í gær. Flugmálasérfræðingar vöraðu við því að samningaviðræðumar gætu staðið í langan tíma, jafnvel margar vikur. Þeir töldu líklegt að flugræn- ingjarnir hefðu ákveðið að fara til Bretlands vegna þess að þeir vissu að þeir myndu lenda í fangelsi og vildu afplána dóma sína þar frekar en í Rússlandi eða Mið-Asíu þar sem að- búnaður fanga væri miklu verri. Leiðtogi Tsjetsjena boðar skæruhernað Skotárás í veitingahúsi 1 Belgrad V arnarmálaráð- herrann myrtur PAVLE Búlatovic, varnarmálaráð- herra Júgóslavíu, beið bana í skot- árás óþekkts manns í veitingahúsi í Belgrad í gærkvöldi. Fréttastofan Beta sagði að Búla- tovic hefði látist af skotsáram á her- sjúkrahúsi í júgóslavnesku höfuð- borginni. Fregnir hermdu að tveir aðrir hefðu særst í skotárásinni, annar þeirra bankastjóri, en þeir væra ekki í lífshættu. Júgóslavnesk sjónvarpsstöð sagði að tilræðismaðurinn hefði hafið skothríð á þremenningana í gegnum glugga veitingahússins. I yfirlýs- ingu frá lögreglunni kom fram að hann hefði komist undan. Veitingahúsið er í eigu knatt- spyrnufélagsins Rad og vitað er að svartfellskir stuðningsmenn Slobodons Milos- evic Júgóslavíu- forseta hafa verið þar tíðir gestir, þeirra á meðal Búlatovic sem var Svartfelling- ur. Hann var einn af nánustu bandamönnum Milosevic og varnarmálaráðherra frá 1993 en flokkur hans hefur verið í stjórnarandstöðu í Svartfjallalandi. Stjórn Júgóslavíu efndi til skyndi- fundar í gærkvöldi vegna tilræðisins og lýsti þvi sem „dæmigerðu hermd- arverki". Urus-Martan f Tsjetsjníu, Moskvu. AFP, AP. SERGEJ Jastrzembskí, talsmaður Moskvustjórnarinnar, fullyrti í gær að um 300 skæraliðar hefðu fallið í bardögum í Kákasushéraðinu yfir helgina. Fréttaritari sjónvarps- stöðvarinnar NTV sagði að lík 147 skæruliða hefðu fundist á orrastu- velli suðvestan við Grosní og fólk á staðnum hefði auk þess jarðsett um 160 fallna. Sjálfir segja Tsjetsjenar að mannfall þeirra í Grosní sé miklu minna en staðhæft sé og nú muni þeir einbeita sér að skærahernaði í fjöllum héraðsins. Skemmdirnar af völdum bardag- anna og einkum sprengjuárása Rússa á Grosní eru svo miklar að í stjórnarskrifstofum í Kreml er rætt um að flytja höfuðstað héraðsins til næststærstu borgarinnar, Guder- mes. Fréttamaður bresku BBC- sjónvarpsstöðvarinnar í Grosní hef- ur eftir fulltrúum mannréttinda- samtakanna Human Rights Watch að rússnesku hermennirnir hafi unnið ýmis ódæðisverk síðustu daga er þeir eltu uppi leifar uppreisnar- herjanna. Sjónarvottar segja að vopnlaust fólk hafi verið skotið til bana án sýnilegrar ástæðu. Fréttamaðurinn segir að Rússar hyggist e.t.v. flytja stjórnsýslu hér- aðsins á brott en láta rústir Grosní verða víti til varnaðar öðrum þjóð- arbrotum sem hyggist kljúfa sig út úr ríkjasambandinu. Á sunnudag lýsti Vladimír Pútín, starfandi forseti Rússlands, því yfir að borgin væri endanlega á valdi rússneska hersins. Síðasta vígi upp- reisnarmanna þar væri fallið. „Við getum því sagt að aðgerðum til að frelsa Grosní sé lokið,“ sagði Pútín. Aslan Maskhadov, forseti Tsjetsj- níu, sagði hins vegar að uppreisnar- menn myndu ekki gefast upp. Mannfall í röðum þeirra í Grosní hafi verið stórlega ýkt, flestir hafi komist undan. „Við munum taka hana aftur síðar,“ sagði Maskhadov um Grosní og bætti við að næst væri á dagskránni að hefja skæruhernað með bækistöðvar í Argundal. MORGUNBLAÐIÐ 8. FEBRÚAR 2000 Pavle Búlatovic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.