Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 45
 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hugleiðing um áhrif klámvæðingar á fjöl- skylduheilbrigði HEILBRIGÐ fjöl- skyldutengsl eru okkur öllum mikilvæg til að við náum að þroskast og halda heilsu, náum að þekkja og virða okk- ur sjálf, vogum að mæta og vinna úr til- fínningalegum sárs- auka og áföllum sem á veginum verða. Þetta er forsenda þess að við náum síðan að byggja upp heilbrigð sam- skipti við aðra. Fjöl- skyldan er þannig það lífstré sem við öll fæð- umst af en ber í dag al- varleg einkenni van- rækslu og kreppu þrátt fyrir vaxandi þekkingu nútímans á mikil- vægi hennar, bæði fyrir heilsu og velferð okkar sem einstaklinga og fyrir samfélagið sem heild. Vaxandi tilfínningaleg og félags- leg vandamál, vaxandi ofbeldi, vax- andi misnotkun á bæði áfengi, vímu- efnum og manneskjum, meðal annars í formi klámvæðingar, eru allt erfíðir speglar fyrir okkar sjálf, fyrir okkar samfélag sem við verð- um að horfa vel í til að reyna að sjá hvað það er sem hindrar okkur í að geta betur hlúð að og virt okkur sjálf og þetta lífstré okkar, fjölskylduna. Fagfólk sem vinnur með fjöl- skyldur og börn horfir almennt á vanræksluna sem hina miklu mein- semd nútímans, vanrækslu gagn- vart börnum, foreldrum og fjöl- skyldum sem birtist á ýmsan hátt í menningu okkar og þjóðfélagsgerð. Horft er á tilfinningalega vanrækslu sem meginrót meinsins þar sem hún orsakar afneitun og lokun á tilfinn- ingalegan sársauka og skerðir um leið getuna til að skilja bæði sjálfa sig og aðra. Þessi tilfinningalega blinda sem hefur fylgt okkur frá myrkum miðöldum elur af sér sjúk- dóma í margskonar mynd, skapar óheilbrigða spennu og fíkn og van- hæfni í samskiptum sem birtist með- al annars í höfnun, hroka, kúgun, of- beldi, misnotkun, þar á meðal klámi. I markaðshyggju og hraða nútím- ans verður þessi myrki arfur enn flóknari við að eiga og hindrar okkur í að verða nógu meðvituð um gildi þess að þekkja og virða okkur sjálf og þar með fjölskylduna, hindrar okkur í að mynda okkur ábyrga skoðun. í þessari firringu allri virk- ar oft átakaminnst að láta sig fljóta með straumnum og leyfa markaðs- öflunum að mata sig á skoðunum. Ef við erum ólæs á tilfinningar, bæði okkar eigin og annarra, er hægt að telja okkur trú um svo margt. Manneskja sem er alin upp við til- ftnningalega vanrækslu, kúgun eða kynferðislega misnotkun upplifir djúpa höfnun og lærir að hafna sjálfri sér, frysta eigin tilfinningar. Hún festist ósjaldan í niðurrifsvíta- hring ef samfélagið býður ekki upp á þann stuðning sem hún þarfnast til að ná aftur tökum á tilverunni. Rannsóknir hafa sýnt að margar af þeim konum sem selja sig inn í klámiðnað og vændi hafa verið mis- notaðar eða illa vanræktar sem börn. Rannsóknir sýna einnig að börn sem hefur verið misboðið með klámi sýna svipuð ein- kenni og viðbrögð og þolendur kynferðis- legrar misnotkunar. Við getum svo velt því fyrii- okkur hvað það gerir í raun barninu hið innra og sjálfsvirð- ingunni að misbjóða sjálfum sér með klámi þótt fullorðinn teljist og hvaða sársauka og niðurlægingu það veld- ur aðstandendum, maka, foreldrum og börnum. Klámvæðingin virð- ist mér þannig enn eitt birtingarformið á þess- ari tilfinningablindu sem er ríkjandi í samfélaginu, sem hefur gert það að verkum að við höfum ekki náð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, lokum augunum fyrir að við erum að misbjóða okkur sjálfum og því nána í samskiptum kynjanna, vega að möguleikum barna og unglinga til að þroska með sér heilbrigða sjálfs- mynd og siðferðiskennd. Öll þekkjum við söguna um nýju fötin keisarans, höfum ef til vill hleg- ið að heimsku fólksins að sjá ekki blekkinguna, að láta plata sig. Dáðst að sakleysi og ejnlægni barnsins sem þorði að sjá. Á íslandi er bann- að samkvæmt lögum að útbreiða klám og vændi og vera með ósiðlegt athæfi á opinberum stöðum. Flest þekkjum við klám þegar við sjáum klám og erum í raun meðvituð um að það er afskræming á eðlilegu kynlífi. Við þekkjum muninn á listdansi og klámsýningum og erum meðvituð um að nekt og erótík á í raun lítið skylt við slíka hluti. Samt hefur klæðskerum klámmarkaðarins á Is- landi tekist að markaðssetja sína vöru í gagnsæju dulargervi listdans. Þegar það blasir einnig við að klám- iðnaðurinn er að gera út á neyð kvenna þurfum við alvarlega að fara að velta fyrir okkur hvers konar „menningu" og viðhorf við erum að rækta með okkur í okkar samfélagi, hvaða skilaboð við erum að gefa börnum okkar og unglingum, hvers konar jarðveg við erum að skapa fyrir lífstréð okkar, fjölskylduna. Allar fjölskyldur fá margskonar þroskaverkefni, áföll og kreppur að glíma við og hafa að einhverju leyti mismunandi forsendur og mögu- leika vegna innri og ytri aðstæðna til að takast á við margþættan vanda lífsins. Sem einstaklingar höfum við fengið mismunandi veganesti með okkur út í lífið og höfum þannig mis- munandi forsendur til að fóta okkur og halda jafnvægi á álagstímum og læra að takast á við hin neikvæðu öfl tilverunnar þannig að við lendum ekki sjálf inn í niðurrifsvítahring sjálfsniðurlægingar og flótta. Við þörfnumst samfélags sem styrkir okkur í að læra að taka ábyrgð á okkur sjálfum, auka okkar lífshæfni, þ.e. getunnar til skapandi starfs, getunnar til að læra að elska okkur sjálf og aðra, þróa djúp og ná- in tilfinningatengsl við aðra mann- eskju, njóta heilbrigðra ásta og gleði, taka ábyrgð á eigin heilsu. Við þörfnumst samfélags sem kennir okkur að virða bæði kynin jafnt, Karólfna Stefánsdóttir Byggingaplatan WÖIM)©® sem allir hafa beðið eftir VlROC®byggingaplatan er fyrir VIROC*byggingaplatan er platan veggi, loft og gólf sem verkfræðingurinn getur VIROC®byggingaplatan er eldþolin, fyrirskrifað blint. vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VlROCbyggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni ViROC®byggingaplatan er umhverfisvæn PÞ &CO Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 1 568 6100 Klám Skoðanakannanir sýna að meirihluti lands- manna er á móti klám- væðingu, segir Karóhna Stefánsdóttir, en það þarf samstillt átak og aukna meðvitund til að snúa þessari óheillaþróun við. hvort sem er til launa, ásta eða ann- arra þátta tilverunnar. I viðskiptaheimi klámsins virðast engin siðferðileg lögmál gilda. Kon- ur og kvenleikinn er notaður á nið- urlægjandi hátt í gróðaskyni sem söluvara í nafni frelsis. Kynlífið og hið nána í samskiptum kynjanna af- skræmt og niðurlægt. Það alvarleg- asta er þó kannski að þeim skoðun- um er óspart komið á markað að þetta sé það sem nútíminn kjósi, þetta sé löglegt, konurnar velji þetta sjálfar og að eftirspurnin réttlæti og sanni ágæti þessa alls. Klámvæðingin og hugarfarið sem henni fylgir er farið að menga allt okkar líf og hefur auðvitað alvarleg- ustu áhrifin þar sem síst skyldi, á óþroskaða, unga eða veika einstakl- inga og inn í fjölskyldutengsl þar sem ærinn uppsafnaður vandi er fýrir. Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti landsmanna er á móti þessari klámvæðingu, en það þarf samstillt átak og aukna meðvitund til að snúa þessari óheillaþróun við. Þagnai-múrinn var rofinn á síðustu mánuðum liðins árs, en það er mér áhyggjuefni að sú umræða sem þá fór vel af stað er aftur orðin afar lág- róma. Mér finnst mikilvægt að við reynum að taka heildstætt á þessu máli og gerum okkur grein fyrir að hér er um viðfangsefni að ræða sem reynir verulega á hæfni okkar og getu til að stuðla að framtíðarheil- brigði í samfélaginu. Höfundur er félagsráðgjafí og vinn- ur sem fjölskylduráðgjafi á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri. Folic Xdd 400 mcg 1 250 TABLETS Fólinsýra fyrir barnshafandi konur Apótekið Smáratorgi ♦ Apófekíó Spðnginni Apólekió Kringíufini* Apótekið Smiðjuveyí Apótakið Suðuratrðnd* Apótekið iðufeili Apótekíó Hagkaup Sksifunni Apótekið Hagkaup Akureyri Hainatfjaróðr Apótek Apótekið Nýkaupum Mosfclisbos ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 45 . QQQS „Change is out - Charge is in“ Ray Jutkins slaer í gegn hvar sem hann kemur. Með ræðusnilld sinni, orðaleikjum og eldmóði naer hann óskiptri athygli gesta sinna og veitir þeim innblástur, hvatningu og ómælda skemmtan. Á þessum fyrirlestri mun Ray meðal annars fjalla um breyttar og auknar kröfur markaðsins og markhópanna „Change is out - Charge is in“. Hvernig „árásin" eða áhlaupið hefur tekið við sem aðaláhersla í stað áherslunnar á slfelldar breydngar. Einnig fræðir hann okkur um gæða- og þjónustu- stjórnun á 21. öldinni „Quality & Service Customer Care into the 2lst Century" og margt fleira. Það verður enginn svikinn af fyrirlestri sem er framreiddur af Ray Jutkins. Dagskrá 25.febrúar 9.00-9.30 Afhending ráðstefnugagna. 9.30-9.40 Ráðstefnan sett Ingólfur Guðmundsson.formaður ÍMARK. 9.40-11.30 Quality & Service Customer Care into the 21 st Century (Gæða- og þjónustustjórnun). Ray Jutkins 11.30- 13.00 Hádegisverður á Radisson SAS Hótel Sögu. Gunnar Kristjánsson, forstjóri SÍF, segir frá markaðsstarfi fyrirtækisins. 13.00-16.00 Change is out - Charge is in (Árás 2000). New media, market trends, who profits? (Framtíðin í gagnvirkri miðlun). Ray Jutkins 16.30- 18.00 Athyglisverðustu auglýsingar ársins (AAÁ). 18.00-19.00 Léttar veitingar í anddyri í boði Sól-Víking ogVífilfells. Fyrirtækjakynning og sýning. Þátttökugjald er 15.900 kr. fyrir félaga í ÍMARK og 21.900 kr. fyrir aðra. Innifalinn er hádegisverður, kaffiveitingar og vegleg fundartaska. Þátttökugjald má greiða með VISA eða EURO. Til að fá aðgöngumiða á félagsverði þarf við- komandi að hafa greitt félagsgjöld ÍMARK. Unnt er að greiða félagsgjöld við skráningu eða við innganginn. Nánari upplýsingar og skráning á skrifetofu ÍMARK í síma 511 4888 og 899 0689. Einnig má tilkynna þátttöku með því að skrá sig á heimasíðu: www.imark.is eða senda tölvupóst: imark@imark.is Athugið að tilkynna þátttöku sem fyrst þar sem sætafjöldi er takmarkaður. ♦ I M A R K FElAG ISIENSKS MARKADSFÓLKS Radisson S4S HkA.NP„H„OlT..K,l V.K.j.AV.f Kj ArmúU 9 108 Rcykjtvfk krlimd iW Margt smátt OPIN KERFI HF rPTSIISZESIIEl UKjaBHBwi LmdsbanKi Iskimis 4:SVANS2 |3 f » r . , ‘‘ •vs' í * . •»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.