Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ * HESTAR Bruninn á Varmár- bökkum vekur óhiig Margir hestamenn í Mosfellsbæ óku með hnút í maganum í hest- húsahverfíð á Varm- árbökkum á föstudag > þegar fréttist að eldur logaði í einu húsanna. Getur verið að kviknað sé í húsinu mínu og hestarnir kafnaðir í reyk? flaug gegnum huga Valdimars Krist- inssonar og eflaust ann- arra sem þar eiga hesta. Pótt umræða um bruna- . , hættu fari ekki hátt búa hesthúsaeigendur stöð- ugt við nagandi ótta. Þakið á hesthúsinu er únýtt og kaffistofa sem var í smíðum líka en inn- réttingar í hesthúsinu sluppu nokkuð vel þétt ekki séu þær óskemmdar. HESTHÚSAHVERFIN eru að jafn- aði yfirgefin að kvöldi og að öllu jöfnu er þar enginn á ferli fyrr en snemma að morgni og því hægt að segja að þau séu eftirlitslaus þennan tíma og þegar eldurinn er annarsvegar eru hlutimir fljótir að gerast. Bruninn að Varmárbökkum á föstudag hefur ýtt "" illþyrmilega við hestamönnum víða um land og þeir eru sjálfsagt margir sem velta nú fyrir sér hvort hlutimir séu í lagi hjá sér. Það er kaldhæðnis- legt að til þurfi hörmulegan dauð- daga 19 hrossa og stórskemmd á nýju og vönduðu hesthúsi til að ýta við mönnum og fá þá til að hugsa alvar- lega um brunavamir í hesthúsahverf- unum. Hestamannafélagið Fákur brást snarlega við og boðaði til fund- ar strax daginn eftir brunann þar sem málin vom rædd á ýmsa vegu og Hörður í Kjósarsýslu mun halda fund í Harðarbóli á Varmárbökkum í kvöld þar sem nokkrir aðilar munu kynna ýmsar hliðar branavarna og komið verður inn á hvað sé helst . ábótavant í hesthúsahverfunum. Kaffistofumar hættulegastar Bjami Mathiesen brunavörður sem var á fundinum hjá Fáki og verð- ur einnig á fundinum hjá Herði í kvöld sagði að vissulega gæfi bruninn á Varmárbökkum fulla ástæðu til að hestamenn fari yfir hlutina og kanni hvað megi bæta í branavömum í hesthúsahverfúnum. Hann sagðist hafa skoðað hverfin á höfuðborgar- svæðinu fyrir nokkram áram og eins og venja sé til fái húseigendur lista yfir það sem bæta þarf en það verði að segjast eins og er að eigendum sé nánast í sjálfsvald sett hvort þeir fari eftir þeim ábendingum sem gefnar v , séu. Eldvamareftirlitið hafi vart bol- magn til að fylgja því eftir hvort það sé gert. Bjami sem var sjálfur um árabil í hestamennsku og meðal ann- ars formaður Harðar í nokkur ár seg- ir að það séu fyrst og fremst kaffistof- umar í hesthúsunum sem stafi mest hætta af. Þar séu ýmis rafmagnstæki og þar á meðal rafmagnsofnar sem geti orsakað brana og sjaldnast séu kaffistofumar klæddar með eldtefj- andi efnum. Þá vanti mikið á að milli- veggir milli hesthúseininga séu eld- heldir en slíkt sé vissulega mikið atriði varðandi frekari útbreiðslu á eldi. Mfiliveggir eiga að vera steyptir og ná nánast upp í þakjám með þéttri steinull á mfili jáms og veggjar. Þá vanti nokkuð víða lofttúður en þær geti gegnt mikilvægu hlutverki við reyktæmingu þegar eldar loga. Það að reykur eigi greiða leið út getur dregið úr hitamyndun inni í húsunum og tafið fyrir brana auk þess sem skepnur geta lifað lengur ef rýmið fyllist ekki allt af reyk á augabragði. Bjami gat þess að tfi væra sérstakir skotgluggar eða reykræstfiúgur sem opnuðust við ákveðið hitastig og gætu þeir nýst vel við reykræstingu. Bjami sagði að verst væri ástandið í eldri hesthúsum sem byggð vora á þeim tímum sem reglugerðir hafi verið mun ófullkomnari en þær era í dag og menn oft verið að byggja hús af mismiklum efnum og því höfuðá- hersla lögð á að komast sem ódýrast frá hlutunum. Þá sé það alltaf þyngra í vöfum að fá menn til að gera bragar- bót á tilbúnum hesthúsum en þeim sem væri verið að byggja. Þó væri alltaf dæmi um það í nýbyggingum að ekki sé gengið nógu vel frá ýmsum þáttum branavarna og nefndi Bjarni sem dæmi millivegginn í húsinu sem brann á Varmárbökkum á föstudag. Hann hefði ekki verið nógu þéttur upp við þakjámið sem leiddi tfi þess að einingin í vesturenda hússins var orðin full af reyk og eldurinn á leið yf- ir steyptan millivegginn. Bjami segir að tíðni brana í hesthúsum sé ekki há. Á þeim 38 áram sem hann hefur starfað í slökkviliðinu hafi farist eitt- hvað á annað hundrað hross á höfuð- borgarsvæðinu. Hvað aðrar úrlausnir varðar kom fram á fundinum hjá Fáki að ýmsir möguleikar í branavörnum era fýrir hendi. Þar var meðal annars nefnt að hægt er að vakta hverfin allar nætur þann tíma ársins sem hross era al- mennt á húsi. Þá eru til ýmis viðvör- unarkerfi með reykskynjurum sem era beintengd við stjómstöðvar ör- yggisfyrirtækja og eða neyðarlínuna. Með slíkum kerfum yrði komið fyrir öryggisljósum á hesthúsunum svo auðveldar verði að finna það hús sem eldur logaði hugsanlega í. Gallinn við þessi kerfi er að þau geta farið í gang þegar ekki er um eld að ræða og sagði Bjami að sum kerfin væru verri en önnur hvað það varðaði. Báðar þessar leiðir kosta einhverja peninga og má reikna með að hestamenn muni reikna stíft næstu daga. Bjarni sagði að ef um ítrekuð gabb-útköll væri að ræða af þessum sökum yrðu eigendur að greiða íyrir þau. Dýravernd ofar öllu Það era fjórir þættir sem ýta við hestamönnum hvað varðar brana- vamir. í fyrsta lagi er það dýravemd að tryggja skepnum sem lokaðar era inni af mannavöldum sem best ör- yggi. Það hryllir mörgum við þeirri hugsun þegar blessaðar skepnurnar era lokaðar inni og geta sér enga björg veitt þegar hætta steðjar að. Þá kemur tilfinningaþátturinn næstur en yfirleitt era þau hross sem notuð era tfi frístundaiðju „miklir vinir“ eigendanna. Langstærstur hluti þeirra hrossa sem era í hesthúsa- hverfum falla undir þessa skilgrein- ingu og það að missa góðan hest, svo ekki sé nú talað um hesta, er litlu minna áfall en að missa nákominn ættingja. Og þá er komið að pening- nsTunD NÝTT-NÝTT Ný sterk fljótandi bíótínblanda FREMSTIR FYRIR GÆÐI Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hryssa Ragnhildar, Glíma frá Árbakka, var í vesturenda hússins og slapp naumlega ásamt 11 öðrum hrossum. Ragnhildur er afar glöð yfír að hafa heimt Glímu úr helju en döpur vegna hrossanna sem fórust. Breki frá Syðra-Skörðugili var eini hesturinn sem slapp lifandi úr eystrihluta hesthússins og er heilsa hans góð eftir atvikum. Hér eru þau á hestamóti á Varmárbökkum, Breki og Ragnhildur Haraldsdóttir. unum. Fjárhagstjónið við að missa hross er alltaf eitthvað og upp í að vera mjög mikið. í brananum á Var- márbökkum fórast mörg verðmæt hross, þau verðmætustu með réttu metin vel á aðra mfiljón króna. Heild- arverðmæti hrossanna sem fórast er að öllum líkindum ekki undir 10 mil- ljónum króna en hafa ber í huga að oft er erfitt að verðmeta hross því raunvirði þeirra fæst í raun aldrei fyrr en þau era seld. Vel þekkt er að eigendur hrossa leggja uppp með ákveðnar verðhugmyndir þegar selja skal hross en oftar en ekki reynist söluverðmætið lægra en reiknað hafði verið með. Fjórði þátturinn er svo eignartjón á mannvirkjum og þróunin virðist sú að því nýrri sem hesthúsin era sé tjónið meira því stöðugt meira virðist lagt í byggingar hesthúsa. Á móti vegur eins og fram kemur hjá Bjama Mathiesen að betur virðist að málum staðið við brunavarnir í nýju húsun- um. Húsið sem brann á Varmárbökk- um er tveggja ára gamalt en ekki full- frágengið að innan en að heita má írágengið að utan. Þakið á austurein- ingu hússins sem er um 2/3 af hest- hússlengjunni er alveg ónýtt og lítur jafnvel út fyrir að skipta verði um þak á allri lengjunni. Verið var að inn- rétta kaffistofu undir súð fyrir miðju lengjunni og er hún gerónýt. Innrétt- ingar í austurendanum virðast hafa sloppið að mestu en eftir er þó að kanna hvort heitgalavansering hafi skemmst eitthvað. Rennihurðir era fyrir stíunum og er brautin sem þær renna á rafgalavanserað og virðist hún ónýt. Gler í öllum gluggum aust- urendans er ónýtt og allar raflagnir sömuleiðis í austurenda. Ekki hafði verið fullkannað hvort steyptur milli- veggur sé ónýtur en granur leikur á að steypa þurfi nýjan vegg. Endur- bygging hússins mun hefjast um leið og mati á skemmdum er lokið. Hesta- mannafélagið Hörður er að skipu- leggja í samráði við eigendur endur- reisnarátak svo hægt verði að taka hross inn í húsið sem fyrst. Þá hefur verið opnaður söfnunarreikningur í Búnaðarbankanum í Mosfellsbæ þar sem hægt er að koma framlögum í söfnun tfi handa eigendum hesthúss- ins sem urðu fyrir miklum fjár- hagsskaða sem ekki fæst allur bætt- ur úr tryggingum. Reikningsnúmerið er 315-13-10000. Súrefnisgjöfin skipti sköpum Hestarnir sem sluppu lifandi úr eldsvoðanum era allir við ótrúlega góða hefisu að mati Helga Sigurðs- sonar dýralæknis sem hefur annast þá í eftirmeðferð. Einn hestanna, Breki frá Syðra-Skörðugili, sá eini sem bjargaðist úr austurendanum er allur að braggast og sagði Helgi að líklega hefði skipt sköpum að slökkvi- liðsmenn hefðu gefið honum súrefni strax eftir björgunina. Hann mun lifa en ekki er ljóst hversu rnfidll bógur hann verði að úthaldi og þreki, það mun tíminn leiða í ljós. Taldi Helgi að honum yrði hætt við að fá heymæði í framhaldinu. Þá fannst honum merkilegt hversu hressir hinir hest- arnir vora og vora fljótir að ná sér því samkvæmt lýsingu hefði loftið verið orðið svo reykmettað að þeir Eysteinn Leifsson tamningamaðm- og Viðar Pálmason urðu frá að hverfa þegar ennþá vora fimm hestar inni í húsinu. Fóra þá reykkafarar frá slökkvfiiðinu inn tfi að bjarga þeim. Svo vel vildi til að næsta hesthús fyrir neðan það branna var autt og var tíu hrossanna komið fyrir þar en tvö era í öðram húsum. Tryggingamál hrossa hefur borið allnokkuð á góma í kjölfar branans en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.