Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarst]orn Vestmannaeyja V antrauststillaga á bæjarstjórann felld VANTRAUSTSTILLAGA, sem Vestmannaeyjalistinn bar fram á bæjarstjórann í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag, var felld með fjórum at- kvæðum sjálfstæðismanna gegn þremur atkvæðum Vestmannaeyja- listans. Þorgerður Jóhannsdóttir, oddviti minnihlutans, segir ástæðui- vantrauststillögunnar slæma fjái'- hagsstöðu og atvinnuástand í Vest- mannaeyjum en Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir persónulegar ástæður liggja að baki tillögunni. „Við höfum gagnrýnt mjög lengi þá fjármálastjórn sem rekin er af Sjálf- stæðisflokknum sem og þá stefnu sem rekin er varðandi atvinnuuppbygg- ingu og fleira," segir Þorgerður. Eftirlitsnefnd með fjárhag sveitar- félaganna hefur sent bréf til bæjai’- stjórnar Vestmannaeyja þar sem vak- in var athygli á slæmri fjárhagsstöðu Varð að hætta við ncnri rvi í bæjarsjóðs og óskað skýringa og upp- lýsinga. Þorgerður segir að bréfið hafi sýnt minnihlutanum fram á að ekki yrði lengur við svo búið. „Okkur fmnst Sjálfstæðisflokkurinn ekki vilja taka á fjármálum sveitarfélagsins. Það er búið að hækka hér allar álög- ur, þær eru í botni og við höfum ekki meira að sækja til bæjarbúa. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar var skulda- staðan aukin enn og við sjáum ekki fram á að það eigi að fara að greiða niður skuldimar," segir Þorgerður. Hún segir að Vestmannaeyjalistinn hafi lagt áherslu á að mikið sé athuga- vert við fjármál sveitarfélagsins og ítrekað bent á að íbúum hafi fækkað og tekjur dregist saman. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri segir ástæður vantrauststillögunnar af persónulegum toga. „Við Ragnar Óskarsson, núverandi bæjarfulltrúi, háðum einvígi árið 1994 um embætti bæjarstjóra og ég vann það einvígi. Þetta er uppsafnaður pirringur vegna ýmissa mála sem hafa komið upp síð- an ég byrjaði. Þorgerður oddviti er fulltrúi starfsmannafélagsins. Ég lenti í miklum átökum við hana þegar ég lét loka lífeyrissjóði Starfsmanna- félags Vestmannaeyjabæjar í óþökk hennar og Ögmundar Jónassonar. Þetta var hins vegar lykilatriði í því að bærinn réði við það að borga niður líf- eyrisskuldbindingar því hann er ábyrgur fyrir sjóðnum. Þau eru að nota íyrsta tækifæri til að klekkja á mér persónulega," segir Guðjón. Hann segir að Vestmannaeyjabær hafi ekki einn fengið sent bréf frá eft- irlitsnefnd með fjárhag sveitarfélaga heldur 18 önnur sveitarfélög. Mikil sveifla sé í tekjum bæjarsjóðs sem ráðist mest af gengi sjávarútvegsins. Röskva með jafnt hlutfall kynjanna i m r 'I' f I m ■ I $ 1 ; r •* ; .? f i fj ;*í Morgunblaðið/Finnur Pétursson Væn eldisbleikja Varð að hætta við gönguferð FRANSKUR ferðalangur, sem lagði á Holtavörðuheiði á laugardag og hugðist ganga einn síns liðs yfir landið á gönguskíðum, varð að snúa við á sunnudag þar sem gas- kútur sprakk í tjaldi hans. Þrátt fyrir áfallið hefur Frakkinn ekki gefist upp og hyggst leggja aftur á heiðina hið fyrsta, en í upphafi ætlaði hann sér 20 daga til að kom- ast á Austfirði. Slíkt ferðalag mun göngumaður ekki áður hafa tekist á hendur einn síns liðs. RÖSKVA, samtök félagshyggjufólks í Háskóla Islands, kynnti síðastliðið laugardagskvöld lista sinn í kosning- um til Stúdentaráðs og háskólaráðs 23. febrúar nk. Listana skipa 12 kon- ur og 12 karlar úr öllum deildum há- skólasamfélagsins. Framboðslistann til Stúdentaráðs skipa Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræði, Sara Hlín Hálfdanardóttir, stjómmálafræði, Guðmundur Ómar Hafsteinsson, lögfræði, Haukur Agn- arsson, mannfræði, Margrét Vilborg Bjamadóttir, umhverfis- og bygg- ingaverkfræði, Þorgerður Bene- diktsdóttir, líffræði, Ólöf Ásdís Ólafs- dóttir, hjúkrunarfræði, Grímur Sigurðsson, lögfræði, María Hmnd Marinósdóttir, stjórnmálafræði, Reynir Jónsson, viðskiptafræði, Þóra M. Júlíusdóttir, sálfræði, Þóra Kari- tas Ámadóttir, guðfræði, Matthildur Ásmundsdóttir, námsbraut í sjúkra- þjálfun, Anna Björg Bjarnadóttir, sagnfræði, Kai Stefan Voerste, við- skiptafræði, Edward Huijbens, jarð- og landfræði, Pétur Maack, sálfræði, og Finnur Beck, stjórnmálafræði. Framboðslistann til Háskólaráðs skipa Dagný Jónsdóttir, íslensku, Hlynur Páll Pálsson, bókmennta- fræði, Karólína Stefánsdóttir, sagn- fræði, Geir Freysson, eðlisfræði, Snorri Freyr Dónaldsson, læknis- fræði, og Katrín Jakobsdóttir, ís- lensku. STÆRSTA bleikja sem komið hefur til slátrunar hjá Eyraeldi ehf. á Tálknafirði vó 6,38 kg slægð sem mun vera nálægt 14 pundum. Árni O. Sigurðsson, starfsmað- ur Eyraeldis, heldur hér á bleikj- unni vænu en hún fór á markað í Bandaríkjunum eins og aðrar af- urðir fyrirtækisins. Umfangsmiklar rannsóknir á áhrifum iðnaðarsvæðisins á Grundartanga UMFANGSMIKLAR rannsóknir, sem hafa staðið yfir frá miðju ári 1997 fram til júní 1999 á náttúm Hvalfjarðarsvæðisins, hafa leitt í ljós að áhrif iðnaðarsvæðisins á Gmndar- tanga á náttúmna em í öllum tilvik- um undir viðmiðunarmörkum sem gilda í umhverfinu. Neikvæðra þátta varð ekki vart á þá umhverfisþætti sem vora skoðaðir. Rannsóknirnar vom fram- kvæmdar af óháðum aðilum og rann- sóknarstofnunum, þ.e. Iðntækni- stofnun, Raunvísindastofnun, Nátt- úmfræðistofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, rannsóknastöðinni að Keldum og verkfræðistofunni Vista hf. Verkefnisstjóm var.í hönd- um verkfræðistofurínar Hönnunar hf. og í lokaskýrslu, seni nú er-komin út, er greint frá niðurstöðum þessara rannsókna. Framkvæmdar vora rannsóknir á loftgæðum, gróðri, jarðvegi og sig; vatni, ferskvatni og búfénaði. I skýrslunni kemur fram að til era rannsóknir á umhverfisþáttum á Gmndartangasvæðinu frá áttunda áratugnum áður en Jámblendi- verksmiðjan hóf starfsemi sína. Með þessum rannsóknum hafi verið skil- greint nokkurs konar gmnngildi um- hverfisþátta áður en iðnaðar- starfsemi hófst á Grundartanga, svokölluð gmnnlínugildi. Með rann- sóknunum sem gerðar vom 1997 og 1998 var m.a. verið að uppfylla kröf- ur starfsleyfis Norðuráls. Með rann- sóknunum er skilgreint nýtt gmnn- gildi umhverfisþátta áður en rekstur álvers hefst og þriðji járnblendiofn- inn er tekinn í notkun. I skýrslunni segir að þetta sé nauðsynlegt svo hægt sé að gera samanburð á gmnn- gildunum og sjá þannig hver áhrif járnblendiverksmiðjunnar hafa ver- ið. Einnig sé nauðsynlegt að til stað- ar sé nýtt grunngildi svo hægt sé að Ekki vart neinna neikvæðra áhrifa gera grein fyrir áhrifum frekari upp- byggingar á svæðinu á umhverfið. Þá kemur fram að vöktun í nágrenni iðnaðarsvæðisins er mikilvægur lið- ur í mótvægisaðgerðum gegn um- hverfisáhrifum mengunar. Vöktun- aráætlun tekur m.a. mið af niðurstöðum grannrannsókna og fyrirhuguðum auknum umsvifum á svæðinu. Tilgangur vöktunar er m.a. að meta hvort kröful- starfsleyfis séu uppfylltar og áhrif stækkunar á um- hverfi með samanburði við gmnn- gildi helstu umhverfisþátta. Gildi flúors hækkað en er innan viðmiðunarmarka Rannsóknir á loftgæðum var eitt af þremur meginverkefnum um- hverfisrannsóknanna í Hvalfirði. Undir þessar rannsóknir falla mæl- ingar á brennisteini í lofti, svifryki, úrkomumælingar, sýmstigi, flúor, súlfat, klór, natríum og nítrat, vind- átt og vindhraða, hitastigi og raka- stigi. Umhverfisrannsóknimar í Hval- firði árin 1997-1998 sýna að upp- spretta -svifryks í Hvalfirði er ekki iðnaðarsvæðið heldur verður að leita uppsprettunnar utan þess. Upp- spretta flúors umfram gmnngildi í lofti er álver Norðuráls á Gmndar- tanga og hafa gildi flúors hækkað frá granngildum en em alls staðar innan þeirra viðmiðunarmarka sem sett em í starfsleyfi fyrir Norðurál. Þá er einnig ljós af rannsóknunum að aðal- uppspretta brennisteinstvíoxíðs í Hvalfirði er iðnaðarsvæðið á Grund- artanga. Merkja má heildaraukn- ingu milli áranna 1997-1998 og 1998- 1999 þegar bæði fyrirtækin em í full- um rekstri frá og með febrúar 1999 en aukningin er þó ekki veruleg. Brennisteinsdíoxíð fer hvergi yfir viðmiðunarmörk fyrir ársmeðaltal. Gróður, jarðvegur og sigvatn Sýmstig í jarðvegi á fóstum mæli- stöðvum í Hvalfirði er fremur lágt. Styrkur flúors, þungmálma og ann- arra snefilefna í sigvatni er almennt lítill á svæðinu. Ef undan er skilinn styrkur járns, mangans og áls í sig- vatni er allt rannsakað vatn í ná- grenni Grundartanga drykkjarhæft. Flúormagn var lítið í gróður- og heysýnum. Mesta flúormagn er 7-8 ppm í þurrefni en mörk þess að áhrifa fari að gæta á búfénað era á bilinu 30-60 ppm í þurrefni. Brenni- steinsmagn í heyjum í nágrenni Gmndartanga er vel innan þeirra marka sem var í heyjum sumrin 1995-1996 á Suðurlandi. Mælingar sýna lítið magn flúors í gróðri árið 1997. Aukning varð á flúor í gróðri milli áranna 1997 og 1998. Þó er styrkur flúors í grasi ekki yfir þeim mörkum sem teljast æskileg í beitar- gróðri. Tegundafjölbreytni fléttna og mosa á klapparsamfélögum hefur ekki breyst á tímabilinu 1976-1997. Gildir það jafnt um allt svæðið að 1 km fjarlægð frá Gmndartanga. Flúoríðútblástur frá verks- miðju Norðuráls 1999 og áætlaður Breytingar í gróðurþekju einstakra gróðurmatsreita em meiri í ná- grenni Grundartanga en fjær. Mæl- ing sem gerð var á magni brenni- steins í klettastrýi við Stekkjarás gaf til kynna að töluvert hafi þegar safn- ast fyrir af brennisteini í þal flétt- unnar án þess að þolmörkum hafi verið náð, eins og segir í skýrslunni. „Því er þess að vænta að verði vem- leg aukning á útstreymi mengunar- efna, einkum brennisteinstvíoxíðs eða flúors, í framtíðinni, geti farið að gæta gróðurbreytinga á klappar- samfélögum í næsta nágrenni Grundartanga," segir í skýrslunni. Meginniðurstöður rannsókna sýna að styrkur brennisteins í Laxá við Vogatungu og Þverá við Geitaberg var minni á ámnum 1997-1999 en 1973 og 1974. Það em því ekki sjáan- leg áhrif 20 ára reksturs járnblendi- verksmiðjunnar á brennisteins- innihald straumvatna á svæðinu. Styrkur flúors í straumvatni á svæð- inu er lítill eða eins og hann er lægst- ur á íslandi utan eldvirku beltanna. Niðurstöður efnagreininga yfir- borðsvatns, á þeim sjö stöðum þar sem sýni hafa verið tekin með reglu- legu millibili eftir að Norðúrál var gangsett, sýna að ekki hafa orðið breytingar á styrk flúors, brenni- steins og klórs aðrar en árstíða- bundnar. Styrkur brennisteins í Laxá I Leirársveit við Vogatungu og Þverá við Geitaberg á ámnum 1973 og 1974 var töluvert hærri heldur en meðal- styrkur brennisteins í ánum 1997- 1998 og 1998-1999. í skýrslunni segh' að athyglisvert sé að sarns konar minnkun á brennisteini greinist í straumvötnum á Suðurlandi. „Minnkunin er hugsanlega tengd minni brennisteini í andrúmslofti yf- ir Norður-Atlantshafi en útblástui' brennisteins náði hámarki um 1980 í Norður-Ameríku og Evrópu en hef- ur minnkað síðan.“ Gerðar vom mælingar á flúor í beinösku sauðfjár og dýralæknir skoðaði kjálkana áður en þeir voru malaðir og brenndir. Valið var sauð- fé af bæjum með tilliti til sauðfjárbú- skapar og afstöðu og fjarlægðar frá álverinu, eða í 5-20 km radíus frá iðnaðarsvæðinu á Gmndartanga. Við athugun á Keldum sáust ekki neinar breytingar á eðlilegu ástandi á kjálk- um frá haustinu 1997. Kjálkabein skoðuð haustið 1998 báru þess held- ur ekki nein merki að hafa orðið fyrir áreiti af völdum flúors.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.