Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verðbólfflispár fjármálafyrirtækia fyrir febrúarmánuð Ýmist spáð verðbólg’u eða verðhjöðnun VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI virðast ekki á eitt sátt um hverjar breytingar verði á vísitölu neyslu- verðs í febrúarmánuði, en Hagstofan mun birta vísitöluna 10. febrúar. Sérfræðingar Landsbanka íslands gera ráð fyrir 0,16% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða, íslandsbanki F&M 0,2% hækkun, FBA 0,15% lækkun og Kaupþing spáir því að vísitalan haldist óbreytt. Landsbankinn segir að 0,16% verðbólguspá sín leiði til 1,94% verðbólgu á ársgrundvelli. Segir í spánni að hækkun matvöru vegi þyngst svo og hækkanir á verði íbúðarhúsnæðis. Bendir bankinn á að undanfarin tvö ár hafl febrúarmánuður verið mánuður verðhjöðnunar. Helstu forsendur verðbólguspár Kaupþings eru þær að gert er ráð fyrir 1% hækkun á matvöru, 0,8% hækkun á húsaleigu, 1,75% hækkun á bjór og 0,67% á öðru áfengi og 5% lækkun á fatnaði. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins segir í for- sendum sínum að verð matvöru og húsnæðis sé metið til hækkunar vísitölunnar, en til lækkunar verð á fötum og skóm vegna útsalna. Sérfræðingar FBA gera ráð fyrir að verðbólgan yfír árið verði óbreytt frá fyrri spá sinni, eða 4,2%. íslandsbanki F&M spáir 3,1% hækkun vísitöl- unnar yfir árið 2000 og 5,0% hækkun milli árs- meðaltala 1999 og 2000. Segir í spánni að febrúar- mánuður sé almennt verðhjöðnunarmánuður vegna áhrifa útsalna. Nú megi hins vegar búast við að verðhækkanir á matvöru vegi upp á móti verð- lækkunum á fatnaði og skóm. Áfengi hafi hækkað í verði um mánaðamótin en áhrif þess á vísitölu neysluverðs séu hverfandi. Áfram megi búast við einhverri hækkun á verði á íbúðarhúsnæði. Bankinn bendir á að krónan hafi haldist sterk síðasta mánuðinn, enda hafi Seðlabankinn hækkað vexti um 0,8% í byrjun janúar. Útlit sé íyrir hóf- lega hækkun neysluverðsvísitölunnar næstu tvo mánuði og í því ljósi gerir bankinn ekki ráð fyrir frekari hækkun vaxta Seðlabankans á fyrsta árs- fjórðungi nema ef gengi krónunnar gefur eftir. Islandsbanki F&M telur ennfremur að þar sem Flóabandalagið svonefnda hafi sett fram kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga og innan þess sé um þriðjungur vinnuafls, búist bankinn við 4,5% hækkun nafnlauna í febrúar í stað 4,0% í síðustu verðbólguspá F&M. Gert ráð fyrir óbreyttu innflutningsgengi. Að 2,0% launaskrið verði á þessu ári og framleiðni- aukning verði 2,0% í samræmi við spá Þjóðhags- stofnunar. Þá er gert ráð fyrir að erlent verðlag hækki um 2,5% á árinu og bætir bankinn því við að bætt hafi verið við sérstökum árstíðabundnum áhrifum. Samkeppni Burnham International Morgunblaðið/Ásdís Margrét Sigvaldadóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Einars, Darri Mikaelsson fyrir Þórodd og Sigrún Kr. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Gæðastjórnunarfólagsins, tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins. Markaðssetning’ físks á Netinu EINAR Sigvaldason hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni „Intemet viðskiptahugmynd 21. aldarinnar", sem verðbréfafyrirtækið Bumham Intemational stóð fyrir. Tólf tillögur bárust í samkeppnina sem, samkvæmt fréttatilkynningu, bera allar vott um hugmyndaauðgi, áræði og skilning á möguleikum Netsins. Er það mat dómnefndar- innar að flestar ef ekki allar tillög- urnar sem bámst í keppnina eigi mikla möguleika á því að ná góðum árangri ef rétt er haldið á spilunum og farið af stað með þær að undan- genginni vandaðri undirbúnings- vinnu. Þau sjónarmið sem dómnefndin hafði að leiðarljósi, við skoðun á til- lögunum, var mat á: Fmmleika, vænleika bæði tæknilega og fjár- málalega, yfirgrip, samkeppnis- hæfni, vemdunarhæfni, áætlun hvað varðar tekjumöguleika, kostnað og langtímamarkmið og loks mögulegt verðmæti eftir 3 ár, að ,því er fram kemur í fréttatilkynningu. Hugmynd Einars byggist á sölu og markaðsetningu fisks og hlaut hann 300 þúsund krónur í verðlaun. Þóroddur Ingvarsson hafnaði í öðm sæti en hugmynd hans er á sviði íþróttaiðkunar. Hugmynd Gæða- stjórnunarfélags íslands, sem hlaut þriðju verðlaun, lýtur að því að auð- velda félögum, fyrirtækjum og stofn- unum að dagsetja ráðstefnur og alla stærri viðburði ásamt því að auka hagræði við skipulagningu og fram- kvæmd viðkomandi viðburðar. Að auki taldi dómnefnd tvær aðrar tillögur góðar. Önnur nefnist „Þekk- ingarsetur á Netinu" og er höfundur hennar Helgi Öm Viggósson Hugmyndin gengur út á að koma upp fyiirtæki á sviði viðskipta- greindar (e. business intelligence). Hin nefnist „Gagnaflutningur" og em höfundar hennar Högni Hall- grímsson, Hlynur Konráðsson og Brent Thompson. Sú hugmynd gengur út á að auðvelda notendum sendingu gagna á ömggan hátt yfir Netið. í dómnefnd samkeppninnar sátu þeir Guðmundur Franklín Jónsson, Gísli Hjálmtýsson og Jón Finnboga- son. Carlsberghluta- bréf hrapa í verði REUTERS Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. OF hægt og of ómarkvisst. Þetta er inntakið í gagnrýni sem nú steypist yfir stjóm Carlsberg með sífallandi hlutabréfaverði, hikandi aðgerðum og skorti á krafti til að fylgja eftir takmarkinu um að verða eitt af fimm stærstu bmgghúsum í heimi. Innan- húss virðist ánægjan heldur ekki mikil, því á einu ári hafa sjö yfirmenn í Carlsberg hætt störfum án þess að hluthafar hafi fengið viðhlítandi skýringar. Um þessar mundir er aðaláhersl- an á að selja frá Tivoli og Royal Scandinavia, sem á fræg hönnunar- fyrirtæki eins og Georg Jensen, dönsku postulínsverksmiðjurnar og glerverksmiðjur. Ætlunin er að ein- beita sér að öli og gosdrykkjum, en klukkan tifar og Carlsberg hefur hvað eftir annað mátt horfa upp á keppinautana vaxa enn meir við kaup á bragghúsum, sem Carlsberg var líka á höttunum eftir. Með breyttum neysluvenjum, rneiri gosdrykkja- og vínneyslu á kostnað bjórsins einbeitir Carlsberg sér einnig að gosdrykkjaframleiðslu. í viðbót við eigin framleiðslu var tek- ið upp samstarf við Coca-Cola 1997, en tilnefning Coca-Cola á Carlsberg sem samstarfsaðila á Norðurlöndum hefur ekki reynst sú náma, sem von- ast var til. Carlsberg á meirihlutann í Coca- Cola Nordic Beverages, CCNB, sem á einnig að þoka sér yfir á markaðinn í Eystrasaltslöndunum. Þar hafa samstarfsaðilamir þó ekki komið sér saman um verðið á sölusamningum. Um leið gerist heldur ekkert á hinum víðáttustóra Rússlandsmarkaði, sem átti að verða næsta samstarfssvæði. Og þar við bætist að sala á kóki hefur staðið í stað rétt eins og er að gerast með fleiri alþjóðleg vöramerki. Heima fyrir hefur bjórneysla minnkað um fimmtung undanfarin Það er ekki víst að hluthafar í Carlsberg séu jafn kampakátir og fyrirsætan og leikkona Carmen EI- ectra en verð hlutabréfa í Carls- berg hefur lækkað mikið. fimm ár og það ýtir undir þörfina á stærri markaðshlutdeild erlendis, en þar hefur fátt eitt gerst. Endur- skipulagning stendur yfir, 230 starfsmönnum hefur verið sagt upp og talað er um að áætlað sé að spara 50 milljónir danskra króna á ári. Sérfræðingar tala um að nær sé lagi að spara þurfi 200 milljónir. Það hefur ekki verið góð ávöxtun að eiga Carlsberg-hlutabréf undan- farin ár. Síðan Flemming Lindelov tók við stöðu framkvæmdastjóra 1996 hafa hlutabréf í Carlsberg fallið um 29 prósent, meðan valin hluta- bréf í helstu dönsku fyrirtækjunum hafa stigið um 110 prósent. Þessari þróun þarf Lindelov að snúa við, en þolinmæði hluthafa, ekki síst stórra stofnanafjárfesta, virðist nálgast að vera á þrotum. Vaxtar- sjóðurinn hækkaði um 47% 1999 j GENGI hlutabréfa í Vaxtarsjóðnum 1 hf. hækkaði um 47% á árinu 1999. Óinnleystur geymsluhagnaður að frádregnu tapi Vaxtarsjóðsins hf. á árinu var 75 milljónir króna, og tap tímabilsins samkvæmt rekstrar- reikningi var þrjár milljónir króna. I tilkynningu frá Vaxtarsjóðnum hf. kemur fram að heildareignir sjóðsins í árslok námu 513 milljónum króna og var hlutafé félagsins 364 milljónir. í árslok 1999 átti sjóðurinn hlutabréf í 13 innlendum hlutafélög- um. Þeirra stærstir vom eignarhlut- ar sjóðsins í Opnum kerfum hf. 59 m.kr., íslandsbanka hf. 58 m.kr., Tryggingamiðstöðinni hf. 41 m.kr. og Flugleiðum hf. 34 m.kr. Hluthafar Vaxtarsjóðsins hf. vom 1.534 í árslok 1999, en þeir vom 589 í árslok 1998. Félagið var stofnað í árslok 1996 og er tilgangur þess að fjárfesta í hlutafé skráðra og óskráðra fyrir- tækja sem talin em eiga verulega vaxtar- og/eða hagnaðarmöguleika innanlands eða utan eða em álitin vanmetin á hlutabréfamörkuðum. ------►-+-♦---- Gjaldeyris- forðinn dregst sam- an um 3,6 milljarða GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans dróst saman um 3,6 milljarða króna í janúar og nam 32,2 milljörð- t um króna í lok mánaðarins (jafn- virði 439 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Minnkun forð- ans í janúar skýrist m.a. af því að endurgreiddar vom innstæður á innlendum gjaldeyrisreikningum sem lagðar vom inn í desember. Erlend skammtímalán bankans námu 4,8 milljörðum í mánaðarlok og höfðu hækkað um 1,1 milljarð í mánuðinum. í frétt frá Seðlabankanum kemur fram að gengi íslensku krónunnar, mælt með vísitölu gengisskráning- ar, var nær óbreytt í mánuðinum. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir jukust um 2,9 milljarða króna í janúar og námu 32,4 millj- örðum króna í lok mánaðarins. Kröfur á aðrar fjármálastofnanir lækkuðu aftur á móti um 3 millj- arða króna í mánuðinum og vom 6,7 milljarðar í lok hans. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnan- ir lækkuðu um 9,4 milljarða króna í janúar og voru neikvæðar um 21 milljarð króna í lok mánaðarins. Gmnnfé bankans dróst saman um 15,1 milljarð króna í mánuðinum og nam 21,1 milljörðum króna í lok hans. Lífeyrissjóður danskra lækna gagnrýndur Kaupmannahöfn. Mor^unblaðið. EIGA lífeyrissjóðir að fjárfesta í samræmi við siðferðisvitund sjóðs- félaga, eða eingöngu út frá arðsem- issjónarmiði? Þessarar spurningar er æ oftar spurt og nú hefur umræð- an blossað upp meðal danskra lækna eftir að Dagens Medicin sagði frá fjárfestingum lífeyrissjóðs lækna í tóbaks-, áfengis- og vopna- fyrirtækjum. Læknar, sem hafa rætt málið við danska fjölmiðla benda á að það sé ótrúleg tvöfeldni að vara annars vegar við áhrifum tókbaks og áfeng- is og græða á því hins vegar. Og fjárfestingar í vopnafyrirtækjum sé handan við það sem læknar eigi að fást við. Að sögn Dagens Medicin hefur það margoft komið til umræðu í líf- eyrissjóði lækna að sjóðurinn taki upp siðrænar fjárfestingarreglur, þannig að ekki verði fjárfest í fyrir- tækjum, sem á einhvern hátt skaði heilsu fólks. Þetta hefur þó ekki ver- ið annað en vangaveltur, þar sem læknarnir hafi hingað til ekki tekið annað í mál en að hugsa aðeins um afrakstur sjóðsins, ekki siðferðileg málefni. Staðreyndin sé líka að ein- ungis sé tekið tillit til ávöxtunar og því hafi sjóðurinn fjárfest bæði í tób- aks-, áfengis- og vopnafyrirtækjum. í viðtali við Rítzau-fréttastofuna segja nokkrir læknar að þessi stefna dugi ekki lengur. Læknar geti ekki sýnt þá tvöfeldni að vara við skað- legum áhrifum áfengis og tóbaks, en fjárfesta um leið í þessum iðnaði. Jens Hillingso, læknir og formað- ur dönsku deildar Lækna án landa- mæra, segir að tóbaks- og áfengis- varnir séu mikilvægur liður í heilbrigðisstefnunni og læknar hafi ekki efni á að vera slæm fyrirmynd í þessum efnum. Hvað varði vopna- fyrirtæki ætti öllum að vera ljóst að þar ættu læknar ekki að vera með. Samtök lækna geti ekki aðeins látið nægja að hafa opinberlega stefnu í þessum málum, heldur verði einnig að haga sér í samræmi við hana. Hanne Mollerap, formaður siðan- efndar danska Læknafélagsins, bendir á að félagið hafi áður tekið ákvörðun um að fjárfesta ekki í fyr- irtækju, sem notist við börn sem vinnuafl. Það sé því eðlilegt að halda áfram og taka fleiri siðferðilegar viðmiðan- ir upp í fjárfestingarstefnu lækna. Þeir geti ekki verið þekktir fyrir fjárfestingar af því tagi, sem nefnd- ar séu í Dagens Medicin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.