Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 2000 FOLKI FRETTUM Alþjóðleg útvarpsþáttahátíð hefst í Háskólabíói í dag Miðill ímynd- unaraflsins Næstu daga stendur mönnum til boða að fara í bíó til að stara út í myrkrið og hlusta á útvarpið. Þorsteinn Joð útvarpsáhuga- maður sannfærir Skarphéðin Guðmunds- son um að útvarpið eigi vel heima í bíói. MEÐ útvarpsþáttahátíðinni „Útvarp radio 2000“ er að rætast gamall draumur okkar aðstandendanna, sem ásamt mér eru þeir Jón Karl Helgason og Jón Hallur Stefánsson," segir Þor- steinn Joð er hann skýrir tilurð þess- arar hátíðar. „Okkur hefur alltaf langað til að hefja þennan miðil, út- varpið, til vegs og virðingar. Kynna fyrir fólki það besta sem er að gerast í útvarpi, bæði heima og heiman. Hér ræðir aðallega um nokkurs konar heimildarþáttagerð, þætti sem fjalla um ákveðið efni og gegna jafnvel lög- málum leikhússins hvað byggingu varðar en innihalda í flestum tilfell- um raunverulegar upptökur. Eru leikhús raunveruleikans." fslenskt útvarp skortir Qölbreytni - Hvemig fer hátíðin fram ? „Við skipuleggjum þessa hátíð í | raun eins og kvikmyndahátíð. Fólk velur sér það efni á dagskránni sem mestan áhuga vekur, mætir í bíóið og kemur sér þægilega fyrir í salnum. Þegar ljósin slokkna þá byijar hins vegar í stað bíómyndarinnar útvarps- þáttur sem menn hlusta á og geta les- Námsaðstoð í stærðfræði, eðlis- og efnafræði fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593 Endurheimtu núttúrulegan Ijóma húðarinnar Spennandi Með hverju keyptu kremi í Lancaster færðu óvænta Ath.: Tilboð þetta gildir meðan birgðir endast Útsölustaðir: Nana Hólagarði, Hogkaup Kringlunni, Snyrtistofu Sigríðar Guðjóns Eiðistorgi, Snyrtistofan Ársól Grímsbæ, Snyrlistofan Rós Engihjalla 8, Apótek Suðurnesja, Akranes Apótek, Apótek Vestmannaeyja, Hugkaup Akureyri. Skin Maximizer — ný kynslóð húðsnyrtivara. Inni- heldur segulmagnaðar agnir sem örva frumeinda- hringrós húðorinnar. Húðin heldur raka betur, er vel varin og öðlast samstundis langvnrundi Ijóma. SKIN MAXIMIZER The Energy and Radiance Programme Morgunblaðið/Ásdís ið með skýrmgartexta, sem birtast mun á sýningartjaldinu. Svona hátíð á sér margar erlendar fyrirmyndir.“ - Eigum við íslendingar mikið ólært í útvarpsþáttagerð? „Mjög mikið. Það eru orðin ansi mörg ár síðan Stefán Jónsson frétta- maður fór um landið, tók fólk tali og klippti síðan saman í magnaða þætti. Síðan hefur vissulega verið gert margt í útvarpi en ég sakna þess hversu lítið er í raun unnið með þenn- an miðil. Uppistaðan í útvarpi í dag er tónlist og beinar útsendingar. Það er reyndar að einhverju leyti unnið efni og undirbúið á Rás 1 en okkur vantar samt ennþá vissan fjölbreytileika. Það er sú fjölbreytni sem fólk getur upplifað á hátíðinni. Sýnishorn af því sem við vonum að íslenskt útvarp á nýrri öld eigi líka eftir að bjóða upp á. íslenskir hlustendur eiga orðið skilið að þessum margbrotna miðli ímynd- unaraflsins sé sinnt sem skyldi.“ Margverðlaunaðir útvarpsmenn - Hvað ber hæstá hátíðinni? „Það ber í raun allt hæst á hátíð- inni. Mér þykir viðeigandi að hún hefjist á þætti eftir Stefán Jónsson vegna þess að hann er frumkvöðull íslands í þeirri útvarpsþáttagerð sem við beinum að mestu spjótum okkar að. Við viljum kannski líka minna á upprunann hér á landi og að menn hafi vissulega fengist við heimildar- þáttagerð í líkingu við þá sem boðið verður upp á. Þarna verða virtir útvarpsmenn sem hlotið hafa fjölda verðlauna fyrir störf sín eins og Gyrid Listuen frá Noregi og hinn gamalreyndi BBC refur Piers Plowright. Allir eru þátt- takendurnir mjög reyndir og hafa mikið til málanna að leggja. Við skul- um segja sem svo að ef þetta væri kvikmyndahátíð þá væru þetta heimsþekktir leikstjórar en útvarpið er einfaldlega ekki eins stórbrotinn miðill og kvikmyndimar. Útvarpsþáttur er eins og konfektkassi Til viðbótar þessari heimildar- þáttagerð munum við síðan á föstu- deginum gefa innsýn í enn frekari nýsköpun í útvarpinu og framsækn- ari vinnubrögð en almennt tíðkast. Þá verður fjallað sérstaklega um útvarpsþátta- gerð TMhöfða og mun Sigur- jón Kjartans- son standa íyr- ir máli þeirra Jóns Gnarr og útskýra.“ - Skilar út- varpsþáttur séríbíó? ,jUveg full- komlega. Ég flutti fyrir nokkrum árum útvarpsþátt í Regnboganum sem ég kallaði „Guð er góð- ur“. Fólk hlust- aði á þáttinn við notaleg kertaljós og það var guðdóm- legt, þótt ég segi sjálfur frá. í dag er útvarpshlustun orðið svo einangi-uð athöfn, í bílnum eða í bakgrunni vinn- unnar. En þegar hlustað er í góðum hópi þá skapast ákveðin stemmning, líkt og þegar öll fjölskyldan sat sam- an við viðtækin í gamla daga. Fólk tekur þá þátt í upplifuninni, hlær og skemmtir sér, nokkuð sem gerist ekki lengur við daglega notkun út- varpsins." - Yfír hverju þarf góður útvarps- þátturað búa? „Góður útvarpsþáttur er eins og góður konfektkassi. Maður tekur hann upp og ef ekkert vekur áhugann eftir að hann hefur verið opnaður þá lokar maður honum aftur og leggur frá sér. Ef útvarpsþáttur grípur ekki hlustandann, hvert svo sem efnið er, þá einfaldlega slekkur hann. Ef þátt- urinn er hins vegar bragðgóður og spennandi þá sleppir hlustandinn ekki takinu af honum fyrr en hann er búinn.“ TBPF Vinsældalisti þar sem þú hefur áhrifi Vertu með í valinu! © mbl.is listinn er valínn á mbl.is Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. Fréttagetraun á Netinu vj§> mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.