Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 37 SNtfgiiiilMfaifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GRUNNRANNSOKN- IR Á HAKANUM GRUNNRANNSÓKNIR hafa setið á hakanum í heil- brigðisvísindum. Þetta var niðurstaða prófessora og dósenta við læknadeild Háskóla Islands sem rætt var við hér í blaðinu á sunnudaginn. Astæður þessa felast fyrst og síðast í skorti á fjármagni til rannsókna og óhagstæðri skipan mála í heilbrigðisstofnunum, að mati prófessor- anna. Benda þeir á að ef framfarir eigi að verða í íslenskum heilbrigðisvísindum þurfi að stunda hér frjóar grunnrann- sóknir, þar dugi ekki að reiða sig á framfarir erlendis. Mjög fá rannsóknateymi íslenskra vísindamanna hafi hins vegar náð þeirri stærð og styrk að niðurstöður þeirra nái alþjóðamáli. Brýna nauðsyn beri því til að efla grunnrann- sóknir í læknisfræði og líffræði með stuðningsaðgerðum og styrkjum frá einkaaðilum og hinu opinbera. Fátt kemur á óvart í máli prófessoranna miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir um fjárframlög til grunnrann- sókna hérlendis. I nýrri skýrslu Ingu Dóru Sigfúsdóttur félagsfræðings og Þórólfs Þórlindssonar, prófessors við Háskóla Islands, kemur fram að framlög til rannsókna- starfs hafa aukist hérlendis á síðustu árum en áherslan hef- ur verið á hagnýtar rannsóknir. Framlag til grunnrann- sókna hefur dregist saman um 10% frá því að vera um 30% árið 1977 í 20% árið 1997. Er ástæða þessa talin sú að at- vinnufyrirtækin, sem standa að mestu undir þeirri aukn- ingu sem orðið hefur á framlögum til rannsókna, sjá sér frekar hag í að fjármagna hagnýtar rannsóknir og þróun- arstarf en grunnrannsóknir. A sama tíma hafa stjórnvöld ekki séð ástæðu til að auka framlag sitt til grunnrann- sókna, þvert á móti hefur raungildi styrkja í Vísindasjóði Rannsóknarráðs íslands minnkað, en hann er annar tveggja meginsjóða sem fjármagna grunnvísindi í landinu. Eins og fram kom í viðtölum við prófessora læknadeildar gera sumir ráð fyrir því að atvinnulífið og áhættufjárfestar muni í auknum mæli leggja fé til grunnrannsókna á næstu árum. Hingað til hefur það ekki verið raunin, svo sem fram hefur komið. En vel má vera, að breytingar geti orðið á því á næstu árum. íslenzkum fyrirtækjum er að vaxa fiskur um hrygg. Sum þeirra eru að verða mjög öflug fjárhagslega. A undanförnum árum hefur það aukizt mjög að fyrirtæki leggi fram fé til menningarstarfsemi. Er fráleitt að ætla, að hið sama geti gerzt á sviði vísinda? Vel má hugsa sér að nokkur öflug einkafyrirtæki taki höndum saman um reglu- leg fjárframlög til vísindarannsókna, sem um munar. Það er jákvætt fyrir ímynd fyrirtækjanna og mundi skila sér smátt og smátt fyrir atvinnulífið í heild. En jafnframt er brýnt að stjórnvöld vakni til vitundar um mikilvægi þess að leggja aukið fé til grunnrannsókna. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en virðast ekki liggja í augum uppi. Gríðarlegur vaxtarbroddur felst í vísindum og tækni hér á landi. Samkvæmt áðurnefndri skýrslu standa íslenskir vísindamenn framarlega í alþjóðlegum saman- burði ef mið er tekið af fjölda birtra vísindagreina í ritrýndum erlendum tímaritum og fjölda tilvitnana í rann- sóknir þeirra. Möguleikana sem eru fyrir hendi má ráða af því að umsóknum um styrki hefur fjölgað mikið á undan- förnum áratug. Á sama tíma og ráðstöfunarfé Vísindasjóðs hefur staðið í stað frá árinu 1990 hefur fjármagnið sem sótt er um aukist úr 277 milljónum króna það ár í 692 milljónir króna árið 1998. Fyrir vikið hlýtur ekki nema helmingur þeirra umsókna, sem hljóta fyrstu einkunn fagráða sjóðs- ins, styrk. Krafturinn og frumkvæðið sem býr í íslensku vísindasamfélagi þarf ekki að koma á óvart sé litið til þess hve mikið þjóðin hefur fjárfest í menntun. Það væri hins vegar glapræði að reyna ekki að virkja þann sköpunarkraft sem felst í þekkingunni sem þessi fjárfesting hefur skilað okkur. Ljóst má vera að fjárskortur heftir þennan sköpun- armátt og kemur í veg fyrir að eldmóður ungra vísinda- manna sé nýttur til fulls, eins og bent er á í fyrrnefndri skýrslu. Vakin hefur verið athygli á því áður á þessum vettvangi að allt bendi til þess að skynsamlegt sé að leggja aukna áherslu á eflingu grunnrannsókna og hvers konar rann- sókna- og þróunarstarfs. Þekkingin er lykillinn að velferð á komandi öld. Þetta hafa þjóðir sem við þerum okkur saman við viðurkennt með auknum og stöðugum framlögum til rannsókna. Finnar eru þar til eftirbreytni en þeir marg- földuðu framlög til vísindastarfsemi, einkum grunnrann- sókna, í miðri efnahagskreppunni á níunda áratugnum og hafa nú uppskorið ríkulega eins og fram kom í Morgun- blaðinu í fyrradag. Aðstæður hér á landi eru mun hagstæð- ari en Finna á níunda áratugnum. Þess vegna er nú tíma- bært að gera nýtt og stórt átak í að efla vísindarannsóknir. ÁRNASAFN í KAUPMANNAHÖFN Handritin eru ekki öll farin heim Þótt afhendingu íslensku handritanna úr dönskum söfnum sé lokið heldur starfíð á Arnastofnun í Kaup- mannahöfn áfram. Ekki fóru öll handritin þaðan og þar er fleira að finna en íslensk handrit eins og Sigrún Davíðsdóttir komst á snoðir um er hún ræddi við Peter Springborg, forstöðumann stofnunarinnar. Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Peter Springborg, forstöðumaður Arnastofnunar í Kaupmannahöfn. Halonen segist vilja sameina þjóðina Sögulegur atburður að mati utanríkisráðherra AP Tatja Halonen fagnar sigri sínum á samkomu með stuðningsmönnum. Baráttukona með víðtæka reynslu TARJA Halonen, nýkjörinn Finnl- andsforseti, fæddist í Kallio (Berg- hall), verkamannahverfi í Helsinki, á aðfangadegi árið 1943. Er þetta í fyrsta skipti sem fæddur höfuð- borgarbúi nær kjöri sem forseti. Halonen er hvað þekktust fyrir að vinna ávallt í þágu þeirra sem eiga bágt. Meðal annars hefur hún starfað í kristilegum samtökum er láta sig félagsmál miklu varða. Síðar varð hún formaður samtaka er berjast fyrir réttindum sam- kynhneigðra. Alþjóðamál hafa einnig verið henni hugleikin og hefur hún unnið að mannréttinda- málum m.a. í Suður-Ameríku. Á sjöunda áratugnum nam Ha- lonen lögfræði og starfaði sem lög- fræðingur Alþýðusambandsins fara fram í samstarfi forseta og ríkis- stjórnar. Á fjölmennum fréttamannafundi sem haldinn var í gær sagðist Halonen ætla að reyna að vinna ötullega að því að stuðningsmenn Ahos yrðu þess var- ir að hún væri einnig þeirra forseti. Meðal annars sagðist hún ætla að við- (SAK) frá 1970. Frá og með árinu 1977 hefur Ilalonen verið þing- kona jafnaðarmanna. Á árunum 1987 til 1990 gegndi hún embætti félagsmálaráðherra í stjórn Harris Holkeris en síðar embætti dóms- málaráðherra 1990 til 1991. Þegar Paavo Lipponen myndaði sína fyrstu stjórn 1995 valdi hann Halonen sem utanrfkisráðherra. Hún þótti standa sig vel enda orðin einn af helstu talsmönnum Evróp- ustefnu Finna. Frá júlí 1999 til áramóta var Halonen í forystu ráð- herraráðs Evrópusambandsins. Halonen á eina uppkomna dótt- ur. Unnusti Halonen, Pentti Ara- járvi, er lögfræðingur að mennt en starfar sem embættismaður félags- málanefndar finnska þjóðþingsins. halda þeirri hefð sem Martti Ahtisaari fráfarandi forseti kom á fyrir sex árum að sinna sveitum landsins af miklum dugnaði. Halonen tekur við völdum miðviku- daginn 1. mars nk. Á fréttamanna- fundinum í gær sagðist Halonen vera komin í óskastöðu hvað varðar at- Nú þegar búið er að afhenda öll handritin halda kannski einhverjir að hér sé ekkert eftir, en staðreyndin er sú að búið er að afhenda öll handrit sem afhenda átti samkvæmt samningnum um handritaskil, ekki öll handritin í eigu Árnasafns," segir Peter Spring- borg, forstöðumaður Árnastofnunar í Kaupmannahöfn. Eftir heimsókn á stofnunina er óhætt að slá því föstu að Árnastofnun í Kaupmannahöfn lifi góðu lífi og hafi fundið sér traustan starfsvettvang í kjölfar skilanna. „Rétt eins og Árna- stofnun á íslandi getur ekki endalaust starfað í krafti ógnargleði yfir endur- heimt handritanna, þjáumst við held- ur ekki af viðvarandi depurð yfir handritaskilunum," segir Peter með bros á vör og bætir því við að með stofnununum tveimur sé gott sam- starf, sem gagnist vel handritarann- sóknum og sýslu með íslensk fræði. Ekki má heldur gleyma að við Hafn- arháskóla er byggt á gamalli fræða- hefð, sem rekja má aftur til daga Arn- gríms lærða. Árnasafn: Fleira en íslensk handrit Peter Springborg hefur fullan skilning á því að fólk haldi almennt að öll handritin séu farin og ekkert sé efth- á hillum Árnasafns annað en ryk aldanna. „Við fréttum jafnvel að ein- hver hefði hringt á Konunglega bóka- safnið og spurt eftir íslensku hand- ritunum. Svarið var að þau hefðu öll verið afhent Islendingum fyrir löngu og búið væri að loka Árnastofnun,“ rifjar hann upp. „Við á stofnuninni hefðum getað haft áhyggjur af því að í kjölfar skil- anna sæju yfirvöld enga ástæðu til að stofnunin starfaði áfram, en svo var sem betur fer ekki. Þegar lokið var við að skipta handritunum árið 1986, lýstu þáverandi menntamálaráðheiT- ar landanna, þeir Bertel Haarder og Sverrir Hermannsson, þvert á móti yfir vilja til áframhaldandi samstarfs. I yfirlýsingu þeiri-a er gert ráð fyrir að fé verði veitt til varðveislu og við- gerða handritanna og að allt verði gert til að efla samstarf stofnananna tveggja. í þessa yfirlýsingu höfum við getað vísað þegar við höfum sótt um fjárframlög." Eðli Árnastofnunar hef- ur breyst eftir að íslensk- um handritum þar fækk- aði og er fjöldi þeirra ekki lengur jafn yfirgnæfandi í safninu. Peter Springborg minnir á að Árni Magnús- son hafi verið afkastamikill handrita- safnari sem safnaði ekki aðeins ís- lenskum handritum, heldur einnig dönskum, sænskum, norskum og latn- eskum handritum. ,Árni var afkastamesti handrita- safnari síns tíma og söfnun hans hafði víðtæk áhrif, ekki bara á íslenska handritasöfnun. Áhugi hans beindist mest að Islandi, þar sem hann var Is- lendingur, en handritarannsóknir hans spönnuðu vítt svið,“ segir Peter og nefnir að nýlega hafi verið haldin mikil handritasýning á Konunglega bókasafninu. Á hana voru lánuð hand- rit úr Árnasafni, sem ekki voru ís- lensk, þar sem í safninu eru ýmis mjög merk handrit annars staðar að en frá íslandi og um leið var gerð grein fyrir þýðingu Arna sem handritasafnara. En þrátt fyrir merka gripi í safninu bendir Peter á að staða Árnastofnun- ar í Danmörku sé óhjákvæmilega önn- ur en staða Stofnunar Ái-na Magnús- sonar á Islandi. „Danska þjóðminja- safnið og Konunglega bókasafnið eru miðlægar danskar menningarstofnan- ir, líkt og íslenska þjóðminjasaftiið, Landsbókasafnið og Stofnun Ái-na Magnússonar," segir Peter. „Aj'na- stofnun á íslandi varðveitir þjóðar- gersemarnar, en sama er ekki að segja um safnið hér. Þótt merkt sé, jafnvel eftir handritaskilin, er það ekki miðlægt í Danmörku á sama hátt og Árnastofnun á Islandi.“ Nú þegar ekki er lengur vöxtur í háskólanum, heldur samdráttur hefur það bitnað á Árnastofnun eins og öðr- um dönskum háskóla- og menningar- stofnunum. Starfsfólki hefur fækkað undanfarin ár. Á stofnuninni starfa nú níu manns, en þeim gæti fækkað á næstu árum. Ein starfsmannanna er Jonna Louis-Jensen, prófessor í ís- lenskri tungu og bókmenntum, auk kennara í færeysku og íslenska sendi- kennarans, sem nú er Margrét Egg- ertsdóttir. Auk þess er forn-íslenska orðabókin til húsa á stofnunni. Þar starfa sjö starfsmenn og fimm rit- stjórar. I vor bætist aðalritstjóri við. Handritaviðgerðir hafa verið mikil- vægur liður í starfsemi Árnastofnunar í Kaupmannahöfn allt frá 1957 að Birgitte Dall hóf að gera við handrit þar. Þar er því fjögurra áratuga reynsla á þessu sviði. Á henni hefur stofnunin meðal annars byggt er tekið var að leita nýrra leiða er séð var fyrir endann á handritaskilum. „Við höfum tekið upp á því að halda alþjóðlega ráðstefnu um handrit og handritaviðgerðir, þar sem er boðið fólki er á einhvern hátt tengist hand- ritum og handritaviðgerðum," segir Peter. „Þarna hittast því efnafræðing- ar, sérfræðingar um blek, skinn og pappíi' og svo fræðimenn og bóka- verðir, sem vinna við handritin og efni þeirra. Á þann hátt leggjum við ekki aðeins áherslu á útgáfu, heldur einnig á handritin sjálf sem menningar- gripi.“ Nú ríkir almennt sú stefna í handritaviðgerð- um að best sé að reyna að eiga sem minnst við hand- ritin og ekki nota gerviefni við viðgerðir. „Það má segja að það ríki vistvæn stefna í handritaviðgerðum," segir Peter og bætir við að það sé einmitt sú stefna sem Birgitte Dall hafi fylgt frá upphafi. Endast handritin að eilífu? Þótt handrit á nútímastofnun eins og Árnastofnun séu nánast í gjör- gæslu hefur varðveislan verið með margvíslegum hætti í gegnum aldirn- ar allt frá því handritin voru skrifuð, hvort sem er skinn- eða pappírs- handritin. En skyldu skinnhandritin þá endast að eilífu? Peter brosir og segir að erfitt sé að segja til um end- ingartíma þeirra. „En ætli þau endist ekki örugglega næstu 500 árin... Pappírshandritin íslensku virðast einnig endast vel,“ segir Peter og bætir við að svo virðist sem jafnvægi pappírs og bleks sé gott í þeim. Ann- ars staðar hafa komið upp ýmis vandamál við varðveislu pappírs- handrita. I handritum frá 18. öld er al- gengt að blekið æti pappírinn. Seinna var farið að gera pappír úr trjákvoðu og hann er erfiður í varðveislu. „Við álítum okkur vita nokkuð vel hvað best hentar við varðveislu, en því meh-a sem við vitum því meiri eru líka kröfurnar um hvernig fara eigi með handritin, ekki bara í geymslunum, heldur líka þegar þau eru lánuð á sýn- ingar,“ segh' Peter og bætir við að það hafi verið annað uþp á tengingnum, til dæmis þegar handritin voru varðveitt í Proviantgárden fyrir ofan hitarör þar í kjallarnum, en reyndar í stein- hvelfingum frá 17. öld, svo ekki sé nú minnst á raka torfbæi fyrri tíma. Miðlun á marga vegu Sem háskólastofnun hefur Árna- stofnun einnig kennsluskyldu. Sendi- kennarinn kennir nútíma íslensku, en þar er einnig kennd forn-íslenska, forn-danska, forn-sænska og fær- eyska. Þessi fög eru ekki sjálfstæðar greinar, heldur valmöguleikar fyrir þá sem lesa dönsku. Tengslin við stúdenta fela einnig í sér að stúdentar starfa á stofnuninni í tengslum við námið og Peter bendir á að það sé sérlega mikilvægt, því þann- ig eigi endurnýjun í faginu og á stofn- uninni sér stað. Islenskar fornbók- menntir eru enn á námskrá menntaskóla og því margir danskir nemendur, sem kynnast þeim þar í þýðingum. I stofnskrá safns Árna Magnússon- ar frá 1760, skrifuð þrjátíu árum eftir að hann lést, er kveðið svo á um að arf- ur hans skuli ræktaður með útgáfum og það ákvæði er enn í heiðri haft á stofnuninni. „Þótt við sinnum ýmsum verkefnum hér er útgáfa handritanna kannski mikilvægasta verkefnið," segir Peter. Stofnunin gefur út tvær ritraðir, sem Jón Helgason stofnaði á sínum tíma, annars vegar með útgáf- um handritanna, hins vegar umfjöllun um einstök atriði varðandi bókmenntir, tungumál, handrit eða annað er snertir handritin. Handritaútgáfa er bæði tímafrekt starf og sjálf út- gáfan á pappír dýr, svo sú spurning vaknar hvort ekki standi til að nýta rafræna útgáfu á einhvern hátt. „Við munum vísast halda áfram að gefa handritin út eins og hingað til, bæði eins vandaða texta og hægt er og á pappír, en við erum líka að athuga möguleika á að setja út- gáfur á Netið,“ segir Peter, „þannig að það væri hægt að nálgast þær þar og prenta út, ef þess væri þörf. Mesti kosturinn við rafrænar útgáfur er að þá er hægt að leita að orðum og orða- samböndum í rannsóknarskyni." Áhugi á íslenskum fornbókmennt- um er hvorki bundinn við Island, Dan- mörku né Norðurlöndin. Peter Springborg bendir á að rannsóknir á þeim séu til dæmis stundaðai' á Italíu, í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Rússlandi, Banda- ríkjunum, Kanada, Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Það koma því margir erlend- ir fræðimenn á stofnunina til lengri eða skemmri dvalar og njóta þá góðs af góðu bóka- og ljósmyndasafni, að ógleymdum sjálfum handritunum. „Um allan heim eru fræðimenn á sviði íslenskra fornbókmennta, auk þess sem þeir er sinna miðaldafræðum lesa þær í þýðingum. Islenskar fornbók- menntir eru hluti heimsbókmennt- anna.“ í þessu sambandi segir Peter gott að sjá að Stofnun Sigurðai' Nordals vinni þarft verk í að koma á sambandi við fræðimenn um allan heim og við hana eiga þeir á Árnastofnun í Kaup- mannahöfn gott samstarf. Sama gildir auðvitað einnig um Stofnun Árna Magnússonar á Islandi. Peter nefnir einnig að ánægjulegt sé að finna hlýhug og áhuga frá íslenskum ráða- mönnum og hann sýni þeir meðal ann- ars í verki með því að heimsækja stofnunina þegar þeir eigi leið um Kaupmannahöfn. „Stofnanirnar tvær eru hluti af sömu heild, sprottnar úr sama safni, sem er áfram starfsvettvangur beggja stofnananna, þótt fjöldi starfsmanna hafi því miður ekki tvöfaldast með til- komu tveggja stofnana. Það er tví- mælalaust styi'kur að því fyrir fagið að það skuli bæði vera stofnun í Reykjavík og í Kaupmannahöfn," seg- ir Peter. „Nú eru svo uppi vangavelt- ur um að sameina safnið aftur en þá á rafrænu formi. Með hvaða hætti það verður og hvenær er enn óljóst." Mikilvægt að íslenskir og danskir stúdentar kynnist Gott samstarf stofnananna kemur meðal annars fram í tíðum heimsókn- um milli þeii'ra og veittir eru styrkir til danskra og íslenskra fræðimanna til rannsókna við stofnanirnar tvær. Peter Springborg og samstarfsfólk hans hugsa einnig með gleði og ánægju til þess hve Islendingar bundu skemmtilegan enda á afhendingu síð- ustu handritanna í júní 1997 með ráð- stefnu og hátíðahöldum. „Það vai' glæsilegur endir, sem var öllum til óblandinnar ánægju og bar vitni um góða vináttu milli starfsmanna beggja stofnananna.“ Það eru ekki aðeins fræðimenn á sviði bók- mennta, sem njóta góðs af góðu samstarfi stofnan- anna. „Það hefur verið ánægjulegt að sjá unga sagnfræðinga sækja hingað til rannsókna á síðari tíma sögu og nýta þá heimildir, er ekki hafa verið notaðar hingað til. Auk ánægjunnar af að skoða áður ókannaðar heimildh- er einnig skemmtilegt fyrir þetta unga fólk að upplifa nýtt land í leiðinni," segir Peter. „Það er mikilvægt að ís- lenskir og danskir stúdentar, sem eiga eftir að taka við fræðunum kynnist báðum stofnunum og kynnist sín á milli. Þannig haldast áfram vináttu- og starfsbönd milli stofnananna og í því liggur framtíð þessara fræða.“ Tarja Halonen utanríkis- ráðherra er nýr forseti Finnlands. Lars Lundsten, fréttaritari Morgunblaðsins í Finn- landi, veltir fyrir sér niðurstöðunum. TARJA Halonen, nýkjörinn Finnlandsforseti, segist telja að erfitt verði að sam- eina þjóðina mjög fljótt að loknum kosningum. Sigur hennar var mjög naumur því einungis skildu um 100 þúsund atkvæði milli hennar og Esko Aho forsetaefnis Miðflokksins. Hlaut Halonen 51,6 % atkvæð en Aho 48,4%. Þrátt íýrir að Halonan teljist til verkalýðsarmsins innan Jafnaðar- mannaflokksins voru það helst hægri- sinnaðar konur sem réðu úrslitum í kosningunum. Vinstri flokkamir, þ.e. Jafnaðarmannaflokkurinn og Vinstra bandalagið, studdu Halonen en stuðn- ingur þeirra hefði þó engan veginn nægt til sigurs. Halonen segist einkum fagna því að kona skuli vera forseti lýðveldisins þegar haldið verður upp á aldarafmæli jafm'a pólitískra réttinda karla og kvenna árið 2005. Kjörtímabil Finnlandsforseta er sex ár og verður Halonen sjálf í forsæti þegar þessi há- tíðarhöld fara fram. Karlar og konur fengu jöfn pólitísk réttindi í Finnlandi 1905 og var Finnland fyrsta ríkið til að taka það skref. Embættistaka Halonen mun hafa í för með sér margar táknrænar breyt- ingai'. Aldrei fyrr hefur Finnlandsfor- seti til dæmis verið innfæddur höfuð- borgarbúi. Einnig þykir það athyglisverð nýjung að forsetinn skuli eiga unnusta en ekki vera í hjónabandi. Mikið hefur verið spáð í hvort þau Pentti Arajarvi hyggist gifta sig til að auðvelda samskipti við eriend þjóð- höfðingahjón. Pólitískt séð er ekki búist við mikl- um breytingum. Halonen hefur starfað sem utam-íkisráðheiTa síðustu fimm ár. Á þeim tíma hefur stefna Finna í Evrópusambandinu fyrst og fremst verið mótuð af Halonen og Martti Aht- isaari fráfarandi forseta. Fyrsta mars verðm- kona einnig í fyrsta skipti yfirmaður finnska her- aflans. Forseti allra Þau völd verða áfram hjá forset- anum þrátt fyrir nýja stjómarskrá sem tekur gildi samhliða forsetaskipt- unum Hingað til hefur Finnlandsfor- seti haft töluverð völd á sviði innan- ríkismála. Samkvæmt nýju stjórnar- skránni eru áhrif forseta á stjórnarmyndun verulega takmörkuð. Stjórn utanríkismála á nú einnig að „MÉR lízt mjög vel á Törju Halon- en sem forseta Finnlands; þetta er sögulegur atburður að kona skuli vera kjörin í þetta æðsta embætti Finnlands,“ sagði Ilalldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, aðspurður um tíðindin af úrslitum finnsku forsetakosninganna. Halldór segir Halonen þekkja mjög vel til íslenzkra málefna; hún hafi síðast verið hér í sumar sem leið og gefið sér góðan tíma til að vera með íslenzkum ráðamönnum á fundum og einnig til að fara um landið eftir því sem færi gafst. „Hún kom hingað í sumarfrí fyrir tveimur árum. Það var hennar draumur að eyða fríi hér á Islandi ásamt sinni fjöl- skyldu," segir Halldór. Halonen varð utanríkis- ráðherra nokkr- um mánuðum áð- ur en Halldór tók við sínu embætti árið 1995. „Við erum því búin að vera að vinna saman í tæp fimm ár og höfum átt afskaplega gott samstarf." Við upphaf kjörtímabils Halonen 1. marz nk. gengur jafnframt í gildi stjórnarskrárbreyting sem rýrir völd forsetans en eflir áhrif þingsins. Fram að þessu hefur vald forsetans að miklu leyti falizt í því að geta haft mikið að segja um mótun utanríkisstefnu landsins. Framvegis verður hann að ráðfæra sig við ríkisstjórnina i öllum slíkum málum. „Þetta er eðlileg breyting og í samræmi við þær aðstæður sem hafa skapazt," segir Halldór. Til dæmis hafi það þótt eðlilegt að flnnski forsætisráðherrann sitji leiðtogafundi Evrópusambandsins, en fram til þessa hafi forsetar Finnlands setið leiðtogafundi Atl- antshafsbandalagsins. „Að mínu mati er eðlilegra að ríkisstjórn hafi inest um þessi mál að segja. En forseti Finnlands vinnumál. Næstu þrjár vikur fær hún fullt kaup en vinnuveitandinn vill að hún láti sjá sig sem minnst á vinnu- staðnum. Halonen er bæði þingkona og utanríkisráðherra. Forsetatíð Halonen verðui- að mörgu leyti frábrugðin því sem hingað til hefur verið. Hún er ekki aðeins fyrsti kvenforsetinn, hún er einnig fyrsti forsetinn sem á að vinna sam- kvæmt nýrri stjórnarskrá þar sem völd þingsins hafa verið aukin á kostn- að valda forsetans. Fáar breytingar á utanríkisstefnunni Halonen lýsti því yfir á mánudaginn að mjög litlar breytingar væra vænt- anlegar á utanríkisstefnunni. Það væri hins vegar líklegt að mannréttindamál yrðu ofar á baugi eftir að hún tæki við embætti. Hún nefndi sérstaklega þörf fyrir að samhæfa stefnu Finna í þróun- arsamvinnu, utanríkisviðskiptum og hefðbundnum tengslum milli ríkja. Þetta yrðu áherslumál hennar. Ungir kjósendur og konur réðu að' mati Halonen úrslitum um niðurstöðu kosninganna. Hagstofan finnska hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að það hafi einkum verið hægri konur í þéttbýlinu sem réðu úrslitum. I fyrri umferð kosninganna voru tvær hægri konur í framboði, þær Ri- itta Uosukainen þingforseti og Elisa- beth Rehn íýrrum vamarmálaráð- herra. Talið er að kjósendur þeirra hafi frekar viljað vinstrisinnaða konu en hægri sinnaðan karlmann í forseta-' embættið. Heimsókn til Svíþjdðar Halonen sagði í gær að hún stefni á að fyrsta opinbera heimsókn hennar verði til Svíþjóðar þá til Eistlands og svo til Rússlands. Hefð er fyrir því að þjóðhöfðinginn heimsæki fyi'st ná- grannalöndin og fyrsta heimsóknin ávallt verið til Finnlands. Rússar verða í þetta skipti að bíða þar til nýr forseti hefur tekið við völdum þar eystra. Aho dviss um framtíðina Esko Aho, formaður Miðflokksins sem tapaði naumlega fyrir Halonen, aflýsti fréttamannafundi á mánudag- inn og var hvergi að finna. Margir hafa* talið að pólitísk framtíð hans hafi verið að veði í kosningunum. í síðustu þingkosningum í mars í fyrra jók flokkur Ahos fylgi sitt vera- lega en „beið ósigur" í stjórnannynd- unarviðræðunum. Nú er framtíð Áhos óráðin. I kosningabaráttunni hamraði hann á skiptingu þjóðarinnar í dreifbýli og þéttbýli. Segja má að gengi hans í kosningun- um hafi á vissan hátt sannað þessa kenningu því Aho sigraði í flestum sveitum landsins. Hins vegar gekk honum veiT í mikilvægustu þéttbýlis- kjörnunum. Hlaut Aho til dæmis ein- ungis þriðjung atkvæða í höfuðborg- inni Helsinki. verður þrátt fyrir þessa breytingu nokkru valdameiri en ýmsir aðrir forsetar í Evrópu," segir Halldór. Þar sem Halonen er jafnaðar- maður, eins og bæði fráfarandi for- seti og núverandi forsætisráðherra, sé þess ekki að vænta að breyting- ar verði á utanríkisstefnu Finn- lands. „Jafnaðarmönnum hefur tekizt. það einu sinni enn að koma sínum manni í forsetaembættið, og því mun það koma í þeirra hlut að móta þessa breytingu á hlutverki forsetans, sem verður væntanlega auðveldari í framkvæmd þar sem um flokkssystkin er að ræða,“ sagði Halldór að lokum. Sérþekking á sviði hand- ritaviðgerða er til staðar Gott samstarf kemur fram í tíðum heim- sóknum , Halldór Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.