Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 - MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Gagna um meint falsmál- verk afl- að ytra FJÖGURRA manna sendi- nefnd á vegum ríkislögreglu- stjórans fór til Danmerkur síð- astliðinn sunnudag til að rannsaka viðskipti með mál- verk, sem kærð hafa verið til ríkislögreglustjórans vegna meintra falsana og gengið hafa kaupum og sölum þar ytra. Sendinefndin, sem skipuð er tveimur lögreglumönnum, sak- sóknara og einum sérfræðingi, fór utan til að afla gagna hjá er- lendum listaverkasölum, m.a. um kaupendasögu verkanna. Nokkur málverk eru í vörslu dönsku lögreglunnar og er því lögreglusamstarf íslendinga og Dana mögulegt vegna tengsla Dana við rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjórans á meintum falsmálverkum. Jafnvel er ekki útilokað að saksókn fari fram í Danmörku. Yfir eitt hundrað málverk hafa verið kærð til efnahags- brotadeildar ríkislögreglu- stjórans til þessa og þar af hafa nokkur málverk borist em- bættinu á þessu ári. Jarðskjálfti í Surtsey JARÐSKJÁLFTI varð í Surtsey í gærmorgun og mældist hann 3,2 stig á Richter. Ragnar Stefánsson, for- stöðumaður jarðeðlissviðs Veður- stofunnar, segir að það veki jafnan athygli þegar að jarðskjálfti verður á þessum slóðum. Að sögn Ragnars er þessi skjálfti tiltölulega stór miðað við skjálftavirkni síðustu tíu ára í Surtsey og með því stærra sem þarna hefur mælst á þeim tíma. Ekki er búist við fleiri skjálftum eða gosi í Surtsey, en Ragnar segir að það megi hugsanlega tengja skjálftann við þá ókyrrð sem verið hefur í Eyjafjallajökli og Mýrdals- jökli undanfarið. Hann segir svæðið í kringum Heimaey og Surtsey vera nokkuð mikið tengt svæðinu um- hverfis Mýrdalsjökul og Eyjafjalla- jökul og að spenna á því svæði geti haft áhrif þetta langt út frá sér. Að sögn Ragnars er frekar rólegt þessa dagana á svæðinu umhverfis jöklana, þó að það komi smærri skjálftar af og til og virðist það ganga svolítið í bylgjum. Keypti 7 0 ára gömul ^kuldabréf „Ki onungsrikisins Islandsu MAGNIR. Magnússon í versluninni Hjá Magna keypti nýlega sýnishorn af nokkrum skuldabréfum sem „Konungsríkið ísland“ gaf út á ár- unum 1930 til 1935. Eru þetta sýnis- hom frá prentsmiðjunni sem prent- aði bréfin og segir Magni að mikils virði hafi verið að fá þau til lands- Sýnishomin em frá Bradbury Wilkinson & Company en það fyrir- tæki annaðist lengi prentun seðla fyrir íslendinga. Þegar fyrirtækið var Iagd niður tók Thomas De Lar- ue & Company Ltd. við eignum þess og annast enn seðlaprentunina. Magni segir að á síðasta ári hafi verið byijað að bjóða upp sýnis- hornin frá Bradbury Wilkinson enda mikil eftirspurn eftir slíkum gripum. Hann segist hafa verið staddur fyrir tilviljun í stóm upp- boðshúsi í London þegar íslensku sýnishornin komu til sölu og Bret- amir gefið honum kost á að kaupa þau vegna þess að þau tengjast Is- landi. Segir Magni að bréfin hafi verið dýr og ómögulegt að prútta um verðið því aðrir kaupendur hafi verið að þeim á uppsettu verði, meðal annars þýskt Qármálafyrir- tæki. Morgunblaðið/Jim Smart Magni með skuldabréf sem „Konungsríkið ísland" gaf út á árinu 1930 vegna láns sem tekið var í London. „Aldrei að vílya“ Eldri sýnishornin sem Magni keypti eruskuldabréf sem „Kon- ungsríkið Island" gaf út á árinu 1930. Ríkið tók þá 540 þúsund sterl- ingspunda lán til 40 ára hjá Hambr- osbank í London. Bankinn gaf siðan út 100 punda, 500 punda og 1.000 punda skuldabréf og seldi við- skiptavinum bankans. Það em sýn- ishorn af þessum skuldabréfum sem Magni eignaðist. Árið 1935 tók „ríkisstjórn Kon- ungsríkisins íslands" 530 þúsund sterlingspunda lán. Var því skipt í 5.300 100 punda skuldabréf sem Eysteinn Jónsson íjármálaráðherra undirritaði. Undir skjaldarmerkið er ritað: „Aldrei að víkja“ og einn Bretanna í uppboðshúsinu hafði orð á því við Magna að þetta væri alveg eins og í umferðinni á íslandi en hann hefur komið hingað til lands. Ekki hefur Magni fullkomnar skýringar á því að Konungsríkið ísland skuli skráð sem skuldari en sem kunnugt er heyrði ísland á þessum tíma undir Danakonung. Segist hann helst telja að sjálfstæð- isbaráttan hafi komið þar við sögu og svo hafi kannski verið betra að selja skuldabréf með þessum haus. Skuldabréfin frá 1930 báru 5,5% vexti sem Magni telur að hafi verið nokkuð háir en vextimir vom komnir niður í 4% á seinna bréfinu sem gefið var út fimm ámm síðar. Magni segir að sýnishomin séu ákaflega merkilegir hlutir og hluti af sögu Iandsins. Hann hafi því lagt áherslu á að fá þau keypt í þeim til- gangi að koma þeim heim til Is- lands og sé stoltur af því að það hafi tekist. Hann vonast til að eitthvert ^ gott fjármálafyrirtæki hafi áhuga á að eignast skuldabréfin, til dæmis til að innramma og hengja upp á vegg til skrauts. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga gerir skriflegar athugasemdir Stefnir í óefni með fjár- mál margra sveitarfélaga FJÁRHAGSSTAÐA sjö sveitarfél- aga er alvarleg og virðast fjármál þeirra stefna í verulegt óefni. Þetta er niðurstaðan í bréfum sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent sveitar- félögunum en auk þess hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir við fjárhagsstöðu tólf annarra sveitarfélaga. Sveitarfélögunum átta vom send Þjónusta númer eitt! samhljóða bréf þar sem segir m.a. að samkvæmt 74. grein sveitar- stjórnarlaga hafi eftirlitsnefndin athugað reikningsskil sveitarfélags fyrir árið 1998, ásamt reiknings- skilum áranna 1996 og 1997. Af þeim er ljóst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er alvarleg og virðast fjármál þess stefna í veru- legt óefni. Athugunin bendir m.a. til þess að miðað við framlegð ár- anna 1996, 1997 og 1998 verði sveitarfélagið áratugi að greiða niður skuldir sínar að öðru óbreyttu. Er þá miðað við að helm- ingur framlegðar ár hvert fari til greiðslu afborgana og vaxta. Eftir- litsnefndin óskar eftir að henni verði gerð grein fyrir því innan Snæfellsbær, þar sem skuldir á íbúa voru 246.000 kr. og peninga- leg staða neikvæð um 123.000 kr., Ólafsfjarðarkaupstaður, þar sem skuldir á íbúa voru 356.000 kr. og peningaleg staða neikvæð um 284.000 kr.; ísafjarðarbær, þar sem skuldir á íbúa voru 312.000 kr. og peningaleg staða neikvæð um 218.000 kr. og Hríseyjarhrepp- ur, þar sem skuldir á íbúa voru 330.000 kr. og peningaleg staða neikvæð um 273.000 kr. Eftirlitsnefndin benti á í bréfum til tíu sveitarfélaga að fjárhags- staða þeirra sé fremur alvarleg og óskar eftir því að þau geri grein fyrir þróun í fjármálum þeirra á tveggja mánaða hvernig þróunin hefur orðið í fjármálum sveitarfél- agsins á árinu 1999 og hvernig sveitarstjórnin hyggst bregðast við fjárhagsvanda sveitarfélagsins, m.a. við gerð fjárhagsáætlana fyrir árið 2000 og þriggja ára áætlunar sveitarfélagsins. Skuldir á íbúa frá 193.000- 383.000 kr. Til sölu MMC Galant V6 nýskráður 17. 03. 1999. Leður- innrétting sjálfsk. álfelgur, spoiler, ekinn 10,000. Ásett verð 2720,000. Skipti á ódýrari Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. Rl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 laugaiuagui rvi. ■«. BÍLAÞINCfflEKLU Nvmck oirt í nofv<?vtYi bílvw! Laugavegi 174,105 Reykjavik. simi 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Þau sveitarfélög sem hafa fengið send bréf með þessum texta eru: Vesturbyggð, þar sem skuldir á íbúa árið 1998 voru 383.000 kr. og peningaleg staða neikvæð um 224.000 kr. á íbúa; Vestmannaeyja- bær, þar sem skuldir á íbúa voru 193.000 kr. og peningaleg staða neikvæð um 164.000 kr.; Skaga- fjörður, þar sem skuldir á íbúa voru 323.000 kr. og peningaleg staða neikvæð um 190.000 kr.; Dyravörður sýknaður af ákæru fyrir ofbeldi TÆPLEGA þrítugur maður, forstjóri dyravarðaþjónustunnar Magnum-Security, sem annaðist dyravörslu á áramótadansleik í Stapanum í Njarðvík um þarsíð- ustu áramót, hefur verið sýknað- ur af ákæru sýslumannsins í Keflavík fyrir að hafa handjárn- að þá nítján ára gamlan pilt fyrir utan Stapann og misþyrmt hon- um inni á salerni skemmti- staðarins. I dómi Héraðsdóms Reykja- ness segir að pilturinn hafi stað- hæft fyrir dómi að ákærði hafi barið sig 5 til 10 þungum högg- um. Dómurinn taldi hins vegar framburð piltsins um afleiðingar árásarinnar ekki samrýmast á neinn hátt lýsingu hans á árás- inni og sýknaði því ákærða. Ákærði var hins vegar sak- felldur fyrir brot á vopnalögum með því að hafa flutt fjögur sverð með 65-90 cm löngu blaði inn til landsins sem hann setti upp á veitingastað í Keflavík. Sverðin voru gerð upptæk með dómi og ákærði sektaður um 35 þúsund krónur. árinu 1999. Jafnframt er óskað eft- ir upplýsingum um hvernig sveit- arstjórnirnar hyggist bregðast við fjárhagsvandanum. Þessi sveitar- félög eru Aðaldælahreppur, Akra- neskaupstaður, Austur-Hérað, Blönduósbær, Borgarfjarðarsveit, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mos- fellsbær, Reykjanesbær, Stykkis- hólmur og Vatnsleysuhreppur. Eftirlitsnefndin sendi tveimur sveitarfélögum, Fáskrúðsfjarðar- hreppi og Kjósarhreppi, bréf þar sem bent er á að framlegð sveitar- félaganna hefur verið neikvæð undanfarin ár og í óefni stefni ef þan'nig haldi fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.