Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Eldflaugar- tilraun í Pakistan PAKISTANAR gerðu í gær til- raun með nýtt, meðaldrægt flugskeyti, sem hitt getur skotmark í 100 km fjarlægð. Er það nákvæmara en önnur flug- skeyti í eigu pakistanska hers- ins og getur borið ýmsar gerðir sprengjuodda. Ekki þykir lík- legt að tilraunin muni verða til að bæta samskiptin við Ind- verja en ríkin hafa háð þrjár styrjaldir síðan þau fengu sjálf- stæði 1947. Friður í Búrúndí? NELSON Mandela, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, sagði í gær að viðræður um frið í Búr- úndí hefðu borið góðan árang- ur. Vildi hann ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu en talið er að ófriðurinn í landinu hafi kostað 200.000 manns lífið. Hafa tútsímenn, sem eru ráð- andi í landinu, rekið um 350.000 manns, aðallega hútúfólk, sam- an í 58 búðir þar sem það býr við illan kost. Segist ríkisstjóm- in hafa gripið til þessara ráða vegna skæruhernaðar hútú- manna í landinu. Myrti Shipman 175 manns? HUGSANLEGT er talið að breski læknirinn Harold Shipman, sem nýlega var dæmdur íyrir að myrða 15 sjúklinga sína, hafi myrt alls um 175 manns. Skýrði lögreglan í Manchester frá því í gær en nú er hafin rannsókn á dauða 39 annarra sjúklinga hans. Hermdarverk á Sri Lanka EINN maður lést og 50 slösuð- ust er sprengja sprakk í stræt- isvagni í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, í gær. Raunar sprakk sprengja í öðrum vagni líka en svo vildi til að nokkru áð- ur hafði hann verið yfirgefinn vegna bilunar. Sprengjumar sprangu á sama tíma. Segist lögreglan ekki ganga að því gruflandi að skæraliðar tamíla hafi komið sprengjunum fyrir. Rubin boðar afsögn James Rubin kvaðst í gær ætla að láta af störfum sem talsmað- ur bandaríska utanríkisráðu- neytisins í apríl þegar eigin- kona hans, Christiane Aman- pour, fréttakona hjá CNN, fæðir fyrsta barn þeirra. Rubin ætlar að flytjast til London, þar sem Amanpour starfar, og kveðst ekki vita hvað hann taki sér þar fyrir hendur, annað en að sinna barainu. Ólýðræðisleg- ar kosningar Bandaríska eftirlitsstofnunin NDIIR sagði í gær að þing- kosningamar í Kirgistan 20. febrúar gætu ekki orðið lýð- ræðislegar. Yfirvöld í landinu hafa bannað tólf stjómmála- flokka, meðal annars stærsta stjórnarandstöðuflokkinn. Nokkrum stjómarandstöðu- flokkum heíúr verið leyft að taka þátt í kosningunum, en ólíklegt er að þeir fái nógu mik- ið fylgi, eða 5%, til að fá þing- menn kjöraa. Jörg Haider segist ekki stefna á kanzlarastúlinn í Austurríki - í bráð Átak til að slá á áhyggjur umheimsins Halldúr Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir ESB hafa hlaupið á sig Jörg Haider, Ieiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, á blaðamannafundi í Klagenfurt í gær, þar sem hann lýsti ótta við rikisstjórnarþátttöku flokks síns ástæðulausan. Klagenfurt. AP, AFP. JÖRG Haider, hinn umdeildi leiðtogi Frelsisflokksins í Austurríki, leitað- ist í gær við að slá á áhyggjur um- heimsins vegna þátttöku flokks hans í ríkisstjórn, og sagðist ekki hafa á stefnuskránni að taka sjálfur við ríkisstjómarleiðtogahlutverkinu „á næstu árum“. Itrekaði hann afsak- anir fyrir ummæli sem hann hefði látið falla fyn' á stjórnmálaferli sín- um og túlkuð hefðu verið sem lof á vissa þætti nazistatímans. „Ég er einn fárra stjórnmála- manna sem hefur sýnt að hann geti gert mistök (...) og beðizt afsökunar á þeim,“ tjáði Haider fréttamönnum í Klagenfurt, héraðshöfuðborg Kárnten-fylkis í suðurhluta Austur- í-íkis, þar sem Haider gegnir em- bætti fylkisstjóra. „Ég stefni ekki að því að verða kanzlari Austurríkis á næstu árum,“ sagði hann og ítrekaði að hann hygð- ist sitja áfram í embætti sínu í Kárnten út kjörtímabilið. Þótt hann eigi ekki sæti í ríkisstjórninni í Vín hafa gagnrýnendur samsteypu- stjórnar Frelsisflokksins og Þjóðar- flokks austurrískra íhaldsmanna sagt að við því væri að búast að stjórnin yrði að miklu leyti uppá náð og miskunn Haiders komin. A blaða- mannafundinum útilokaði hann ekk- ert um hvað yrði eftir næstu þing- kosningar. „Ef til vill gefa næstu kosningar okkur tækifæri á að verða stærsti flokkurinn og samkvæmt því yrði forsetinn að fela mér umboðið til stjórnarmyndunar," bætti hann við. Ótti ástæðulaus Annars hefur tími bæði Haiders og nýja kanzlarans, Wolfgangs Schiissels, leiðtoga Þjóðarflokksins, frá því hin nýja stjórn sór embættis- eið á föstudag farið í að reyna að koma þeim boðskap sem skýrast á framfæri, bæði innanlands og utan, að hin hörðu viðbrögð við myndun stjómarinnar væru ástæðulaus. Rík- isstjórnir hinna ESB-landanna fjór- tán hafa lýst yfir pólitískum refsiað- gerðum gegn Austurríki vegna stjómarþátttöku Frelsisflokksins. Haider sagðist í gær sannfærður um að þess væri ekki langt að bíða að fárið sem farið hefði í gang vegna stjómarmyndunarinnar myndi líða hjá. „Ef þessi ríkisstjórn sýnir að hún sé fær um að láta gott af sér leiða verður Frelsisflokkurinn búinn að ávinna sér traust á fáeinum mán- uðum,“ sagði hann. Haider sá sig einnig knúinn til að skýra ummæli sem um helgina voru túlkuð sem hótanir um að nýja stjómin myndi svara refsiaðgerðum Evrópusambandsins með því að beita neitunarvaldi sínu til að hindra ákvarðanatöku á vegum þess. „I hreinskilni sagt tel ég að hótanir um að beita neitunarvaldi væri röng að- ferð til að koma samskiptunum við ESB í betri farveg," sagði hann. Ennfremur tók hann fram, að hann teldi víst að ísraelsk stjómvöld myndu endurskoða ákvörðun sína um að lýsa sig óvelkominn í ísrael og að „við munum verða góðir vinir í framtíðinni". í einu viðtalinu um helgina tók Haider fram, að þörf væri á að upp- lýsa hvað hæft væri í frásögnum þess efnis, að Viktor Klima, fyrrver- andi kanzlari og leiðtogi jafnaðar- manna, og Thomas Klestil forseti hefðu sjálfir kallað eftir alþjóðlegum þrýstingi til að reyna að hindra myndun stjómarinnar. Klima og Klestil hafa vísað þessum frásögnum á bug, og Schússel kanzlari gerði lít- ið úr þörfinni á slíkri rannsókn. Austurríkismenn kusu breytingar Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann hefði sem formaður Framsóknarflokksins átt þátt í því fyrir nokkrum árum að vísa flokki Haiders úr Alþjóðasambandi frjáls- lyndra flokka, Liberal International. „Ég fordæmi ýmsar yfirlýsingar hans,“ segir Halldór, „en hitt er ann- að mál að þessi nýja austurríska rík- isstjórn hefur verið að reyna að „komast út úr“ þessum fyrri yfirlýs- ingum Haiders, enda er það ekki ein- göngu hans flokkur sem er í þessari ríkisstjórn - hans flokkur fer hvorki með forsætis- né utanríkisráðuneyt- ið,“ bendir Halldór á. Hann sé þeirr- ar skoðunar að menn verði að gefa þessari nýju ríkisstjórn tækifæri til að sanna sig og standa við sína stefnuyfirlýsingu um að virða mann- réttindi og önnur grunngildi evrópskrar lýðræðishefðar eins og Austurríki hefur gert fram að þessu. „Ég er þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hafi hlaupið á sig í þessu máli og gengið of langt í upp- hafi,“ segir utanríkisráðherra. Leið- togum ESB hefði að mati Halldórs verið nær að láta nægja að fordæma fyrri yfirlýsingar Haiders og skora á nýju ríkisstjórnina í Austurríki að gæta þess að mannréttindi og alþjóð- legar skuldbindingar landsins séu hafðar í heiðri. „Af mínum samtölum við ýmsa þá sem þekkja til austurrískra stjóm- mála er sigur Haiders fyrst og fremst krafa Austurríkismanna um breytingar á sviði stjórnmálanna. Það var kominn mikill leiði í fólk vegna áratuga óslitinnar setu jafnað- armanna í ríkisstjórn og menn vildu einfaldlega breyta til. Það er sú ósk sem Austuiríkismenn eru að kalla fram en ekki öfgastefna," segir Hall- dór. „Enda virðist vera að hin nýja ríkisstjórn geri sér grein fyrir þessu og hefur lagt mikla áherzlu á að draga allt til baka sem orkar tvímæl- is í því sem fulltrúar þessa flokks hafa verið að segja.“ Halldór segir mega draga þá ályktun af því hver var valinn til að fara með utanríkismálin í nýju stjórninni, Benita Ferrero-Waldner úr Þjóðai'flokknum, sé skýr vísbend- ing um að engra veigamikilla breyt- inga sé að vænta á utanríkisstefnu landsins. Halldór segist kannast ágætlega við Ferrero-Waldner, þar sem hún hafi sem aðstoðarutanríkis- ráðherra mætt á flesta fundi utan- ríkisráðherra Evrópulandanna sem hann hafi sjálfur sótt á síðustu mán- uðum. Aðstoðarráðherrann hafi ver- ið á þessum fundum vegna stjórnar- kreppunnar í Austurríki, sem stóð í fjóra mánuði og hélt utanríkisráð- herranum Schússel uppteknum í Vín. Afnám heimastiörnarinnar á Norður-frlandi talið blasa við • • Ofgamenn hóta endur- teknum sprengjutilræðum Belfast, London. AP, AFP. AP Lögregla á Norður-írlandi kannar vegsummerki eftir sprengjutilræði „Framhalds- IRA“. Enginn særðist ítilræðinu. BÚIST er við að ríkisstjórn Bret- lands hefji í dag undirbúning að lagasetningu um að Norður-Irland verði á ný sett undir beina stjórn frá London. A sunnudag stóð „Fram- halds-IRA“ (Continuity IRA), einn þeirra öfgahópa er klofið hafa sig úr Irska lýðveldisheraum (IRA), fyrir sprengjutilræði á hóteli í bænum Irvinestown á N-írlandi. Tilræðið er sagt hafa stefnt friðarferlinu í hættu og taka lög bresku stjórnar- innar gildi n.k. föstudag, hafi IRA ekki hafið afvopnun fyrir þann tíma. Enginn særðist í sprengjutilræð- inu á sunnudag, en sprengjan olli töluverðum skemmdum. Bæði bresk og írsk stjórnvöld fordæmdu tilræð- ið og voru stjórnmálaflokkar í Belf- ast allir sammála um að það væri til þess eins fallið að hindra friðarferl- ið. Þeir sem stóðu á bak við tilræðið boðuðu í tilkynningu í gær, að þeir myndu efna til fleiri slíkra tilræða ef heimamenn héldu áfram samvinnu við „bresku nýlendulögregluna", eins og þeir orðuðu það. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, var meðal þeirra sem fordæmdu ár- ásina. Hann kvað tilræðið þó eiga að verða stjórnmálamönnum hvatning til að halda heimastjórninni gang- andi. Ríkisstjórn Bretlands ætti að láta af hugmyndum um að færa völd til Lundúna á ný. „Tómarúmið sem annars myndast þarf að fylla og það þarf að fylla fijótt," sagði Adams. „Framhalds-IRA“ er hernaðar- vængur samtakanna „Lýðveldis- hreyfing Sinn Fein“, fámenns flokks sem klofnaði frá Sinn Fein, pólitísk- um armi IRA, 1994 þegar vopnahléi var fyrst lýst yfir. „Framhalds- IRA“ er ósátt við friðarferlið, sem samtökin telja svik við allar hug- myndir um sameinað írland og er þetta eini klofningshópur IRA sem ekki hefur lýst yfir vopnahléi. Friðarferli í sjálfheldu Sprengjutilræðið átti sér stað á viðkvæmum tímapunkti í friðarum- leitunum þeim, sem nú standa yfir. IRA er undir miklum þrýstingi um að afvopnast, eins og kveðið er á um í friðarsamkomulaginu. David Trim- ble, forsætisráðherra heimastjórn- arinnar, sagði í síðustu viku að óhjá- kvæmilegt væri að stjórnin yrði leyst upp, yrði afvopnunin ekki að veruleika, og rennur frestur bresku stjórnarinnar út á föstudag. I gær funduðu stjórnmálaleiðtog- ar N-írlands með Peter Mandelson, ráðherra N-írlandsmála bresku stjórnarinnar, og voru ekki allir á eitt sáttir um hvernig best mætti leysa þá sjálfheldu sem friðarum- leitanir eru nú komnar í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.