Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Málverk Myndllst II a f n a r b o r g Sverrissalur Apótek/Kaff istofa MÁLVERK/TEIKNINGAR ELÍAS B. HALLDÓRSSON Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 14. febrúar. Að- gangur 200 krðnur í allt húsið. MALARANUM Elíasi B. Hall- dórssyni hefur tekist það sem eftir- sóknarverðast þykir í myndlistinni, sem er að persónutengja athafnir sínar. Myndverk hans eru yfirleitt auðþekkjanleg á samsýningum, skera sig úr öðrum fyrir alveg sér- stakt vinnulag, hvaða miðil sem at- hafnaþörf hans býður honum að fást við hverju sinni. Skiptir þá minna hvort heldur hann gengur út frá hlutvöktum eða huglægum formum og náttúruhrifum. Þá er hann mál- ari í sígildum skilningi, vinnur einn- ig í grafík og teikningu, öllum hrein- ustu og ómenguðustu tjáformum myndlistarinnar, sækir ekki í hjá- leitar afmarkaðar athafnir fyrir ut- anaðkomandi áhrif og skikkan. Það var eitt og annað sem rýnir- inn gerði sér ekki ljóst er hann kom á vettvang, en hann bjóst helst við almennum framningi í Sverrissal, en framkvæmdin reyndist mun stærri og fjölþættari, því sýningin er einnig í Apótekinu og kaffistofu ásamt því að stórt málverk hangir uppi á endavegg hliðargangs henn- ar, og hefur hér tekist að nýta þetta rými á mjög markvissan hátt. Og þá sest var niður við tölvuborðið til að gera þessu skil, sóttu ósjálfrátt ýmsar hugleiðingar á sem fjölþætt sýningin og sérstakt andrúmið ýttu undir. Elías B. Halldórsson var í fyrsta árgangi nemenda minna í Handíða- og myndlistarskólanum veturinn 1956-57, og eitthvað eldri að árum, aldursmunurinn í deildinni annars lítill í það heila. Eftirgrennslan í uppsláttarbók leiddi svo í ljós, að Elías verður sjötugur á þessu ári, og þótt þetta sé engan veginn skipu- lögð yfirlitssýning eru margir þeir þættir vel merkjanlegir sem helst hafa einkennt vinnumáta Elíasar um dagana, þótt grafíkin sé fjarri. Ekki einu sinni á hreinu, hvort sýn- ingin hafa önnur tengsl við tíma- mótin en hin ósjálfráðu, en þetta kallar þó á dálítið aðra meðhöndlun framningsins. Nokkur spum, af hverju mynd- listarmenn með jafn langan feril og jafn margar gildar sýningar að baki, era ekki ræktir betur í þessu þjóðfélagi þá slík tímamót ber að, öllu fremur undarleg grafarþögn um framlag þeirra til íslenzkrar myndlistar. Tækifærið jafnvel notað af óprúttnum til að grafa undir framlagi þeirra, sem er hrá og meinleg listapólitík. Og skyldi hér ekki komin ein ástæðan fyrir rugl- Með pennann að vopni gegn mannréttindabrot- um í löndum syðri Afríku Vertu með - ai3@visir.is i'. ingi á myndlistarvettvangi og listm- arkaði, ásamt yfigengilegri van- þekkingu alls almennings á íslenzkri listasögu, einkum yngri kynslóða? Óumdeilanlega er eitt af meginhlutverkum opinberra safna að rækta sem flestar hliðar sam- tímalistar, en í þeim efnum eru þau mjög úti að aka miðað við nágranna- þjóðirnar, greina jafnvel samtíma- list sem mjög afmarkað og fjarstýrt fyrirbæri. Réttara skammarlega aftarlega á merinni í skilvirku upp- lýsingaflæði sem er í eðli sínu grafa- lvarlegt mál. Þessi öfugþróun hefur komið niður á alltof mörgum ágæt- um myndlistarmanninum af eldri kynslóð á undanförnum árum, en helst eru þetta svik við þjóðina og skattgreiðendur sem kosta lista- söfnin, einkum í ljósi þess að slíkir framningar þykja sjálfsögð skylda opinberra listastofanna ytra, en þær búa líka að blessunarlegu að- haldi hárbeittrar umræðu í fjölmiðl- um. Einnig vill gleymast að rýni á tímamótasýningar er allt annars eðlis en almennar tækifærissýning- ar, þá er verið að rekja upp heilan feril en ekki hluta hans. Elías er einn þeirra sem ekki hef- ur verið ýkja tilætlunarsamur á listavettvangi, og slíkum hættir ósjálfrátt til að verða undir í hraða og áreiti nútímans, þar sem mark- aðsfræði er jafnvel kennd í lista- skólum er svo er komið, sem eykur einmitt á vægi hlutlægrar og skil- virkrar sögukrufningar listastofn- ana. Lítil klausa hér í blaðinu á föstudag í formi tilkynningar var allt sem gat að lesa um þennan við- burð og er lýsandi dæmi þess hvernig farið getur ef menn halda ekki vöku sinni, er þó eðlilegt í Ijósi tímanna er hyglisjúkir sækja fram sem aldrei fyrr. Trúarbdt, teikning. Sdl vermi jörð, olía. Tvennt vekur öðru fremur athygli í Sverrissal og Apótekinu, sem er meðhöndlan listamannsins á höfuð- andstæðunum í litakerfinu, gulu og bláu, en hrifmestu verk hans hafa annan hvorn litinn að grunnþætti. I báðum tilvikum hefur hann þaul- unnið litbrigðin, og þó eru formin afar frískleg og nær innri kviku og lífæðum myndflatarins en áður hef- ur sést í verkum hans. Flokka má óhlutlægar myndir El- íasar undir úthverft innsæi eða „expressjonisma" með hughrif frá sköpum náttúrunnar að leiðarljósi, öllum samanlögðum þáttum hennar. Á stundum hefur listamaðurinn far- ið hamförum í stórum flekum en nú er hann hófsamari á stærðir og tjá- kraft þannig að myndheildirnar fá á sig ljóðrænni blæ. Glíman við þessa þætti málaralistarinnar, að leggja lit við lit svo úr verði lífi gæddar heildir, er fullgilt verkefni alla æv- ina eins og dæmin sanna. Það er þannig leit að málurum sem náð geta jafn mögnuðum áhrifum og fram koma í myndunum: Sól vermi jörð (1), Blá fjallasýn (12), Gull- strengjahljómur (6), Gramsað í gulu kistunni (8) og Helgirit (33). Teikningamar í Apótekinu ríma svo vel við þessar myndir, því þær búa yfir afar léttum og leikandi lín- umögnum. Myndverkin í kaffistof- unni virðast af eldri toga , en þær eru allar hlutbundnar, mikið til konumyndir og bera skýr höfundar- einkenni, en þó á annan og stórgerð- ari hátt en óhlutlægu myndimar. Ekki er mögulegt að fara hér út í nákvæma greiningu og lestur ein- stakra myndverka, því til þess eru upplýsingar af of skornum skammti, engin ártöl í skrá né efnis mynda getið, einungis almennar upplýsing- ar um listamannin líkt og hér sé á ferð frumraun hans. Hitt er klárt mál að þetta er sann- verðug og sterk sýning og lista- manninum til sóma. Bragi Ásgeirsson Þanþol hug- myndanna MYJVDLIST Listasal'n íslands BLÖNDUÐ TÆKNI CLAUDIO PARMIGGIANI Til 28. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. Aðgangur kr. 300. I Barónsstíg 59 k 551 3584 Textílkjallarinn CLAUDIO Parmiggiani er dæmi- gerður fyrir þá listamenn sem fram komu á Italíu á sjöunda áratugnum og kenndir voru við arte povera - fá- tæktarlist - en i því fólst að listamenn skyldu líta á sig sem fijálsa og óháða skapendur, lausa undan oki hefða, vana, tísku og markaðsafla. Að vísu var heitið arte povera - að minnsta kosti í fyrstu - takmarkað við ákveð- inn hóp listamanna í Tórínó og Róm - einkum þá sem sýndu í Listhúsi Enzo Sperone - en síðar, þegar horft er um öxl, má sjá hve þeir voru margfalt fleiri sem tóku til sín fagnaðarboð- skap gagnrýnandans Germano Cel- ant sem birtist í tímaritinu Flash Art í árslok 1967. Þannig voru fyrstu verk Parmiggi- ani sem athygli vöktu fyllilega í takt við fátæktarlistina. Apríkósubókin, sem hann sýndi árið 1969; Rúmfræði- legi dýragarðurinn, sem var ári síðar hjá Christian Stein í Tórínó, en er nú tU sýnis í þriðja salnum í Listasafni íslands, kominn alla leið frá Borgar- listasafninu í Amsterdam; og Kýmar skjöldóttu, í Galleria Froli í Flórens, snemma árs 1971 - með skugga- myndir heimsálfanna fimm vel af- markaðar á feldinum, sem væru þær undursamleg skjaldarmerki heims- homanna - skáru sig úr sökum sér- kennilega næmrar tilfinningar lista- mannsins fyrir hástemmdu og upphöfnu eðli listarinnar. Hafi einhver þeirra fjölmörgu ítölsku listamanna sem gerðu garð- inn frægan á áttunda áratugnum - og þeir eru ófáir - fallið innan hug- myndaramma Walters heitins Benja- min um áratíska tjáningu - það er Úst sveipuð ósnertanlegu og fjarrænu eðli einstæðrar útgeislunar - þá er það Parmiggiani. Það er vissulega al- gengt að sjá ítalska listamenn sítera list horfmna alda - hvemig mætti annað vera í landi þar sem menn geta ekki farið út í mjólkurbúð án þess að hnjóta um einhveija einstæða og sög- ufræga perlu. Þannig eru mýmörg klassísk Venusarminni í verkum Pa- olini og Pistoletto, sem og annars konar goðsagnaminni í list Vettors Pisani og Gino de Dominici. Ég leyfi mér samt sem áður að full- yrða að enginn þeirra gangi eins langt og Parmiggiani í viðleitni sinni til að varðveita siðrænan anda og inn- tak fyrri alda. Reyndar nota Paolini og Pistoletto klassísk minni til að skerpa á sérkennum nútímans - sýna þann grundvallarmun sem er á reglum gamalla klassískra gilda og miðaldalegri ringulreið nútímans - en Parmiggiani virðist þó vera mun vissari í sinni sök. Honum finnst sem gömul gildi séu á vonarvöl; að ekki sé einasta vegið að ytri lögmálum menningarinnar, heldur sé maðurinn í heildstæðri mynd sinni í bullandi hættu, og geti hæglega glatað sjálf- um sér og hæfileika sínum til að íhuga tilveruna. Þessar áhyggjur Parmiggiani eru ekki með öllu óskyldar þeirri svartsýni sem fram kemur í skáld- sögu franska rithöfundarins Michel Houellebecque Frumeindimar, sem út kom í fyrra. Sú bók fjallar um það Án titils, frá 1997. hvemig efnahagsöflin hneigjast til að sundra samfélagi mannanna í æ smærri og firrtari frumeindir ein- ungis af því að það borgar sig fjár- hagslega að halda einstaklingunum aðgreindum. Parmiggiani er þó öllu uppteknari af þeirri frumspekilegu spum hvemig maðurinn getur við- haldið tilfinningalegri vöku sinni án þess að glata næmi sínu gagnvart þögulum fyrirbærum sem verða á vegi hans. Hann hikar ekki við að við- urkenna siðrænt inntak verka sinna, en siðræn gildi hafa ekki beinlínis átt upp á pallborð myndlistarinnar á liðnum áratugum. Þannig eru verk Parmiggiani nær klassískri list en nokkuð það sem við eigum að venjast. Sú staðreynd gæti valdið íslenskum gestum Listasafns- ins svolitlum erfiðleikum. Við erum svo vanir impressjónískri og póst- impressjónískri upplifun, þar sem út- litið eitt - form og litir - skiptir öllu máli en mjmdefnið engu, að verk ítal- ans gætu komið okkur fyrir sjónir sem býsna torræðar gátur. En með því að leyfa huganum að reika frjálst og fordómalaust um samsetningar Parmiggiani leysist Ijóðrænt inntak þeirra úr læðingi og hittir okkur í hjartastað. Ef nefna ætti eitthvað úr okkar eigin listsmiðju sem komið gæti áhorfendum til hjálpar þá væra það einna helst verk Einars heitins Jónssonar, myndhöggvara. Parmiggiani er nefnilega mynd- skáld, eins og sagt var um Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.