Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 471 UMRÆÐAN Þjófnaður undirskrifta- lista aðferð til áhrifa? í UMRÆÐUM og skrifum um Fljótsdalsvirkjun og byggingu ál- vers á Reyðarfirði hafa menn yfir- leitt haft greiðan aðgang að fjölmiðl- um til þess að tjá hug sinn í þeim hörðu deilum sem verið hafa um mál- ið. Tugir þúsunda hafa og tekið þátt í undirskriftasöfnun Umhverfisvina um lögformlegt um- hverfismat til þess að þeir sem völdin hafa geti gert sér grein fyrir því að hér er um fjölda- hreyfingu að ræða en ekki áhugamál fáeinna sérvitringa. Þetta er lýðræðislegur réttur okkar og enginn má taka hann frá okkur. Lýðræði og að stjórna fyrir fólkið Að sjálfsögðu er þessum fjöldavilja komið á framfæri í trausti þess að stjórn- endur séu minnugir þess að þeir eru kjörnir til að stjórna fyrir fólkið jafnvel þótt það sé ekki í samræmi við þeirra eigin óskir. Slík- ir stjómunarhættir eru fremur í anda lýðræðis en hitt að nota meiri- hlutaaðstöðu sína á alþingi til þess að þvinga fram vilja sinn þvert ofan í þekktan vilja meirihluta þjóðarinnar og skoðun fjölda mætra manna sem af þekkingu hafa skrifað um málið. Rán á lýðræðislegum rétti Því miður hefur komið í Ijós að til eru menn með aðra skoðun en þeir fjölmörgu sem skrifað hafa nöfn sín á lista Umhverfisvina sem hafa tekið sér vald til að fjarlæga listana. Mér er kunnugt um það að í læknamiðstöð í Reykjavík hurfu sex undirskriftalistar. Leiða má líkur að því að með þessum gerðum hafi, í þessu eina húsi, tugir manna verið rændir lýðræðislegum rétti sínum til þess að tjá hug sinn. Umhverfisvinir hafa sagt mér að sambærileg atvik hafi átt sér stað í miklum mæli um land allt. Enginn veit enn og líklega aldrei hversu margir listar voru fjar- lægðir og því síður hve mörg nöfn hurfu með þeim en þau kunna að skipta þúsundum. Það er því full ástæða til þess að vekja athygli á þessu þó ekki væri nema til þess að íhuga hvort og/eða hvemig á að bregðastvið þessu. Nafnlaus myrkraverk Með einni undantekningu munu listamir hafa verið fjarlægðir svo enginn sá til. Sagt hefur verið að íslenskan eigi orð yfir alla hluti. Þannig á hún orð yfir þá sem taka eigur annarra ófrjálsri hendi eða ræna menn ær- unni en hún mun ekki eiga orð yfir Sigmundur Magnússon þá sem ræna menn lýðræðislegum rétti sínum til að tjá sig. Hér virðist því komið upp tilefni iyrir orðhaga menn til að leggjast undir feld og leysa úr þeim vanda. Undirskriftalistar era tiltölulega nýtt fyrirbæri en þjófnaður á þeim til þess að hafa áhrif á gang mála er enn nýrra fyrirbæri. Líklega er þar að finna skýringuna á orðfæð ís- lenskunnar til að lýsa því. Menntun, upp- lýsingabylting, vilji til áhrifa Islendingar era vel menntuð þjóð, fjölmiðl- ar og „upplýsingabylt- ingin“ hafa fært þjóð- málin inn á hvers manns borð og eiga eft- ir að gera það í enn rík- ara mæli. Menn hafa því enn betri forsendur en áður til að mynda sér skoðun og tjá hana í fjölmiðlum, fundum og manna á meðal. Það er ekki lengur stætt á því að afskrifa viljayfirlýsingar á borð við undirskriftalista Umhverfisvina vegna þekkingarleysis þjóðarinnar. Undirskriftir Undirskriftalistar eru tiltölulega nýtt fyrir- bæri, segir Sigmundur Magnússon, en þjófnað- ur á þeimtilþessað hafa áhrif á gang mála er enn nýrra fyrirbæri. Fjárfestar athugið! Öll almenn verðbréfaviðskipti með skráð og óskráð verðbréf. .iVerðbréfamiðlunin Ahnafhf Verðbréf Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20 FÉLAG llFASTEIGNASALA EIGNASALAN © p30 1500 ! HUSAKAUP LÆKJASMÁRI60 - KÓPAVOGI Stór 2ja herbergja íbúð með sérinngangi frá svölum. Sérþvottahús. Parket, flísar og góðar innréttingar. Yfirbyggðar suðursvalir.Skemmtileg stað- setning í dalnum niður við læk. Stutt {alla þjónustu og skóla. Áhv. 4,8 millj. í hagstæðum lánum. Verð 7,5 millj. Ótti aflvaki virðingarleysis? Flestir virða rétt náungans til að tjá skoðanir sínar en ekki þeir sem hér hafa verið að verki. En af hverju? Virðingarleysi fyrir rétti samborgaranna getur vart eitt verið næg ástæða fyrir framkomu þeirra en eigi að síður nauðsynleg forsenda. Gæti það verið að í huga þeirra leyndust efasemdir um að rök ein nægðu máli þeirra til framgangs eða ótti um að þeir sem endanlega fá undirskriftirnar kynnu réttilega að taka tillit til þeirrar fjöldahreyfingar sem stendur að baki undirskriftun- um og vilja landsmanna eins og hann hefur komið fram í skoðanakönnun- um. I slíku tilviki hafa þeir efalaust talið fækkun listanna kjörna aðferð til að draga úr slagkrafti þeirra en gæta þess ekki að nú hafa þeir sjálfir kveðið yfir sér dóm fyrirlitningar með myrkraverkum sínum sem í Ijósi almennrar vitneskju um þau verða máttlaus til þeirra áhrifa sem þeir þó væntu. Að vissu leyti má þó líta á aðgerðir þeirra sem viðurkenn- ingu á hugsanlegum áhrifamætti undirskriftalistanna og þeim við- horfum sem þar koma fram. Höfundur er fyrrverandi for- stöðulæknir blóðfræðideildar Land- spítalans og dósent við læknadeild Háskóla ísiands. I Gleraugnasalan, Laugavegi 65. ddidas VÖRN FYRIR AUGUN Gleraugu fyrir unga fólkið Þróunin verður efalaust sú að hún muni taka æ ríkari þátt í ákvarðana- töku stjómvalda, beint eða óbeint, hvort sem stjórnmálamönnum líkar það betur eða verr. Það er því óþol- andi að óprúttnir menn skuli „í skjóli nætur“ vísvitandi rjúfa lýðræðisleg- ar boðleiðir samtaka og almennings til stjómvalda með því að fjarlæga listana. Ný gerð afbrota, lög og dómstólar Mér er ekki kunnugt um að löggjafinn eða dómstólar hafi fjallað um sambærilegt afbrot, enda er að- ferðin til áhrifa ný og tilefni ekki ver- ið fyrir hendi. Á því er þó full þörf í Ijósi vaxandi þekkingar og afskipta almennings af þjóðmálum. Það væri því fróðlegt og nauðsynlegt að heyra viðhorf löglærðra til þessa nýja fyr- irbæris í þjóðmálaumræðu okkar. A íslenskra stjórnmála Fjölskylda Afv: Opnirfundir þingmanna Framsóknarflokksins Miðvikudagur 9. febrúar Mónudagur 14. febrúar Framsóknarhúsinu, Digranesvegi 12, Kópavogi kl. 20.00 • Siv FriSleifsdóttir • Valgerður Sverrisdóttir • ísólfur Gylfi Púlmason • OlafurÖrn Haraldsson Fundarstjóri: Ómar Stefánsson Fimmtudagur 10. febrúur Félagsheimilinu, Bolungarvík kl. 20.30 • Halldór Ásgrímsson • Kristinn H. Gunnarsson • HjdlmarÁrnason • Jónína Bjartmarz Fundarstjóri: Ketill Elíasson Egilsbúð, Neskaupstað kl. 20.30 • Ingibjörg Pálmadóttir • Siv Friðleifsdóttir • Valgerður Sverrisdóttir Fundarstjóri: Jón Kristjánsson Þriðjudagur 15. februar Miðgarði, Varmahlíð kl. 20.30 , • HalldórÁsgrímsson • Páll Pétursson • Kristinn H. Gunnarsson • Jón Kristjónsson Fundarstjóri: Herdís Sæmundard. Þriðjudagur 15. febrúar Grand Hótel v/Sigtún, Reykjavík ki 20.00 • ÓlafurÖrn Haraldsson • Ingibjörg Pálmadóttir • Valgerður Sverrisdóttir • Jónína Bjartmarz Fundarstjóri: Vigdís Hauksdóttir Miðvikudagur 16. febrúar Kaffimenningu, Dalvík kl. 20.30 • Valgerður Sverrisdóttir • Kristinn H. Gunnarsson • Guðni Ágústsson • Jón Kristjónsson Fundarstjóri: Hilmar Daníelsson Fimmtudagur 17. febrúar Hótel Selfossi, Selfossi kl. 20.30 , • HalldórÁsgrímsson • Guðni Ágústsson • ísólfur Gylfi Pdlmason • HjdlmarÁrnason Fundarstjóri: Kristjón Einarsson FRAMSOKNARFLOKKURINN Með fólk t fyrirrúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.