Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 LISTIR Kvikmyndahátiðin í Gautaborg Einar Már Guðmundsson verðlaunaður Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EINAR Már Guðmundsson hlaut á sunnudaginn verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Gautaborg fyrir besta kvikmyndahandrit fyrir handritið að myndinni Englum alheimsins, sem Friðrik Þór Friðriksson gerði eftir sögu Einars Más. Verðlaunin nema fimmtíu þúsund sænskum krónum eða um 500 þúsund íslenskum krón- um og eru gefin af sænsku sjónvarpsstöðinni Canal +. Við sama tækifæri voru veitt önnur verðlaun fyrir framlög í keppninni. „Mér þótti afai' vænt um að ís- lensk kvikmynd skyldi hljóta þessa viðurkenningu," sagði Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti, en hún var í dómnefnd kvikmyndahá- tíðarinnar. „Við í dómnefndinni vor- um strax sammála um að besta handritið ætti að fara til Einars Más, þótt það vefðist fyrir okkur að finna bestu kvikmyndina. Allir voru sér- staklega heillaðir af Englum al- heimsins og einnig mjög snortnir af Ungfrúnni góðu og húsinu. Hver frá sínu landi könnuðust þeir við efniv- iðinn úr sínu umhverfi, því allt í myndinni er eins og bergmál úr for- tíðinni í fjölskyldum hvar sem er á Norðurlöndum, og má nú víðar fara.“ Verðlaunahafar voru valdir úr hópi þeirra, sem staðið höfðu að gerð þeirra átta kvikmynda, sem kepptu til aðalverðlauna í keppni, sem hald- in var samhliða kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Auk Engla alheimsins var Ungfrúin góða og húsið, gerð af Guðnýju Halldórsdóttur eftir sögu Morgunblaðið/Ólafur H. Torfason Einar Már Guðmundsson þakkar fyrir sig í Gautaborg. Halldórs Laxness, einnig með í keppni hátíðarinnar ásamt sex öðr- um norrænum myndum. I rökstuðn- ingi dómnefndarinnar segir að í handriti sínu móti Einar Már raun- veruleikann og drauma á ljóðrænan og sterkan hátt. Eins og kunnugt er fékk Einar Már bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á sínum tíma fyrir bókina Engla alheimsins. Besta myndin í samkeppninni var valin finnska myndin Knockout, sem að sögn Vigdísar fjallar um andhetju sem snýst í hetju, svona rétt eins og Gunnar á Hlíðarenda. I myndinni berst leikurinn frá Finnlandi til Murmansk, þar sem rússnesku maf- íunni er að mæta. Leikstjórinn er Agneta Fagerström. Sú mynd fékk einnig verðlaun fyrir bestu mynda- tökuna. Leikstjóraverðlaunum upp á 100 þúsund sænskar krónur deilir Fagerström með Lars-Lennar Forsberg, sem hlýtur sinn hlut fyrir heimildamyndina Min mamma hade fjorton barn. Göran Tun- ström látinn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKI rithöfundurinn Göran Tunström andaðist á heimili sínu á laugardagskvöld 62 ára að aldri. Banamein hans er talið vera hjartaáfall, en Tunström hefur ekki gengið heill til skógar í mörg ár. Tunström er víðfrægur fyrir verk eins og Jólaóratóríuna, en á liðnu ári var frumsýnd kvik- mynd byggð á bókinni. Tunström lætur eftir sig eiginkonu og son- inn Linus. Eiginkona Tunströms, Lena Cronqvist, er ein af þekkt- ustu myndlistarmönnum Svia. Æskustöðvarnar eilíf upp- spretta skáldskapar Tunström fæddist í Varmlandi 1937 og þó hann hafi víða farið og búið erlendis langtímum saman hefur heimabyggðin verið honum ótæmandi uppspretta í skáld- skapnum. Fyrsta bókin hans kom út 1958, en um miðjan áttunda áratuginn sló hann í gegn með skáldsögunni „Prastungen", en hann var sjálfur prestsonur. Sag- an um Jólaóratóríuna kom út 1983, náði strax gífurlegum vin- sældum og var þýdd á fjölda tungumála, meðal annars á ís- iensku. Hún varð lang vinsælasta bók Tunströms og kvikmyndin, sem á henni var byggð hlaut met- aðsókn í Svíþjóð. Sagan segir frá þremur kyn- slóðum í Varmlandi, sem allar eru markaðar ótímabærum dauða og ást á tónlist. Varmlendingar fylla iíka seinni bækur eins og „Þjóf- inn“, sem kom út 1986, og „Ber- ömda mán som varit i Sunne" frá 1998. Sunne er fæðingarbær Tun- ströms og þessi bók fékk hin virtu sænsku Augustus-verðlaun það ár sem besta bók ársins. Tunström hefur fengið aliar þær viðurkenn- ingar og þau verðlaun sem sænsk- um rithöfundi geta hlotnast, að meðtöldum bókmenntaverðlaun- um Norðurlandaráðs. Tunström Iagðist sem ungur í löng ferðalög. Á sjöunda ára- tugnum dvaldi hann langdvölum í Grikklandi, sem varð honum ann- að hcimaland, en eftir byltingu herforingjanna þar 1967 er Konstantín konungi var steypt af stóli, sótti hann til annarra staða, meðal annars til Mexíkó, Gvat- emala, Marokkó, Egyptalands og Indlands. Einn af þeim sem hann kynntist snemma á ferðalögum sínum var bandaríski söngvarinn Göran Tunström og lagahöfundurinn Leonard Cohen og þeir héldu alltaf sam- bandi. Lífinu hagaði hann gjarnan eins og farfuglarnir, eyddi sumrunum heima í sænskri sveit, bjó undan- farna vetur í New York, en ann- ars á Södermalm í Stokkhólmi. Auk skáldsagna skrifaði hann Ijóð, leikrit og ferðasögur, meðal annars „Indien - en vinterresa", sem kom út 1984. Dauðinn var honum alla tíð nærtækt yrkisefni. Hann missti föður sinn aðeins tólf ára að aldri og hefur síðar sagt. frá hvernig hann fékk ekki að syrgja föðurinn fyrr en hann var orðinn fullorðinn. Faðirinn var aðeins 54 ára þegar hann lést og lengi vel var Tunström sannfærður um að honum yrði heldur ekki unnt þess að verða eldri en 54 ára. Nærveru dauðans fann hann einnig fyrir í eigin lífi. Hann lenti þrisvar í bílslysi og úr einu þeirra slapp hann naumlega lífs. Hann sagði síðar frá því að hann hafi þá upplifað dauð- ann í námunda við sig, hvernig honum fannst sálin eins og yfírgefa líkamann og svífa hlæjandi út í geim- inn. Hann hafði einnig fengið hjartaáfall áður og átt við lungnakrabba að striða. I viðtali við Dagens Ny- heter fyrir nokkrum árum sagði hann frá hvernig hæfileikinn til að skrifa hefði á köflum yfirgefið sig, hvernig sér yrði allt í einu ekkert að yrkisefni eftir ár, þegar allt hefði orðið að ljóðum. En þá kom tilfinningin fyrir lifinu upp í honum, segir í minningargrein blaðsins í gær og Tunström rifjaöi upp ferðasögu frá íslandi, um fót- bolta sem var sparkað út í bláinn. „Það eru ekki til neinar skriftir án sársauka," hefur Tunström sagt í viðtali. Líf hans var ríkt af skáldskap, en einnig af sársauka. Spræk fló á skinni LEIKLIST Frejvangsleikhúsið fló Á SKINNI eftir Georges Feydeau í þýðingu Vigdísar Finnbogadóttur. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkels- son. Frumsýning föstudaginn 4. febrúar. HINN sígildi gamanleikur Fló á skinni hefur margt til að bera sem gæða má lífi. Fyndin og hröð at- burðarás, persónuruglingur, skondn- arpersónur ogjafnvelnokkurádeiiu- | broddur á líferni betri borgaranna. Herra og frú Chandebise eiga í 1 þeim hjónalífsörðugleikum að frúin ’ giunar manninn um að hlaupa útund- an sér. Hún fær vinkonu sína til að rita honum ástarbréf og boða hann á sinn fund á hið vafasama hótel Kisu- nóru. Þangað venja allir heimilisvinir þeirra komur sínar á laun og ekki batnar ástandið þegar þjónninn á hótelinu reynist lifandi eftirmjmd húsbóndans Chandebise. Upphefst nú mikill misskilningur með tilheyr- I andi hurðaskellum, árekstrum og | upphrópunum. Sýning Freyvangsleikhússins þjónaði þeim grundvallartilgangi sín- um að skemmta áhorfendum. í sjálfu sér þarf ekki að fara fram á neitt meira. Sýningin var jafnframt ágæt- lega unnin, framvindan snörp og dauðir punktar fáir. Leikstjórinn Oddur Bjarni skilar þarna ágætu verki, persónur eru vel mótaðar og | skýrar, atburðarásin glögg og nauð- synlegur hraði datt sjaldan niður. | Helst var að finna að samtalsatriðin í ? íyrri hluta verksins ættu síst við leik- endur, en þegar leikurinn komst á skrið og atburðarásin fékk aukið vægi mátti heyra og sjá að allir skemmtu sér hið besta. Þátturinn á hótelinu var bráðskemmtilegur og lokaþátturinn hélst uppi allt til enda, sem stundum reynist þrautin þyngri þegar áhorfendur hafa áttað sig á . öllu saman og bíða eftir að persón- 1 urnar geri það líka. Leikendur komust yfirleitt vel frá P sínu, Stefán Guðlaugsson í hinu tvö- falda margfræga hlutverki Chande- bise/Poche stóð sig vel, en þegar mest gekk á var hann kannski ekki alveg jafn fljótur að skipta um pers- ónu og búning, en það kom ekki veru- lega að sök. Tæknilegar kröfur þessa leikhlutverks eru enda miklar. Aðrir leikendur stóðu sig með ágætum og var ánægjulegt að sjá hversu jafn leikhópurinn er og vafa- I laust á leikstjórinn þar sinn þátt með f útsjónarsemi og greinilegum hæfi- leikum á þessu sviði. Hávar Sigurjónsson Persónuleg túlkun TdNLIST íslenska ðperan PÍANÓTÓNLEIKAR Martino Tirimo flutti verk eftir Beethoven og Chopin. Laugardaginn 5. febrúar. FRÆÐIMENN hafa haldið því fram, að margir nútímatónsmiðir séu haldnir „höfnun" gagnvart píanóinu, og því leitað á mið annarra tónmiðla en píanósins í tónsköpun sinni. Tími píanótónskáldanna, þ.e „píanóvirtúósanna“, sem einnig voru tónskáld, er að því er virðist að mestu liðinn og píanóleiknin hefur aðallega varðveist í höndum píanó- snillinga, sem eðlilega leita sér fanga, þar sem leikni þeirra nýtist best. Martino Tirimo er sannarlega mikil tekniker en lætur það á stund- um hafa forgang, að ná sem mestum hraða, þótt hann eigi einnig til að leika af miklum blíðleika. Hraði er ekki markmið en þegar magna skal upp átök og tilþrif er styrkur og hraði gott tæki til að ná þeim markmiðum, ásamt því að tón- ferlið, sem er efnisinntak þessara markmiða, komi skýrlega fram. Tónleikarnir hófust á „stóru són- ötunni", op. 7, eftir Beethoven og þrátt fyrir að margt væri vel gert í þessu snilldarverki var ýmislegt að heyra er vitnar um sérvisku, eins og t.d. úfærsla lokahljóma framsög- unnar og ítrekunarinnar, þar sem Tirimo breytir hrynskipaninni og fellir burtu „sinkópurnar". Þá voru nokkrir áherslutónar allt of sterkir. Áhersla þarf ekki að drynja í eyrum en getur verið þýðingarmikil til að þyngja á andstæðum í hrynskipan, eins og á sér stað á móti brotnu hljómunum á undan hinum sinkóp- ereruðu lokatónum framsögunnar og ít- rekunarinnar. Fleiri atriði mætti telja til en þrátt fyrir þetta var op. 7 um margt vel vel mótuð hjá Tirimo. Seinni sónatan eft- ir Beethoven var op. 109, sem er þriðja í flokki þeirra fimm síðustu, er kallast „Hammerklavier“-sónöturnar (op. 106 er sérstaklega nefnd þessu nafni), þar sem meistarinn hefur leyst upp hið hefðbundna sónötu- form og leitar einnig fanga í nýjung- um er varða lagferli, hljómskipan, tematíkskri úrvinnslu, fjölröddun og notkun píanósins. Verkið er í raun fantasía og mun yfirskriftin fræga frá Tunglskinssónötunni, „quasi una fantasia", hafa verið yfirskrift höf- undar. Sónatan endar á sex tilbrigð- um við undurfagurt stef og er þetta fyrsta sónata meistar- ans sem endar á hægum þætti en það sama á við um op. 111. Það var margt vel gert í þessari sónötu, bæði í tilbrigða- kaflanum og ekki síður í prestissimo-kaflanum, þar sem Tirimo var í ess- inu sínu og lék þennan áhrifamikla þátt með miklum „bravúr“. Prelúdíurnar eftir Chopin eru í raun ljóða- safn, þar sem brugðið er upp stemmningum og þær látnar lifa í sínu knappa formi og án úr- vinnslu, sem Ijóðhendingar, frekar en tónverk. Þrátt fyrir yfirburða píanótækni Tirimo og að margt væri fallega leikið, einkum blíðlegri ljóð- myndirnar, voru hröðu kaflarnir alltof hraðir, svo að hinir lagi'ænu innviðir hins skrautlega ritháttar nærri týndust, eins og t.d. í 18. prelúdíunni, sem er eins konar tón- les og hefur undirtitilinn „sempre con passione", nr. 19, „Vivace", sem flaug framhjá án minnstu viðdvalar, nr. 22, þar sem bassinn hvarf í ógn- Martino Tirimo arhraða píanóleikarans, og í síðustu prelúdíunni, nr. 24, sem ber yfir- skriftina „Allegro appassionato", hefur hljómskipan brotnu hljóm- anna í bassanum mikilvægu hlut- verki að gegna, á móti allt að því „impróvíseruðu" tónlesi hægri handarinnar. Það má deila um hrað- ann í þeirri 15., sem oft er nefnd regndropa-prelúdían, því yfirskrift- in er aðeins Sostenuto. Aðeins meiri kyrrð í A-kaflanum hefði ekki sakað og hinn myrki miðkafli var of laus í hryn og „erescendóið", sem á að ná hámarki í „fortississimo", var með þeim hætti að sterki hljómurinn birtist skyndilega og tók sig sér- staklega út í stað þess að vera af- leiddur af hinum sívaxandi styrk (tíu takta crescendo) á undan. Það er hægt að telja upp ýmislegt, sem hverjum og einum finnst, en það er auðvitað mikilvægt, að túlkun hvers listamanns er hans verk og hans skilningur og víst er að leikút- færsla og túlkun Tirimo er mjög persónuleg og hann hefur tæknilega burði til að útfæra þessa afstöðu sína með glæsilegum hætti. Jón Ásgeirsson i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.