Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 25 NEYTENDUR Verð á ýmsum vörutegrmdum að hækka Verðhækkanir um 2 ÁFRAMHALDANDI fregnir hafa borist um verðhækkanir hjá inn- flytjendum og framleiðendum ým- issa vörutegunda. Enn sem áður eru hækkanirnar á bilinu 3-10% og kenna flestir um verðhækkunum er- lendis. Verð á fimmtungi vörutegunda sem Íslensk-ameríska flytur inn er að hækka um þessar mundir. Egill Agústsson framkvæmdastjóri segir kaffið þar vega þyngst, en Islensk- ameríska flytur inn BKI-kaffi. Lúx- uskaffið hækkar um 7,3% og Ext- rakaffið um tæp 5%. Hann segir frekari verðhækkun boðaða frá framleiðanda, en ekki sé vitað hve mikil hún verður. Þar ræð- ur heimsmarkaðsverð á kaffi. Egill bendir þó á að á síðasta ári hafi orðið verulegar verðlækkanir á kaffi en sér ekki fram á að kaffi muni lækka að nýju á næstunni. Af öðrum vörutegundum frá Is- lenska-ameríska, hækkar Ariel Fut- ure þvottaefni, sem er mest selda þvottaefni landsins, um rúmlega 5% að meðaltali, en að sögn Egils er þar um erlenda verðhækkun að ræða. Spurt o g svarað um skattamál Á NÆSTU vikum gefst les- endum Morgunblaðsins kost- ur á að koma á framfæri fyr- irspurnum er lúta að gerð skattskýrslna en frestur fyrir almenning til að skila skatt- framtali rennur út 28. febrúar næstkomandi. Hrefna Einarsdóttir starfs- maður hjá ríkisskattstjóra mun veita svör við fyrir- spurnum. Lesendur geta haft samband við neytendasíðu Morgunblaðsins í síma 5691100 frá klukkan 10-11 virka daga. Fljótandi Ariel er að hækka um 4-6%. Lenor taumýkir hækkar um tæp 3% vegna erlendra verðhækk- ana og Pantene hárlakk hækkar um rúm 6% vegna erlendrar verðhækk- unar. Að auki hækka hárlakk og froða vegna kostnaðar sem er til- kominn vegna kröfu um sérstakar merkingar umbúða á íslensku. Stærsti vöruflokkur Islensk-am- eríska, Pampers bleiur, hækkar hins vegar ekki. Verðhækkanir þessar munu taka gildi í lok mánaðarins, nema kaffið sem hækkaði 2. febrúar. Laun hafa hækkað umfram kjarasamninga Allar vörur gæðabaksturs hækka um 7% en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð á vörum sínum frá því 1997 að sögn Vilhjálms Þorláksson- ar, framkvæmdastjóra. Hann bend- ir á að laun hafi hækkað umfram kjarasamninga og til þess að halda í fólk verði að yfirborga það. „Mjólkin hefur jafnframt hækkað tvisvar sinnum á þessu tímabili og notum við mjólk í stóran hluta af Tjara burt af bílum Tjara er mikil á götum borgar- innar þessa dagana og barst fyr- irspurn um hvernig væri best að ná tjöru af bílum. Svar: „Ef tjaran er ekki mjög mikil þá er best að nota upp- þvottalög,11 segir Stefán Ásgríms- son, ritstjóri Okuþórs. „í neyðar- ástandi má síðan kaupa terpentínu eða tjöruhreinsi á bensínstöðvum. Það má geta þess að til er um- hverfisvænn hreinsir sem gott er að nota enda er terpentína sull og fer í göturæsin .“ Kertavax af borðum Það er oft erfitt að ná kerta- vaxi af hlutum en hvernig er best að ná kertavaxi af viðarborðum? Svar: „Best er að skafa mesta vaxið af með einhverju mjúku, þ.e. plast- eða tréhníf, einhverju sem ekki særir,“ segir Guðrún Hjalta- vörum okkar. Rafmagn hækkaði um 3,7% í janúar á síðasta ári og um 3% í júlí 1998. Ennfremur hefur hús- næðiskostnaður hækkað um 12% á sama tímabili,“ segir hann. „Þegar ég tek þessa þætti saman er þetta um 70% af kostnaðarverði vöru. Hækkanirnar einar og sér ná því um 11,5% og þannig fæ ég út að ég verði að hækka um 7%.“ Hann bendir jafnframt á að Gæðabakstur baki mest af kleinu- hringum og blanda í þá sé flutt inn frá Ameríku. Dollarinn hafi hækkað að undanförnu og því hafi verð á blöndunni hækkað til fyrirtækisins. Hluti brauðvara hækkar í verði Ömmubakstur hækkar verð á framleiðsluvörum sínum um 5% að meðaltali, að sögn Snorra Sigurðs- sonar markaðsstjóra. Hann bendir á að þetta sé fyrsta hækkunin hjá fyr- irtækinu í tvö ár og segir ástæðuna fyrir hækkuninni nú einna helst hækkun á umbúðaverði. Plastverð hafi t.a.m. tæplega tvöfaldast. Einnig hafi laun hækkað, starfs- menn vinni mikið í yfirvinnu og til dóttir hjá Leiðbeiningarstöð heim- ilanna. „Ráðleggjum við að viður- inn sé síðan vel þveginn á eftir með volgu sápuvatni. Nota skal hreinan sápulög.“ Vínberjaklasar geymast betur Kona nokkur átti leið í eina af verslunum Nýkaups fyrir skömmu og kom með þá fyrispurn af hverju vfnberjum væri pakkað inn í frauðplast þannig viðskiptavinir gætu ekki sjálfir valið vínberin. Svar: „Hægt er að kaupa vínber í lausu í verslun okkar í Kringl- unni. Þannig er mál með vexti að vínber losna töluvert frá stilknum ef þau eru seld í lausu. Vínberja- klasarnir geymast því betur,“ seg- ir Finnur Árnason , framkvæmda- stjóri Nýkaups. „Hér er um að ræða nákvæmlega sömu vínberin en uppsetning verslunar okkar í Kringlunni þolir það að berin séu seld í lausu.“ Spurt og svarað um neytendamál þess að missa ekki fólk, verði að hækka laun. Hann segir flutnings- kostnað hafa aukist, fyrirtækið skipti við sendibílastöð sem hafi hækkað verð á þjónustu sinni að undanförnu. Ennfremur hafi rekstr- arkostnaður fyrirtækisins hækkað, hreinlætisefni og hráefni. Brauðgerðin Myllan hefur hækk- að verð á nokkrum vörutegundum um 10%. Samkvæmt Bimi Jónssyni, markaðsstjóra, er um að ræða svo- kölluð þungbrauð, maltbrauð, rúg- brauð og líkt. „Við höfum ekki hækkað síðan 1998 en þá hækkuðum við ekki verð á þeirri vöru sem við erum að hækka nú. Þessi brauð sátu einfaldlega eft- ir í hækkuninni 1998 og við erum að ná því upp núna,“ segir Björn. Hann bendir á að hvers konar af- urðir séu að hækka um þessar mundir, en þrátt fyrir það sé ekki um að ræða almennar hækkanir á framleiðsluvörum Myllunnar. „Við áttum einnig að hafa hækkað um 10- 12% á síðasta ári, sem er ekki rétt. Við höfum ekkert hækkað okkar vörur,“ segir hann. Snyrti- vörur á fríhafn- arverði NETVERSLUN Hagkaups, hagkaup@visir.is, hefur hafið sölu á dömu- og herrailmi og andlitskremum á fríhafnar- verði. í fréttatilkynningu frá Hag- kaupi kemur fram að um veru- lega verðlækkun til langframa sé að ræða á 100 söluhæstu snyrtivörum hjá Hagkaupi. Til- efni verðlækkunarinnar er að framundan eru Valentínusar- dagur og konudagurinn. Dæmi eru um allt að 1.000 króna verð- lækkun á vinsælum 50 ml glös- um af herra- og dömuilmi. Verslunin fer fram á Netinu og Hagkaup sendir hvert á land sem er. Óll samskipti fara fram á svokölluðum öryggisvefþjóni sem sér um að dulkóða allar upplýsingar sem sendar eru á milli. Mörg þúsund íslenskir fjárfestar eru orðnir virkir þátttakendur á stærsta hlutabréfamarkaði heims - Wall Street - í gegnum Kauphöll Landsbréfa. Þeir hafa ástæðu til að gleðjast sérstaklega núna því Landsbréf bjóða ókeypis viðskipti á Wall Street frá i. til ío. febrúar. Það þýðir einfaldlega að það kostar ekkert að selja eða kaupa hlutabréf í einhverju af þeim þúsundum fyrirtækja sem skráð eru á Nasdaq-kauphöllina á Wall Street.* Ef þú hefur ekki þegar kynnt þér hvað Kauphöll Landsbréfa býður upp á, þá er þetta rétti tíminn til að slást í hópinn. * lÍxdshréFA LANDSBRHl * Nánari upplýsingar um tiiboðsdagana er að finna á vef Kauphallar Landsbréfa. www.landsbref.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.