Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 1---------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Disneyland frelsisins „Annað hefur drengnum áskotnast sem Ijóst er að kinn kúbverski faðir hefði ekkigetað veitthonum, tveir farsímarsem hann fékk í sex ára afmœlisgjöfum daginn. “ Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen Það eru liðnar rétt tíu vikur frá því að Elian litla Gonzales var bjargað á bandarískt land eftir að bátur, sem flutti hann í hópi annarra flóttamanna frá Kúbu, sökk. Ailir fórust, nema hann og tveir full- orðnir. Þessi litli sex ára drengur missti þarna móður sína í hafíð en faðir hans situr eftir heima á Kúbu og hefur í þessar tíu vikur barist fyrir því að fá drenginn sendan heim. Faðirinn er með Castró og aðra Kúbverja á bak við sig, en Bandaríkjamenn af VIÐHORF kúbverskum * l‘'nunr uppruna, þar á meðai hópur fjarskyldra ætt- ingja Elians litla sem býr í Flórída, vilja að drengurinn verði kyrrsettur í Bandaríkjunum og veittur þarlendur ríkisborgara- réttur. Almenningsálitið hefur sveiflast tii og frá eins og almenningsáiits er siður, en nú er svo komið að rúm 70% Bandaríkjamanna teija hag drengsins best komið hjá föð- ur sínum, jafnvel þó á Kúbu sé. Þó svo að flestir séu á því að almennt séu Bandaríkin betri kostur en Kúba, virðist fólki farið að blöskra allur þessi skrípaleikur þar sem framtíð drengsins hefur verið gerð að pólitísku bitbeini, allt auð- vitað með velferð hans í huga! Fyrstu dagana eftir að Elian skolaði á land fór bandaríska þjóð- in hamförum í því að sannfæra sjálfa sig og aðra um að velferð og lífshamingja drengsins fælist í því að hann fengi að alast upp í Bandaríkjunum. Fjölskylduréttur Flórída veitti þá ættingjunum þar forræði yfir drengnum með þeim rökstuðningi að það að senda hann aftur til Kúbu myndi hafa um- talsverðan og óbætanlega skaða í för með sér fyrir hann. Onnur mikilvæg rök þóttu vera að með þessu væri verið að uppfylla hinstu ósk móðurinnar sem hafði látið lífið við frelsisleitina. í Kúbu er því hins vegar haldið fram að móðirin, sem var skilin við fóðurinn fyrir nokkru, hafi verið þvinguð til flóttans yfir til Banda- ríkjanna af kærasta sínum og hafi aldrei viljað hverfa á brott. Hvað sem satt er í því er ljóst að faðir- inn vissi ekki af fyrirætlunum um brottflutning drengsins. Hann hafði haft mikið samband við son sinn á Kúbu og var í kjölfar skiln- aðarins við móðurina veittur ákveðinn umgengnisréttur eins og lög gera ráð fyrir. Á Kúbu eru líka aðrir nánustu ættingjar drengs- ins, þar á meðal tvær ömmur. Innflytjendaeftirlitið í Banda- ríkjunum hefur nú úrskurðað að Elian litli skuli sendur heim til Kúbu, én skyldmenni drengsins í Miami í Flórída hafa áfrýjað úr- skurðinum. Þeir og fjöldi stuðn- ingsmanna þeirra, segja það grimmilegt að senda Elian til baka og dæma hann þar með til lífs á Kúbu þegar hann hefur fengið smjörþefinn af dýrðinni hjá stóra nágrannanum í norðri. Dýrðin sem Elian hefur fengið að upplifa felst meðal annars í ferð í Disney-land þar sem ættingjarn- ir sáu til þess að flestir fjölmiðlar vestra sýndu hann skælbrosandi veifandi bandaríska fánanum. Bamið átti sem sagt að vera svona óskaplega ánægt með þróun mála, með það að vera komið til fyrir- heitna landsins. Þama höfðu smá- atriði á borð við þau að móðirin hafði drakknað nokkrum dögum áður og að fyrirsjáanlegur vai- fullkominn aðskilnaður við föður- inn, lítið í sjálfan Disney að gera. Annað hefur drengnum áskotnast sem ljóst er að hinn kúbverski fað- ir hefði ekki getað veitt honum, tveir farslmar sem hann fékk í sex ára afmælisgjöf um daginn. Auðvitað er það ekki svo að Disney-skemmtigarðar eða gott farsímakerfi séu aðalrökin með því að Elian verði alinn upp sem bandarískur drengur. Það hefur hins vegar farið fyrir brjósið á ótal mörgum hve mjög ættingjar drengsins í Flórída og stuðnings- menn þeirra halda fram rökum af þessu tagi í baráttu sinni. Stefnan hjá þeim er að gera drenginn að holdgervingi hins ameríska neyslusamfélags. „Hann stendur með okkur,“ fullyrti 21 árs gömul frænka Elians sigurviss í fjölmiðl- um. Það sem hún átti við var að Elian litla þætti betra að búa í Flórída innan um Disney, farsím- ana, nammið og Nike-íþróttabúð- imar. Hann er sex ára! Það er svo umhugsunarvert, eftir allan fjölmiðlasirkusinn þar sem drengurinn hefur verið látinn leika aðaltrúðinn, að ættingjar hans í Flórída nefna það sem eina ástæðu þess, að ekki komi til greina að senda hann til baka, að þá verði hann gerður að holdgerv- ingi kommúnismans í heimaland- inu. Faðir Elians, Juan Gonzales, er í sömu sporam og þúsundir Bandaríkjamanna sem eiga í bar- áttu við erlend stjómvöld um að fá bamið sitt til baka eftir að það hefur verið flutt ólöglega úr landi. Það hefur enda komið fram að op- inberir embættismenn sem gegna því hlutverki að aðstoða þessa bandarísku foreldra, óttast að með hveijum deginum sem líði án þess að Elian verði skilað heim til sín, verði erfíðara fyrir bandaríska foreldra að nálgast eða fá forræði yfir eigin bömum sem hafa verið flutt frá Bandaríkjunum. Mál Eli- ans sé stórhættulegt fordæmi, bæði í þessum forræðismálum og í innflytjendamálum framtíðarinn- ar. Ef efnahagslegu rökin fyrir velferð Elians era dæmd þau einu marktæku, hvert verður þá næsta skrefið? Verða Bandaríkjamenn e.t.v. að veita öllum 6 ára bömum landvistarleyfi, ef þau geta sýnt fram á fátækt heima fyrir? Þetta er ekki spuming um Disney-land og farsíma. Jafnvel ekki hvort Elian eigi rétt á uppeldi í frjálsu bandarísku neyslusamfél- agi frekar en kúbverskri kúgun og fátækt. Málið snýst um fjölskyldu- tengl. Ef Elian fer heim aftur, er nokkuð ljóst að hann fær ekki að heimsækja Disney World aftur í bráð. Hann eignast jafnvel ekki aðra Nike-skó eða leikur sér á Netinu. En hann fær að alast upp í skjóli föður síns og nánustu fjöl- skyldu. Gagnagrunns- blekkingar Heilbrigðisráðherra hefur látið undan þrýst- ingi gróðavonarinnar og gefið Islenskri erfða- greiningu ehf. sérleyfi til að koma upp og starfrækja miðlægan gagnagrann á heil- brigðissviði og þar með veitt fyrirtækinu einka- rétt á nýtingu þeirra gagna sem í hann fara. Jafnframt er haldið áfram sama blekkinga- leiknum og byijað var á vorið 1998 um að gögn- in verði ópersónugrein- anleg, og að hægt verði að nýta þau með öðrum gagnabönk- um fyrirtækisins til að lækna og koma í veg fyrir sjúkdóma og til að gera heilbrigðisþjónustuna ódýrari, ef hennar verði nokkur þörf þegar fyrirtækið hefur uppfyllt allt sem það hefur látið í skína. Reglugerð fyrir gagnagranninn, rekstrarleyfið og samkomulag heil- brigðisráðherra og Islenskrar erfða- greiningar vora birt samtímis ásamt ýmsum viðaukum, þar á meðal al- mennri kröfulýsingu fyrir samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi. Allt er þetta mikla pappírsmagn fullt af end- urtekningum og mælgi til að reyna að bleklqa almenning. Rekstrarleyfið er gefið út á grandvelli upplýsinga um starfssvið, verkefni og verkáætlun rekstrarleyfishafa, sem sagt er að hafi verið lagðar fram af hans hálfu, en era ekki birtar í öllu pappírsflóð- inu. I viðaukunum er hins vegar að finna hluta tækni-, öryggis- og skipu- lagsskilmála tölvunefndar, sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar hafa gagnrýnt og talið ófullnægjandi til að vemda persónuupplýsingar. Ráðherrann efast um að lögin standist Fimmtánda grein samkomulags heilbrigðisráðherra og íslenskrar erfðagreiningar ber fyrirsögnina „skaðleysi". Samkvæmt þessari grein skuldbindur leyfishafi sig til að taka á sig allar skyldur ís- lenska ríkisins og greiða allar þær bætur sem því kann að verða gert að greiða „sökum þess að þau (lögin) teij- ast ekki samrýmast reglum Evrópska efna- hagssvæðisins eða öðr- um alþjóðlegum reglum og samningum sem Is- land er aðili að eða ger- ist síðar aðili að“. Ekki er hægt að fá betri við- urkenningu á réttmæti viðvarana þeirra sem vora mótfallnir gagna- grannslögunum en að yfirvöld skuli ftrra sig ábyrgð á þeim með þessum hætti. Það sýnir að brýna nauðsyn ber til að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort lögin standast. Lögfræðilegar hugleiðingar sem íslensk erfðagreining keypti á sínum tíma og nýlega vora rifjaðar upp af höfundi þeirra, sem nú er for- maður starfrækslunefndar gagna- grannsins og heilbrigðisráðherra kallar til vitnis, draga ekki úr nauð- syn þess að fá dómsúrskurð. Ryksuguaðferðin Ekkert er vitað hvað fyrirtækið ætlar að gera með gögnin annað en að selja lyfjafyrirtælqum og trygginga- félögum upplýsingar úr þeim. Til von- ar og vara veitir ráðherrann því leyfi til að beita ryksuguaðferðinni og soga til sín allar kvartanir og einkenni okk- ar, sem fara í sjúkraskrár og verða þar með til þessa að auka „sameign ís- lensku þjóðaiánnar". Ekkert einkaiíf verður eftir nema hugsanlega hjá þeim sem segja sig nú þegar úr gagnagrunninum. Gjafverð fyrir fslendinga Grátbroslegt er þegar talað er um gjaldtöku fyrir rekstrarleyfið sem „fyrsta auðlindaskattinn á íslandi“. Gjaldið er algerir smámunfr í saman- burði við þann auð sem alþingi og rík- isstjórn hafa gefið eigendum Is- lenskrar erfðagreiningar, bandaríska Tómas Helgason Gagnagrunnur Réttur einstaklinganna er gersamlega fótum troðinn, segir Tómas Helgason. Einu mögu- legu viðbrögð þeirra til varnar eru að senda landlækni nú þegar til- kynningu um úrsögn úr gagnagrunninum fyrir sig og ófullveðja börn sín. fyrirtækinu deCode genetics, með gagnagrunnslögunum og leyfinu til einkaréttar á að koma upp og reka miðlægan gagnagrann á heilbrigðis- sviði. Lauslega reiknað svarar árgjaldið sem getur verið á bilinu 100-140 milljónir króna til 0,1 prós- ents af verðmætisaukningu fyrirtæk- isins sem orðið hefur við að ná sér- leyfinu. Til samanburðar má nefna að nýlega vora 70 milljónir króna taldar gjafverð fyrir íslenskan knattspyrnu- mann í íþróttablaði Morgunblaðsins. Látið ekki slá ryki í augun á ykkur Inn í umfjöllun Morgunblaðsins um rekstrarleyfíð og samkomulagið milli ráðherra og fyrirtækisins vildi svo skemmtilega til að kom heilsíðu- auglýsing þar sem skorað var á bændur að láta ekki slá ryki í augun á sér. Þetta er þörf áskoran til allra Is- lendinga, ekld aðeins bænda, til að fá þá til að sjá í gegnum rykmökkinn sem þyrlað hefur verið upp um málið núna. í viðauka B með rekstrarleyf- inu era taldir upp 27 flokkar upplýs- inga sem má flytja í gagnagranninn. Af þessum upplýsingum er ekkert dulkóðað nema kennitala, svo að auð- velt er að bera kennsl á sérhvern ein- stakling út frá kyni, aldri, búsetu, hjú- skaparstöðu, atvinnu ogmenntun auk fjölda annarra upplýsinga sem ekki era dulkóðaðar. Það era því grófar blekkingar þegar ráðherra og ýmsir aðrir reyna að slá ryki í augun á fólki og halda því fram að upplýsingarnar séu ekki persónugreinanlegar. : Hlæjandi fuglahræða (innflytj endamál) ÉG ER prestur sem er í þjónustu við inn- flytjendur hérlendis, og ég er sjálfur inn- flytjandi. Um daginn frétti ég að útvarps- stöð nokkur ætlaði að taka viðtal við íslenska konu sem tengist í starfi sínu vinnu með innflytjendum. Það kom upp sú hugmynd að innflytjandi skyldi taka þátt í þættinum. En svarið frá útvarps- stöðinni var á þá leið að „íslenskir áheyrendur þoli ekki að heyra út- lending tala vitlausa íslensku". Hvað finnst ykkur um þetta viðhorf? Biblían bannar okkur skurðgoða- dýrkun. í Jeremíu stendur: „Skurð- goðin era eins og hræða í melónu- garði og geta ekki talað, bera verður þau, því að gengið geta þau ekki. Óttist þau því ekki...“ (10:ð) í gamla daga var skurðgoð bókstaflega dúkka sem búin var til úr tré eða steini. Hér í ofangreindri Jeremíu er það fuglahræða. Síðar túlkaði kirkj- an þessi orð þannig að allt sem sett er í staðinn fyrir lifandi Guð í lífi mannkyns sé skurðgoð. Þannig að ef við eram alveg upptekin af því að eignast peninga, frægð eða völd í samfélaginu, þá getum við nefnt það skurðgoðadýrkun. Nútímaleg skilgreinig á skurð- goðadýrkun er að „það sem er raunverulega takmarkað, þykir ótak- markað, það sem er að- eins einn hluti heildar er litið á sem heildina alla“. Segjum við þetta með einfaldara orða- lagi, þýðir það að skurðgoðadýrkun er, að nota gildismat sitt þar sem það á ekki við. T.d. ef einstaklingar era metnir eða dæmdir eftir ákveðnum viðmið- um sem samfélagið hefur gefið sér fyrir- fram, þá er það ákveðin skurðgoðadýrkun. Þegar við geram svona meðvitað eða ómeðvitað, byrjar fuglahræðan í melónugarðinum að tala og labba sjálf, og hún er mjög dugleg að fela sig í samfélaginu og við getum ekki lengur þekkt hana. Margar hlæjandi fuglahræður geta labbað um í kring- um okkur. Sem prestur innflytjenda hef ég mörg tækifæri til að ræða eða hlusta á umræður sem varða innflytjenda- mál. Þar era flestir sammála um mikilvægi íslenskunnar fyrir inn- flytjendur til að lifa í íslensku sam- félagi. Hvort maður geti bjargað sér á íslensku eða ekki virðist vera efst í forgangsröð fyrir okkur útlendinga. Þess vegna reyna stofnanir eins og t.d. Miðstöð nýbúa eða Námsflokkar Tungan Er ekki kominn tími til að íslenska þjóðfélagið hlusti á hvað innflytj- endur hafa að segja, spyr Toshiki Toma, ekki aðeins hvernig þeir tala? Reykjavíkur alltaf að skapa fleiri tækifæri fyrir okkur útlendinga til að stunda íslenskunám. Þetta er hin „praktíska" hlið tungumálsins. Hins vegar er íslenska kjarni íslenskrar menningar og fjársjóður íslendinga. Hún þýðir meira en „praktísk" leið til samskipta.Við innflytjendur skul- um bera virðingu fyrir því. Engu að síður eru tungumál og sú menning sem þeim fylgir, hvaða tungumál og menning sem er, eitt- hvað sem aðeins hefur gildi á tak- mörkuðu svæði. Tungumálið er að- eins einn hluti menningarinnar. Tungumál ætti hins vegar aldrei að vera viðmið til þess að meta gildi lífsins eða mannkosti annarra. Að þessu leyti sýnist mér að al- gengur misskilningur eigi sér stað í íslensku þjóðfélagi, og sumir dýrki tungumálið eins og Guð. Stolt og Toshiki Toma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.