Morgunblaðið - 08.02.2000, Side 72

Morgunblaðið - 08.02.2000, Side 72
 ^ Texas iNSTRUMENTS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS69U00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA S691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Vetur konungur > ríkir á Hellisheiði VETUR konungur heidur ennþá náttúru landsins í heljargreipum og mega landsmenn búa við duttl- ungafulla vindsveipi hirðar hans næstu vikurnar. En ísköld auðn vetrarins getur jafnframt verið heillandi. Þótt margir ökuþórarnir hafi eflaust formælt snjófjúki Kára á Hellis- heiðinni er vart annað hægt en að dást að því vetrarríki sem fyrir augu ber á myndinni. Enn er þorri og má búast við >því enn um sinn að þungfært verði á heiðinni. Veturinn hefur verið snjóléttur og menn vona að svo verði áfram. Það má svo minna á að sólin hækkar á Iofti og brátt mun vorið banka á dyrn- ar með leysingum. íSMSiSÍ Morgunblaðið/Ómar VJf|£Épg|| V atneyrarmálið í Hæstarétti Líkur á að dómur falli fyrir páska SÍMON Sigvaldason, skrif- stofustjóri við Hæstarétt Is- lands, telur líklegt að mál- flutningur í Vatneyrarmálinu hefjist í Hæstarétti seinni hluta marsmánaðar. Gangi það eftir eru góðar líkur á að dómur í málinu falli fyrir páska, en páskadagur í ár er 23. apríl. Lögmenn málsaðila eru nú að vinna að greinargerðum í málinu sem lagðar verða fyrir Hæstarétt. Frestur til að skila þeim til réttarins rennur út eftir hálfan mánuð. Símon sagði að ekki væri búið að taka afstöðu til þess hve margir dómarar dæmdu í málinu. Ákvörðun um fjölda dómara væri venjulega tekin við upphaf málflutnings. í Valdimarsmálinu svokall- aða, sem einnig varðaði stjórnkerfi fiskveiða, dæmdu fimm dómarar og var það nokkuð gagnrýnt eftir á að dómarar skyldu ekki vera sjö, þar sem málið hefði verið prófmál og varðaði mikils- verða hagsmuni. Markaðshlutdeild kindakjöts hefur lækkað úr 49% í 37% á átta árum Framleiðsla á kindakjöti jókst um 5,7% í fyrra FRAMLEIÐSLA á kindakjöti jókst um 5,7% á síðasta ári en sala á innanlandsmarkaði dróst hins vegar saman um 1,6%. Miklar breytingar hafa orðið á neyslu landsmanna á kjöti á síðustu árum. Fyrir átta árum var kindakjöt tæplega helmingur af öllu kjöti sem við borðuðum, en nú er hlut- deild kindakjöts komin niður í 37,4%. í fyrra framleiddu sauðfjár- bændur 8.640 tonn af kindakjöti, en salan innanlands nam 6.913 tonnum. Munurinn er 1.727 tonn, en það kjöt er flutt úr landi á ábyrgð framleiðenda. Sala á svínakjöti í fyrra nam 4.446 tonnum og jókst salan um 14,4% á milli ára. A síðasta ári var svínakjöt 24,1% af öllu kjöti sem landsmenn borðuðu, en árið 1992 var þetta hlutfall 16%. Sala á kjúklingum er enn í lægð Sala á nautakjöti nam 3.663 tonnum í fyrra og jókst salan um 4,3%. Sala á hrossakjöti nam að- eins 34 tonnum og dróst hún sam- an um 1,2%. Framleiðsla á hrossa- kjöti jókst hins vegar verulega á árinu og nam 107 tonnum. Þrátt fyrir að alifuglaframleiðsl- an hafi orðið fyrir miklu áfalli á síðari hluta ársins jókst sala á kjúklingum um 11,7% í fyrra. Þetta er hins vegar miklu minni aukning en verið hefur, en neyslan hefur aukist um 30% að jafnaði á síðustu þremur árum. í desember sl. seldust 208 tonn af kjúklingum, sem er 23,2% minni sala en var í sama mánuði árið 1998. Umræðan um kampýlóbakt- ersýkingar í kjúklingum kom upp í ágúst í fyrrasumar, en í júlímánuði það ár seldust 287 tonn af kjúkl- ingum. Framleiðsla á kjúklingum hefur frá því þessi umræða kom upp ver- ið talsvert meiri en salan. Munur- inn í desembermánuði á neyslu og framleiðslu var 50 tonn samkvæmt nýjustu tölum. Samtals seldust á innanlands- markaði 18.470 tonn af kjöti í fyrra, en það er 5,1% aukning frá fyrra ári. Framleiðsla á kjöti jókst hins vegar um 9,2% milli ára. Óbreytt sala á rnjólk í fyrra voru framleiddir 107,2 milljónir lítra af mjólk, sem er 1,4% meira en árið áður. Salan á fitugrunni nam 98,9 milljónum lítra, sem er örlítill samdráttur milli ára. Ef salan er reiknuð á próteingrunni nam salan 103,6 milljónum lítra, sem er 0,6% aukn- ing milli ára. iBook-alvöm fartölvafraApple 149.900 kr. stgr. Skípliolti 21 Simi 530 1800 Fax 530 1801 www.apple.is/ibook 3CO Ný brú yfir Miklu- braut GANGANDI vegfarendur verða að komast leiðar sinnar eins og þeir sem ferðast með bifreiðum. Byrjað er að leggja undirstöður fyrir nýja göngubraut yfir Miklu- braut austan Grensásvegar. Ráð- gert er að brúin verði tilbúin í rnaí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.