Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 46
J 46 ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ætlar heilbrigðisráðherra að loka geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur? ÞEIR sem þekkja til geðheil- brigðisþjónustu á íslandi geta ekki annað en undrast þann stórfellda niðurskurð á bráðasjúkrarúmum fyrir geðsjúka sem tillögur fram- kvæmdastjómar Sjúkrahúss Reykjavíkur hafa í för með sér, verði þær samþykktar af heilbrigðisráðherra. Um er að ræða 100 milljón króna niður- skurð á geðdeild A-2, sem kann að vera lítil tala í augum kvótaeig- enda, en nemur engu að síður liðlega helm- ingi rekstrarkostnaðar deildarinnar og myndi leiða til lokunar einu bráðageðdeildar spítal- ans. Fjórða hvert bráða- rými fyrir geðsjúka á Islandi yrði fjarlægt á sama tíma og þekking almennings á geðrösk- unum fer vaxandi og fordómar þverrandi. Hvort tveggja mun án nokkurs efa leiða til vaxandi 7en ekki dvínandi eftirspurnar eftir geðheilbrigðisþjónustu á næstu ár- um. Nýleg samevrópsk rannsókn sýndi t.a.m. að aðeins um 10% þung- lyndra hljóta viðeigandi meðferð í löndum Vestur-Evrópu. Áframhald- andi byggðaröskun, aukin vímuefn- aneysla ungs fólks og stöðug fjölgun aldraðra með fjölþætt iíkamleg og geðræn vandamál mun ýta enn frekar undir þessa þörf. Þótt fram- kvæmdastjóm SHR telji illskást að skerða þjónustu við geðsjúka og al- jr draða í glímunni við hinn umdeilda fjármálaramma, ber ráðherra heil- brigðismála víðtækari ábyrgð en umrædd stjórn og sækir umboð sitt til kjósenda og er það vel. Eg tel að tillögur stjórnarinnar eigi sér engan hljómgrann meðal al- mennings, enda hefur verið mjög erfitt að komast að hjá geðlæknum á stofu á síðastliðnu ári sakir mikill- ar eftirspumar. Þeir fáu geðlæknar sem taka nýja sjúklinga eru t.a.m. með um þriggja vikna biðlista. Þrjár vikur eru langur tími fyrir þá sem eru þjakaðir af þunglyndi og sjálfs- vígshugmyndum. Fjórðungs niður- skurður á bráðalegurýmum mun þó koma verst niður á geðsjúkum ör- yrkjum þótt geta deilda til að leggja inn sjúklinga eftir sjálfs- vígstilraunir muni einnig skerðast veru- lega. Flestir hinna síð- arnefndu koma raunar í gegnum slysadeild SHR. Komum á bráða- þjónustu geðdeildar SHR á slysadeild hef- ur fjölgað um 10% á ári á síðastliðnum 3 ár- um þrátt fyrir fækkun bráðavakta geðsviðs SHR úr 40% vakta- daga í 25% vaktadaga árið 1997. Fækkun bráðavaktanna og skortur á hjúkrunarfræðingum ollu því að tímabundinn samdráttur varð í fjölda innlagna úr 430 árið 1997 í 342 árið 1998. Árið 1999 var fjöldi innlagna hins vegar orðinn 444 þrátt fyrir aðhald í innlögnum vegna lágmarksmönnunar hjúkrun- arfræðinga. Á sama tíma hefur meðallegutími verið að styttast vegna aukinna afkasta og aðhalds og er nú 15 dagar. Það er nokkurn veginn sá tími sem tekur að fá svör- un við þunglyndislyfjum og lyfjum gegn geðklofa og geðhvörfum. Aiag á bráðarými geðdeildar Landspítala hefur aukist á ofangreindu árabili vegna hærra hlutfalls bráðavakta þar frá árinu 1997. Mjög erfitt verður að auka afköst bráðageðdeilda hér á landi nema til komi uppbygging samfélagsþjón- ustu fyrir geðsjúka, líkri þeirri sem tíðkast í mörgum nágrannalöndum. Með slíkri þjónustu er hægt að meta og meðhöndla sjúklinga í heimahúsum fyrir og eftir útskrift, Heilbrigðismál Eg treysti því að heil- brigðisráðherra sýni þá ábyrgð að koma í veg fyrir 100 milljóna króna niðurskurð á bráðaþjón- ustu geðdeildar SHR, segir Engilbert Sig- urðsson, í samræmi við nýlegar yfirlýsingar sín- ar í fjölmiðlum. en hún kostar viðbótarfjármuni og mannskap og er hvort tveggja af skomum skammti um þessar mund- ir. Sú þjónusta er þó sambærileg við hátækniþjónustu annarra greina læknisfræðinnar; hinum veikustu er veitt besta mögulega meðferð hverju sinni í því umhverfi sem þeir helst kjósa og legutíma á spítala er haldið í lágmarki. Mér finnst á stundum eins og það gleymist í allri hátækniumræðunni að höfuð- markmið heilbrigðisþjónustu er að bæta lífsgæði og hátækni er lítils virði ef mannlegi þátturinn gleymist í meðferð sjúklinga. Þjónusta geðlækna SHR við lyf- lækningadeildir SHR hefur verið með þeim hætti að samráðskvaðn- ingum er alla jafna sinnt samdæg- urs eða næsta dag. Hefur það stuðl- að að styttingu legutíma á lyflækningadeild SHR. Nálægð geð- deildar A-2 við lyflækningadeildir og skurðdeildir í aðalbyggingu hef- ur einnig gert geðdeild SHR kleift að sinna þörfum likamlega veikari sjúklinga en geðdeild Landspítala hefur með góðu móti ráðið við þar sem deildir hennar eru hýstar í ann- arri byggingu en lyf-, skurð- og rannsóknardeildir Landspítala. Gangi tillögur framkvæmda- stjómar um niðurskurð eftir mun geðheilbrigðisþjónusta þurfa að þola hlutfallslega mun meiri skerð- ingu en nokkur annar rekstrarþátt- ur sjúkrahúsanna. Engin fagleg rök eða útreikningar hafa birst sem styðja töluna 100 milljónir, heldur virðist byggt á óskhyggju, þótt ekki sé hægt að útiloka að forneskjuleg viðhorf eða innanspítalapólítík ráði för. Tillögurnar kunna t.a.m. að endurspegla veika stöðu geðlækn- inga innan valdakerfis stóru sjúkra- húsanna, enda fer lítið fyrir hátækni í meðferð geðsjúkra. Hugmyndir framkvæmdastjórnar SHR ganga enn fremur í berhögg við þá yfiriýsingu forstjóra spítal- anna og heilbrigðisráðherra að markvisst eigi að vinna að því að styrkja bráðaþjónustuna á SHR. Traust geðheilbrigðisþjónusta með gott aðgengi að bráðaplássum á geðdeild er órjúfanlegur hluti bráðaþjónustu slysadeildar eins og þeirrar sem rekin er á SHR. Þetta skilja þeir sem þekkja til gpðheil- brigðismála. Tugir þúsunda íslend- inga hafa sem betur fer orðið fróð- ari um þessa þörf af því að sjá kvikmyndina Englar alheimsins eða af lestri bókarinnar I róti hugans. Bæði þessi verk hafa lyft Grettis- taki í fræðslu íslensku þjóðarinnar um þróun alvarlegra geðsjúkdóma eins og geðklofa og geðhvarfa. Bráðaþjónusta geðdeildar SHR hefur lagt sig fram um að sinna skjótt og vel þörfum einstaklinga sem þangað leita eftir sjálfsvígstil- raunir, oft vegna áfalla, þunglyndis eða vímuefnavanda, sem og þörfum einstaklinga með langvinnar geð- raskanir svo sem geðklofa og geð- hvarfasjúkdóm. Meirihluti þessara einstaklinga kemur af eigin hvötum eða fyrir tilstuðlan aðstandenda án tilvísunar frá heimilislækni á slysa- deild. Þegar þeir leita á slysadeild er það oftast vegna þess að líðan þeirra og þeirra nánustu er með Engilbert Sigurðsson þeim hætti að brýnt er að sjúkling- urinn sé metinn sem íyrst, t.d. vegna sjálfsvígshugmynda og sturl- unareinkenna, og að öryggi hlutað- eigandi sé tryggt fyrir og eftir mat læknis. Þessir einstaklingar eru margir hverjir ekki i stakk búnir til að hringja fyrst og spyrja hvar bráðavakt geðdeildar sé þann dag- inn, enda skiptir það einstaklinginn litlu máli ef hugsunin er bundin við leiðir til að stytta sér aldur á sem sársaukaminnstan hátt. Hin miklu viðbrögð sem hafa orð- ið við fræðsluátaki Landlæknisem- bættisins í janúar sýna jafnframt að fjölga þarf en ekki fækka úrræðum fyrir hinn mikla fjölda fólks sem lendir í tímabundnum kreppum vegna þunglyndis og annarra al- gengra geðraskana. Einnig er mjög varasamt að einangra alla þjónustu heilbrigðiskerfisins við sérstök geð- deildarhús. Slíkt elur á fordómum gegn geðsjúkum, samanber hið gamalkunna uppnefni „Kleppari“, og reynast mörgum sporin þyngri í slík hús en á bráðaþjónustu slysa- deildar. Að endingu er rétt að benda á að það er til lítils að fræða almenning um alvarlegar og vangreindar geðraskanir eins og þunglyndi, ef aðgengi að þjónustu og mögulegar úrlausnir reynast ófullnægjandi þegar eftir þjónustunni er leitað. Allt tal ráðamanna á hátíðarstund- um um forvarnir og stefnumótun til að bæta lífsgæði geðsjúkra og aldr- aðra fellur þá dautt og ómerkt. Aukin samvinna geðdeilda sem gæti leitt til hagræðingar er sjálfsögð, en stórfelldur niðurskurður á þjónustu er allt annað og alvarlegra mál. Sú forgangsröðun á geðsjúkum og öldruðum í annan flokk, sem nú stefnir í hér á landi, krefst víðtækr- ar þjóðfélagsumræðu og umfjöllun- ar á Alþingi. Sú umræða hefur enn ekki farið fram. Ég treysti því að heilbrigðisráðherra sýni þá ábyrgð að koma í veg fyrir 100 milljón króna niðurskurð á bráðaþjónustu geðdeildar SHR í samræmi við nýlegar yfirlýsingar sínar í fjölmiðl- um. Höfundur er geðlæknir og faraids- fræðingur og starfar á geðdeild SHR og á geðdeild Landspítnla. Hugleiðingar o g upplýsingar um Qárlög heilbrigðiskerfísins UNDANFARNA daga hefur verið fjallað um stöðu og fjármál sjúkrahúsanna í Reykjavík í kjöl- far setningar fjárlaga nú í lok des- ember. Það fer ekki hjá þvi að þeir sem að þessari lagasetningu koma hljóta að leggja mikið upp úr því að vinnan við fjárlagagerðina sé ábyrg og að farið sé að lögum. Fjárreiðulögin leggja ríka skyldu á herðar þeim sem vinna eftir fjárlögum og að fjárlagagerð, því er nauðsyn að grunnur fjárlag- agerðarinnar sé í lagi. í fjárlaganefnd hefur verið tek- ist á um hvort upplýsingar og grunngögn berist jafnt til meiri- og minnihluta fjárlaganefndar. Því er ekki að neita að minnihlutinn hefur orðið að toga með töngum ýmislegt sem hefur breytt heildar- mynd niðurstöðu fjárlaga. Má minna á að undirritaður hélt því statt og stöðugt fram að um vanáætlun væri að ræða vegna fjárlagaársins 1999. Þau gögn sem ég hafði undir höndum og kynnti í þingflokki mínum hinn 13. desem- ber 1998 greindu frá því að um væri að ræða vanáætlun sem næmi 2,6 milljörðum- eða því sem næst gagnvart heilbrigðiskerfinu. Þess- ar upplýsingar byggði ég á gögn- um frá forstöðumönnum stofnana og gögnum sem bárust í gegnum ráðuneyti heilbrigðismála. Þessu var neitað allt fram til í júní 1999. Einn nýr þingmaður gekk svo langt (Þorgerður Gunnarsdóttir á ■MBylgjunni í útvarpsþætti) að segja að þær tölur og upplýsingar sem Gísli S. Einarsson færi með væru bull. Staðreyndir tala sínu máli í þessu efni. Til viðbótar 2,6 mil- ljörðum vantaði einnig launahækkanir vegna aðlögunarsamninga að hluta, framgangs- samninga ásamt með ófyrirséðum hækkun- um í rekstri s.s. lyfja- kostnaði o.fl., alls um 5,0 milljarða. Við yfirferð gagna sannfærðust menn loks í nóvember um að til alvarlegra aðgerða yrði að grípa og sammæltust menn um að taka á vandanum og greiða úr honum. Fjárlaganefnd kallaði til fjöl- marga aðila og einnig óskuðu margir eftir viðtölum um fjármál heilbrigðisstofnana og trygginga- kerfis. í stuttu máli var ákveðið að setja þá fjármuni í kerfið sem þyrfti nema það sem næmi mánað- arveltu stofnana. Ef einhverjir halda að þessar ákvarðanir hafi verið átakalausar þá eru þeir á rangri braut. Ótrúlegar fréttir Fyrir skömmu fóru að birtast fréttir af því að nú yrði að grípa til niðurskurðar vegna ónógra fjár- veitinga til sjúkrahúsanna í Reykjavík þ.e. Landspítala og Borgarspítala. í kjölfar þess fékk ég upphringingu frá blm. Morgunblaðsins sem bað um viðbrögð undirritaðs við þess- um fréttum. Allt sem ég sagði í svari mínu komst rétt til skila og þarf ég ekki að ítreka þau svör. En þegar ég svo sl. laugardag las að það væri vegna ákvarðana stjórn- málamanna að það yrði að grípa til fækk- unar skurðaðgerða sem næmi 700 þá varð mér sannast sagna nóg boðið. Eru það nú stjórnmálamenn sem stjórna fjölda aðgerða og því sem fram fer á sjúkrahúsunum? Það eina sem ég hef tekið þátt í það er að taka við upplýsingum frá rekstraraðilum og tillögum heil- brigðisráðuneytis og leggja mat á og berjast fyrir nauðsynlegum breytingum á þeim tillögum. Eg geri mér ljóst að rekstur heilbrigðisstofnana er miklu flókn- ara fyrirbæri en svo að ég hafi þekkingu til að greina á milli ein- stakra þátta, en ég fullyrði að ef upplýsingagjöf er rétt þá hefur fjárlaganefnd yfirsýn yfir það sem hún er að gera með ákvörðun eða tillögum um fjárlög. Þegar full- trúar umræddra stofnana komu til viðtals við fjárlaganefnd ganrýndi undirritaður harðlega framgangs- máta þess fundar og sendi þess vegna spumingar til Magnúsar Heilbrigðismál Ef það er svo að rangt hafi verið farið að, segír Gísli S. Einarsson, þá er eins gott að grípa til ráðstafana nú þegar. Péturssonar forstjóra um hluta þess sem ekki náðist að ræða á nefndum fundi. I svörum við þeim, segir m.a.: „Spurt er hvort föst fjárlög séu úrelt aðferð gagnvart rekstri stofnana sem vegna ófyrir- séðrar þróunar verða að sæta auknum kostnaði. Afar mikilvægt er að stjórnvöld viðurkenni að það er skýrt sam- band milli þeirra verka sem unnin eru á sjúkrahúsum og þeirra fjár- muna sem til starfseminnar þarf. Því verður að leggja áherslu á að tími er kominn til þess að gjör- breyta fjármögnun sjúkrahúsanna svo að stjórnvöld komi með beinni hætti að sambandinu á milli þjón- ustu og fjármuna en nú er. Um þetta hafa stjórnir beggja sjúkra- húsanna ályktað og óskað eftir að- gerðum af hálfu heilbrigðis- og fjármálaráðherra (hjálagt). I nágrannalöndunum hafa stjórnvöld almennt horfið frá því fjármögnunarformi sem notað er hér á landi. Því er það eindregið álit undirritaðs að tímabært sé að Gísli S. Einarsson vinna að breytingu á fjárlagagerð til sjúkrahúsanna. I þessu sam- bandi á við að rifja upp að í októ- ber 1998 skilaði Hagfræðistofnun Háskóla Islands skýrslu til sam- starfsráðs sjúkrahúsa sem ber heitið Fjármögnunarleiðir heil- brigðisþjónustu. Þar er bryddað upp á ýmsum aðferðum. Gagngert er spurt hvort heppi- legt sé að fjárveiting til sjúkra- húsa sé það sem er kallað „fljót- andi“ eða breytileg eftir aðstæðum. Þessu verður ekki svar- að á annan hátt en að starfsemi sjúkrahúsa er í eðli sínu breytileg og því þurfa að vissu marki að koma til breytilegar tekjur.“ Viðbrögð Mínar tillögur (í raun krafa) í framhaldi af þeirri umfjöllun sem orðið hefur um vanda sjúkrahús- anna eru: Að nú þegar verði kallað til upplýsingaráðstefnu um þessi mál. Á þessari ráðstefnu eigi sæti þeir fulltrúar úr heilbrigðiskerfinu sem hafa tjáð sig um fjárhags- og rekstrarmál í kerfinu. Einnig allir fulltrúar fjárlaganefndar, fulltrúar úr heilbrigðis- og fjármálaráðu- neyti og ráðherrar beggja mála- flokka. Ef þessum vinnubrögðum verður beitt þá er af heilindum unnt að bregðast við með fjárauka- lögum mjög fljótlega. Ef það er svo að rangt hafi verið farið að er eins gott að grípa til ráðstafana nú þegar. Ef ekki, þá verð ég að álíta að fjárlaganefnd hafi vísvitandi verið gefnar rangar upplýsingar. Ef svo þá er stjórn- ræðið orðið hættulegt samfélaginu og ástæða til að stokka upp og gefa upp á nýtt. Höfundur er þingnmður Samfylkingar á Vesturlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.