Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 53 ar þaðan um íslands gagn og nauð- synjar. Þætti sú umræða í senn draga dám af hans eigin einstakl- ingshyggju og einstaklingshyggju hagspekistjórnmálanna í Kanada og Bandaríkjunum. Magna sá ég fyrst sem gest á safn- aðarsamkomum hjá Kirkju Hinna síðari daga heilögu í Reykjavík kringum 1987 (en þá tók ég þar þátt í tónlistarstarfi mormónatrúboðanna). Árið 1996 gekk Magni síðan í hið nýlega stofnaða Vináttufélag íslands og Kanada. Hafði ég upp frá því sam- band við hann sem formaður. Var tal- að um að hann myndi senn halda hjá okkur fyrirlestur um hagstjórnarmá- lefni í Kanada. Kom hann og á nokkra fyrirlestrarfundi hjá okkur. Síðast þegar við ræddum saman, á síðasta ári, áréttaði hann að hann mæti tilvist vináttufélagsins milli ís- lands og Kanada sérlega mikils. Ég rakst á hann nokkrum sinnum á þessum tíma í kaffistofunni á Kjar- valsstöðum. Tók ég strax eftir hon- um af því honum lá þá frekar hátt rómur og var hann greinilega að reyna að vekja samræður um helstu innlendu og erlendu málefnin. Var hann ern í tali, skorinorður, hæg- mæltur og röddin rám. Upplit hans var í senn vinalegt, fjörlegt og virðulegt. Einnig heyrði ég viðtal við hann í útvarpinu. Var það mjög í formi staðreyndasinnaðs eintals um lífshlaup hans sem hag- fræðings. Magni er þriðji félagi okkar í Kanadafélaginu sem hefur burtkall- ast fyrir aldurs sakir. Mig langar að síðustu að birta hér kafla úr ritverki sem ég held að við hefðum báðir haft gaman af. Er hann úr þýðingu minni á helgileiknum Morð í dómkirkjunni eftir T.S. Eliot, en sá var hvað fremstur skálda í enskumælandi heimi á 20. öld, frá Bandaríkjunum. Var leikritið frumflutt á Englandi ár- ið 1935. Tek ég hér brot úr kafla þar sem kór alþýðufólks í Kantaraborg á að vera að harma hlutskipti sitt á 12. öld. Minnir það ekki eilítið á grátkór almennings í kjarabaráttunni hér hjá okkur íslendingum nú á tímum? Við viljum ekki að neitt komi íyrir. í sjö ár höfum við lifað varlega. Tekist að forðast eftirtekt, hjarað og varla hjarað. það hafa komið tímar kúgunar og allsnægta, það hafa komið fyrir fátækt og spilling, það hefur verið minniháttar misferli, þó höfum við haldið áfram lífí okkar ef líf skyldi kalla. Stundum hefur komið bmgðist, stundum hefur uppskeran verið góð, i einu ári hefur rignt mikið í öðra ári hefur verið þurrkur. Eitt árið var gnótt af eplum, annað árið skorti plómumar. Póhöfumviðlifað ogvarlalifað. Við höfum haldið hátíðimar í heiðri, fariðtilmessu, við höfum braggað bjór og eplasafa safnað saman viði til vetrarins, talað saman við enda varðeldsins, talastviðágatnamótum, og ekki alltaf í hvíslingum, lifandiogvarlaþó. Við höfum orðið vitni að fæðingum, dauða og giftingum, upplifað ýmiss konar hneyksli, skattar hafa hijáð oss, nokkrar stúlkur hafa horfið ánneinnaskýringa, ogaðrarekkigetaðþað. Við höfum öll lifað í okkar eigin ótta, í okkar sérstoku skuggum, í okkar leyndastabeyg. Tryggvi V. Lindal. Erfisdrylckjur ÖUsKÍA^ohú/id cntH-mn Dalshraun 13 S. 555 4477 ♦ 555 4424 GARÐH EIMAR BLÓMABÚD STLKKJAKBAKKA 6 '' SÍMI 540 3320 + Móðir okkar, SIGRÍÐUR FRIÐFINNA KRISTÓFERSDÓTTIR frá Klúku, Arnarfirði, síðast til heimilis (Álftamýri 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 5. febrúar. Ásta Kristín HjaltaKn, Guðmundur Hjaltalín, lllugi Sveinn Stefánsson, Guðrún Stefánsdóttir. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ÁGÚSTA SUMARLIÐADÓTTIR, Stigahlíð 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum að kvöldi laugardagsins 5. febrúar. Börn og tengdabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Hlaðhömrum II, áður Vallá, Kjalarnesi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 4. febrúar. Alvilda Magnúsdóttir, Þórir Axelsson, Þorbjörg Þorvarðardóttir, Magnús Matthíasson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, LILJA SIGHVATSDÓTTIR, andaðist á heimili sínu, Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 6. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björn Magnússon, Sigrún Kaaber, Stefán Unnar Magnússon, Bergrún Jóhannsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Guðjón Torfi Guðmundsson. LEGSTEINAR A TILBOÐI 15 - 30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af letri og skrauti. f Gírmúi 1 Helluhraun 14 Hafnarfjörður Sími: 565 2707 + Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, FREYSTEINN HARALDSSON, er lést á Massachusetts General Hospital í Boston sunnudaginn 30. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Barnaspítala Hringsins njóta þess. Haraldur Bernharðsson, Hanna Óladóttir, Þóroddur Haraldsson, Ragnheiður Hansdóttir, Inga Teitsdóttir, Bernharð Haraldsson, Óli Jóhann Ásmundsson. + JÓN INGIBERG SVERRISSON, Aðalgötu 12, Stykkishólmi, lést laugardaginn 5. febrúar. Aðstandendur. + Faðir okkar, BIRGIR BRYNJÓLFSSON, lést fimmtudaginn 3. febrúar. Brynja, Jón, Justin, Stephan og Eric. + Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, BJARKI RAFN HALLDÓRSSON, Hesthömrum 7, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Hrönn Jónsdóttir, Halldór Ingólfsson, Ingólfur Halldórsson, Ingibjörn Halldórsson, Júlíus Halldórsson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Ingólfur Guðjónsson, Ragnheiður Hannesdóttir, Jón Höjgaard, Hafdís Jónsdóttir, Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Margrét Hjálmarsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GfSLI JÓN ÓLAFSSON frá ísafirði, Klapparstíg 5, Reykjavfk, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 29. janúar, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Ása H. Þórðardóttir, Sigríður Gísladóttir, Skúli Þór Alexandersson, Gylfi Þór Gíslason, Sóley Veturliðadóttir, Rafn Baldur Gíslason, Jóhanna Gerður Egilsdóttir, Brynja Jóna Gísladóttir, Hjalti Dagbjartsson og barnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýtt hugarþel við andlát og jarðarför BÁRÐAR fSLEIFSSONAR arkitekts. Unnur Arnórsdóttir, Finnur Bárðarson, Iréne Jensen, Leifur Bárðarson, Vilborg Ingólfsdóttir, Inga María Leifsdóttir, Margrét Marfa Leifsdóttir, Helgi Örn Pétursson, Máni Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.